Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 44
44 Sport 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað „Hellingur af mörkum“ n 26 mörk í síðustu fimm viðureignum Arsenal og Tottenham Þ að má búast við rafmögn- uðu andrúmslofti á Emirates- leikvanginum í Lundúnum á laugardag þegar Arsenal tek- ur á móti erkifjendum sínum í Tottenham. Óhætt er að segja að gengi beggja liða hafi valdið nokkrum vonbrigðum enda voru bæði lið í harðri toppbaráttu á síðustu leiktíð. Arsenal situr þessa stundina í 8. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 um- ferðir á meðan Tottenham er sæti ofar með 17 stig. Bæði lið hafa tapað þremur af síðustu sex leikjum sínum og hvorugt liðið hefur unnið í síð- ustu tveimur leikjum sínum; Arsenal gert eitt jafntefli og tapað einum en Tottenham tapað tveimur í röð. 26 mörk í fimm leikjum Leikir þessara liða hafa í gegnum tíð- ina verið mikil skemmtun og nægir í því samhengi að nefna síðustu viður- eign Arsenal og Tottenham á Emirates sem fram fór í febrúar síðastliðnum. Leikurinn endaði með 5–2 sigri Arsenal eftir að Tottenham komst í 2–0 eftir rúmlega hálftíma leik. Í síð- ustu fimm leikjum þessara liða hafa samtals 26 mörk verið skoruð, eða rúmlega fimm mörk að meðaltali í leik. Sé eitthvað að marka þá tölfræði má búast við markasúpu á Emirates á laugardag. Aðeins einu sinni frá árinu 1998 hafa liðin gert markalaust jafn- tefli, en það var í deildinni í febrúar 2009. Nokkrir leikmenn eru á sjúkralist- anum hjá báðum liðum. Hjá Arsenal ber helst að nefna Abou Diaby, Tomas Rosicky og Kieran Gibbs en auk þeirra hafa Aron Ramsey og Alex Oxlade- Chamberlain glímt við smávægileg meiðsli að undanförnu. Hjá Totten- ham eru Moussa Dembele, Scott Parker, Younes Kaboul og Benoit Assou-Ekotto allir á sjúkralistanum en hugsanlega verður Dembele orðinn klár fyrir leikinn. Toppslagur á The Hawthorns Chelsea gæti átt erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðið mætir West Brom á útivelli. Chelsea hefur ekki unnið í síð- ustu þremur leikjum sínum í deildinni en á sama tíma hefur West Brom unnið tvo leiki í röð. Chelsea situr í 3. sæti deildarinnar með 24 stig en West Brom er með 20 stig í fimmta sæti. West Brom hefur unnið fimm af sex heimaleikjum sínum til þessa en á sama tíma hefur Chelsea-liðið verið sterkt á útivelli; unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Manchester-liðin mæta bæði liðum sem eru í neðri hluta deildar- innar. City tekur á móti Aston Villa og ætti að vinna ef allt fer samkvæmt bókinni. United heimsækir hins vegar Norwich sem situr í 15. sæti deildar- innar. Norwich hefur þó verið að næla í mikilvæg stig á heimavelli sínum og unnið tvo leiki þar í röð, gegn Arsenal og Stoke, á meðan United hefur unnið fimm útileiki í röð. Liverpool hefur verið á þokkalegu skriði að undanförnu og ekki tapað í sjö leikjum í röð. Í þessum leikjum hefur liðið hins vegar gert fimm jafn- tefli. Liverpool tekur á móti Wigan sem er sýnd veiði en ekki gefin. Wigan hefur gengið ágætlega á tímabilinu og situr í 14. sæti deildarinnar. Það ætti að vera Liverpool víti til varnaðar að vita til þess að Wigan lagði Tottenham á útivelli um þar síðustu helgi. n Laugardagur Arsenal – Tottenham „Það verður hellingur af mörkum í þessum leik. Ef það er einhvern tímann öruggt að tippa á 3–3 jafntefli þá er það í þessum leik.“ QPR – Southampton „Góður vinur minn, Stefán Hrafn Hagalín, er einn harðasti QPR-maður á landinu og hann myndi ekki tala við mig aftur ef ég spáði því ekki sigri. Núna kemur þetta hjá þeim en það verður ekki fallegt. Þetta verður 1–0 heimasigur og mikill barningur.“ Reading – Everton „Ég er smá „sökker“ fyrir Everton. Við Framarar höfum haldið tryggð við Þorvald Örlygsson út fyrir gröf og dauða og David Moyes er dálítið Þorvaldur Örlygsson enska boltans þannig að það er ekki nema sanngjarnt að þeir vinni þennan leik nokkuð þægilega, 2–0. WBA – Chelsea „WBA er sterkt á heimavelli og Chelsea mjög upptekið af dramatík utan vallar. Þetta dómaraupphlaup gæti verið að bíta þá í rassinn og ég held að þeir tapi þessum leik, 2–1, og verði úti á þekju.“ Liverpool – Wigan „Þetta er jafntefli. Það má treysta því að minn maður, fjölmenningarsinninn Luis Suarez, skori í þessum leik en það mun ekki gefa nema eitt stig. Þeir munu væntan- lega fagna með honum að þessu sinni.“ Man. City – Aston Villa „City hefur verið pínulítið óstöðugt en þetta er voðalega erfitt fyrir Aston Villa. Ég held að þeir megi teljast heppnir ef þeir halda sér uppi þannig að ég spái frekar þægilegum heimasigri.“ Newcastle United – Swansea „Ef Newcastle ætlar að festa sig í sessi í efri hlutanum verða þeir að vinna svona leiki. Ég held að þeir geri það og vinni kannski 2–1.“ Norwich – Man. United „Þegar ég var smápatti á ferðalagi með foreldrum mínum á Englandi þá fórum við til Norwich. Við fórum í leigubíl og bíl stjórinn fékk veður af því að ég hefði áhuga á fótbolta. Enski boltinn var ekki jafn stór á þeim tíma og hann er í dag og bílstjórinn fór með okkur á æfinga- svæðið og kynnti okkur fyrir stjóranum og leikmönnum. Eftir þetta hef ég haft smá tilfinningar til Norwich. Össur Skarphéð- insson er líklega frægasti stuðningsmaður Norwich hér á landi og hann er líklega að fara að vinna í prófkjöri Samfylkingarinnar á laugardag. Norwich vinnur þennan leik fyrir hann og þetta verða óvæntu úrslit helgarinnar. Þeir vinna þetta 2–1.“ Sunnudagur Fulham – Sunderland „Þetta er steindautt jafntefli, 0–0.“ Mánudagur West Ham – Stoke „Þetta verður ekki fallegt. Ég þekki alveg ógrynni af West Ham-stuðningsmönnum og það er mikil West Ham-klíka í kringum Fram. Ég kemst ekki upp með annað en að spá þeim sigri og eigum við ekki að segja að þetta verði flugeldasýning og þeir vinni þetta 3–0.“ Eftirminnileg ferð til Norwich DV fékk Stefán Pálsson, sagnfræðing, Framara og stuðningsmann Luton Town, sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, til að spá í leiki helgarinnar. Stefán býst við hörkuleikjum um helgina og á von á að óvænt úrslit líti dagsins ljós – sérstaklega í leik Norwich og Manchester United og rökstyður Stefán það í löngu máli. n Stefán Pálsson spáir í spilin fyrir leiki helgarinnar og segir frá skemmtilegu atviki í Englandi Vissir þú … … að Everton á flestar heppnaðar fyrirgjafir allra liða í ensku deildinni, eða 7,82 að meðaltali í leik. … að Aston Villa hefur síðustu 20 leikjum sínum og einum betur í ensku úrvals- deildinni aðeins unnið 2 leiki. … að West Ham hefur fengið flest gul spjöld á leiktíðinni, eða 27. … að Norwich er prúð- asta liðið og hefur aðeins fengið 8 gul spjöld og ekkert rautt. … að Manchester United hefur fengið 15 stig úr tapaðri stöðu á tímabilinu. Jafn mörg og allt tímabilið í fyrra. … að metið á hins vegar Newcastle sem fékk 34 stig úr tapaðri stöðu tímabilið 2001–2002. … að aðeins þrjú lið í sögu úrvalsdeildar- innar hafa haldið sér uppi þrátt fyrir að hafa ekki unnið í fyrstu ellefu leikjunum. Þetta eru Everton (1994–1995), Blackburn (1996–1997) og Derby County (2000–2001) … að síðast þegar Liverpool vann aðeins 2 af fyrstu 11 deildarleikjunum sínum var tímabilið 1984–1985. Það tímabil endaði liðið í öðru sæti. … að Luis Suarez leikmaður Liverpool hefur skorað sex mörk á útivelli á leiktíðinni, flest allra leikmanna. … að Liverpool hefur aðeins haldið hreinu í einum útileik af síðustu tólf. … að aðeins sjö leikmenn hafa skorað fleiri mörk sem varamenn en Edin Dzeko. Meðal þeirra eru Tore Andre Flo, Robbie Keane og Ole Gunnar Solskjær. … að í 19 leikjum í deildinni þar sem Sergio Aguero hefur skorað hefur City unnið 18 og gert 1 jafntefli. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Barátta Mike Dean lyfti rauða spjaldinu á Scott Parker undir lok leiks Arsenal og Tottenham í fyrra þegar Arsenal vann 5–2 eftir að hafa lent 2–0 undir. Mynd ReuTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.