Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 20
20 Erlent 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað B rotthvarf Davids Petraeus úr stóli æðsta yfirmanns bandarísku leyniþjónust­ unnar, CIA, á dögunum vakti undrun margra enda hafði Petraeus átt langan og flekklausan feril að baki fyrir bandaríska herinn. Eins og málshátturinn segir komast svik upp um síðir og var það framhjá­ hald Petraeus með ævisagnaritara sínum, Paulu Broadwell, sem kost­ aði hann starfið og batt enda á ára­ tugaferil hans hjá æðstu stofnunum Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs undanfarna daga og þykir um margt sérstakt, ekki síst í ljósi þess að það var bandaríska alríkislögreglan, FBI, sem kom upp um framhjáhaldið sem talið var ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Framúrskarandi námsmaður David Petraeus fæddist 7. nóvem­ ber 1952 og er því nýorðinn sextug­ ur. Faðir hans var sjóliði hjá hol­ lenska hernum en móðir hans var bókavörður. Petraeus ólst upp í Cornwall­on­Hudson skammt norð­ ur af New York og lauk mennta­ skólagráðu árið 1970. Eftir það var förinni heitið í West Point­skólann, herskóla sem rekinn er af bandaríska hernum, þar sem Petraeus var með­ al annars í knattspyrnu­ og skíðaliði skólans. Námsárangur Petraeus þótti framúrskarandi og lauk hann prófi frá skólanum árið 1974. Í árbók skól­ ans voru þau orð höfð um hann að hann gæfi ávallt allt sitt í öll verkefni sem hann tæki sér fyrir hendur og tæki að sér hlutverk leiðtoga. Tveim­ ur mánuðum eftir útskrift kvæntist Petraeus núverandi eiginkonu sinni, Holly Knowlton, sem hann kynntist í West Point­skólanum. Kleif metorðastigann Petraeus hélt skólagöngu sinni áfram eftir útskrift og sótti sér fleiri gráður í herskólum á vegum Bandaríkjahers. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum frá Princeton­ háskóla árið 1987 og fékk síðan kennslustarf hjá bandaríska hernum. Petraeus var fljótur að klifra upp metorðastigann og fékk ýmis verk­ efni hjá bandaríska hernum. Hann sinnti meðal annars verkefnum fyrir NATO á Haítí árið 1995 og fékk í kjöl­ farið stöðu hjá bandaríska varnar­ málaráðuneytinu. Óhætt er að segja að Petraeus hafi komið víða við á ferli sínum en stóra skrefið kom þó árið 2007 þegar hann var skipaður æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers í Írak. Petraeus þótti standa sig vel í Írak og flutti sig um set árið 2010 þegar hann tók við sömu stöðu í Afganistan. Þar staldraði hann stutt við því haustið 2011 tók enn stærra verkefni við þegar Barack Obama Bandaríkja­ forseti skipaði hann í stöðu yfir­ manns CIA. Skipan Petraeus kom fáum á óvart á þeim tíma, enda báru fulltrúar stjórnmálaturnanna tveggja, demókrata og repúblikana, allt að því ótakmarkað traust til hans enda hafði hann sýnt hæfileika sína sem sannur leið­ togi og föðurlandsvin­ ur. Petraeus var með­ al annars nefndur sem hugsanlegt forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosning­ arnar 2016. Óvenju mikið traust Konan sem allt snýst um í þessu stóra hneykslismáli heitir Paula Broadwell. Hún hitti Petraeus fyrst árið 2006 þegar hann hélt ræðu fyrir útskriftarnema við Harvard­há­ skóla. Broadwell, sem fæddist í nóv­ ember 1972, var að ljúka prófi við opin bera stjórnsýslu og gaf sig á tal við hann eftir ræðuhöldin og lýsti yfir miklum áhuga á störfum hans fyrir bandaríska herinn. Svo fór að Broad­ well fékk nafnspjald hans og fór þess síðar á leit við hann að hann sam­ þykkti að verða viðfangsefni doktors­ ritgerðar hennar. Petraeus er sagð­ ur hafa tekið vel í þá beiðni og héldu þau nánu sambandi eftir þetta og funduðu reglulega um verkefnið. Að lokum fór þó svo að ritgerðin þróaðist út í ævisögu Petraeus sem kom loks út í janúar á þessu ári. Framhjáhaldið er sagt hafa byrjað í nóvember í fyrra, eða skömmu eftir að Petraeus var gerður að æðsta yf­ irmanni CIA. Margt bendir þó til þess að það hafi byrjað mun fyrr því Petraeus og Broadwell eyddu löngum stundum saman meðan Petraeus gegndi störfum sínum í Afganistan. Þetta vakti furðu náinna samstarfs­ manna Petraeus enda hafði Broad­ well enga reynslu af bókaskrifum og þótti samstarfsmönnum Petraeus einkennilegt hversu mikið traust hann bar til hennar. Broadwell á tvo unga syni með eiginmanni sínum sem er geisla­ fræðingur en henni er lýst sem dæmi­ gerðri fótboltamömmu sem var valin drottning útskriftarballsins í mið­ skóla. Nafnlausar hótanir berast Ástarsambandið virðist hafa farið nokkuð leynt fyrst um sinn. Hjólin fóru þó að snúast í maí þegar kona að nafni Jill Kelley tilkynnti nafnlaus­ ar hótanir sem henni höfðu borist í tölvupósti. Kelley, sem er fjölskyldu­ vinur Petraeus og eiginkonu hans, hafði samband við ónafngreindan vin sinn hjá FBI sem tilkynnti málið til netglæpadeildar FBI sem hóf rann­ sókn á málinu. Eftir nokkurra vikna rannsókn kom í ljós að hótunarbréf­ in komu úr tölvu Paulu Broadwell en efni þessara hótunarbréfa hefur enn ekki verið opinberað. Við rannsókn á tölvu Broad well í sumar kom í ljós að hún hafði átt í miklum samskiptum við Petraeus – samskiptum sem voru ekki beinlínis á faglegum nótum held­ ur gáfu til kynna að þau ættu í ástar­ sambandi. Í kjölfarið var æðsta yfir­ manni FBI, Robert Mueller, tilkynnt um málið og við rannsókn málsins voru bæði Petraeus og Broadwell köll­ uð til yfirheyrslu. Síðsumars var Eric Holder, dóms­ málaráðherra Bandaríkjanna, upp­ lýstur um málið en rannsókn máls­ ins hjá FBI var þó hvergi nærri lokið. Upp úr miðjum október var Broadwell aftur kölluð til yfirheyrslu hjá FBI og þann 29. október var Petraeus einnig kallaður í sína aðra yfirheyrslu. Þegar þarna var komið sögu höfðu þau bæði játað fyrir fulltrúum FBI að hafa átt í ástarsambandi. Vondur afmælisdagur Það var svo þann 6. nóvember, sama dag og forsetakosningarnar í Banda­ ríkjunum fóru fram, að dómsmála­ ráðuneytið tilkynnti James Clapper, yfirmanni leyniþjónustumála hjá bandarísku ríkisstjórninni, um n David Petraeus er sannur föðurlandsvinur n Hélt framhjá með ævisagnaritaranum n Orðaður við forsetaframboð Skandallinn Sem felldi flekklauSa foringjann Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Á þessu yfirlitskorti gefur að líta aðdragandann að því að David Petraeus ákvað að segja af sér sem æðsti yfirmaður CIA. Aðdragandinn að afsögn Davids Petraeus Heimild: Reuters F. Chan, 12/11/2012 2006 Broadwell lætur verða að því að he‡ast handa við doktorsritgerð sína og leitar til Petraeus sem býður henni að hitta sig í Washington. 2008 Petraeus er settur í embætti æðsta yfirmanns hersins í Afganistan. Broadwell fer þangað og hittir hann. 2010 Paula Broadwell hittir David Petraeus við útskrift sína við Harvard-háskóla. Fulltrúar FBI kalla Broadwell til yfirheyrslu. Fulltrúar FBI kalla Petraeus til yfirheyrslu. Fréttamiðlar greina frá því að konan sem kvartaði upphaflega til FBI sé Jill Kelley, ‡ölskylduvinur Petraeus og eiginkonu hans. James Clapper, yfirmaður leyniþjónustu- mála ríkis- stjórnarinnar, fær vitneskju um málið. Petraeus hittir Obama og býður afsögn sína. Obama tekur sér tíma til að taka ákvörðun. Obama hringir í Petraeus og samþykkir afsögn hans. Clapper ráðleggur Petraeus að stíga til hliðar og lætur Hvíta húsið vita að Petraeus gæti sagt af sér vegna málsins. Obama er upplýstur um málið. Petraeus hættir hjá Bandaríkjaher eftir áratuga þjónustu. Petraeus verður yfirmaður CIA. Ævisaga Petraeus eftir Paulu Broadwell kemur út. FBI fær kvörtun um hótanir í gegnum tölvupósta frá Kelley. Þær eru raktar til Broadwell. Í kjölfarið kemst upp um framhjáhald Petraeus og hennar. Áttu í ástarsambandi 2011 2012 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D Október Nóvember 2120 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Saman á mynd Petraeus og Broadwell sjást hér saman á mynd sem var tekin í Afganistan 13. júlí árið 2011. Tekur við CIA Petraeus sést hér í septem- ber 2011 sverja embættiseið í Washington. Við hlið hans stendur Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna. MyNd ReuTeRS Hátt fall Petraeus var orðaður við forsetaframboð fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2016. Eftir flekklausan feril hefur Petraeus neyðst til að segja af sér embætti. MyNd ReuTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.