Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 32
Í búar ensku hafnarborgarinnar Hull í Jórvíkurskíri fylltust óhug síðla árs 1924. Tíðindi höfðu borist um væntanlega reynslu- lausn dæmds morðingja, Bills Burkitt, úr fangelsi þar sem hann hafði afplánað dóm vegna morðs í níu ár. Íbúar Hull höfðu vonað í lengstu lög að Bill afplánaði sinn tólf ára dóm, sem dómarinn hafði kveðið upp, og helst gott betur. Bill Burkitt framdi sitt fyrsta morð 27. ágúst 1915. Þá var Bill 29 ára og fórnarlambið, sem hann stakk nokkrum sinnum í hálsinn, var 35 ára ástkona hans, Mary Tyler. Mary var gift sjómanni sem sökum vinnu sinnar var langdvölum að heiman. Þegar Bill hafði fyrirkomið Mary og var að yfirgefa heimili hennar rakst hann á börn Mary, sem voru að koma heim úr kvikmyndahúsi. Bill stöðvaði son Mary og sagði: „George, taktu þennan lykil og fyrsta lögreglu- mann sem þú sérð skalt þú fara með heim til þín, þar muntu finna móður þína dána.“ Eilíft nöldur Bill reyndi aldrei að þræta fyr- ir morðið á Mary og réttað var yfir honum í nóvember 1915. Verjandi Bills gaf þá skýringu á verknaði Bills að hann hefði síknt og heilagt þurft að hlusta á nöldrið í henni. Merki- legt nokk þá þótti dómara sú ástæða engan veginn réttlæta gjörðir Bills og aftók með öllu að milda ákæruna úr morði í manndráp vegna nöldurs konunnar – slíkt byði hættunni heim. Bill var sakfelldur fyrir morð og dæmdur til tólf ára erfiðisvinnu, í samræmi við það sem þá tíðkaðist. En árið 1924 fékk Bill sem sagt reynslulausn. Hann beið ekki boð- anna og hóf samband við gifta konu, sem reyndar hafði skilið við mann sinn að borði og sæng. Sú hét Helen Spencer og var 34 ára. Bill tók upp fyrri iðju, en hann hafði verið fiskimaður fyrrum. Veiðarnar gerðu að verkum að Bill þurfti að vinna á næturnar í stað þess að hvíla í hlýrri dyngju ástkonu sinnar. Innan skamms fór hann að ímynda sér að Helen væri honum ótrú, en þegar hann bar það upp á hana varð hún fyrst og fremst stein- hissa – en reyndar líka svo gott sem dauð. Reyndi sjálfsvíg Raunveruleikinn hafði ekkert að gera í ímyndunarafl Bills Burkitt og greip hann hníf og rak í hálsinn á Helen og datt hún dauð niður. Við sýnina af blóðugum líkama Helenar rank- aði Bill við sér. Hann var þess fullviss að nú myndi hann enda í gálganum, ekki hugnaðist honum sú framtíðar- sýn og greip til þess ráðs að reyna að svipta sig lífi með gasi. Tilraun Bills mistókst því nágrann- ar höfðu heyrt skelfingarvein Helenar og kallað til lögreglu. Eftir að Bill hafði jafnað sig af gaseitruninni var hon- um enn og aftur fleygt í grjótið og síð- an fyrir dóm. Hann var sekur fundinn um manndráp og dæmdur til tíu ára erfiðisvinnu – böðullinn yrði að bíða hans enn um sinn. í Dartmoor-fangelsinu fékk Bill viðurnefnið Járnkarlinn og hann bað- aði sig í ljóma þess að hafa tvisvar sloppið við gálgann. Hann hafði tvö húðflúr á hægri handlegg – mynd- ir af legsteinum. „Þið sjáið ekki mörg heiðursmerki á borð við þessi,“ gumaði hann af. „Þetta merkir að ég hef stútað tveimur. Ekki bara einni – tveimur!“ Þriðja konan En Bill losnaði úr fangelsi enn og aftur og náði sér, reglu samkvæmt, í nýja konu, gifta tveggja barna móð- ur sem var skilin að borði og sæng. Sú hét Emma Brooks, var 38 ára, lag- leg og hrifning hennar af Bill var tak- markalaus. En, ef eitthvað var að marka frá- sögn Bills síðar, Emma virtist fá eitt- hvað út úr því að espa hann upp og í febrúar 1939, innan við ári eftir að hann losnaði úr fangelsi reitti Emma Bill til reiði í síðasta skipti. Reyndar fór Bill ekki út úr húsi í nokkra daga eftir að hann myrti Emmu. Það var ekki fyrr lyktin af rotnandi líki Emmu varð honum um megn sem hann sá sitt óvænna og yf- irgaf íbúðina. Í kjölfar morðsins virtist sem Bill iðraðist gjörða sinna og reyndi að svipta sig lífi með því að innbyrða 600 aspiríntöflur, en hann hafði ekki erindi sem erfiði. Einhverra hluta vegna var Bill ekki dæmdur til dauða. Hann var aftur á móti dæmdur til að verja því sem hann átti eftirlifað við strit inn- an fangelsismúranna. Árið 1954 var hann settur á sjúkradeild vegna ólæknandi krabbameins og var þar þangað til hann geispaði golunni að kveldi jóladags 1956. n 32 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað morð var Brasilíumaðurinn Pedro Rodrigues Filho sakfelldur fyrir. Hann var fjórtán ára þegar hann framdi sitt fyrsta morð. Þá myrti hann aðstoðarbæjarstjóra Alfenas í Brasilíu eftir að hann rak föður hans úr vinnu. Pedro gat ekki hætt að drepa eftir þetta og myrti meðal annars föður sinn eftir að hann réðst á móður hans. Pedro var handtekinn árið 1973 og dæmdur í lífstíðarfangelsi, eða rúmlega 30 ár. Þar tók ekki betra við því hann myrti 47 fanga meðan hann afplánaði. Pedro losnaði úr fangelsi árið 2007 og gengur enn laus.71 Moldríkur frum- kvöðull í vond- um málum Tæknigúrúinn og frumkvöðull- inn John McAfee er eftirlýstur af lögreglunni í Belís vegna gruns um að hafa orðið bandarískum manni, Gregory Faull, að bana. McAfee er einna þekktastur fyr- ir að hafa stofnað vírusvarna- fyrirtækið McAfee. Hann byrj- aði með tvær hendur tómar en byggði fyrirtæki sitt upp og gerði það að sannkölluðu stórveldi. Árið 2010 seldi hann það til In- tel og fékk í sinn hlut um sjö milljarða dala, eða um 900 millj- arða íslenskra króna, á núver- andi gengi. McAfee hefur búið í Belís um nokkurt skeið en um síð- ustu helgi fannst lík Bandaríkja- mannsins Gregory Faull. Líkið fannst í íbúð Faull og var hann með skotsár á höfði. Faull var nágranni McAfee og höfðu þeir samkvæmt bandarískum fjöl- miðlum eldað grátt silfur saman um nokkurt skeið. Þannig er Faull sagður hafa tilkynnt um afbrigðilega hegðun McAfee til lögreglu nokkrum dögum áður en hann dó. Bandaríski fréttamiðillinn ABC News fjallaði ítarlega um málið á dögunum og þar kom fram Faull og fleiri nágrannar höfðu kvartað undan „grimm- um“ hundum sem McAfee hafði á lóð sinni. Þá höfðu þeir kvartað undan vopnuðum og aðgangshörðum öryggisvörð- um sem gættu heimilis McAfee. Faull virðist hafa verið í farar- broddi nágrannanna sem höfðu lagt inn formlega kvörtun til yf- irvalda vegna þessa. Í kvörtun- inni kom fram að íbúar væru óttaslegnir um öryggi sitt vegna öryggisvarðanna sem gengu ógnandi um götur með hagla- byssur. Ekkert hefur spurst til McAfee síðan um síðustu helgi en þó er talið að hann hafi ekki yfirgefið Belís. Samkvæmt ABC neitar McAfee að hafa orðið Faull að bana en í samtali við veftímaritið Wired segir McAfee að yfirvöld í Belís hafi horn í síðu hans og vilji hann helst feigan. McAfee, sem er orðinn 67 ára, segir að hann hafi gert breytingar á útliti sínu; litað á sér hárið, skeggið og augabrún- irnar, til að forðast lögreglu. „Ég lít trúlega út eins og morðingi núna, því miður.“ Faull fannst látinn á sunnu- dagsmorgun og var hann með skotsár á hnakkanum. Ekkert benti til innbrots í íbúð hans en þó var búið að taka fartölvu hans og farsíma. McAfee hefur verið í samskiptum við Wired undanfarna daga og í samtali við vefmiðilinn segir hann að eitrað hafi verið fyrir hundun- um sínum og auk þess hafi fjórir þeirra verið skotnir. Þegar hann frétti að Faull hefði verið skot- inn til bana hafi hann flúið af ótta við að verða sjálfur drepinn. Hann telur að um samsæri gegn sér sé að ræða. Á næstu dög- um muni hans hins vegar tjá sig nánar um málið en þangað til ætli hann að vera áfram í felum. n Bill Burkitt myrti þrjár konur n Þær nöldruðu of mikið, að hans sögn JÁRNKARLINN „Þetta merkir að ég hef stút- að tveimur. Ekki bara einni – tveimur! FRÁ HULL Bill Burkitt Slapp við gálgann þrátt fyrir þrjú morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.