Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað
Frumvarp Hreyfingarinnar:
Sveitarfélög
fái arðinn
Mælt var fyrir frumvarpi Hreyf
ingarinnar um stjórn fiskveiða
á Alþingi á miðvikudag. Mark
mið frumvarpsins er að breyta
skipulagi fiskveiðistjórnunar og
sölu sjávarafla og samkvæmt til
kynningu frá þinghópi Hreyfingar
innar verður þannig tryggð ríkari
aðkoma sveitarfélaga að arðinum
af aflaheimildum og stuðlað að
eflingu sjávarbyggða.
Að mati Hreyfingarinnar munu
tekjur sveitarfélaga aukast veru
lega nái frumvarpið fram að ganga.
Þannig megi gera ráð fyrir því að ef
allur afli fer á markað muni leigu
verð lækka um allt að helming.
Ef miðað er við helmings lækkun
leiguverðs fyrir þorskígildistonn
á markaði í dag, sem er í kringum
318 krónur á kíló, en yrði 159 krón
ur á kíló, myndu tekjur Akureyrar
bæjar aukast um 3,7 milljarða,
Ísafjarðarbæjar um 3,3 milljarða,
Norðurþings um 1,5 milljarða,
Reykjanesbæjar um 1,9 milljarða
og Vestmannaeyja um 4,1 milljarð
á ári.
„Ljóst er að um er að ræða
gríðarlega hagsmuni fyrir sjávar
byggðir um allt land þar sem
frumvarpið færir þeim aftur heim
ildir byggðar á veiðireynslu þeirra
og að arðurinn af þeirri auðlind
rennur beint til sjávarbyggðanna.
Með frumvarpinu er stefnt að því
að hvert sveitarfélag á Íslandi fái
forræði yfir veiðum á samsvarandi
hluta nytjastofna á Íslandsmiðum
[…] að auki stefnir frumvarpið að
aðskilnaði veiða og vinnslu og
fjárhagslegri endurskipulagningu
þeirra útgerðarfyrirtækja á Ís
landi sem hafa skuldsett sig vegna
kvótakaupa.“
Rotaðist eftir
fall af reiðhjóli
Ung stúlka féll af reiðhjóli í
Keflavík á miðvikudag og rot
aðist. Töluverð hálka var á göt
um bæjarins þegar óhappið
varð að sögn lögreglunnar á
Suðurnesjum. Lögregla og
sjúkralið á Suðurnesjum voru
kvödd á slysstað. Stúlkan var
ekki með öryggishjálm þegar
hún datt og var hún flutt með
sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofn
un Suðurnesja. Þar var ákveðið
að flytja hana á Landspítalann
vegna höfuðáverka sem hún
hafði hlotið við fallið.
Með fíkniefni
í sígarettu-
pakkanum
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
um helgina afskipti af karlmanni
á fimmtugsaldri, þar sem hann
var inni á skemmtistað í umdæm
inu. Grunur lék á að maðurinn
væri með fíkniefni í fórum sínum.
Í sígarettupakka sem hann var
með í jakkavasa fannst hvítt efni,
um þrjú grömm, sem talið er vera
fíkniefni. Maðurinn var hand
tekinn og færður á lögreglustöð.
Hann viðurkenndi að hann ætti
efnin, sem hann kvaðst hafa keypt
skömmu áður, að sögn lögreglu.
að 16 milljarða virði
n Tímabært að selja togarann Frera n Hefur lítið með veiðigjald að gera
Ú
tgerðarfyrirtækið Ögurvík hf.
tilkynnti á þriðjudaginn að
fyrirtækið hefði sagt upp 70
sjómönnum sem þar starfa
frá og með 1. mars á næsta
ári. Ögurvík á frystitogarana Frera
og Vigra. Ætlunin er að selja Frera og
flytja kvótann af honum yfir á Vigra. Í
samtali við DV á þriðjudaginn sagði
Hjörtur Gíslason, útgerðarstjóri og
stjórnarformaður Ögurvíkur, að lík
lega myndu 50 sjómenn halda starfi
sínu en 20 missa vinnuna.
Taldi Hjörtur þetta nauðsyn
legar aðgerðir ef ekki ætti illa að fara
hjá þessu rótgróna útgerðarfyrir
tæki. Ein af stærstu ástæðunum
fyrir þessari aðgerð væri 200 millj
óna króna skattreikningur sem ríkið
legði á fyrirtækið í formi veiðigjalds.
„Ef við bregðumst ekki við þá mun
félagið hrörna í höndunum á okkur
og það er bara verkefni hjá okkur að
bregðast við svo við eigum framtíð,“
sagði Hjörtur enn fremur.
Þeir sem DV ræddi við segja þess
ar skýringar hjá forsvarsmönnum
Ögurvíkur undarlegar. Það hafi leg
ið fyrir árum saman að fækka þyrfti
skipum fyrirtækisins – nýtilkomið
veiðigjald hafi lítið með það að gera.
Félagið hefur átt stærstan hluta af
kvóta sínum frá því að kvótakerf
ið var sett á. Í ársreikningi félags
ins árið 2010 bókfærir félagið kvóta
upp á 640 milljónir króna og við
skiptavild upp á 450 milljónir króna.
Einnig sagði einn viðmælandi DV
að líklega myndi Ögurvík leigja frá
sér slatta af kvóta í kjölfar þess að
Freri verði seldur. Sá kvóti fari til
annarra útgerðarfyrirtækja sem þá
þurfi að ráða fleiri sjómenn – upp
sagnir Ögurvíkur þurfi því ekki endi
lega að þýða að 20 sjómenn verði at
vinnulausir.
Virði kvótans allt að
16 milljarðar
Nýlega var greint frá því að Skinney
Þinganes á Hornafirði hefði keypt
1.000 tonn af þorskkvóta frá Brimi,
útgerðarfyrirtæki í eigu Guðmundar
Kristjánssonar. Samkvæmt fréttum
RÚV var áætlað að virði kvótans
væri á bilinu 2.000 til 2.500 krónur á
kílóið. Ef notast er við sömu útreikn
inga til að verðmeta kvóta Ögurvíkur
sem nemur 6.300 þorskígildistonn
um er raunverulegt virði kvóta fyrir
tækisins 13–16 milljarðar króna eða
allt að 15falt bókfært virði. Raun
veruleg staða Ögurvíkur er því mjög
góð – öfugt við mörg önnur sjávar
útvegsfyrirtæki er Ögurvík mjög
lítið skuldsett vegna kvótakaupa.
Ef eigendur Ögurvíkur myndu selja
fyrirtækið myndu þeir því standa
uppi með hagnað upp á 10 til 14
milljarða króna þegar búið væri að
draga skuldir frá eignum félagsins.
Mun gjörbreyta rekstrinum
Viðmælandi sem DV ræddi við segir
að Ögurvík hafi ekki verið rekið sér
staklega vel á undanförnum árum.
Fyrirtækið hafi verið að gera út tvo
frystitogara án þess að rekstrar
grundvöllur hafi verið fyrir því.
Rekstrarstaða fyrirtækisins verði
allt önnur þegar búið verði að selja
Frera. Best væri að færa eitthvað
af kvóta Frera yfir á Vigra og leigja
síðan slatta af kvóta til annarra
útgerðarfyrirtækja. Eftir slíkar
rekstrarbreytingar verði Ögurvík
gríðarlega sterkt útgerðarfyrirtæki.
Félagið er með eitt stórt lán hjá
Arion banka sem stóð í 4,2 milljörð
um króna árið 2010. Líklegt má telja
að það hafi lækkað töluvert frá þeim
tíma. Með því að losa sig við Frera
ætti rekstrarkostnaður fyrirtækisins
líklega að lækka verulega. Það, auk
leigu á kvóta til annarra útgerða, ætti
að verða til þess að Ögurvík geti auð
veldlega staðið undir láni sínu við
Arion banka. Þess skal getið að eig
ið fé fyrirtækisins hefur lítið breyst á
undanförnum árum. Árið 2007 var
eigið fé Ögurvíkur neikvætt um 280
milljónir króna en 2010 var eigið fé
fyrirtækisins neikvætt um 640 millj
ónir króna.
Stálskip fækkaði skipum með
góðum árangri
Viðmælandi sem DV ræddi við segir
að Ögurvík sé svipað fyrirtæki og
Stálskip í Hafnarfirði. Árið 2002 seldi
Stálskip togarana Rán og Ými og
keypti í staðinn frystitogara sem fékk
nafnið Þór og er í dag eitt aflahæsta
skip íslenska flotans. Stálskip,
líkt og Ögurvík, bókfærir einung
is þann kvóta sem fyrirtækið hefur
keypt eftir setningu kvótakerfisins.
Raunverulegt virði kvótans hjá Stál
skip er allt að 10 milljarðar króna en
fyrirtækið bókfærir einungis kvóta
upp á rúmar 400 milljónir króna.
Þess skal getið að eiginfjárhlutfall
Stálskips er 88 prósent þrátt fyrir að
fyrirtækið bókfæri einungis brot af
kvóta sínum. Stálskip ræður yfir um
4.100 þorskígildistonnum sem frysti
togarinn Þór sér alfarið um að veiða.
Það er töluvert minna en samanlagð
ur kvóti Ögurvíkur sem gæti því þurft
að leigja út eitthvað af kvóta sínum
– Vigri muni ekki ráða við að veiða
6.400 þorskígildistonn.
Sögufrægt félag
Ögurvík var stofnað árið 1971 en frá
stofnun hefur Gísli Jón Hermanns
son verið framkvæmdastjóri fyrir
tækisins og einn eigenda. Gísli Jón er
sem kunnugt er bróðir Sverris Her
mannssonar, fyrrverandi ráðherra
og bankastjóra Landsbankans. Var
Sverrir stjórnarformaður Ögurvíkur
allt frá stofnun en þegar hann gerðist
bankastjóri Landsbankans árið 1988
þurfi hann að segja sig úr stjórn út
gerðarfyrirtækisins. Í dag á Gísli Jón
Hermannsson 94 prósent í Ögur
vík samkvæmt ársreikningi félagsins
fyrir árið 2010. n
Áætlað virði Ögurvíkur
6.400 þorskígildist. * 2.000–2.500 kr. á kíló +12,8–16 milljarðar
Eignir + rekstrarfjármunir + birgðir +3,3 milljarðar
Erlent lán -4,2 milljarðar
Skammtímaskuldir -820 milljónir
Neikvætt eigið fé -635 milljónir
Eignir 16,–19,3milljarðar
Skuldir -5,7 milljarðar
Raunverulegt eigið fé 10,–13,6 milljarðar
Raunverulegt eiginfjárhlutfall 65–70%
*Útreikningar miðað við ársreikning Ögurvíkur 2010. Skuldir hafa líklega lækkað síðan þá.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Kvóti Ögurvíkur allt
Vigri fánum prýddur Hið sögufræga
félag Ögurvík hf. var stofnað árið 1971.
Gísli Jón Hermannsson hefur verið fram-
kvæmdastjóri frá upphafi en bróðir hans
Sverrir var stjórnarformaður þar til hann
tók við bankastjórastöðu í Landsbank-
anum árið 1988. Mynd Vefur Ögurvíkur.
Sagði upp 70
Hjörtur Gíslason
útgerðarstjóri
hefur þurft að
taka erfiðar
ákvarðanir.