Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn V ilhjálmur Bjarnason fjárfestir fékk fljúgandi kosningu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks­ ins í Kraganum. Ástæðan er sú að hann seldi þá ímynd sína að hann væri boðberi heiðarleik­ ans. Fólk fékk á tilfinninguna að hann væri stálheiðarlegur riddari í slag við óheiðarlega útrásarvíkinga. Þetta er maðurinn sem ekki gat hugsað sér að taka við gjafabréfi Sjónvarpsins sem gefið var út af Pálma Haraldssyni, kenndum við Fons. Og Vilhjálmur er maðurinn sem hefur hjólað í Björgólf Thor Björgólfsson og alla aðra sem hann telur að hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Hann er líka sjónvarps­ stjarna sem veit svör við mörgu og hefur unnið sigra. Allt er þetta góð og gild ástæða til að kjósa manninn á þing. En nú er komið í ljós að engin rós er án þyrna. DV.is spurði Vilhjálm um Samtök fjárfesta sem hann stýrir. Meðal annars var spurt um hverjir væru á bak við hið dularfulla félag. Þá var spurt hvort hann ætlaði að þiggja laun frá félaginu í kosningabaráttunni sem er framundan. Spurningarnar komu augljóslega illa við Vilhjálm sem svaraði fáu og brást reiður við hnýsn­ inni. Vilhjálmur svaraði með skætingi og kallaði blaðamann hálfvita. „Eiga allir sem fara í framboð að hætta að vinna? Það er eins og hálfviti spyrji þessara spurninga,“ svaraði hann, að­ spurður hvort hann muni halda áfram að þiggja laun frá Samtökum fjárfesta í kosningabaráttunni sem er framund­ an. Þetta eru fáheyrð viðbrögð í sam­ skiptum fjölmiðils og viðmælanda. Langflestir sem spurðir eru bregðast við spurningum með yfirveguðum hætti og svara eins og þeir hafa vit og siðferði til. Vilhjálmur er ekki lengur einhver Villi úti í bæ. Hann hefur fengið um­ boð sem að líkindum fleytir honum á þing. Það þýðir að almenningur all­ ur á rétt á að vita um hagsmuni hans í nútíð og fortíð. Leyndarhjúpurinn um Samtök fjárfesta er tímaskekkja. Stjórnmálamaðurinn verður að hafa allt sitt uppi á borðum. Og hann verð­ ur að sýna háttvísi í samskiptum. Sú krafa að hann aflétti leyndinni af SF er algjör. Þingmannsefnið skuldar blaða­ manni DV afsökunarbeiðni fyrir að uppnefna hann og svara með rudda­ skap eðlilegum spurningum. Og það er einnig eðlilegt að hann geri kjós­ endum í Kraganum grein fyrir að­ komu sinni að kaupum á Lands­ bankanum á sínum tíma þegar hann sagðist vera að bjóða í hlut fyrir hönd „venjulegra sparifjáreigenda“. Því er haldið fram að síðar hafi komið í ljós að Vilhjálmur hafi verið með að baki sér Eignarhaldsfélagið Brunabóta­ félag Íslands, sem jafnframt hafi keypt hlut í bankanum undir eigin nafni. Það er tími til kominn að stjórnmála­ maðurinn stígi út úr skugganum og geri hreint fyrir sínum dyrum. Ef hann svarar engu er eðlilegt að kjósendur bregðist við með sínum hætti og hafni leynimakkinu og ruddaskapnum. Einvígi n Gríðarleg spenna er vegna yfirvofandi prófkjörs Sjálf­ stæðisflokksins í Reykjavík. Það þykir vera nokkuð aug­ ljóst að Hanna Birna Kristjáns­ dóttir nái fyrsta sætinu. Spurningin stendur um örlög Guðlaugs Þórs Þórðar­ sonar og Illuga Gunnarssonar sem há einvígi um sitt póli­ tíska líf. Annar þeirra gæti hrapað niður listann með ófyrirsjáanlegum afleiðing­ um. Ef miðað er við örlög Bjarna Benediktssonar for­ manns í Kraganum er tíð­ inda að vænta í Reykjavík. Jóhönnuarmurinn n Þótt Árni Páll Árnason þingmaður hafi sigrað Katrínu Júlíusdóttur í slagn­ um um forystusætið í Krag­ anum er langt í land með að hann verði formaður. Árni Páll er lengst til hægri í Samfylkingunni og er talinn geta brúað yfir í Sjálfstæðis­ flokkinn og þannig myndað nýja viðreisnarstjórn. Jó­ hönnuarmurinn í flokkn­ um má ekki til þessa hugsa og mun flest verða gert til að stöðva manninn. Eins og staðan er nú er horft til Guðbjartar Hannessonar vel­ ferðarráðherra sem er í óða önn að sleikja sárin eftir að hafa hækkað laun forstjóra Landsspítalans. Sigmundur brattur n Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingar, þykir hafa tekið örlögum sínum vel. Sigmundur féll úr öðru sæti listans niður í það fjórða en innan við 20 atkvæði hefði þurft til að hann næði öðru sætinu. Fyrir síðustu kosn­ ingar var talið að hann og Kristján Möller væru í banda­ lagi. Nú má leiða að því lík­ um að Kristján hafi snúið baki við Sigmundi en stutt Ernu Indriðadóttur. Sigmund­ ur er þó ekki að erfa neitt og tekur vonlaust sæti. Bensínlausi Jón n Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er vart svipur hjá sjón í viðskiptalíf­ inu miðað við það sem áður var. Jón Ásgeir heldur enn sem komið er, með stuðn­ ingi Landsbankans, er full­ um völdum yfir 365 miðlum sem eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, er skráð fyrir. Í viðskiptalífinu fer það orð af Jóni að hann komi víða við og bjóði eitt og annað án þess að innistæða sé fyrir. Einn samstarfsmaður hans sagði að Jón væri bensín­ laus. Hann hefði vilja til við­ skipta en ekki getu. Ég er ekkert fúl Bara ólýsanleg lífsreynsla Helga Kristín Ingólfsdóttir var kölluð skinka en er sátt. – DV Töframaðurinn Einar Mikael hitti David Copperfield.– DV Leynifélag Vilhjálms„Það er eins og hálfviti spyrji … N ú, þegar frumvarp til nýrrar stjórnarskrár er í þann veginn að birtast á Alþingi undir lok langrar vegferðar, er vert að rifja upp tvö söguleg fordæmi að stjórn­ arskrárbreytingum frá 1942 og 1959. Fordæmin eiga brýnt erindi við Ís­ land nú, þar eð sumir andstæðingar nýrrar stjórnarskrár halda því fram, að nauðsyn beri til víðtæks samkomu­ lags á Alþingi um málið. Saga lands­ ins vitnar um annað. Sagan vitnar um, að breytingar á stjórnarskránni snúast öðrum þræði um átök ólíkra stjórn­ málahagsmuna, svo að meiri hluti þjóðar og þings verður þá að áskilja sér rétt til að leysa hnútinn eftir leikreglum lýðræðisins. Horfum nú um öxl. 1942 Í maí 1942 var afgreidd á Alþingi breyting á stjórnarskrá, sem fól í sér ný kosningalög til að jafna atkvæðis­ rétt landsmanna. Alþýðuflokkur, Sjálf­ stæðisflokkur og Sósíalistaflokkur stóðu að breytingunni, sem mætti harðri andstöðu Framsóknarflokks, en hann hafði lengi setið að mun hærra hlutfalli þingsæta en atkvæða í krafti ójafns atkvæðisréttar. Stjórnarskrár­ breytingin 1942 var að endingu sam­ þykkt í efri deild Alþingis með 9 at­ kvæðum gegn 6. Þing var þá rofið, og var kosið til Alþingis eftir gömlu kosn­ ingalögunum í júlí 1942. Framsóknar­ flokkurinn hlaut 20 þingsæti, en hinir flokkarnir þrír hlutu samtals 29 þing­ sæti. Nýtt þing afgreiddi síðan nýju stjórnarskrána óbreytta, og þingið stóð stutt, þar eð eðlilegt þótti að boða til haustkosninga skv. nýjum kosninga­ lögum. Úrslitin urðu þau um haustið, að Framsóknarflokkurinn hlaut 15 þingsæti, tapaði fimm sætum. Hin­ ir flokkarnir þrír skiptu með sér 37 þingsætum og náðu síðan saman um myndun nýsköpunarstjórnarinnar 1944, eftir að utanþingsstjórnin lét af völdum eftir tveggja ára setu 1942– 44. Hlutdeild Framsóknarflokksins í fjölda þingsæta minnkaði þannig úr 41% í 29% frá vori til hausts 1942, þótt atkvæðum flokksins fækkaði aðeins um 164, og má af því skilja harða and­ stöðu flokksins gegn stjórnarskrár­ breytingunni. Hart var deilt. Fram­ sóknarmenn sökuðu sjálfstæðismenn um eiðrof. Takið eftir því, að Alþingi notaði tækifærið til að fjölga þing­ sætum úr 49 í 52. 1959 Sagan endurtók sig 17 árum síðar. Sjálf­ stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sós­ íalistaflokkur lögðu 1959 fram frum­ varp að nýrri stjórnarskrá til að jafna kosningaréttinn enn frekar en tekizt hafði 1942 og einnig til að bregðast við breyttri byggð um landið. Frumvarp­ ið var afgreitt frá efri deild Alþing­ is með 11 atkvæðum gegn 6. Síðan var þing rofið og kosið til nýs Alþing­ is í júní 1959. Framsóknarflokkurinn hlaut þá 19 þingsæti, og hinir flokkarn­ ir þrír hlutu alls 33 sæti. Nýtt Alþingi samþykkti síðan nýja stjórnarskrá með atkvæðum síðar nefndu flokkanna þriggja gegn atkvæðum Framsóknar­ flokks, og var boðað til nýrra kosninga í október 1959. Þá féllu atkvæði þannig, að Framsóknarflokkurinn hlaut 17 þingsæti, tapaði sem sagt tveim sætum, en hinir flokkarnir þrír fengu samtals 43 þingsæti. Alþingi notaði enn tækifærið líkt og 1942 til að fjölga þingsætum, nú úr 52 í 60. Eftir haustkosningarnar 1959 mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu­ flokkur viðreisnarstjórnina, og liðu tólf ár þar til Framsóknarflokkurinn komst aftur í ríkisstjórn 1971. Sárin voru lengi að gróa. Framsóknarflokkur og Sjálf­ stæðisflokkur náðu ekki saman í ríkis­ stjórn fyrr en 1974, báðir flokkar þá undir yngri forustu, sem hafði strikað yfir fyrri ágreining um stjórnarskrána. Þrír lærdómar Þrjár höfuðályktanir þykir mér rétt að draga af þessari sögulegu upprifjun. Í fyrsta lagi mæta breytingar á stjórnar­ skrá skiljanlega og ævinlega harðri andstöðu af hálfu þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að svipta forgjöf og forréttindum. Þessi andstaða var bundin við Framsóknarflokkinn 1942 og 1959. Í annan stað er eðlilegt, að Alþingi, sem afgreiðir nýja stjórnar­ skrá til endanlegrar samþykktar, standi stutt, svo að hægt sé sem fyrst að kjósa á ný til Alþingis skv. kosningaákvæðum nýrrar stjórnarskrár. Eftirlegukindur skv. fyrri kjördæmaskipan eiga ekki að sitja nema skamma hríð á Alþingi, einkum þegar þingið þarf að endur­ semja ýmis lög til að tryggja samræmi við nýja stjórnarskrá. Í þriðja lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú valið sér þá stöðu, sem Framsóknarflokkurinn kaus sér við stjórnarskrárbreytingarnar 1942 og 1959. Þingmeirihlutinn að baki nýrri stjórnarskrá nú er skipaður þingmönn­ um úr öllum flokkum á þingi, annarra en Sjálfstæðisflokksins. Alþingi ber nú að minni hyggju að setja Sjálfstæðis­ flokknum stólinn fyrir dyrnar með sama hætti og Framsóknarflokknum í fyrri skiptin, enda lýstu 2/3 hlutar kjós­ enda stuðningi við nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Gildir þá einu frá mínum bæjardyrum séð, að 1942 og 1959 stóð ágreiningur­ inn aðeins um kjördæmaskipanina, en nú snýst hann einnig um raunverulegt eignarhald á auðlindum þjóðarinnar og skiptingu arðsins af þeim og önn­ ur atriði, sem minni ágreiningi valda. Það er bitamunur en ekki fjár. Meiri hluti þjóðar og þings hlýtur að ráða för. Teningunum er kastað. Fróðleikur um fordæmi Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað „Þingmeirihlutinn að baki nýrri stjórnar- skrá nú er skipaður þing- mönnum úr öllum flokkum á þingi, annarra en Sjálf- stæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.