Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 23
Mér finnst ég eiga heima þar Enginn vissi að þessu Leikarinn Tom Hiddleston finnst hann eiga rætur á Íslandi. – GQSextug amma reyndi sjálfsvíg vegna spilafíknar. – DV Neyðarkall Sægreyjanna Spurningin „Stofnanir eins og Útlendinga- stofnun, voru aldrei stofnaðar til þess að hjálpa fólki heldur til þess að losna við það og þannig er það ennþá. Þannig að nei, það er ekki komið vel fram við þá.“ Jason Slade 35 ára tónlistarmaður „Það mætti örugglega gera betur.“ Sigurður Árni Jónsson 24 ára tónsmíðanemandi í Listaháskóla Íslands „Nei. Svo virðist sem að Útlendingastofnun sé bara með svona anti-flóttamannastefnu og það er ekki kúl. Við þurfum að laga þetta allt.“ Smári McCarthy 28 ára framkvæmdastjóri IMMI „Nei, ég held við séum að koma hryllilega illa fram og ég er ekki sáttur.“ Stefán Jón Ingvarsson 20 ára kokkur „Mér finnst ríkið bara kom hræðilega illa fram við þá.“ Sunna Eiríksdóttir 19 ára barþjónn Finnst þér íslenska ríkið koma vel fram við flóttamenn? 1 „Uppruni minn hlýtur að vera á Íslandi“ Leikarinn Tom Hiddleston er mikill aðdáandi íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar, en hann sagði í nýlegu viðtali við tímaritið GQ að hann hlyti að vera frá Íslandi. 2 Búðarferðin gat tekið 4–5 tíma Dóra, amma á sextugsaldri, sem er spilafíkill í bata, segir líf sitt hafa stjórnast af spilafíkninni. 3 „Hann ætlaði að drepa okkur öll þrjú“ Bergdís Ýr Guðmundsdóttir framkvæmdi rannsókn á starfsemi Kvennaathvarfsins og ræddi við börn um dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu. 4 Hraktist aftur til ofbeldis-mannsins Kona sem leitaði til Kvennaathvarfs- ins í síðustu viku ákvað að fara aftur heim til ofbeldismannsins frekar en að sofa á dýnu á gólfinu í athvarfinu. 5 „Gert grín að þeim sem geta ekki svarað fyrir sig“ Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, finnst auglýsing Stöðvar 2, þar sem gert er grín að Japönum, ekki fyndin. Mest lesið á DV.is M eð andstöðu sinni við nýja stjórnarskrá hefur skyrdreng­ urinn, Bjarni Ben, hlotið verð­ skuldaða höfnun landsmanna, því í dag eru u.þ.b. 99,8% þjóðarinnar mótfallin því að hann verði í fyrsta sæti sjálfstæðismanna á Suðvesturlandi. (Hér nota ég þá reikningskúnst sem sjálfstæð­ ismenn notuðu sjálfir eftir að þjóðin sýndi það með óvefengjanlegum hætti, í þjóðaratkvæðagreiðslu, að hún vill nýja stjórnarskrá. Forhertir sjálfstæðismenn, vita að leiðtoginn kann til verka þegar svíkja þarf og einkum ef koma þarf byrð­ um yfir á skattgreiðendur. Sjálfur hefur hann nefnilega notið meiri afskrifta en góðu hófi gegnir. En það var reyndar ekki þetta sem ég ætlaði að rita um í dag. Mér skilst að inn­ an við 1% mannkyns glími við sjúklega siðblindu. Og það sem meira er, u.þ.b. 15% þeirra sem veljast í æðstu stöður; þingmenn, ráðherrar, formenn stjórn­ málaflokka, yfirmenn í stjórnsýslunni, yfirmenn í einkageiranum og fleiri topp­ fígúrur virðast eiga við þennan sjúkdóm að etja. Og þá má eiginlega segja að þetta u.þ.b. 1% heimsbyggðarinnar sé allt kom­ ið saman í mengi áðurnefndra toppa. Við þurfum ekki að skoða umhverfi okkar lengi til að koma auga á þessa bresti. En við gerum okkur samt samtímis grein fyrir því að það eru akkúrat topparn­ ir í tröppum samfélagsins sem búa yfir mestri þöggunargetu. Beisikklí eru það yfirmennirnir í elítu heimsins sem stýra því hvað við hin fáum að frétta. Annað veifið heyrum við af blæti einhvers stjórnmálamanns í Bretlandi og skömmu síðar er einsog um gabb hafi verið að ræða. Við fáum fregnir af kaþólskum prestum sem misnota að­ stöðu sína til hryllilegra athafna. Allt er blásið út. Svo er einsog allt hafi þetta bara horfið. Sagan gleypir og glatar öllu sem við héldum að væri geymt en ekki gleymt. Samtryggingin og þöggunartæknin er akkúrat á hendi þeirra sem síst ættu að hafa leyfi til að verja gjörðir sínar. En ná­ kvæmlega undir svona kringumstæðum birtast hin réttu andlit siðblindingjanna; hulin leyndarhjúp og myrkri sam­ tryggingarinnar. Oft er sagt að siðblindingja beri að taka úr umferð, loka þá inni og gera allt sem hugsanlega má gera til þess að tryggja að þeim sé haldið utan við sam­ félag siðaðra borgara. En hvernig getur hinn svokallaði siðaði borgari reiknað með að verið sé að fara að boðum og bönnum þegar vitað er að stærstur hluti siðblindingja eru jakkaplebbar og hvít­ flibbar? Mötuð af fáfræði og fölskum upplýs­ ingum; trúandi því að amríski draumur­ inn sé einhvers virði, flýtur hjörðin að feigðarósi. Það skiptir í raun og veru ekki máli hvort fólk vakir eða sefur; samfélag daufdumbra virðist ekki vilja koma auga á brestina nema kannski eitt einasta augnablik á ári hverju. Það er einsog öll­ um sé fyrir bestu að taka þátt í þöggun­ inni, leyfa elítunni að blekkja og leyfa lyg­ inni að lifa. Um það bil 1% mannkyns er sjúklega siðblint fólk og u.þ.b. 1% Íslendinga vill Bjarna Ben á þing. Skemmtileg tilvilj­ un … Kannski skilur þjóð mín það þegar árin líða og sagan okkur sýnir að siðblindan er víða. S varthöfði styður góð málefni líkt og hann búi yfir botnlausum vös­ um í hvert skipti sem til hans er leitað. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða kaup á lakkrís, harðfisk eða klósettrúllum í kílóavís. Rauðakross­ börn eru leyst út með baukfylli af klinki eftir að hafa knúið dyra hjá Svarthöfða og þá er hann með fleiri börn á sínu framfæri í afríska skólakerfinu en hægt er að nefna. Svarthöfði lét neyðarlega kalla ekki koma í veg fyrir að hann keypti ósköpin öll af Neyðarköllum af Björgunarsveitunum á dögunum auk þess sem hann passaði sig í hvívetna á að koma sér ekki í klandur í óveðrinu til þess að hagnaðurinn yrði nú örugg­ lega sem allra mestur. Þrátt fyrir að vera skítlogandi hræddur við flugelda þá fyllir Svart­ höfði bílskúrinn um hver áramót af tertum, skreyttum valkyrjum og val­ mennum fyrri tíða. Ljóst er að heimilið og næstu 7–8 húsaraðir myndu fuðra upp á örskotsstundu kæmist eldur í þetta allt saman, tala nú ekki um inn­ an um allan klósettpappírinn, eld­ húsrúllurnar og einkunnaspjöldin frá börnunum í Afríku. Nú hefur Svarthöfði beðið sem límdur við útidyrahurðina undan­ farið, með smálánafyrirtækin öll í við­ bragðsstöðu, í von um að geta styrkt þann hóp sem hvað verst er svínað á í íslensku samfélagi um þessar mundir – blessaða útgerðarmennina. Sægreyin. Svo grímulaust ætlar Steingrímur að seilast með botnvörpu í botnlausa vasa þeirra með veiðigjaldinu að þeir sjá sér ekki annað fært en taka refsingu sína út á hetjum hafsins sem skapa allan þeirra auð og hagnað! Það er mikið látið með fórnfýsi björgunarsveitarmanna en hér erum við auðvitað að sjá alveg nýtt stig. Ríkis stjórnin ætlar að höggva á vinstri hönd útgerðarmanna svo þeir ætla í nafni málstaðarins að höggva þá hægri af sjálfir og taka afleiðingunum. Þú bítur ekki höndina sem fæðir en þú borðar hana sjálfviljugur þegar eitt­ hvað ógnar tugmilljarðahagnaði þín­ um af auðlindinni sem þú fékkst að gjöf. Hvílíkir menn. Hvað sem þeir munu svosem selja í söfnun sinni, ætt­ um við öll að kaupa tíu stykki. Minna má það nú ekki vera. Þeir eiga svo bágt. Mótmæla húsakosti Nemendur og kennarar í Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu mótmæltu lökum húsakosti með því að framkalla hávaða í og við menntamálaráðu- neytið í gærdag. Mynd Sigtryggur AriMyndin Svarthöfði Umræða 23Helgarblað 16.–18. nóvember 2012 Ég vil losna við skömmina Sigurjón Skæringsson spilafíkill sagði sína sögu. – DV „Þú bítur ekki höndina sem fæðir en þú borðar hana sjálfvilj- ugur þegar eitthvað ógnar tugmilljarðahagnaði þín- um af auðlindinni sem þú fékkst að gjöf. Hin sjálfsagða siðblinda Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.