Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað V innudagurinn er nýhafinn hjá starfsmönnum í versl- uninni Kosti á dimmum rigningardegi í nóvember. Flennistór íslenskur fáni stendur við innganginn, nær nán- ast frá lofti og niður á gólf. Þrátt fyr- ir að verslunin hafi amerískt yfir- bragð þá minnir fáninn viðskiptavini á að hér er um íslenskt fyrirtæki að ræða. Starfsmaður við merkingar beinir mér upp á skrifstofu Kosts þar sem maðurinn í brúnni, Jón Gerald Sullenberger, tekur á móti mér. Við fáum okkur sæti í fundarherbergi yfir versluninni og íslenska fánann ber við loft fyrir aftan verslunarmanninn sem er hálfur Íslendingur og hálfur Ameríkani. Hann viðurkennir að þetta séu skemmtilegar andstæður. „Ég er rosalegur Íslendingur í mér og ég held ég sé nú meiri Íslendingur en Ameríkani. Mér hefur alltaf þótt vænt um Ísland og hef alltaf fylgst með íslenskum fjölmiðlum,“ segir Jón Gerald sem saknar þó stundum sólarinnar og pálmatrjánna heima í Flórída þegar veðrið á Íslandi er eins og þennan dag, blautt og grámyglu- legt. Jón Gerald fæddist á Íslandi þann 24. júní árið 1964. Hann er sonur Guðlaugar Gunnarsdóttur og Geralds Eagle Sullenberger, sem starfaði um tíma hjá bandaríska sendiráðinu hér á landi. Skömmu eftir að Jón Gerald kom í heiminn flutti fjölskyldan til Washington, en samband foreldra hans gekk ekki upp þannig að móðir hans fór fljót- lega heim aftur. Í kjölfarið tóku við erfið ár í lífi Jóns Geralds. Móðir hans var flug- freyja og vegna aðstæðna hafði hún ekki tök á því að hafa hann. Var hon- um því komið fyrir í fóstri hjá vanda- lausum og flakkaði á milli nokkurra heimila áður en hann fór aftur heim til móður sinnar tólf ára að aldri. Beittur ofbeldi á fósturheimilum „Alveg frá því ég man eftir mér þá var ég í fóstri og ég var mjög rótlaus,“ segir Jón Gerald. Það var aðeins á fyrsta fóstur- heimilinu sem hann fann fyrir ein- hverri hlýju í sinn garð. „Ég man eftir yndislegri fjöl- skyldu, Guðlaugu og Eiríki. Það var Guðlaug heitin sem var í hjólastól, hún passaði mig. Svo flutti þessi fjöl- skylda til Danmerkur.“ Jón Gerald varð hins vegar eftir á Íslandi og sá mikið eftir þeim. Honum var í kjöl- farið komið fyrir hjá annarri fjöl- skyldu, í Blesugróf. Síðan var hann sendur í fóstur í Mosfellssveit þar sem hann dvaldist lengst. „Þetta var svona upp og ofan bara. Það er aldrei eins þegar maður er í fóstri hjá ein- hverju ókunnugu fólki sem hefur það að atvinnu að passa börn. Í sjálfu sér var það ekki skemmtileg lífsreynsla en ég barðist fyrir mínu.“ Á tveimur seinni fósturheimilun- um mátti Jón Gerald þola ofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt, af hendi þeirra sem áttu að gæta hans og vernda. „Það var enginn kærleikur. Það var bæði ofbeldi og hörð vinna. Eftir á þegar ég fer að horfa á þetta í dag, sem fullorðinn maður og fað- ir, þá sé ég hvað þetta var rosalega klikkað og óheilbrigt allt saman. Ég heyrði það síðar að fjöldi fólks vissi af því ofbeldi sem tíðkaðist á þessu heimili, en það sagði enginn neitt eða gerði. Það var bara horft í hina áttina. Þetta voru ekki góðir tímar. Það er alveg á hreinu.“ Sá um sig sjálfur frá tólf ára aldri Við tólf ára aldur ákvað Jón Gerald að nóg væri komið af fósturheimilum og ofbeldinu sem viðgekkst þar. Hann pakkaði saman og ákvað að hjóla úr Mosfellssveitinni til Reykjavíkur, heim til móður sinnar í Kötlu- fellið. „Ég fór bara heim til mín þar sem móðir mín bjó. Ég mætti bara þangað og sagði hæ.“ Jón Gerald fékk reyndar lögreglufylgd, því á leiðinni til Reykjavíkur var hann stöðvaður af lögreglumönnum sem vildu vita hvert tólf ára strákpjakkurinn væri að fara, einn síns liðs. Hann gerði grein fyrir ferðum sínum og harðneitaði að fara aftur á fósturheimilið. „Þegar móðir mín tók á móti mér þá leit hún á hendurnar á mér og hún sá bara vinnumannahendur,“ segir Jón Gerald sem bar þess augljós merki að hafa verið beittur harðræði. Móðir hans hafði þó, starfs síns vegna, ekki mikinn tíma til að sinna drengnum sínum sem sá því að miklu leyti um sig sjálfur og varð svo- kallað lyklabarn. „Þetta voru ekki auðveldir tímar. Mér var ekki spáð bjartri framtíð, að vera næstum því sjálfuppalinn í Breiðholtinu. En ég átti yndislega ömmu, hana Steinunni heitna. Ég fór oft til hennar og fékk að borða og við spiluðum kapal saman. Hún var mitt ankeri.“ Jón Gerald telur það að miklu leyti henni að þakka að hann hélt sig á réttri braut í lífinu, sem og viljanum til að standa sig. „Það þótti í sjálfu sér ekkert eðli- legt að ég væri þrettán, fjórtán ára gamall að þrífa sameignina eða þvo af mér þvottinn. En svona var þetta bara og ég hef svo oft hugsað með mér að það hafi einhver haldið verndarvæng yfir mér og ég lenti aldrei í neinum vandræðum.“ Jón Gerald vann mikið sem unglingur, meðal annars við blaðasölu og sem sendill, og sá fyrir sér þannig. „Mað- ur varð bara að redda sér, það var bara ekki um neitt annað að ræða því ég vildi ekki fara aftur í fóstur. Og ég vissi að ég ef stæði mig ekki þá gæti það alveg eins gerst.“ Jóni Gerald finnst augljóslega ekki auðvelt að rifja upp bernskuna enda hefur hann reynt að gleyma þessum tíma ævi sinnar. Og þegar hann sjálf- ur fór að eignast börn var það honum mjög hugleikið að þau þyrftu ekki að ganga í gegnum slíka erfiðleika. „Þegar ég eignaðist börn þá ákvað ég að setja mína hagsmuni í aftursætið. Þetta er bara það sem foreldrar eiga og verða að gera, að setja sínar þarf- ir og hagsmuni í aftursætið og börn- in í framsætið. Þau eiga það skilið frá foreldrunum,“ segir Jón Gerald sem á sjálfur þrjá syni, Róbert, Tómas og Símon. Þá er hann einnig orðinn afi. „Þurfa aðhald, kærleika og ást“ Árin sem Jón Gerald þvældist á milli fósturheimila var hann í reglu- legu sambandi við móður sína. Aðspurður hvort hann hafi verið sár út í hana svarar hann því neitandi, en viðurkennir þó að hafa ekki verið sáttur. „Á þessum tíma þá vissi ég ekkert betur. Þetta voru bara aðstæð- ur sem hún var að glíma við og hún tók þessa ákvörðun. Og auðvitað vonaðist hún til þess að það yrði hugsað vel um mig. Á yfirborðinu þá var það þannig, en það var bara ekki þannig í alvörunni.“ Þessi lífsreynsla hefur vissulega mótað Jón Gerald og hann hefur sterkar skoðanir á foreldrahlutverk- inu. „Að sjálfsögðu eru það ekki börn- in sem ákveða að koma í heiminn, það eru foreldrarnir, og á sama tíma þá bera þeir ábyrgð á því að ala upp börnin sín, sinna þeim og hugsa um þau. Börnin manns eiga það ekki skilið að vera komið fyrir hjá vanda- lausum. Þau þurfa aðhald, kærleika og ást sem þau fá ekki á fósturheim- ilum og stofnunum, það er alveg á hreinu.“ Fann föður sinn í Ameríku Jón Gerald var ekki í neinu sam- bandi við föður sinn á uppvaxtar- árunum og vissi í raun ekkert hvar hann var niðurkominn. Það var ekki fyrr en hann, rúmlega tvítugur, fór til Bandaríkjanna í nám árið 1986 að hann hafði upp á honum. „Ég leitaði hann uppi og í kjölfarið Jón Gerald Sullenberger þekkja eflaust margir, tengja nafn hans við Baugsmálið og deilur við Bónusfeðga. En hann hefur upplifað tímana tvenna í lífinu. Í æsku flakkaði hann á milli fósturheimila, var beittur ofbeldi og upplifði hvorki ást né kærleika. Um tvítugt hélt hann til fyrirheitna landsins með tvær hendur tómar. Hann stofnaði þar fyrirtæki, eignaðist fjölskyldu og fann föður sinn. Nú um helgina eru þrjú ár síðan hann opnaði verslunina Kost í Kópavogi og af því tilefni verður blásið til mikillar afmælishátíðar. Jón Gerald ræðir meðal annars um uppvaxtarárin, kynnin af útrásarvíkingum og verslunarreksturinn.„Hann virti ekki einu sinni hjóna- bandið mitt. Flúði ofbeldið á fósturheimilinu Samheldin hjón Jón Gerald og Jóhanna, kona hans, halda heimili í Flórída og eru því í hálfgerðri fjarbúð á meðan hann sinnir Kosti á Íslandi. Með mömmu Móðir Jóns Geralds, Guðlaug Gunnarsdóttir, starfar í Kosti en verslunin er mikið fjölskyldufyrirtæki. Synirnir Jón Gerald á þrjá syni, Róbert, Tómas og Símon. Hér eru þeir feðgar saman í skíðaferð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.