Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Vitnalistinn birtur í DV á mánudag DV birti á mánu- dag vitnalista verjanda Geirs H. Haarde og ákæruvaldsins í landsdóms- málinu. Alls eru 56 vitni kölluð fyrir landsdóm en þar á meðal eru fyrrverandi og núverandi ráðherrar, starfsmenn banka, ásamt tveimur ritstjórum Morgunblaðsins. Bæði vitnalisti verjanda og saksóknara eru frá því 9. janúar síðastliðinn. „Ef ég get lagt mitt af mörkum til þess að Geir verði sýknaður, þá er ég mjög ánægður með það,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, um málið. Úr vernd yfir á Goldfinger „Hún kom og talaði við mig fyrst fyrir þremur mán- uðum. Þá var hún í einhverjum vandræðum og eitthvert vesen á henni,“ sagði Ás- geir Þór Davíðs- son, eigandi Goldfinger, í DV á mið- vikudag. DV sagði frá ungri konu sem svipt var frelsi sínu, neydd í vændi í heima- landi sínu og bjargað úr hryllilegum aðstæðum hér á landi. Konan sem var með hjálp fagfólks að hefja nýtt líf fjarri þeim ömurleika sem hún lifði í áður, strauk og starfar núna sem dansari á súludansstaðnum Gold- finger. Best að búa í Reykjavík Það er ódýrast er að vera með börn á leikskóla í Reykjavík auk þess sem þar er veittur mestur systkinaaf- sláttur. Eins er þar veittur hæsti frí- stundastyrkurinn og verð fyrir skóla- mat er með því lægsta. Þetta kom fram í úttekt DV á miðvikudag á því hvar sé best að búa en borin voru saman átján sveitarfélög. Með þetta í huga má segja að hagkvæmast sé að vera með börn í Reykjavík. Í úttekt- inni kom einnig fram að samkvæmt útsvarsprósentu er best að búa á Ísa- firði en þar er að auki langlægsta fer- metraverð á húsnæði. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 www.xena.is AF ÖLLUM BARNASKÓM S T Æ R Ð I R 1 8 - 3 5 Opið virka daga 11-18 - laugardag 11-16 Grensásvegi 8 - Sími 517 2040 2 FYRIR 1 Lýðræðisumbætur í EVE onLinE H efði CCP, fyrirtækið á bak við tölvuleikinn EVE on- line, hlustað á ráðlegg- ingar fulltrúaráðs leiksins hefði það hugsanlega get- að komið í veg fyrir að tæplega fjór- tán þúsund áskrifendur segðu sig frá leiknum vegna þess sem seinna hefur verið kallað Monoclegate, með tilheyrandi tekjutapi fyrir fyrir- tækið. Þetta kom fram á fyrirlestri Pét- urs Jóhannesar Óskarssonar, heim- spekings og rannsakanda hjá fyr- irtækinu. Pétur er verkefnastjóri lýðræðisumbóta í tölvuleiknum og hefur meðal annars eftirlit með inn- leiðingu lýðræðislegra kosninga til fulltrúaráðs leiksins. Í ráðinu, sem kosið er til eins árs, eru níu fulltrúa víðsvegar úr heiminum. Fulltrúaráð EVE er ráðgefandi hópur kjörinn af leikmönnum sambærilegur við stjórnlagaráð Alþingis hér á landi. Occupy-EVE Óánægðir leikmenn skipulögðu mótmælaaðgerðir í leiknum sem og utan. Stærstu einstöku mótmælin í leiknum sjálfum lýstu sér þannig að um þrjú þúsund leikmenn hófu samræmda skotárás á minnisvarða leiksins. Það segir Pétur hafa verið dæmi um eins konar borgaralega óhlýðni innan leiksins. Markmiðið hafi verið að skapa svo mikið álag á leikjaþjón CCP að það ylli trufl- unum á leiknum. Slíkt hafi ekki tek- ist en óánægja leikmanna hafi eftir þetta verið ljós enda þurfi nokkuð átak til að skipuleggja slík fjölda- mótmæli þvert á landamæri, en leikmenn EVE koma víða að. Uppreisn nördanna Samkvæmt hugmyndum CCP áttu leikmenn að getað notað hefð- bundið fé til kaupa á útlitsviðbót- um, líkt og einglyrni. Það er einmitt þaðan sem hugtakið Monoclegate kemur en það eru deilurnar í dag- legu tali kallaðar. Áhyggjur leik- manna voru á þeim nótum að ekki myndi langt um líða þar til hægt yrði að kaupa vopn og skip með raunheimafé. Leikmönnum er í dag óheimilt að stunda viðskipti með EVE-varning með greiðslu raunheimafjár. Því má segja að hingað til hafi áhrif auðæfa leikmanna í raun- heimum verið takmörkuð nokkuð. Því var um að ræða róttæka breyt- ingu á hagkerfi leiksins og þeirri auðskiptingu sem kerfið hafði skapað. Á umræðu leikmanna á netinu má greina að margir töldu að með breytingunni væri verið að ganga á það jafnræði í leiknum. Allir leik- menn búa í upphafi yfir sams kon- ar skipi, vopnum og sama potti af fé. Hafi leikmenn möguleika á að versla með raunverulegum pen- ingum er þessu jafnræði stefnt í hættu. Þó má benda á að tími er peningar og raunar má segja að við núverandi ástand halli nokkuð á þá sem ekki hafa ótakmarkaðan tíma til að spila leikinn. Því má ef til vill færa rök fyrir því að leikmenn hafi raunar verið að standa vörð um óbreytt kerfi. Stjórnmál hluti af EVE Pétur segir stjórnmál eiga sér mis- munandi vettvang í leiknum. Fyrst sé um að ræða baksögu leiksins en fyrirtækið hefur gert leikmönnum kleift að hafa áhrif á framþróun sögunnar meðal annars með kosn- ingum og aðgerðum í leiknum. Leikmenn getað stofnað fyrir- tæki og samtök sín á milli sem um leið geta eignað sér sólkerfi og auð- lindir í leiknum. „Það leiðir óhjá- kvæmilega til pólitískra æfinga gagnvart samkeppnisaðila. Þessi hluti stjórnmálanna í EVE er óháð- ur baksögu leiksins,“ segir Pétur og bætir við að hópar innan fyrir- tækjanna í leiknum séu með allt frá upplýsingarfulltrúum til diplómata og heilla njósnadeilda. „Stjórnmál- in í EVE eru keimlík hefðbundnum alvöru stjórnmálum í raunheimi með tilheyrandi baktjaldamakki og samningum. Leikmenn stýra sjálf- ir hvernig þeir reka baráttu sína og bandalög,“ segir Pétur. Hann segir þjóðfélagið í EVE að mörgu leyti vera líkt og raun- verulegt þjóðfélag. Í leiknum sé til dæmis rekin hagstjórn auk fjöl- miðla. „Þá má segja að bæði sé rek- inn ríkisfjölmiðill, það er miðill í eigu CCP, og svo sjálfstæðir fjöl- miðlar í eigu leikmanna,“ segir Pét- ur. Netið er tól Í fyrirlestrinum kom fram að mót- mælin í sýndarveruleika leiksins hefðu ein og sér ekki verið næg. Þegar á reyndi var kjörbúðalýð- ræðið það sem skipti máli. Kjör- búðalýðræði er það kallað þeg- ar neytendur kjósa með veskinu. Þetta segir Pétur sýna að netið sé fyrst og fremst tól til að skipuleggja mótmæli en þegar á reyni verði að grípa til aðgerða í raunheimi. Hann nefnir arabíska vorið, mótmæli Occupy-hreyfingarinnar sem og búsáhaldabyltinguna sem dæmi um slíkt. Öll þessi mótmæli hafi nýtt sér netið til skipulagningar en aðgerðir í raunheimi hafi verið það sem skipti sköpum. Eftirmálar uppreisnarinnar „Viðbrögðin við mótmælunum voru að mínu mati mjög heilbrigð leið til að tækla óánægju. Það var ein- faldlega hlustað á mótmælin,“ seg- ir Pétur en viðurkennir að nokkuð hafi þurft til. Það hafi ekki verið fyrr en eftir viðvaranir kjörinna fulltrúa leiksins, mótmæli í leiknum ásamt mikilli umfjöllun um málið í sjálf- stæðum EVE-fjölmiðlum auk áfalls í áskriftasölu sem yfirmenn fyrirtæk- isins hafi dregið í land. „Það er oft þannig að fólk hefur ekki hugmynd um hvað það vill en flestir hafa mjög sterkar skoðanir á því hvað þeir vilja ekki,“ segir Pétur. Auk þess að draga ákvörðunina til baka ákvað fyrirtækið að reisa minn- isvarða í leiknum. Þá voru leikmenn beðnir afsökunar en að mati Péturs styrkti fulltrúaráðið sig í sessi vegna málsins. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is n Fulltrúaráð EVE varaði við breytingum sem kostaði þúsundir áskrifenda„Segja má að tölvuleikurinn EVE online hafi upplifað eins konar Occupy-hreyfingu eða uppreisn gegn kaup- höll leiksins. Fyrir og eftir mótmælin Sem viðbrögð við mótmælaaðgerðum var styttunni í leiknum breytt svo á henni sæist. Hún er nú minnisvarði um uppreisn nördanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.