Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 24
24 Erlent 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Kynlíf í starfslýsingunni n Fjölmargar umsóknir um starf vændisnjósnara í Ástralíu F jölmargir hafa sótt um nýtt starf sem einkaspæjarafyrir- tæki í Nýju Suður-Wales, fjöl- mennasta héraði Ástralíu, auglýsti laust til umsóknar á dög- unum. Starfið sem um ræðir er ekki fyrir hvern sem er því í starfslýsing- unni kemur fram að sá sem hreppir starfið þurfi að heimsækja vændis- hús og stunda kynlíf með vændis- konum. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Lyonswood Investigations and For- ensic Group og starfar það fyrir yfir- völd í Nýju Suður-Wales. Fjölmörg ólögleg vændishús eru starfrækt á svæðinu, til dæmis í stórborginni Sydney, og verður það hlutverk einkaspjæjarans að safna sönnun- argögnum sem notuð verða til að loka vændishúsunum. Þá þarf sá sem hreppir starfið að koma fram í dómsal sem vitni þegar hugsanleg mál gegn hórmöngurum verða tek- in fyrir. Í starfslýsingunni kemur fram að umsækjendur verði að vera ókvæntir, helst einstæðir og viljug- ir til að stunda kynlíf með vændis- konum. Starfið er ágætlega laun- að en árslaun eru um 9,7 milljónir króna, eða rétt rúmar 800 þúsund krónur á mánuði. „Sum þessara starfa gera þær kröfur að taka þátt í kynlífsathöfn- um til að afla sannfærandi sönnun- argagna,“ segir Lachlan Jarvis, einn yfirmanna fyrirtækisins. Hann bætir við að síðan starfið var auglýst hafi fjöldi umsókna borist, langflestar frá karlmönnum. „Þetta er vissulega vinsælt starf,“ segir Jarvis að lokum. A llir íbúar smábæjarins Sod eto á Spáni, að ein- um undanskildum, urðu milljónamæringar á einu augabragði dag einn í des- ember síðastliðnum. Sodeto er lítið bændaþorp á norðurvesturhluta Spánar í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborg Katal óníu, Barcelona. Á undanförn- um árum hafa bæjarbúar, sem í dag eru 250, jafnan styrkt heimilissamtök bæjarins og keypt af þeim miða með sömu númeraröð í hinu risastóra og sögufræga El Gordo-lóttói, eða „þeim feita“ eins og lottópotturinn er jafnan kallaður. Lítill hluti ágóðans af lottósölunni rennur til samtakanna til að létta undir við ýmsar bæjarhá- tíðir sem haldnar eru nokkrum sinn- um á ári. Keyptu marga miða Það var svo nokkrum dögum fyrir síðustu jól að „réttar“ tölur komu upp úr pottinum, en upphæðin sem Spánverjar reyndu að vinna var sú stærsta í sögu spænska lottósins, eða 115 milljarðar króna. Vinningurinn skiptist niður á fjölmarga miða en samkvæmt umfjöllun The New York Times duttu 70 heimili í þorpinu í lukkupottinn. Þeir bæjarbúar sem keyptu einn miða fengu sem nem- ur tæplega sextán milljónum en þar sem fjölmargir höfðu keypt nokkra miða fengu þeir margfalt hærri upp- hæð í sinn hlut. Staðið saman í gegnum súrt og sætt Þetta var kærkomið fyrir íbúa bæjar- ins en slæmt efnahagsástand á Spáni hefur haft áhrif á daglegt líf bæjarbúa. Íbúum hefur fækkað mikið á undan- förnum árum, eða um helming frá sjöunda áratug liðinnar aldar. Fátækt ríkir meðal íbúa bæjarins enda er hann nokkuð einangraður og talsvert langt frá stórborginni Barcelona. Mari Carmen Lambea, sem er fulltrúi í heimilissamtökum bæjar- ins, segir í samtali við The New York Times að hún hafi reynt að selja vin- konu sinni miða í lottóinu. Sú var treg til enda var eiginmaður hennar at- vinnulaus og áttu þau í mesta basli með að borga reikninga. Konan lét Mari þó taka frá einn miða fyrir sig en lofaði að borga fyrir hann seinna. Þeg- ar loks var dregið í lottóinu var hún ekki búin að greiða fyrir miðann og því ekki eiginlegur eigandi hans. „Hún þorði ekki að spyrja mig út í þetta eftir að búið var að draga,“ seg- ir Mari og bætir við: „Sonur hennar hringdi í son minn og spurði hvort hún ætti miðann. Ég sagði að að sjálf- sögðu fengi hún vinninginn. Það var mikið grátið,“ segir hún en íbúar bæj- arins hafa jafnan staðið saman í gegn- um súrt og sætt eins og dæmið sýnir. Sá eini sem vann ekki Nú þegar nánast allir íbúar bæjar- ins eru orðnir milljónamæringar hefur nokkuð borið á því að kaup- sýslumenn geri sér ferð í bæinn til að reyna að pranga inn á íbúa ýmsum varningi. Jakkafataklæddir banka- starfsmenn koma daglega í bæinn og sölumenn lúxusbifreiða á borð við BMW ganga hús úr húsi. „Enn sem komið er hefur enginn keypt sér neinn óþarfa,“ segir Rosa Pons, bæj- arstjóri í Sodeto, um það hvort íbúar hafi látið freistast. „Eigum við eftir að sjá bæjarbúa á lúxusbílum rúnta um götur bæjar- ins?“ spyr hún blaðamann og segir svo ákveðið: „Nei, ég held ekki. Fólk mun væntanlega fjárfesta í landi og svo einhverju smávægilegu fyrir sjálft sig.“ Þótt órúlegt megi virðast var að- eins einn íbúi í bænum sem naut ekki góðs af lottóvinningnum. Það er Costis Mitsotakis, grískur kvik- myndagerðarmaður, sem flutti í bæ- inn þegar hann varð ástfanginn af stúlku þar. Sambandið gekk ekki upp en Costis býr þó enn í bænum og var svo óheppinn að kaupa ekki miða í lottóinu. Í samtali við blaðamann segir Costis að vissulega hefði ver- ið þægilegt að vinna nokkrar millj- ónir. Þrátt fyrir það naut hann góðs af því að stór hluti vinningsins rann til bæjarbúa. Hann hafði reynt að selja land í nágrenni við bæinn í þó nokkurn tíma, en án árangurs. Dag- inn eftir útdráttinn hringdi nágranni hans og bauðst til að kaupa af honum landið. Og daginn eftir hringdi annar nágranni sem vildi kaupa sama land. En Costis vildi ekki að nágrannarnir færu í verðstríð og tók hann fyrra til- boðinu þar sem það barst fyrst. „Þetta er lítið þorp. Við viljum hafa and- rúmsloftið gott áfram,“ segir hann. Milljónamæringar á einu augabragði n Nær allir íbúar fátæks sveitaþorps á Spáni unnu „þann feita“ n Einn vann ekki neitt Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Einn vann ekki Aðeins einn íbúi í bænum tók ekki þátt í lottóinu. Það er gríski kvikmynda- gerðarmaðurinn Costis Mitsotakis. „Enn sem komið er hefur enginn keypt sér neinn óþarfa. Hamingja Það er óhætt að segja að gleðin hafi tekið völdin þegar íbúar áttuðu sig á að þeir hefðu unnið þann stóra. Vinsælt starf Fjölmargir karlmenn í Ástralíu hafa sótt um starfið sem auglýst var. Var hrifnari af vínyl en iPod Steve Jobs, forstjóri Apple, var hrifnari af því að hlusta á tónlist af vínylplötum en af iPod. Þetta segir kanadíski rokksöngvarinn Neil Yo- ung sem var góður vinur Jobs, en sá síðarnefndi lést eftir erfiða bar- áttu við krabbamein í fyrra. Apple- fyrirtækið framleiðir sem kunn- ugt er iPod en Young lét þessi orð falla á tækniráðstefnu í Kaliforníu á dögunum. „Steve Jobs var frum- kvöðull þegar kom að stafrænni tónlist. Arfleifð hans er stórfeng- leg. En þegar hann fór heim eftir erfiðan vinnudag hlustaði hann á vínylplötur,“ sagði Young. Margir létust í Egyptalandi: Harmleikur á kappleik Í það minnsta sjötíu og fjórir létust í hörmulegum óeirðum sem urðu á knattspyrnuleik í Egyptalandi á miðvikudag. Á vef bandarísku fréttastofunnar CNN kemur fram að ekki sé vitað hvort óeirðirnar megi rekja til pólitískra erja eða deilna stuðningsmanna liðanna sem öttu kappi á vellinum.  „Niður með herstjórnina,“ heyrðist múgurinn kalla nokkrum klukkutímum eftir að óeirðirnar hófust. Sett hefur verið á laggirnar sér- stök nefnd til þess að rannsaka þessar óeirðir en innanríkisráðu- neytið telur áhorfendur knatt- spyrnuleiksins hafa ögrað lögregl- unni. Líkt og fyrr segir létust í það minnsta 74 í óeirðunum og að minnsta kosti eitt þúsund eru slas- aðir, þar af 150 lífshættulega. Flestir þeirra slösuðu voru með heilahrist- ing eða djúpa skurði. Atvikið átti sér stað á leikvangi í Port Said eftir að heimaliðið Al- Masry sigraði Al-Ahly frá Kaíró með þremur mörkum gegn einu. Flestir þeirra sem létust féllu úr opnum bekkjaröðum á leikvanginum, aðrir köfnuðu, að því er fram kemur á vef CNN. Stuðningsmaður Al- Ahly segir lögregluna hafa opnað hlið á leikvanginum sem aðskildi stuðningsmenn heimaliðsins og gestanna. „Masry stuðningsmenn- irnir réðust á okkur með grjóti, gler- flöskum, hnífum og sverðum. Sumir voru með byssur. Af hverju leyfði lögreglan þeim að vera með vopn á leikvanginum,“ spyr Amr Khamis, stuðningsmaður Al-Ahly. Formaður stuðningsmanna- klúbbs Al-Ahly segir lögregluna hafa tekið þátt í ofbeldinu. „Lögreglan stóð og horfði á. Sjúkrabílarnir komu seint. Ég bar nokkra látna stuðningsmenn,“ sagði formaðurinn Mamdouh Eid. Eid segir stuðningsmenn heima- manna í Port Said hafa hent flösk- um og grjóti í leikmenn. „Þetta voru skipulagðir hópar í stúkunni sem ögruðu lögreglunni viljandi og hlupu inn á völlinn um leið og leiknum var lokið,“ sagði Marwan Mustapha úr innanríkisráðuneyt- inu. „Lögreglan reyndi að hafa heimil á þeim í stað þess að ráðast á þá.“ Fjölmargir voru handteknir eftir óeirðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.