Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 56
Þ etta er satt,“ segir Erna Dís Schweitz Eriksdóttir, þáttar- stjórnandi í morgunþættinum FM957, um upptöku sem út- varpað var í þættinum Magasíni í vik- unni. Óhætt er að segja að upptakan hafi farið sem eldur í sinu um net- heima og vakið mikla athygli. Margir hafa velt fyrir sér hvort símtalið hafi verið leikið en svo var ekki að sögn Ernu. Forsaga málsins er sú að Erna Dís og Þórhallur Þórhallsson sem stýr- ir þættinum með Ernu Dís skráðu sig á vefinn Taggalicious á Facebook sem er nokkurs konar einkamálasíða. Erna Dís þekkti til kærastans sem hún ræddi við, en hann þekkti ekki hana. Hún vissi því að hann ætti kærustu og væri að svíkja hana. „Ég kynntist þessum strák samt ekkert – hann var bara alltaf að senda mér eitthvað,“ segir hún. Óhætt er að segja að kær- astinn ræði við Ernu Dís af einbeittum brotavilja. Þegar hann áttar sig á því að verið sé að taka upp samtalið eru viðbrögð hans stórkostleg. Hann sér þó ekki að hann hafi gert neitt rangt heldur kennir Ernu Dís alfarið um yfirvofandi vandræði. Góð frammi- staða Ernu vakti athygli en henni tókst að halda andliti allt símtalið. „Ég vissi ekkert hvað hann myndi gera eða segja,“ segir hún hlæjandi, en hann hefur þó ekki haft samband við hana frekar og virðist hafa eytt Facebook- aðgangi sínum. „Ég hef ekkert heyrt frekar af þeim en ég vildi ekki festast í einhverri dramatík,“ segir hún. Viðbrögðin við símtalinu létu ekki á sér standa og fékk hún fjölda vinabeiðna á Facebook og hefur ekki komist yfir að lesa öll þau skilaboð sem hún fékk. Þau hafa þó öll verið jákvæð en Erna segist þó hafa heyrt af strák- um sem vara nú við henni sem framhjá- haldsveiðara. astasigrun@dv.is Oft er karlmanns hugur í konu brjósti! Malt og Sinalco n Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, virðist lítt hrifinn af Sinalco sem er nú komið aftur í sölu. Dr. Gunni seg- ist á bloggsíðu sinni hafa keypt sér flösku um daginn sem hann torg- aði með börnunum sínum. „Þeim fannst þetta miklu betra en mér, sem fannst þetta satt að segja gervi- sætt og óspennandi. Mun ekki sækjast eftir þessu aftur, nema e.t.v. til að prufa að blanda í Malt,“ segir hann á bloggsíðu sinni. Hon- um finnst þó framtak Helga og fé- laga í Góu gott og splæsir tveimur stjörnum í Sinalco, einni fyrir bragð og annarri fyrir nostalgíu og framtak. Ánægður með RÚV n Eiður Guðnason, bloggari og fyrr- verandi sendiherra, hefur hnýtt reglulega í RÚV á bloggsíðu sinni undanfarin misseri. Eiður hefur gagnrýnt ríkisfjölmiðilinn duglega og meðal annars sagt hann vera „stjórnlaust rekald“. Í pistli sem Eiður skrifaði á miðvikudagskvöld kvað við annan tón. Eiður tók upp hanskann fyrir RÚV og þá sérstak- lega Sigmar Guðmundsson, umsjón- armann Kastljóss og vísaði í magn- að viðtal Sigmars við Eirík Inga Jóhannsson sem bjargaðist þegar togar- inn Hallgrímur sökk. „Þetta var ekki viðtal, heldur eintal. Þannig átti það líka að vera. Sigmar Guðmunds- son sýndi góða dómgreind með því að hafa þetta eins og það var.“ Betur má ef duga skal n Sú ákvörðun forsvarsmanna Já, sem gefur út símaskrána, að bjóða fólki upp á límmiða til að líma yfir mynd af Agli Einarssyni á forsíðu og baksíðu hefur mælst misvel fyrir. Ákveðið var að framleiða límmið- ana til að mæta óskum þeirra sem ekki vilja sá Egil hálfberan á for- síðunni í ljósi frétta undanfarnar vikur. Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson bendir hins vegar á það á blogg- síðu sinni að betur má ef duga skal. „Ekki dugar að líma yfir for- síðumyndina ef menn vilja ganga alla leið, því að eftir standa hinir a.m.k. 37 staðir inni í skránni þar sem ýmist er nafn hans eða myndir af honum.“ Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 3.–5. fEbRúAR 201214. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Tilboð 69.400 Grillaði kærasta Erna Dís veiddi svikulan kærasta í gildru. Kölluð framhjáhaldsveiðari n Erna Dís segir það af og frá að samtal í þættinum Magasíni hafi verið leikið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.