Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 21
Fréttir 21Helgarblað 3.–5. febrúar 2012 „Það er kraftaverk að hann hafi komist af“ n Sagan á bakvið skipsskaðann n Einlæg frásögn Eiríks Inga Jóhannssonar n Alvarlegasta sjóslysið í áratug ið á þakinu einu. Hann hafi á end- anum losnað en þeir áttu í miklum erfiðleikum með að komast um borð í bátinn. Aðeins tveir þeirra, hann og Maggi, hafi verið í flotgöllum. Einn skipverjanna, Einar, hafi verið meidd- ur en hann lést um borð í björgunar- bátnum, eftir árangurslausar tilraunir til endurlífgunar. „Ég var með hann í fanginu. Þetta var kennarinn minn,“ sagði Eiríkur klökkur um félaga sinn. Eftir að hafa reynt að halda hita á Gísla, sem var kaldur og ekki í flot- galla, kom stór alda sem feykti þeim öllum úr bátnum. Hann hafi reynt að bjarga Gísla, sem var gallalaus, en mátti horfa á eftir honum í sjó- inn. Hann hafi þá reynt að fá Magn- ús, hinn manninn sem var í björgun- argalla, með sér aftur í bátinn en það hafi ekki gengið. Magnús, sem hafi sagst vera í lekum galla, hafi hvatt Ei- rík til að reyna að ná bátnum, sem rekið hafi hratt í burtu. Það hafi verið vonlaust. Samkvæmt frásögn Eiríks tókst honum að finna og tæma tvo olíu- brúsa. Hann hafi rétt Magnúsi annan en erfitt hafi reynst að halda sér uppi á brúsa. Í það hafi farið mikil og dýr- mæt orka. Skyndilega hafi riðið yfir þá stórt brot en eftir það hafi hann aldrei séð Magnús. „Það var eins og hann hefði gufað upp allt í einu.“ Söng og naut útsýnisins Í viðtalinu lýsti Eiríkur því þannig að hann hefði að sumu leyti upplif- að ákveðna ró eftir að hann var orð- inn einn í sjónum. Atgangurinn var genginn yfir og við hafi tekið stund þar sem hann gat farið yfir það í hug- anum sem gerst hafði. Óvissan um hvort neyðarboð hefði borist í land hafi verið erfið en hann hafi gert sam- komulag við sjálfan sig um að endast á lífi í tíu klukkustundir. Við það hafi hann miðað jafnvel þó hann gerði sér grein fyrir því að það tæki björgunar- skip meiri tíma að komast til hans. Hann hafi því reitt sig á að þyrla kæmi á vettvang. Hann sagði að hann hefði hniprað sig saman, til að missa sem minnstan hita, og ekki reynt að berjast á móti þegar öldurnar hafi kaffært hann. Hann hafi treyst því að flotgallinn kæmi honum upp á yfirborðið og þannig gat hann sparað mikla orku. Hann hafi lagt kapp á að halda ró sinni. Það hafi hann gert með því að syngja brot úr lögum og tala við sjálf- an sig. Hann hafi grínast með þessar óraunverulegu aðstæður sem hann var í og jafnvel farið með gamanmál. Meira að segja útsýnið þótti honum fallegt. Hann hafi dáðst að því þrátt fyrir aðstæðurnar; að vera aleinn úti í miðju Atlantshafi, eftir hörmulegt sjó- slys. Hann sagðist hafa hugsað stíft til konunnar sinnar og barnanna. Hann mætti ekki gefast upp. Hann sagðist líka hafa forðast að hugsa of mikið um félaga sína. Þá gæti hann misst ein- beitinguna. „Þú verður að vera sterk- ur. Mátt ekki gefast upp. Maður sér þau [börnin, innsk. blm.] og manni hlýnar,“ sagði hann í Kastljósi en ljóst má vera að einbeittur lífsvilji og hug- dirfska var það sem fleytti honum í gegnum þessa raun. Hann sagði í viðtalinu að í þrí- gang hafi rekið til hans poka með fersku vatni. Það hafi honum þótt með ólíkindum, líkt og sending að handan. Líklega hefur þar verið um að ræða poka úr björgunarbátn- um eða úr öðrum björgunarbúnaði skipsins. Hann hafi fengið sér vatns- sopa en síðar fleygt frá sér pokunum. Hann myndi fyrr deyja úr kulda en sulti eða þorsta. Hann lýsti eftirminnilega hug- renningum sínum í sjónum: „Ég trúi á svona lífstengsl, ef maður talar til einhvers. Ég ætlaði að ná sambandi við strákana á þyrlunum. Ég verð að komast heim,“ sagði hann við sjálfan sig. Honum varð hugsað til Jónasar, vinar síns sem starfi á björgunarþyrlu, og trúað því að hann næði að koma til hans hugboðum, eða einhvers konar sambandi. I love you man Í sjónum var Eiríkur í um þrjár og hálfa klukkustund. Á þeim tíma heyrðist honum oft eins og þyrla væri í grennd en það reyndist misheyrn, enda var hávaðinn mikill í öldugang- inum. Rökkur var orðið þegar hann heyrði og sá loksins þyrluna. Átakanlegt var að heyra lýsingar Eiríks á því þegar þyrlan flaug fyrir ofan hann á fullri ferð, án þess að sjá hann, þrátt fyrir örvæntingarfullar til- raunir hans til að vekja á sér athygli. Vonbrigðin voru mikil en síðan hafi hann í fjarska séð þyrluna nema stað- ar, líklega þaðan sem sem sjálfvirkur sendir hefur sent merkið þegar skip- ið sökk. Hann synti á fullu að þyrlunni, eins og orkan leyfði honum, og von- aðist til þess að hún færi ekki. Hon- um tókst að lokum að komast að þyrl- unni, þá í myrkri, og þar veifaði hann eins og óður maður. Loks hafi hann séð spotta hanga niður úr þyrlunni og í kjölfarið hafi sigmaðurinn kom- ið niður. Hann synti, beint í fangið á honum og sagði „I love you man, I love you man.“ Hann segist varla hafa ætlað að trúa því að honum hefði ver- ið bjargað. Þetta hafi verið afar óraun- verulegt. Þyrlan fór með hann til Noregs þar sem í ljós kom að hann var rófubeins- brotinn. Það sé auðvitað léttvægt í ljósi alls þess sem gerst hafi. Í lok við- talsins sagði Eiríkur, sem talaði án eins einasta innskots eða spurning- ar þáttastjórnandans Sigmars Guð- mundssonar, klökkur og sorgmædd- ur: „Einar, Gísli og Maggi. Takk fyrir góð kynni og góðar stundir og takk fyrir að gefa mér þann styrk að kom- ast af. Ég hitti ykkur síðar þegar minn tími mun koma.“ Alvarlegasta slysið í tíu ár Þetta er alvarlegasta slysið sem átt hefur sér stað á íslenskum skipum síðustu tíu árin. Það var þann 7. des- ember árið 2001 sem Svanborg SH sökk undan Snæfellsnesi og þrír menn fórust. Þrír fórust einnig þegar Krossnes sökk. Guðmundur Lárusson hjá rannsóknarnefnd sjóslysa segist ekki muna eftir verri slysum en þess- um. Það sé orðið sjaldgæft nú til dags að skip sökkvi, annað en var fyrir þrjá- tíu til fjörtíu árum. Á árunum 2002– 2010 sukku að meðaltali sjö skip á ári, fæst árið 2011 eða tvö. Árið þar á und- an sukku sex skip og átta árið 2009. Þá hafa að jafnaði orðið tvö banaslys á ári á sama tímabili en eins og fyrr seg- ir urðu engin banaslys á árunum 2011 og 2008. Samkvæmt heimasíðu rann- sóknarnefndarinnar hefur orðið tals- verð breyting til batnaðar í þessu til- liti eftir að Slysavarnarskóli sjómanna hóf starfsemi árið 1985. Ljóst er að Magnús Þórarinn Daníelsson skipstjóri fæddist 25. desember 1947. Hann var búsettur ásamt eiginkonu sinni í Njarðvík. Hann átti þrjú uppkomin börn og fimm barna- börn. Hann var mikill sögumaður samkvæmt Eiríki Inga í Kastljósi. Einar Gísli Gunnarsson vélstjóri fæddist 5. janúar 1944. Hann var bú- settur í Grafarvogi ásamt eiginkonu sinni. Hann átti fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn. Eiríkur Ingi sagði í Kastljósinu að Einar Gísli hefði verið mikill fróðleiksmaður og því í viskuhlutverkinu. Gísli Garðarsson stýrimaður fæddist 1. júní 1949. Hann var búsettur í Keflavík ásamt eiginkonu sinni. Eiríkur Ingi sagði í Kastljósi að Gísli hefði haft mikla ástríðu fyrir eldamennsku og eldaði um borð. Þeirra er saknað „Það eru erfiðar að- stæður, svo ekki sé meira sagt, að vera staddur í fimmtán metra ölduhæð, einn og yfirgef- inn í björgunarbúningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.