Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað linis Ómissandi með laxinum Vörur frá Ópal Sjávarfangi fást í: Fjarðakaupum, Hagkaupum, Inspired by Iceland, Kaskó, Krónunni, Melabúðinni, Nettó, Nóatúni, Samkaupum Strax, Samkaupum Úrval, Sparversluninni og 10-11. B Rannsókn á sprengju: Enginn verið handtekinn „Við birtum myndir í gær [mið- vikudag] og það hafa borist ein- hverjar ábendingar sem ver- ið er að vinna úr,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, um rannsókn á sprengjutilræði á Hverfisgötu á þriðjudagsmorgun. Hár hvellur heyrðist um sjöleytið um morgun- inn. Klukkan níu var Hverfisgöt- unni lokað og var mikill viðbún- aður hjá lögreglunni en sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengju- sveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út. Skömmu síðar var sprengjan skoðuð af manni í varnarbún- ingi frá sprengjusveitinni ásamt sprengjuleitarróbóta sem notaður var til að skjóta hleðslu á sprengj- una til að eyða henni. Á miðvikudag birti lögreglan myndir úr eftirlitsmyndavélum af hinum grunaða og bíl hans. Mað- urinn er talinn hafa komið með sprengjuna í miðborgina. Hann er jafnframt talinn hafa ekið um- ræddum bíl sem er af gerðinni Renault Kangoo. Manninn og bifreiðina má sjá á meðfylgjandi myndum, sem eru þó nokkuð óskýrar. „Það hefur þó enginn verið handtekinn enn,“ sagði Friðrik Smári í samtali við DV.is á fimmtu- dag. „Þetta eru alls konar ábend- ingar sem við höfum fengið. Við erum búnir að ræða við vitni sem voru í grenndinni,“ segir Friðrik sem vill ekkert gefa upp um það hvaða efni voru notuð til að búa til sprengjuna. „Það hefur þó þurft einhverja kunnáttu til að útbúa hana.“ Ábendingum til lögreglu má koma á framfæri í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@ lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á fram- færi í síma 800-5005. F innur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks- ins og seðlabankastjóri, mun halda skoðunarfyrirtækinu Frumherja eftir að forsvars- menn fyrirtækisins komust að sam- komulagi við Íslandsbanka um fjár- hagslega endurskipulagningu þess. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 sem skilað var til ársreikningaskrár þann 12. febrúar síðastliðinn. Tvö önnur eignarhalds- félög Finni tengd skilja hins vegar eftir sig um sjö milljarða króna skuldir. Frumherji er skoðunarfyrirtæki sem er einna þekktast fyrir bifreiða- skoðun. Fyrirtækið hefur verið með um 60 til 70 prósenta hlutdeild á bif- reiðaskoðunarmarkaðnum hér á landi síðastliðin ár. Fyrirtækið er með starfsemi á 30 stöðum á landinu á sex mismunandi sviðum skoðunar. Um 100 starfsmenn vinna hjá Frumherja. Finnur Ingólfsson keypti skoð- unarfyrirtækið af athafnamanninum Óskari Eyjólfssyni sumarið 2007 og hefur átt það síðan í gegnum eignar- haldsfélagið Spector ásamt Jóhanni Ásgeiri Baldurs, eftir manni Finns á forstjórastóli Vátryggingafélags Ís- lands, og Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi bankaráðsformanni Landsbankans. Eftir efnahagshrun- ið eru hlutabréfin í Frumherja eina verulega verðbréfaeign Finns Ingólfs- sonar, svo vitað sé. Íslandsbanki á allsherjarveð Skuldir félagsins námu tæplega 2,6 milljörðum króna í árslok 2010 en eignir félagsins rúmlega 2,6 milljörð- um. Tæplega tveir milljarðar króna af bókfærðum eignum félagsins er áætluð viðskiptavild. Rekstrar tekjur Frumherja námu nærri 1.500 milljón- um króna árið 2010 og nam hagnaður félagsins nærri 32 milljónum á því ári. Í ársreikningnum kemur fram að Íslandsbanki eigi allsherjarveð í öll- um eignum Frumherja, meðal ann- ars í viðskiptakröfum, lausafé, fast- eignum sem og í greiðslum vegna margumrædds mælasamnings á milli Frumherja og Orkuveitu Reykjavíkur. Þar að auki er Frumherji í ábyrgðum vegna skulda dótturfélags Frumherja, Varða ehf., við Íslandsbanka en þær námu nærri 3,7 milljörðum í árslok 2010. Íslandsbanki hefði því hæglega getað leyst Frumherji til sín og selt fé- lagið á markaði en bankinn kaus að gera það ekki. Langt samningaferli Samningaviðræðurnar á milli Frum- herja og Íslandsbanka hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið þar sem óvissa hefur ríkt og rekstrarstöðu félags- ins í kjölfar efnahagshrunsins. Með- al annars var talað um þessar samn- ingaviðræður í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Þessum viðræðum lauk hins vegar í fyrra samkvæmt árs- reikningnum. Þar kemur fram að fé- lagið sé lífvænlegt og að markmið fjárhagslegrar endurskipulagningar sé meðal annars að tryggja endur- heimtur Íslandsbanka af lánum þess sem og að vernda hagsmuni starfs- fólks. Orðrétt segir um þetta í skýringu í ársreikningum: „Frumherji hf. og Ís- landsbanki hafa skrifað undir vilja- yfirlýsingu um fjárhagslega end- urskipulagningu Frumherja hf. Í viljayfirlýsingunni kemur meðal ann- ars fram að markmið fjárhagslegr- ar endurskipulagningar félagsins sé að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins, tryggja hagsmuni starfs- fólks og birgja, tryggja hámarks end- urheimtur Íslandsbanka hf. vegna útistandandi lána bankans til Frum- herja hf. Rekstur félagsins hefur geng- ið samkvæmt áætlunum þrátt fyr- ir niðursveifluna í efnahagslífinu og telst félagið því lífvænlegt í skilningi sameiginlegra reglna fjármálafyrir- tækja um fjárhagslega endurskipu- lagningu fyrirtækja. Stefnt er að því að fyrirsvarsmenn og eigendur Frum- herja hf. annars vegar og Íslandsbanki hf. hins vegar hafi náð samkomulagi fyrir lok árs 2011 um eiginfjármögnun og lánasamsetningu félagsins.“ Orri Vignir Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri Frumherja, segir hins vegar að ekki hafi náðst að ljúka þess- ari samningagerð. „Nei, þessari vinnu er ekki lokið,“ segir Orri. Viljayfirlýs- ingin liggur hins vegar fyrir. Ekki er vitað á hverju viðræður Frumherja og Íslandsbanka stranda nákvæmlega. Sjö milljarða afskriftir Finnur Ingólfsson fær því að halda skoðunarfyrirtækinu. Á sama tíma og Finnur fær að halda þessu sterka rekstrarfyrirtæki skilja tvö önnur eignarhaldsfélög honum tengd eft- ir sig sjö milljarða króna skuldir sem ekkert fæst upp í, líkt og DV greindi frá á síðasta ári. Annað félagið heitir FS7 ehf. og var úrskurðað gjaldþrota þann 19. ágúst 2011. Eignarhaldsfélag Finns, Fikt ehf., heldur utan um hlut hans í FS7. Félagið skuldar meira en 4 millj- arða króna. FS7 hélt utan um tæp- lega 67 prósenta hlut í eignarhalds- félaginu Langflugi ehf. sem var einn stærsti hluthafi Icelandair með 24 prósenta hlut fyrir hrunið 2008. Líkt og DV greindi frá í ágúst heldur Fikt þó eftir tæplega 400 milljóna króna arði sem félagið tók út úr FS7 árið 2007. Hitt eignarhaldsfélagið heitir VGK Invest og skilur það eftir sig rúmlega 3 milljarða króna skuldir sem ekkert fæst upp í. Félagið var einn af hlut- höfunum í jarðvarmafyrirtækinu Geysi Green Energy sem stofnað var utan um kaup á 15 prósenta hlut ís- lenska ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007. Félagið var í eigu hóps fjár- festa: Finns og viðskiptafélaga hans, Hannesar Smárasonar og annarra hluthafa FL Group og fjárfestingar- félagsins Atorku. Skuldir félagsins voru við Íslandsbanka, viðskipta- banka Frumherja. DV hafði samband við Orra Vigni Hlöðversson, framkvæmdastjóra Frumherja, en hann svaraði ekki spurningu sem blaðið sendi honum. n Finnur Ingólfsson samdi við Íslandsbanka og er á grænni grein Heldur Frumherja þrátt fyrir milljarða afskriftir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 30 milljóna arður Helsta eignarhaldsfélag Finns Ingólfssonar, Fikt ehf., stendur ansi vel eftir ís- lenska efnahagshrunið þrátt fyrir að félagið hafi tapað rúmlega 100 milljónum króna árið 2010. Félagið á eignir upp á nærri 620 milljónir króna og nema skuldir félagsins rúmlega 90 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Fikts fyrir 2010 sem skilað var til ársreikningaskrár í janúar. Eiginfjárhlutfall félagsins er 85 prósent en helstu eignir Fikts eru óráðstafað eigið fé upp á nærri 530 milljónir króna. Sterk staða Fikts hefur gert það að verkum að Finnur Ingólfsson gat tekið sér 30 milljónir króna í arð út úr félaginu á árunum 2009 og 2010. Á árinu 2010 runnu tvö önnur eignarhaldsfélög sem voru í eigu Finns, Rifsi ehf. og Foldás ehf., inn í Fikt. Þetta kemur fram í samrunaáætlun félaganna þriggja frá því í apríl 2010 sem skilað var til Ríkisskattstjóra. Þrátt fyrir nokkuð erfiða skuldastöðu Frumherja stendur Finnur því ágætlega persónulega: Á þær umtalsverðu eignir sem eru inni í Fikti og getur mjatlað milljónaarði úr félaginu. Hann mun þó ekki geta tekið sér arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2010 þar sem óheimilt er að taka sér arð út úr eignarhaldsfélögum á tapári. Finnur virðist því vera á grænni grein þrátt fyrir efnahagshrunið. „Frumherji hf. og Íslandsbanki hafa skrifað undir vilja- yfirlýsingu um fjárhags- lega endurskipulagningu Frumherja hf. Á 620 milljóna eignir í Fikti Finnur Ingólfsson fær að halda skoðunarfyrirtækinu Frumherja samkvæmt samkomulagi við Íslandsbanka. Á einnig félag sem á 620 milljóna króna eignir. Tvö önnur félög Finni tengd skilja eftir sig um sjö milljarða króna skuldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.