Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað M aría Lilja hefur staðið í ströngu í vetur. Hún stóð í ritdeilum við Davíð Þór Jónsson guðfræðing um vændi þar sem henni var hótað málsókn vegna ærumeiðinga. Sótt var að henni þegar hún ræddi um mæðgur sem voru gagnrýndar fyrir að sitja fyrir saman í nærfataauglýsingu. Þá hefur hún blandað sér í umræður um Egil Einarsson og brjóstapúðamál- ið svokallaða. „Ég virðist hafa ofurkrafta þegar kemur að því að fá ritsóða til að setjast við tölvuna og tjá sig,“ segir María Lilja og skellir upp úr spurð hvernig mál- flutningi hennar hafi verið tekið. „Ég fæ miklu frekar jákvæðar mót- tökur og stuðning. En deilur eru eðli- legar og mér finnst lítið mál að taka gagnrýni. Það er þegar gagnrýnin verð- ur persónuleg eða meiðandi sem mér finnst hún missa gildi sitt.“ Hörð viðbrögð María Lilja segist fá stöku meiðandi hótanir. Hún fær þær í formi símaskila- boða, tölvuskeyta og athugasemda á netinu. „Ég fæ stöku hótunarbréf og -SMS. Mörg þeirra innihalda einfaldlega gróft orðalag þar sem mér er sagt að þegja og halda kjafti. Ein skilaboðin voru: Það þyrfti einhver að fara að berja þig dug- lega. Önnur voru á þá leið að ég sæi nú bara klám í öllu og væri örugglega bara sjálf klámsjúk. Ég læt hótanir og hörð viðbrögð ekki hreyfa við mér. Ég stend og fell með því sem ég segi og geri og finnst ekkert eðlilegra. Þau gerðu það þó þegar ég var skráð fyrir síma litlu systur minnar. Þetta var gamalt síma- númer mitt sem hún fékk. Hún fékk ljót skilaboð og það fannst mér svolít- ið erfitt. Þessi viðbrögð koma mér ekki á óvart. Aðrir femínistar sem taka þátt í opinberri umræðu finna fyrir álíka við- brögðum. Þau eru oft tilkomin vegna þess að umræða er hér oft á frekar lágu plani. Ég get nefnt sem dæmi pistil sem ég skrifaði um klámvæðingu móður- ástarinnar. Þá fékk ég mjög hörð við- brögð og meira að segja símtöl.“ Í þessum pistli sem María Lilja nefnir er um að ræða auglýsingaher- ferð nærfataframleiðandans The Lake and Stars þar sem mæðgurnar Jó- hanna Methúsalemsdóttir og Indía Salvör sitja fyrir á undirfötunum. „Ég reiknaði alveg með því að fá gagnrýni en viðbrögðin urðu svo svakaleg að ég þurfti að fela númerið mitt um tíma á ja.is,“ segir María Lilja sem segist ekki viss um að það fólk sem hafi gagnrýnt hana hvað harð- ast hafi í raun lesið pistilinn sem hún skrifaði. „Í pistlinum var ég nefnilega að rýna í viðtal við það fólk sem stóð að baki auglýsingunni. Ég er í raun að vitna í viðtal sem var birt á Huff- ington Post. Á þeim miðli var viðtal við eigendur nærfatamerkisins og þar kemur fram stefna eigandans og hverjar hugmyndar hans voru. Hann spurði einfaldlega: Hvað gerist ef við setjum tvær konur á nærfötum sam- an á mynd með kynlífstilvísun og hvað gerist ef þær eru mæðgur? Það er sum sé enginn efi með þessa kyn- lífstilvísun. Hún er til staðar.“ Hvernig lífi lifa ritsóðar? María Lilja segist stundum velta því fyrir sér hvernig lífi þeir ritsóðar sem hvað harðast ganga fram lifi í raun- veruleikanum. „Hverjir eru þeir. Hvernig lífi lifa þeir? Það þarf einhver að fara að kanna líðan og bakgrunn þessara manna. Verðugt viðfangsefni finnst mér. Þeim líður greinilega illa, eiga bágt með að stýra eigin tilfinningum. Reiði þeirra er svo áþreifanleg í þessu samfélagi. Hvað gera þeir á milli þess sem þeir senda meiðandi athuga- semdir og hótanir? Hvað gera þeir til þess að leita sér heimilda um það sem þeir sjá sig knúna til að gagn- rýna?“ Fyrsta kynlífsreynslan lituð af klámi Henni er heilagt að breyta viðhorfi til kvenna og snúa klámvæðingunni við. „Það er þessi vanvirðing fyr- ir konum sem þarf að berjast gegn,“ segir hún. „Og þessari svokölluðu nauðgunarmenningu sem felst í því að nauðganir eru bara einhver brandari. Normalísering á klámi er hluti þessarar menningar. Nú hef ég til dæmis heyrt frá mörgum ungum stúlkum að þeirra fyrsta kynlífsreynsla sé með öllu of- boðslega óþægileg vegna þess að drengirnir eru orðnir svo litaðir af klámi. Þessi normalísering verður þess valdandi að við erum að teygja mörkin lengra og lengra og við erum allt í einu komin út í það óendanlega. Það er engin lína þarna á milli leng- ur. Það er helsta baráttumálið, meiri virðing fyrir konum í orði og gjörð- um.“ Hvað getum við gert að þínu mati til að hraða þessu ferli, að afnema klámvæðingu? „Halda áfram að pönkast og benda á hvað þetta er fáránlegt. Skrifa pistla, bréf og láta í okkur heyra. Maður finnur að það er svolít- ill kraftur sem er að myndast. Maður finnur það á viðhorfum þeirra yngri. Þeir sem yngri eru eiga auðveldara með að tileinka sér gagnrýna hugs- un en við eldri sem eigum það frek- ar til að flýja vandann. Ég finn það á yngri systrum mínum sem eru 21 árs og 17 ára að umræðu um þessi mál er haldið á lofti meðal þeirra.“ Fegrunaraðgerðir ekki frjálst val Hún segir klámvæðinguna að vissu leyti endurspeglast í brjóstapúðamál- inu. „Það er ofboðslega sorglegt að ungum konum finnist þær þurfa að fara í brjóstaaðgerð vegna lítils sjálfs- trausts. Við lifum í þannig samfélagi að konum finnst þær þurfa að vera til á einhvern ákveðinn hátt og ákveðn- um forsendum. Ég er fullkomlega sammála því að þær eiga allar rétt á því að fá púð- ana fjarlægða. En svo er það á ábyrgð læknanna að fylla á þær aftur ef svo má til orðs taka. Ef þær vilja það á annað borð, því þetta er svo mikil áhætta. Mér finnst það umhugsunarvert að þær vilji leggja allt þetta á sig fyrir einhverja hugmynd um einhvers konar ham- ingju. Að hamingja felist í brjósta- stærð. Ég hef oft heyrt talað um að það sé verið að taka fram fyrir hend- ur á konum, að það sé frelsi kvenna að fara í alls konar aðgerðir til að lagfæra sig. En það er þarft að benda á að það er ekki endilega frelsi. Það er ekki frelsi að þurfa að lifa í þannig samfélagi að konu geti ekki liðið vel með sjálfa sig út á við nema að hún þurfi að fara í fegrunaraðgerð.“ Ójafn leikur María Lilja hefur einnig bland- að sér í umræðu um Egil Ein- arsson sem er sakaður um tvær nauðganir. Fjölmiðlaumræða um ásakanir kvennanna tveggja varð mikil og María Lilja sagðist hafa haft miklar áhyggjur af því að það myndi halla á konurnar í þessari umræðu því leikurinn væri ójafn. „Ég hef ekki legið á skoðun minni hvað þetta mál varðar. Það er mjög erfitt í ljósi þess að hér er um að ræða þjóðþekktan karlmann sem hef- ur risavaxið tengslanet, stóran hóp aðdáenda og fjölda stórfyrirtækja og reyndar heila fjölmiðlasamsteypu sem hefur mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli. Fólk má ekki gleyma því að það að kæra einhvern fyrir nauðgun er heil- mikið mál þar sem um er að ræða mikið álag, persónuleg viðtöl, lækn- isskoðanir og það er bara ekki hægt að ganga inn á lögreglustöð og leggja inn kæru. Upplognar nauðgunarkærur eru sjaldgæfar, talað hefur verið um að 1–2% kæra byggi á fölskum forsend- um. Það er jafn hátt hlutfall og í öllum öðrum ákæruflokkum. Frávísanir í nauðgunarmálum eru hins vegar um 70–80% og fólk verður að hafa hugfast að þó að þessum málum verði vísað frá er það heldur ekki sönnun á því að brotið hafi ekki átt sér stað, heldur er sönnunarbyrði þessara mála einfald- lega mjög þung. Mig hryllir einnig við því að í þessu tilviki standi til að not- færa sér meiðyrðalöggjöfina.“ Stelpur mega ekki vera hugrakkar María Lilja er móðir þriggja ára stúlku og er meðvituð um að ala hana upp þannig að hún fái að vera barn og uppeldi hennar sé ekki litað af kyn- vitund. Hún gerði samkomulag við barns- föður sinn um hvernig uppeldinu yrði háttað en er nú að átta sig á því að verkefnið er ansi snúið. „Ég vildi reyna þetta fram að kyn- þroska. Ég vil bara að hún fái að vera barn. Dóttir mín hefur stundum talað um að hana langi til að verða geimfari. En um daginn kom hún heim úr leikskólanum og tjáði mér að það væri ekki hægt. Stelpur væru ekki geimfarar. Mér fannst leiðinlegt að heyra þetta en ég þarf augsýnilega að leggja harðar að mér. Ég vil ekki að líf hennar snúist um að geðjast að öðrum og vera sæt. En hún fær þau skilaboð frá samfélaginu.“ María Lilja segir þessa mótun samfélagsins ekki síður skaðlega strákum. „Það er engin fjölbreytni, stelpur eiga að vera óöruggar og penar, mega ekki vera hugrakkar og sterkar. Strákar mega aftur á móti ekki vera mjúkir, þeir eiga að vera hugrakkir og geta það kannski ekki alltaf. Skilaboð til stúlkna eru hins veg- ar mun alvarlegri en til stráka. Það versta er hversu mikið þær eru hlut- gerðar og það hversu hlutverk þeirra eru einsleit og fá. Strákar fá meira rými.“ María Lilja minnist ekki álíka pressu úr eigin æsku. „Ég man ekki eftir öllu þessu prinsessubrjálæði og áherslunni á bleikan lit úr æsku minni. Jú, það voru pony-hestar og eitthvað álíka. En ég man líka eftir Línu Langsokk og jákvæðum fyrir- myndum. Sem unglingur varð ég síð- an lituð af einhvers konar fordómum og með útlitskomplexa sem ég tók upp af MTV. Þá var ekki net. Núna er allt á netinu. Því upplýstari sem við verðum, því firrtari verðum við og kannski blindari á það sem raun- verulega skiptir máli.“ Konur sem bítast „Unglingsárin eru stúlkum afskap- lega erfið, trúi ég. Þá fer samfélagið að horfa á útlit þeirra,“ segir María Lilja. „Ef ég bý til góðan grunn núna og el upp einstakling sem er gagn- rýninn á samfélag sitt og þau gildi sem okkur eru kennd þá held ég að hún eigi auðveldara líf sem ungling- ur. Þetta er langtímaverkefni.“ Konur virðast bítast mikið um femínisma. Er eitthvað sem þær geta sameinast um? „Já, ég held að í grunninn séu flestar konur sammála skilgreiningu á femínisma. En ég held að konur séu mistilbúnar til að gera eitthvað í því. Mér finnst það algengt að konur lýsi því yfir að þær séu miklir femín- istar en svo sér maður ekki alveg hvað það er sem þær leggja til málanna í baráttuna og margt sem þær segja er í raun andstætt femínisma. Það var mjög snjöll kona sem sagði við mig um daginn í kjölfarið á einhverju femínisku rifrildi: Það er femínist- um mjög eðlislægt að vera gagnrýn- ar á umhverfi sitt og þess vegna eru þær gagnrýnar á aðra femínista líka. Það er bara allt í fína.“ n María Lilja Þrastardóttir er íslenskur femínisti sem hefur verið áberandi í umræðunni vegna skrifa sinna um misrétti kynjanna. Hún þykir beinskeytt í gagnrýni sinni á klámvæðingu og ýmiss konar ofbeldi gegn konum. Ýmsum aðferðum er beitt til að gera lítið úr skoðunum hennar og stundum fær hún jafnvel hótanir um líkamsmeiðingar. Kristjana Guðbrands- dóttir settist niður með Maríu Lilju og ræddi við hana um ýmis mál sem veltast um í þjóðfélaginu í dag. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Ein skila- boðin voru: Það þyrfti einhver að fara að berja þig duglega Fær hótanir um líkamsmeiðingar Hvernig lífi lifa ritsóðar? „Hverjir eru þeir? Hvernig lífi lifa þeir? Það þarf einhver að fara að kanna líðan og bakgrunn þessara manna. Verðugt viðfangsefni finnst mér. Þeim líður greinilega illa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.