Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 38
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 04 feb 03 feb 05 feb 25 ára útgáfuafmæli Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór fagnar 25 ára útgáfuafmæli með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Á tónleikunum koma fram ásamt Rúnari vinir og samstarfsmenn hans úr tónlistinni. Saga þjóðar Sjóntónleikarnir Saga þjóðar á Litla sviði Borgarleikhússins fara fram í kvöld klukkan 20. Það er hljómsveitin Hundur í óskilum sem fer í tóni og tali á hundavaði í gegnum Íslandssöguna frá upphafi til okkar daga. Snúa aftur Hljómsveitin goðsagnakennda 200.000 naglbítar er með tónleika í Hofi á Akureryi í kvöld. Naglbít- arnir hafa ekki verið áberandi undanfarin ár og lítið sem ekkert spilað. Hljóm- sveitin lofar miklu stuði og ætlar að flytja öll bestu Naglbítalögin á tónleikunum sem hefjast klukkan 20. Mínus16 frumsýnt Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Mínus16 í Borgarleikhúsinu í kvöld. Verkið hefur slegið í gegn víða um heim. Verkið spannar allan skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha og er ætlað að brúa bilið milli áhorfenda og flytjenda. Sama kvöld verður einnig verkið Großstadtsafari eftir Jo Strömgren sýnt. Útgáfukvöld Kamara Alvöru klúbbastemming á Nasa. Geysir records fagnar útgáfu Kamara með nokkrum af stærstu plötusnúðum landsins ásamt Kamara og Leif Spagetti. Þrjátíu prósent af andvirði miðanna renna til krabbameinssjúkra barna. Einleikstónleikar Víkings Heiðars Píanóleikarinn Víkingur Heiðar heldur einleikstónleika í aðalsal Hofs, Hamraborg. Á tónleikunum frumflytur hann sex píanólög eftir Jón Hlöðver Áskelsson ásamt úrvali einleiksverka og eigin útsetningar á íslenskum söng- lögum eftir Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og fleiri höfunda. Kiri Te Kanawa í Eldborg Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa er með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar kemur hún fram ásamt strengjasveit og kór. Kiri er þekkt söngkona en hún varð heims- fræg er hún söng við brúðkaup Karls og Díönu og hefur frá þeim degi verið ein þekktasta óperu- söngkona heims. 38 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Gott leikaralið í frábærri mynd“ The Descendants „Gary Oldman sýnir nær fullkomna frammistöðu“ Tinker Tailor Soldier Spy N okkrir meðlimir Bat­ sheva­dansflokksins sitja í aðalsal Borgar­ leikhússins og hrista úr sér mesta hrollinn. Það er svo kalt úti að dans­ arar þurfa lengri tíma en áður til þess að hita upp fyrir dans­ æfingar. Annars er hætt við meiðslum. Á Stóra sviðinu standa yfir æfingar á verkinu Minus 16 eftir Ísraelann Ohad Nahar­ in sem er sagður rokkstjarna dansheimsins. Verkið hefur verið sýnt víða um heim og vekur alls staðar mikla hrifn­ ingu og er því nokkurs konar hvalreki fyrir íslenskt menn­ ingarlíf. Hér á landi er stödd Osnat Kelner sem þjálfar dansara Íslenska dansflokks­ ins til að dansa verkið. Tileinkar verkið látinni eiginkonu Það er dansarinn Brad Sykes sem hefur dansinn. Hann er klæddur í svört jakkaföt og liðast yfir sviðið við nokkurs konar söngleikjatónlist. Hann minnir á Dean Martin og fær viðstadda til að hlæja eða reka upp undrunaróp. Seinna fyllist sviðið af jakkafataklæddum dönsur­ um. Þeir koma með stóla inn á sviðið og dansa á stólunum. Dansinn sá er víst vísun í ísra­ elskan þjóðdans. Dansararn­ ir þurfa að syngja meðan þeir dansa og útkoman er áhrifa­ mikil. Seinna tæmist sviðið og dansararnir Emilía og Ásgeir Helgi Magnússon dansa sam­ an fallegan dúett. Sá dans er bæði hjartnæmur og fagur. Ohad Naharin tileinkar verkið látinni eiginkonu sinni og þennan dúett samdi hann með hana í huga. Enn seinna er blaðamað­ ur kominn upp á svið með einum dansara flokksins sem stígur við hann dans. Í fyrstu grípur um sig magn­ aður sviðsskrekkur. Það líða þó aðeins nokkrar sekúnd­ ur þangað til hann er farinn að slaka á og njóta þess að dansa. Dansinum er líka stýrt mjög ákveðið af mótdansar­ anum sem er Þyrí Huld Árna­ dóttir svo það er engin ástæða til að hræðast nokkuð. Dans­ inn tekur völd. Ohad Naharin brýtur múra milli áhorfenda og dansara á mjög merkilegan máta og þessi hluti verksins vekur hvað mesta lukku þar sem það hefur verið sýnt. Ástaróður og baráttu- söngur Glettni og ástríður, þjóð­ dansar og jakkaföt? Hvern­ ig rúmast þetta allt saman í einu verki? „Verkið Minus 16 var frumsýnt í Hollandi 1999. Í hvert skipti sem það er flutt er það lagað að hverjum dansflokki fyrir sig. Það er verk Osnat að laga verkið að Íslenska dansflokknum og þeirra styrkleika. Verkið snýst um baráttu og það hvernig hún herðir manneskjuna, gerir hana sterkari.“ Verkið er persónulegt og það er líka almennt. Ohad notar eigin reynslu til að túlka baráttuna. Eiginkona Ohads, Mari, lést á jóladag fyrir meira en 10 árum. „Minus 16 er nokkurs kon­ ar ástaróður til Mari,“ segir Ásgeir Helgi sem sest ásamt Ingu Maren Rúnarsdóttur dansara með blaðamanni í mötuneyti Borgarleikhúss­ ins. Þau fá sér hamborgara og franskar og fá sér ríflega á diskinn. „Dansarar þurfa að borða mikið,“ segir Inga Maren. „Það er algjör misskilning­ ur að þeir borði lítið,“ segir hún og hlær. „Við þurfum að borða mikinn mat og oft yfir daginn.“ Hættu keppni í Dans, dans, dans Inga Maren og Ásgeir eru meðal nýrra dansara Íslenska dansflokksins. Margir kannast við þau. Þau skráðu sig saman til keppni í Dans, dans, dans. Þau þurftu þó að hætta keppni þegar Ásgeiri Helga bauðst að dansa með einum þekkt­ asta dansflokki heims, Peep­ ing Tom, í nóvember í fyrra. Varð Inga Maren ekkert sár út í hann? „Nei, alls ekki,“ segir Inga Maren. „Þetta var svo frábært tækifæri fyrir hann. Ég sam­ gladdist honum.“ Inga Maren útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands árið 2003 og fór þá til London í dansnám. Hún útskrifaðist með BA­gráðu frá London Con­ temporary Dance School, The Place, árið 2006. „Ég hef haft áhuga á dansi síðan ég var lítið barn. Ég æfði í Jassballettskóla Báru og var í þeim skóla þang­ að til ég fór til Bretlands í nám. Ég heillaðist af nútímadansi og er enn heilluð,“ segir hún. Dansa frá 9–5 Ásgeir byrjaði hins vegar ekki að dansa fyrr en árið 1999 og þá hjá Jassballettskóla Báru. Síðan hefur hann stundað nám við Ballettakademíuna í Stokkhólmi, SNDO í Amster­ dam og Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist úr diplómanámi vorið 2007 og lauk BA­prófi vorið 2009. Það er eiginlega með ólíkindum að hann sé orðinn listdans­ ari í heimsflokki á svo stuttum tíma. „Ég er með bakgrunn úr frjálsum íþróttum, hann nýtist mér vel í dansinum,“ segir Ás­ geir af mestu hógværð. Þau eru hæstánægð með að vera komin að hjá Íslenska dansflokkinum. Vinnudagur þeirra er eins og annarra frá 9–5. „Það vita það ekki allir en við vinnum hér á hverjum degi frá 9–5 og þetta getur verið erfið vinna,“ segir Inga Maren. „En gríðarlega skemmtileg vinna,“ skýtur Ásgeir inn í. Fram hjá ganga dansar­ ar úr Batsheva­flokknum. Andrúmsloftið í leikhúsinu er annað, segja þau. „Við höfum svo gott af því að fá til liðs við okkur fólk með annað sjónar­ horn og annan bakgrunn. Við lærum mikið af því.“ n Nýir dansarar hjá Íslenska dans- flokknum Inga Maren og Ásgeir Helgi dansa í verkinu Minus 16 sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á laugardaginn. Óður til ástar og baráttu n Heimsfrægt verk frumsýnt í Borgarleikhúsinu n Fór sigurför um heiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.