Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 13
Spurningar DV til Bjarna 1 Hvenær var skrifað undir umboðsskjölin sem veittu þér umboð til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir hönd Hrómundar, Hafsilfurs og BNT? 2 Hvenær skrifaðir þú undir veðsetningarskjölin vegna lánsins frá Glitni til Vafnings? Var það fyrir eða eftir 8. febrúar 2008? Þú hefur sagt, í viðtali við DV á sínum tíma, að legið hafi á að ganga frá lánapappírunum „þennan dag“. Hvaða dagur var það? 3 Þegar þú skrifaðir undir veðsetningarskjölin vegna veðsetningarinnar á hlutabréfum Vafnings vissir þú þá að Glitnir hefði lánað Milestone beint þann 8. febrúar 2008 til að borga upp lán Þáttar International við Morgan Stanley? 4 Ef svarið við spurningu (3) er já vissir þú þá að Vafningur ætti að taka yfir lán sem Glitnir var þá þegar búinn að veita Milestone? 5 Þegar þú skrifaðir undir veðsetningarskjölin og tókst þátt í endurfjármögnuninni á Glitnisbréfum Þáttar International varstu þá meðvitaður um að starfsmenn Glitnis hefðu hugsanlega gerst brotlegir við lög í viðskiptunum, sbr. ákæruna á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu? 6 Var Glitnir í ábyrgð fyrir láninu sem Morgan Stanley veitti Þætti International? 7 Spilaði endurfjármögnunin á Glitnisbréfum Þáttar Inter- national, sem hér er rætt um, inn í þá ákvörðun þína að selja hlutabréf sem þú áttir persónulega í Glitni? Líkt og komið hefur fram gjaldfelldi Morgan Stanley lán Þáttar International vegna ákvæða í lánasamningi félagsins við bankann þar sem fram kom að gera mætti veðkall hjá Þætti International ef gengi bréfa í Glitni færi niður fyrir tiltekið lágmark. Þú vissir það á þessum tíma að áhætta vegna 7 prósenta hlutar í Glitni hafði nú færst yfir á bankann sjálfan vegna aðgerða Morgan Stanley. Fréttir 13Helgarblað 3.–5. febrúar 2012 n Gögn í Vafningsmáli dagsett aftur í tímann n Gerð eftir að lánveitingin frá Glitni átti að hafa verið veitt segir að þeir hafi verið undirritaðir þann 8. febrúar 2008 en þegar lit- ið er á hvenær skjölin sem samn- ingarnir eru á voru stofnuð sést að þetta var gert þremur dögum síðar, að morgni dags þann 11. febrúar. Vafningur eignaðist því ekki veðin fyrir láninu frá Glitni fyrr en þremur dögum eftir að þessar eignir Vafn- ings áttu að hafa verið veðsettar fyr- ir Glitnisláninu. Allar þessar staðreyndir sýna fram á að gögnin í Vafningsmálinu voru dagsett aftur í tímann. Svarið við spurningu Hallgríms Helgason- ar virðist því án nokkurs vafa vera já: Í Vafningsmálinu skrifaði Bjarni Benediktsson undir gögn sem voru dagsett aftur í tímann. Myndin sem dregin er upp af skjalagerðinni í Vafningsmálinu sýnir að meirihluti þeirra skjala sem snertu rúmlega 10 milljarða króna lánveitingu voru útbúin af starfsmönnum Milestone þann 11. febrúar 2008, þremur dög- um eftir að lánveitingin til félags- ins átti að hafa gengið í gegn sam- kvæmt fyrirliggjandi skjölum. n bjarni ben skrifaði undir fölsuð skjöl Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu notað vottað matvælasalt frá Saltkaupum í allar sínar vörur! Þessigamligóði virðing gæði S önnunarfærslu ákæruvalds- ins í landsdómsmáli gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er áfátt í veigamiklum atriðum að mati Andra Árnasonar, verjanda Geirs. Þetta kemur fram í greinargerð hans sem er hluti af vörn Geirs fyrir lands- dómi. Þá segir að engin rök standi til að slaka á þeirri sönnunarkröfu sem vanalega er gerð til ákæruvaldsins í málum fyrir landsdómi. Að sanna hættuna Andri segir að það sé ákæruvalds- ins að sýna fram á, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að allt það sem Geir er sakaður um í því sem eftir stendur af fyrstu grein ákærunnar sé raunar brot á lögum um ráðherra- ábyrgð. Með því virðist verjandi eiga við að saksóknari verði að geta sannað, svo ekki sé vafi á, að brotin sem Geir er sagður sekur um stand- ist refsiskilyrði þeirrar lagagreina sem hann er ákærður fyrir að brjóta. Þannig er farið fram á sönnun þess að Geir hafi vanrækt tiltekna athöfn sem sannarlega gat afstýrt hætt- unni. Í lið 1.3 til 1.5 af ákæru saksókn- ara á hendur Geir segir að hann hafi vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjár- málastöðugleika og viðbúnað væru markviss og skiluðu tilætluðum ár- angri. Þá er hann sakaður um að vanrækja að hafa frumkvæðið að virkum aðgerðum af hálfu ríkisins til að draga úr stærð bankakerfisins og fyrir að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga yfir í dótturfélög og stuðlað að framgangi þess með virkri aðkomu ríkisins. Andri segir í greinargerðinni að það sé saksóknara að sanna tilvist þeirrar hættu sem ógnaði öryggi ríkisins og að sú hætta hafi verið fyrirsjáanleg manni í stöðu Geirs. Þá verði saksóknari að sanna að Geir hafi vanrækt athöfn sem sannar- lega gat afstýrt hættunni sem hann er ákærður fyrir að koma ekki í veg fyrir. Ellegar uppfylli ákæran ekki refsiskilyrði þeirra laga sem hann er sagður hafa brotið gegn. Óhnitmiðaður saksóknari Meðal málskjala saksóknara eru níu hefti rannsóknarskýrslu Alþingis og skýrslur sem teknar voru af Geir við vinnslu hennar. Andri gerir athuga- semd við þetta og bendir á að skýrsl- an fjalli ekki um ætluð refsiverð brot Geirs. Heldur sé hún tilraun til að leiða í ljós sannleikann um aðdrag- anda og orsök falls bankanna og tengdra atburða. Andri segir í greinargerðinni að skýrslurnar sem teknar voru af Geir hafi ekki verið bornar undir hann á rannsóknarstigi málsins. „Framan- greint leiðir að mati ákærða til þess að sönnunargildi allflestra gagna ákæru- valdsins er verulega takmarkað. Verð- ur jafnframt að líta svo á að ákærði verði aldrei sakfelldur með vísan til skriflegra gagna sem hann hefur ekki fengið að tjá sig um undir rekstri málsins,“ segir í greinargerðinni. Þá er málatilbúnaður saksóknara sagður ruglingslegur. „Í fjölda tilvika er erfitt að átta sig á í hvaða tilgangi einstök gögn eru lögð fram og hvað þeim er ætlað að sýna fram á. Verð- ur ekki annað séð en að fjöldamörg þessara skjala hafi litla sem enga þýð- ingu fyrir sönnunarfærslu í málinu.“ Þarna er vitnað til laga um með- ferð sakamála. „Var augljóslega ekki hugað að því að fjarlægja óþörf skjöl úr rannsókninni áður en ákæran var gefin út,“ segir í greinargerðinni. Nefndin rannsakaði bankana, ekki Geir Sem hluti af málsvörn bendir verj- andi Geirs á að rannsóknarskýrslan um fall bankanna hafi verið rann- sókn á nákvæmlega því en ekki á störfum Geirs H. Haarde eða hvort hann hafi gerst brotlegur við lög um ráðherraábyrgð. „Ekki var ráð- ist í frekari rannsókn svo neinu telj- andi máli skipti, hvorki af hálfu þingmannanefndar né saksóknara Alþingis. Samkvæmt því telur ákærði ljóst að rannsókn máls þessa hefur frá upphafi verið í röngum farvegi, sem hefur leitt til þess að ýmis veiga- mikil atriði, sem máli skipta fyrir mögulega refsiábyrgð ákærða, hafa aldrei verið athuguð,“ segir í greinar- gerðinni. Þá segir að slík rannsókn, einkum ef tekin hefði verið skýrsla af Geir við málarekstur, hefði „… óneitanlega markað málinu skýrari farveg en nú er. Í stað þess hefur ákæruvaldið lagt af stað með óhnitmiðaðan, óunn- inn og loðinn málatilbúnað. Allir framangreindir annmarkar koma beint niður á vörnum ákærða.“ Engu ljósi varpað á málið Verjandi Geirs segir ákæruvaldið ekki hafa varpað neinu ljósi á hvort þær ráð- stafanir sem Geir er sagður hafa van- rækt að framkvæma voru til þess fallnar að að afstýra fjármálaáfalli eða draga úr skaða þess. Þá segir einnig að ákæru- valdinu hafi ekki tekist að sýna fram á að þær ráðstafanir sem Geir er sagð- ur sekur um að framkvæma ekki hafi verið raunhæfar frá febrúar til október 2008 en það er það tímabil sem lands- dómsákæran tekur til. Nánar verður fjallað um vörn Geirs H. Haarde fyrir landsdómi á næstu dögum. DV hefur undir höndum hluta af þeim gögnum sem vörn Geirs hef- ur lagt fram en þau telja mörg þúsund blaðsíður. Í skrá yfir framlögð skjöl verj- anda Geirs má finna allt frá ríkisreikn- ingum ársins 2007, Rit Seðlabanka Ís- lands um fjármálastöðuleika til frétta í erlendum tímaritum. n Rannsóknarnefnd fór yfir fall bankanna, ekki ráðherraábyrgð Geirs Ákæruvaldið sanni hættuna Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ruglingslegur málatilbúnaður Vörn Geirs segir málatilbúnað Sigríðar Friðjónsdóttur saksóknara óhnitmiðaðan, óunninn og loðinn. „ Í fjölda tilvika er erfitt að átta sig á í hvaða tilgangi ein- stök gögn eru lögð fram og hvað þeim er ætlað að sýna fram á. Ákærður Andri Árnason, verjandi Geirs, segir rannsóknarskýrsluna fjalla um fall bankanna en ekki ráðherraábyrgð Geirs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.