Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 6. febrúar, kl. 18, í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S. Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Vinsælir kökuklúbbar Harla óvenjulegir klúbbar hafa notið mikilla vinsælda í Bretlandi undanfarið. Þessir klúbbar kallast kökuklúbbar og hugmyndina að þeim fékk hin 61 árs gamla Lynn Hill fyrir um ári. Klúbbarnir kallast Clandestine Cake Club (CCC) og samtals tilheyra um 1.000 manns þessum klúbbum með 19 útibúum víða um England. Nokkrir baka kökur sem þeir mæta með. Svo hittist fólk og borðar saman kökurnar og nýtur þess að spjalla um þær. Sannar- lega góður vettvangur fyrir kökuáhugamenn. Eftir fertugt hægir á Þegar konur ná fimmtugsaldri hægir töluvert á brennslu líkam- ans. Þær sem borðað hafa 2.000 kaloríur á dag við tvítugt án þess að bæta á sig ættu að borða um 300 færri kaloríur á dag þegar þær eru komnar yfir fertugt. Ástæðan er sú að þegar þessum aldri er náð breytist starfsemi líkamans tölu- vert og meðal annars hægir tölu- vert á brennslunni. Þú getur ekki látið sama magn ofan í þig án þess að fitna. Þ ú þarft ekki endilega að setja upp sólarrafhlöður til að taka þátt í að vernda jörðina. Litlir, hversdagslegir hlutir geta skipt sköpum þegar kemur að því að tileinka sér grænni lífsstíl. Hér eru nokkrar leiðir sem krefjast ekki mikils erfiðis en leiða þó til mikils sparnaðar á náttúru- auðlindum eins og vatni, orku, trjám og í leiðinni verður til minni úrgang- ur og þú sparar pening. Svona gerir þú það: Vatn Það er auðvelt að taka vatni sem sjálfsögðum hlut en það er nauðsynlegt að muna að vatn er lúx- usvara hjá fjölda fólks víða um heim. Hættum því að vera svo gráðug á vatnið og stillum notkun á því í hóf. Svona gerir þú: Settu uppþvotta- og þvottavélar af stað einungis þegar þær eru fullar. Vertu fljótur í sturtu. 15 mínútna sturta er algjörlega ónauðsynleg. Skrúfaðu fyrir vatnið á meðan þú burstar tennur, vaskar upp og rakar þig. Komin eru á markað hreinsiefni fyrir bíla sem þarfnast ekki vatns. Eldhúsrúllur og hreinsiklútar Það er mun einfaldara að nota einnota eldhúsrúllur og hreinsi- klútar en þetta eru hlutir sem eyðast seint í náttúrunni. Mun seinna en efnistuskurnar sem eingöngu voru notaðar hér áður fyrr. Svona gerir þú: Notaðu tuskur og handklæði þegar möguleiki er. Það þýðir ekki að þú notir þær einu sinni og setjir svo í þvottavélina því þá eyðir þú vatni. Notaðu tuskurnar oft áður en þær eru þvegnar. Pappír Hin almenni skrifstofumaður notar þúsundir blaðsíðna á ári við vinnu sína. Þú getur rétt ímyndað þér hvað fer af pappír í ruslið á þínum vinnustað. Flest fyrirtæki eru þó von- andi búin að koma sér upp endurvinnslu- tunnu því það er orðið afar mikilvægt að endurvinna þann pappír sem við notum. Svona gerir þú: Notaðu báðar hliðar arkarinnar og kauptu einungis 100 prósent endurunnin pappír. Settu upp þitt eigið endurvinnslu- plan þó svo að vinnu- staður þinn bjóði ekki upp á það. Safnaðu öllum pappír, dagblöðum, tímaritum og bréfum og settu í endurvinnslu. Það sem er enn betra er að gerast netáskrifandi á blöðum og tímaritum. Ef þú vilt hafa aðgang að lesefni á stöðum þar sem engar tölvur eru þá skalt þú íhuga að fjárfesta í lestölvu. Þú getur tekið hana með þér hvert sem er. Bankar eru farnir að bjóða upp á alla þjónustu á netinu. Afþakkaðu að fá greiðsluseðla senda heim og taktu þig af áskriftarlistum fyrirtækja sem senda bæklinga heim. Vertu stafrænn; sendu kort og boðskort á netinu. Notaðu símann til að búa til innkaupalista, lista yfir það sem þarf að gera og notaðu einnig dagatalið í símanum. Þá hluti sem áður kröfðust pappírs er nú flesta hægt að gera stafrænt. Plastpokar Fjöldi þeirra plastpoka sem framleiddir eru ár hvert í Bandaríkjunum nægir til að þekja Texas og auk þess brotna þeir ekki niður í náttúrunni. Þeir plastpokar sem eru ekki endurunnir menga jarðveginn og vatnsból af eiturefnum. Svona gerir þú: Kauptu fjölnota innkaupapoka. Forðastu að taka fleiri poka og umbúðir en þú þarft þegar þú ferð á veitingastaði, apótek og verslanir. Notaðu fjölnota nestispoka. Plastflöskur Vonandi veistu þetta nú þegar en með því að safna saman og setja plastflöskur í endurvinnslu gerir þú náttúrunni stóran greiða. Það er líklega auðveldasta leiðin til að bjarga náttúrunni. Svo ef þú lætur ekki endurvinna plast- flöskur þá er kominn tími til að byrja. Svona gerir þú: Notaðu flöskur sem eru án BPA (efni sem er að finna í plastvörum og berst í matvælin. Það hefur eiginleika til að líkja eftir estrógeni og eykur líkur á ófrjósemi, brjóstakrabba- meini, snemmbærum kynþroska). Notaðu flöskuna undir vatn og fylltu á hana aftur og aftur. Rakvélablöð Mörgum milljörðum af rakvélablöðum er hent í ruslið ár hvert og þau brotna ekki auðveldlega niður í náttúrunni. Svona gerir þú: Þurrkaður blaðið vel eftir hverja notkun til að koma í veg fyrir að það ryðgi en þannig endist það betur. Enn betra ráð er að fjárfesta í rafmagnsrakvél. Pappírsbollar Bandaríkjamenn notuðu um það bil 23 milljarða af slíkum bollum árið 2010 sem gera 9,4 milljónir trjáa. Notkun þessara bolla hefur aukist mikið á Íslandi á síðustu árum og algeng sjón að sjá landsmenn vappandi um bæinn með pappírsbolla í hendinni. Það er hægt að bæta úr þessu. Svona gerir þú: Notaðu margnota bolla en þá má kaupa víða. Það væri góð hugmynd að þeir sem selja kaffi „til að taka með“ veiti viðskipta- vinum með margnota bolla afslátt á kaffinu. Vertu með þinn eigin bolla og vatnsflösku í vinnunni til að grípa í þegar þorstinn segir til sín. Kaffisíur Vonandi ertu farinn að nota margnota bolla í stað pappírsbolla og þá getum við snúið okkur að síunum. Drekkir þú kaffi að staðaldir og notir uppáhellingarkaffi- könnu þá notar þú að minnsta kosti eina síu á dag. Einnota kaffisíur eru úrgangur sem auðvelt er að minnka. Svona gerir þú: Kauptu margnota síur eða skiptu yfir í aðrar kaffikönnur sem gera ekki ráð fyrir síum. Þá lendir þú aldrei í því að vera síulaus á morgnana þegar þú ætlar að hella upp á morgunkaffið. Matur Við hendum allt of stórum hluta af matvælum okkar en ekki vita allir að þegar matvæli brotna niður þá losa þau eiturefnið metan. Svona gerir þú: Notaðu afganga kvöldmatarins í nesti daginn eftir. Það er hægt að nota allt; kjöt og grænmeti geta til dæmis verið uppistaðan í góðu salati, kjötrétti eða súpu. Leitaðu að hugmyndum um hvernig nýta má afgangana. Notaðu afganga til að búa til þinn eigin áburð á þinn eigin garð. Þetta er auðvelt í framkvæmd; annaðhvort kaupir þú slíka tunnu eða býrð hana til sjálfur en til þess þarftu ruslatunnu, örlítið af vatni og aðeins af mold. Vertu skynsamur þegar kemur að fyrningar- dagsetningum. Áður en þú hendir mat úr ísskápnum hafðu í huga að dagsetningar sem settar eru á matvælin segja ekki til um hvenær matvælin eru ónýt. Dagsetningarnar segja til um fyrir hvaða tímabil matvaran er ferskust en flest matvæli endast mun lengur. Treystu því frekar á skynfæri þín til að meta hvort matvælin séu æt. Áldósir Fjölmargir gosdrykkir eru seldir í áldósum og það sama á við um niðursuðuvörur en dósir þessar brotna ekki niður í nátt- úrunni. Svona gerir þú: Settu allar áldósir í endur- vinnsluna. Kauptu ferskar vörur og mat- væli eins oft og mögulegt er. Minnkaðu gosdrykkjaneyslu til að minnka notkun þína á áldósunum. Grænn lífsstíll í einföldum skrefum „Mörgum milljörð- um af rakvéla- blöðum er hent í ruslið ár hvert og þau brotna ekki auðveldlega niður í nátt- úrunni. 1 2 3 4 9 5 7 8 10 Valentínusarföndur n Frumleg kort og góðgæti M argir Íslendingar fagna ástinni á Valentínusar- degi þótt það sé amer- ískur og breskur siður að mestu leyti. Ástfangnir tjá maka sínum hug sinn með ýms- um hætti. Margir kaupa blóm og kaupa konfekt og þá er til siðs að skrifa fallegar orðsendingar í kort. Þá er gaman að leyfa hug- myndaauðginni að ráða för. Á síðu Mörthu Stewart er að finna margar góðar hugmyndir að skemmtilegum Valentínusar- kortum. Hún mælir með því að skæri og lím séu notuð óspart. Gamlar ljósmyndir geta reynst prýði og gott að hafa húmorinn með í för. Þeir sem vilja svo gefa eitthvert góðgæti geta bakað kökur sem vísa í rómantík. kristjana@dv.is Krúttlegar kökur og kort n Pappír, plastpokar og rakvélablöð eru hlutir sem menga jörðina 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.