Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Page 44
44 Lífsstíll 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Grilltöng og sítrónur Það getur verið erfitt að kreista sí- trónur án þess að anga af sítrónu- lykt sjálfur. Safinn spýtist gjarnan í allar áttir og það eru ekki allir sem eru hrifnir af lyktinni. Hin eina sanna Martha Stewart kann gott ráð við því en það er að kreista sí- trónurnar með grilltöng. Þá slepp- ur maður við að fá skvettur á sig eða lykt sem festist á fingrum. Listaverk úr LED-ljósum Tæknin er oft nýtt af listamönnum á skapandi máta. Ljósmyndarinn Trevor Williams hefur vakið mikla athygli fyrir þrívíddarverk sín úr ljósi. Williams notar LED-ljós og býr til úr þeim nokkurs konar skúlptúra sem hann staðsetur í umhverfinu. Eggjarauðuráð Það getur verið vandasamt verk að skilja eggja- rauðuna frá eggjahvítunni líkt og marg- ar upskriftir gera ráð fyrir að maður geri. Martha Stewart hefur fundið gott ráð við því. Með því að brjóta eggið yfir sleif með götum á þá situr eggjarauðan eftir í sleifinni en eggja- hvítan fer í gegn. Auð- velt og afar hentugt ráð sem getur sparað mikinn tíma. n Ný skilaboðaþjónusta á netinu n Nafnlaus skilaboð sem eyða sér sjálf Sendu sjálfeyðandi skilaboð á netinu Sagt öruggt Fyrirtækið sem býður upp á Burn Note segir skilaboðaþjónustuna vera fullkomlega örugga en gagn- rýnendur hafa bent á að gögn sem fara í gegnum síðuna séu dulkóðuð og geymd í gagnagrunni fyrirtækisins. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon E f þig hefur einhver tímann langað að vera hluti af njósna- mynd ertu kominn skrefinu nær því með Burn Note. Ja- cob Robbins, fyrrverandi yfir- maður hugbúnaðardeildar Drop.io, hefur hrundið af stað nýrri þjónustu sem gerir notendum kleift að senda skilaboð sem eyða sér sjálf eftir lest- ur. Notendur geta sjálfir stillt hversu langan tíma viðtakandi skilaboða í gegnum þjónustu hefur aðgang að skilaboðunum, innan tímarammans ein til 32.767 sekúndur. Eins og í njósnamynd Skilaboðaþjónustan minnir óneit- anlega á eitthvað úr njósnamynd þar sem skilaboðin brenna upp eða springa í loft upp eftir að viðtakandi þeirra er búinn að lesa þau. Þar sem Burn Note er einungis þjónusta sem veitt er í gegnum netið er ekki um neinar sprengingar að ræða heldur er skilaboðunum einfaldlega eytt út af vefþjóni fyrirtækisins. Skilaboðin eru skilin eftir á öruggu vefsvæði þar sem viðtakendur skila- boða eru krafðir um lykilorð til að geta opnað þau. Eftir að skilaboðin hafa verið opnuð hefst svo niðurtaln- ing þangað til skilaboðunum verður sjálfkrafa eytt út af vefsvæðinu. Öll- um ólesnum skilaboðum er svo sjálf- krafa eytt 72 klukkustundum eftir að þau eru búin til. Við einfalda prófun á þjónust- unni, sem er án endurgjalds, kom þó fljótlega í ljós að Burn Note styð- ur ekki íslenska stafi. Þannig að ef þú ætlar að senda skilaboð verðurðu að sleppa því að nota íslensku stafina ef skilaboðin eiga að vera læsileg. deilur um öryggi Ekki eru allir á einu máli um hversu örugg skilaboðin eru sem send eru í gegnum þjónustuna. Það er út af því að skilaboðum sem er eytt er raun- verulega bara eytt út af vefþjóninum en þau eru dulkóðuð og geymd um óákveðinn tíma í gagnagrunni hjá fyrirtækinu sem býður upp á þjón- ustuna. Það er því kannski ekki snið- ugt að ætla að senda hernaðarleynd- armál eða njósnaskilaboð í gegnum þjónustuna en það gæti verið gagn- legt til að koma fram ábendingum til einhverra einstaklinga – eða bara upp á gamanið. Á upplýsingasíðu fyrirtækisins er því þó staðfastlega haldið fram að skilaboð sem eru send í gegnum vef- inn séu algjörlega örugg. Þá er sér- staklega bent á þann möguleika að loka fyrir að fólk geti afritað texta úr skilaboðum. Einnig eru gerðar sér- stakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fólk taki skjáskot af skilaboð- unum og visti þau þannig á mynd- formi. adalsteinn@dv.is Vissir þú þetta um Facebook? n Zynga spilar stórt hlutverk Þ egar forsvarsmenn Face- book óskuðu eftir því við bandaríska fjármálaeftirlitið að hlutabréf félagsins yrðu skráð á markað þurftu þeir að létta af leynd sem hvílir á fjármál- um félagsins. 1 Zynga skiptir miklu máliLeikir Zynga skila Facebook um 12% tekna síðunnar. Facebook er háð leikjafyrirtækinu um tekjur og er það einnig skráð sem einn áhættuþátta í mati á fyrirtækinu. 2 Facebook á farsímanum dýrtFacebook hefur lagt áherslu á að útgáfur síðunnar í símum og smá- tölvum séu framtíðin. Sú staðreynd hefur hins vegar neikvæðar afleiðingar fyrir hagnað. Það reynist erfitt að hlaða auglýsing- um í minni útgáfur Facebook. 3 Auglýsingar frá Facebook í símann Facebook vinnur að því að fá tekjur af símum og spjaldtölvum og ætla mögulega að fylgja Twitter. En Twitt- er birtir reglulega skilaboð (auglýs- ingar) frá fyrirtækjum meðal annarra stöðufærslna. 4 Einn sjötti jarðarbúa á FacebookEinn sjötti hluti jarðarbúa er á Facebook. 845 milljónir heimsókna í hverjum mánuði og þær aukast enn. Mestur vöxtur er í Brasilíu og Ind- landi og möguleikarnir eru gríðar- legir. Ef þróunin verður hin sama verður einn þriðji hluti mannkyns á Facebook innan 5 ára. 5 Lögsóknir margar og dýrarÞað er ekki draumur einn að reka Facebook. Verndun einkaleyfa og annarra krafna er kostnaðarsöm en nauðsynleg, segir í fjármálayfirlit- inu og þar kemur fram að kostnaður vegna lögsókna er umtalsverður. Leikir á Facebook mala gull Tekjur af leikjum Zynga eru 12% af tekjum Facebook.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.