Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Page 12
12 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað n Gögn í Vafningsmáli dagsett aftur í tímann n Gerð eftir að lánveitingin frá Glitni átti að hafa verið veitt U mboðin þrjú sem Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokks- ins, fékk til að veðsetja hluta- bréfin í eignarhaldsfélag- inu Vafningi hjá Glitni í febrúar 2008 voru útbúin þremur dögum eftir þá dagsetningu sem fram kemur á þeim. Skjölin voru dagsett 8. febrúar 2008 og undirrituð af fyrirsvarsmönnum félaganna Hrómundar, Hafsilfurs og BNT, móðurfélags olíufélagsins N1. Félögin þrjú voru í eigu skyldmenna Bjarna að stærstu leyti. Í stofnupplýsingum umboðanna, PDF-skjölum sem DV hefur undir höndum, kemur hins vegar fram að umboðin hafi verið búin til 11. febrú- ar. Unnið var í umboðunum þremur í síðasta skipti á tíunda tímanum þann dag. Af gögnum málsins að dæma verður því ekki annað séð en um hafi verið að ræða fölsun á umræddum skjölum. DV sendi Bjarna spurningar um málið í byrjun vikunnar. Bjarni svaraði hins vegar ekki spurningum blaðsins þrátt fyrir að þær hefðu verið ítrekaðar þrisvar sinnum. Spurningarnar má sjá hér með greininni. DV fékk þau svör í gegnum þriðja aðila að Bjarni teldi sig vera búinn að svara þessum spurning- um. Það stenst þó ekki þar sem spurn- ingarnar byggja á nýjum upplýsingum úr ákæru sérstaks saksóknara í Vafn- ingsmálinu sem gefin var út í desem- ber. Bjarni hefur hins vegar ekki rætt við fjölmiðla um þessar nýju upplýs- ingar frá því ákæran var gefin út. Skrifaði undir falsaðan veðsamning Þessi umboð sem um ræðir veittu Bjarna heimild til að skrifa undir veð- samning fyrir hönd félaganna þriggja þar sem hlutabréf Vafnings voru veð- sett fyrir nærri 104 milljóna evra láni, rúmum 10 milljörðum króna, frá Glitni. Lánið var veitt til að endur- greiða lán eignarhaldsfélagsins Þáttar International sem bandaríski fjárfest- ingarbankinn Morgan Stanley hafði gjaldfellt í lok janúar. Þáttur Inter- national var í eigu eignarhaldsfélags- ins Milestone og skyldmenna Bjarna, föður hans og föðurbróður. Sá veðsamningur var einnig dag- settur 8. febrúar, líkt og sést á undir- skrift Bjarna á einni af meðfylgjandi myndum ásamt undirskrift Guð- mundar Ólasonar, forstjóra Mile- stone. Miðað við að umboðin sem Bjarni fékk til að skrifa undir veð- samninginn voru búin til 11. febrú- ar getur hann ekki hafa skrifað undir veðsamninginn þann 8. febrúar, líkt og fram kemur í veðsamningnum sem er undirritaður af honum sjálfum. Því getur dagsetningin á veðsamingnum, 8. febrúar, ekki verið rétt og hlýtur Bjarni því að hafa skrifað undir samn- inginn seinna. Ný tíðindi í ákærunni Þessar upplýsingar um aðkomu Bjarna að Vafningsmálinu eru afleið- ing af birtingu nýrra staðreynda um málið sem fram koma í ákæru sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding, bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra fyrirtækjasviðs bankans, sem gefin var út um miðjan desember síð- astliðinn. Lárus og Guðmundur eru ákærðir fyrir umboðssvik í málinu. Í ákærunni kom fram að þeir Lárus og Guðmundur hefðu í reynd gengið frá 10 milljarða lánveitingunni beint til Milestone þann 8. febrúar en þann 12. febrúar hefðu verið útbúin lánaskjöl þar sem látið hefði verið líta út sem Vafningur hefði fengið lánið frá Glitni fjórum dögum áður. Milestone greiddi upp lán Þáttar International við Morg- an Stanley þann 8. febrúar en lánveitingin til Vafnings þann 12. febrúar var notuð til að endur- greiða lánið sem Milestone fékk hjá Glitni. Eftir stóð hins vegar skuld Vafnings við Glitni og fékk bankinn eingöngu tæpan helm- ing lánsins greiddan frá Vafningi: Rúmlega fimm milljarðar fengust aldrei greiddir. Um þetta segir í ákærunni: „Gögn málsins bera með sér að látið var líta út fyrir að Vafningur ehf. hefði tekið lánið í stað Mile- stone ehf. 8. febrúar 2008, með því að dagsetja lánasamninginn milli Glitnis og Vafnings ehf. 8. febrúar 2008. Greiðslugögn og bókhald bera hins vegar með sér lánveit- inguna til Milestone ehf. 8. febrúar 2008 og ráðstöfun andvirðisins af reikningi Milestone til greiðslu láns Þáttar International hjá Morgan Stanley.“ Í veðsamningnum sem Bjarni skrifaði undir ásamt Guðmundi Ólasyni, forstjóra Milestone og Lár- usi Welding og Guðmundi Hjalta- syni, sem skrifuðu undir hann fyr- ir hönd bankans, kemur hins vegar fram að lánveitingin hafi farið fram þann 8. febrúar 2008: „…bankinn og Vafningur ehf., kennitala 470208- 0580, hafa skrifað undir lánasamning þann 8. febrúar,“ segir í veðsamningn- um. Líkt og áður segir er þetta ekki rétt. Spurningar Hallgríms Í grein í DV um síðustu helgi vakti Hallgrímur Helgason rithöfundur at- hygli á þeim nýju tíðindum sem fólust í ákæru sérstaks saksóknara í Vafn- ingsmálinu, aðallega umræddum dagsetningum og afleiðingum þeirra. Hann spurði að því í greininni hvenær Bjarni hefði skrifað undir veðsetn- ingarskjölin í Vafningsmálinu og lét í veðri vaka að pappírarnir hefðu verið dagsettir aftur í tímann, líkt og álykta mátti út frá ákærunni og sem gögn málsins staðfesta. Orðrétt sagði Hallgrímur: „Því er lítil von um að sá maður [Bjarni Benediktsson, innskot blaðamanns] verði nokkru sinni spurður hvenær hann skrifaði undir lánin til Vafnings. Skrifaði hann undir skjal sem dagsett var aftur í tímann? Vissi hann að hér var hann að kvitta upp á lögbrot sem varðar 6 ára fangelsi? Vissi hann að allur málatilbúnaðurinn var gerður til að fara á svig við reglur bankans? Vissi hann að málið var ekkert ann- að en heimasmíðuð skyndiredding til að varna falli Glitnis? Og ef hann vissi það ekki, hvort hann telji sig samt sem áður tilbúinn að setjast í stól forsætis- ráðherra Íslands?“ Bjarni sá ekki ástæðu til að svara þessum spurningum Hallgríms, með- al annars þeirri hvenær hann skrifaði undir veðsetningarskjölin á hlutabréf- um Vafnings, í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrr í vikunni og eng- inn fjölmiðill hefur gengið á Bjarna til að fá svör frá honum við þess- um spurning- um. Gögn máls- ins, umrædd umboð sem Bjarni fékk, taka hins af all- an vafa um að Bjarni skrifaði undir pappírana í Vafningsmálinu eftir 8. febrúar, þrátt fyrir að lánveitingin til Vafnings hefði átt að fara fram þann dag. Ákæra sérstaks saksóknara sýnir hins vegar fram á að Vafningur fékk ekki lán frá Glitni fyrr en 12. febrúar. Allt gert 11. og 12. febrúar Reyndar er það svo að þegar litið er á fjölmörg önnur skjöl sem snerta eign- arhaldsfélagið Vafning sést að ekki var gengið frá skipulagningu félags- ins fyrr en eftir 8. febrúar 2008. Þann- ig voru kaupsamningarnir þar sem hluthafar Vafnings keyptu hlut í fé- laginu af Milestone búnir til þann 11. febrúar 2008 þrátt fyrir að þeir hefðu verið dagsettir þann 7. febrúar 2008, sama dag og Vafningur var stofnaður samkvæmt vottorði úr fyrirtækjaskrá sem DV hefur undir höndum. Í einum þessara kaupsamninga, þar sem Fjárfestingarfélagið Máttur skuldbindur sig til að kaupa hlut í Vafningi, kemur fram að skjalið sem kaupsamningurinn er í hafi verið stofnað á tíunda tímanum þann 11. febrúar 2008. Nafn skjalsins, sem einn af starfsmönnum Milestone, Gunnar Gunnarsson, gekk frá er: „Gunnlaugur [Sigmundsson, innskot blaðamanns] eda BB [Bjarni Bene- diktsson, innskot blaðamanns] og Einar Sveins_Kaupsamningur um vafning.“ Bjarni Benediktsson var því einn þeirra sem hefðu getað skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd Máttar þar sem hann sat í stjórn fyrir hönd föður síns sem var einn stærsti hluthafi félagsins. Í kaupsamningn- um sem DV hefur undir höndum skrifar Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, undir samninginn fyrir hönd seljanda og kaupanda. Hlut- hafar Vafnings virðast því hafa keypt hluti í félaginu eftir að lánveitingin til félagsins átti að hafa verið veitt þann 8. febrúar 2008. Veðin keypt eftir 8. febrúar Svipaða sögu er að segja um kaup- samninga þar sem Vafningur keypti eignir í Makaó, hálfbyggðan íbúðat- urn, og í Bretlandi, fjárfestingarsjóð- inn KCAJ, af Sjóvá. Þessar eignir voru notaðar sem veð Vafnings fyrir lán- inu frá Glitni. Í kaupsamningunum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Bjarni svarar ekki Bjarni Benediktsson hefur ekki viljað svara spurn- ingum um hvenær nákvæmlega hann tók þátt í endurfjármögnun á hluta- bréfum Þáttar International í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Vafning í febrúar 2008. Ákæra sérstaks saksóknara varpaði nýju ljósi á málið. bjarni ben skrifaði undir fölsuð skjöl Aftur í tímann Undir- skrift Bjarna sést hér á veð- samningnum þar sem eignir Vafnings eru veðsettar fyrir láninu frá Glitni. Umboðið sem Bjarni fékk til veðsetningar var hins útbúið nokkrum dögum síðar auk þess sem veðin fyrir láninu voru ekki keypt fyrr en eftir 8. febrúar. „Allar þessar stað- reyndir sýna fram á að gögnin í Vafnings- málinu voru undirrituð aftur í tímann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.