Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 9
Fréttir 9Helgarblað 3.–5. febrúar 2012 n Fjarðabyggð ber ekki skaðabótaábyrgð í óvenjulegu máli A ðallögfræðingur Alþingis taldi 16. desember að ekki væri ljóst hvort Alþingi gæti afturkallað ákæru á hendur Geir Hilmari Haarde fyrir landsdómi með þingsályktun. Þetta kom fram í greinargerð lögfræð- ingsins til Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, forseta Alþingis, vegna þingsályktunartillögu Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, þess efnis. Í skjalinu, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að einfaldlega hafi ekki verið tími til að kanna hvort það bryti í bága við stjórnarskrána að afgreiða málið með þingsályktun. Fjórum dögum síðar, þann 20. des- ember, var þetta hins vegar ekki vafa- mál eftir því sem fram kom í minn- ispunktum sem Ásta Ragnheiður sendi þingflokksformönnum vegna málsins. Þar var ekki farið nema að litlum hluta í niðurstöðu aðallög- fræðingsins og ekkert var talað um að ekki hefði verið kannað hvort þingtæki ályktunarinnar væri í sam- ræmi við stjórnarskrána. Forseti Íslands er forsendan Í lögfræðiálitinu er meðal annars vitnað í orð Ólafs Jóhannessonar og Gunnars G. Schram frá 1978 og 1999 um að landsdómsmál séu komin úr höndum Alþingis eftir að það hafi samþykkt málshöfðun. „Hvorki hið sama þing né annað nýskipað get- ur eftir það afturkallað málssókn,“ er meðal tilvitnana í Ólaf í álitinu. Í álitinu segir hins vegar að frá 1. janú- ar 2009 hafi afturköllunarheimild komið til þar sem þá hafi lögum um landsdóm verið breytt þannig að mál fyrir dómnum fari eftir sömu lögum og sem gilda um meðferð sakamála en ekki einkamála eins og áður var. Eftir stendur að stjórnarskrár- ákvæðin sem Ólafur og Gunnar vitn- uðu til standa enn óbreytt. Greinin sem þeir vitna til í stjórnarskránni er svohljóðandi: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refs- ingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Ekkert annað álit unnið Aðallögfræðingur Alþingis, Þórhallur Vilhjálmsson, staðfestir í sam- tali við DV að ekki hafi verið gerð frekari lögfræðiálit á því hvort til- laga Bjarna um afturköllun stæð- ist stjórnarskrána. Hann sagði að skoða þyrfti stjórnarskrárákvæðin eftir að vilji þingsins um afturköllun kæmi fram. Það þyrfti sem sagt fyrst að samþykkja að þingið vildi aftur- kalla ákæruna áður en hægt væri að fara yfir það hvernig standa ætti að afturkölluninni samkvæmt stjórnar- skránni. Ályktun Bjarna er hins vegar einföld og er aðeins í tveimur setn- ingum: „Alþingi ályktar að fella úr gildi ályktun um málshöfðun gegn ráðherra frá 28. september 2010 og felur saksóknara Alþingis að aftur- kalla í heild ákæru útgefna með stefnu sem þingfest var fyrir lands- dómi 7. júní 2011.“ Eins og sést á þessum texta er ekki gert ráð fyrir að Alþingi leiti til forseta Íslands um afturköllun. Farið á svig við stjórnarskrána n Álitamál hvort þingsályktunartillaga Bjarna samræmist stjórnarskrá Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Hvorki hið sama þing né annað nýskipað getur eftir það afturkallað málssókn. Lét athuga málið Ásta Ragnheiður lét aðallögfræðing Alþingis athuga hvort þingið hefði heimild til að kalla til baka ákæruna á hendur Geir. Mynd RóbERt REynisson Ógnaði með sprautunál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í miðborginni á miðvikudagskvöld en sá hafði í hótunum við starfsfólk sölu- turns og verslunar, ógnaði því með sprautunál og krafðist peninga. Maðurinn hótaði fyrst starfsmanni í söluturninum Vikivaka á Baróns- stíg og síðan starfsmanni verslunar á Laugavegi. Hafði maðurinn ein- hvern pening upp úr krafsinu. Að sögn lögreglu gat starfs- fólk gefið greinargóðar lýsingar á manninum sem var handtekinn skömmu síðar. Hann á að baki sögu afbrota og játaði sök þegar lögregla hafði hendur í hári hans. Hann fékk að gista fangageymslur lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Hann var undir áhrifum vímuefna þegar hann var handtekinn. Kynna skýrslu um lífeyrissjóði Niðurstöður skýrslu um starfsemi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins verða kynntar í dag, föstudag. Hinn 24. júní 2010 sam- þykkti stjórn og varastjórn Lands- samtaka lífeyrissjóða að fara þess á leit við ríkissáttasemjara að hann skipaði þriggja manna nefnd til að gera úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og áhættumati við fjárfestingar lífeyrissjóðanna í að- draganda bankahrunsins í októ- ber 2008. Í nefndina voru skipaðir Hrafn Bragason hæstaréttardóm- ari, formaður, Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur og Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspeki- prófessor. Nefndin hefur nú lokið störfum með útgáfu viðamikillar skýrslu sem tekur til starfsemi og fjárfestinga allra 32 aðildarsjóða Landssamtaka lífeyrissjóða á ár- unum 2006 til 2009. Á fundinum á föstudag munu nefndarmenn kynna meginniðurstöður úttektar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.