Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Umboðsmaður skuldara á Akureyri Umboðsmaður skuldara opnar útibú á Akureyri í dag, föstudag, klukkan 16. Útibúið er staðsett á Glerárgötu 26 á fyrstu hæð. Útibúið á Akureyri er annað útibú emb- ættisins, en í desember 2010 opn- aði umboðsmaður skuldara útibú í Reykjanesbæ. Líkt og í Reykja- nesbæ munu tveir ráðgjafar starfa á Akureyri, þær Harpa Halldórsdótt- ir viðskiptafræðingur og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir lögfræðingur. Mun útibúið opna dyr sínar fyrir við- skiptavinum mánudaginn 6. febrú- ar næstkomandi en opið verður alla virka daga frá klukkan 9.00 til 15.00. Hægt er að panta viðtalstíma hjá ráðgjafa í síma 512-6600. „Er það von umboðsmanns skuldara að embættið muni eiga gott samstarf við aðila á Akur- eyri við að aðstoða einstaklinga í greiðsluerfiðleikum,“ segir í tilkynn- ingu sem embættið sendi frá sér. Meira D-vítamín í mjólkurvörur „Rannsóknir hafa sýnt að Íslend- ingar fá allt of lítið af D-vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir ráðlögðum dagskammti,“ segir í tilkynningu á vef landlæknis- embættisins. Þar hvetur embættið aðila í íslenskum mjólkuriðanaði til að bæta D-vítamíni við mjólk og mjólkurvörur til að tryggja að lands- menn fái nægilegt magn af vítamín- inu. „Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D- vítamín nær ekki að myndast í húð- inni. Nýbirtar niðurstöður úr lands- könnun á mataræði styðja þetta og sýna að neysla D-vítamíns er langt undir ráðleggingum hjá þorra þjóð- arinnar og öllum þeim sem ekki taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa að staðaldri. Embætti landlæknis hvetur því mjókuriðnaðinn til að bæta 10 míkrógrömmum (µg) af D-vítamíni í hvern lítra af mjólk og mjólkurvörum til að auðvelda fleir- um að fá nægilegt D-vítamín. Áfram er fólki ráðlagt að taka þorskalýsi (5 ml) eða annan D-vítamíngjafa,“ seg- ir í tilkynningunni. n HSÍ telur sig eiga almenna kröfu n Bankinn segir um gjöf að ræða H andknattleikssamband Ís- lands (HSÍ) hefur stefnt Kaupþingi vegna van- efnda á samstarfssamn- ingi sem var gerður á milli sambandsins og Kaupþings. Eins og flestir muna var Kaupþing að- alstyrktaraðili sambandsins á ár- unum fyrir hrun. „Ef þetta er aug- lýsing, þá er þetta almenn krafa en ef þetta er túlkað sem gjöf, þá er það svokölluð eftirstöðvakrafa sem kemur til síðast, þegar allir aðrir eru búnir að fá sitt,“ segir Guðmund- ur Birgir Ólafsson, lögmaður sam- bandsins. Handknattleikssambandið telur sig eiga um tíu milljónir króna inni hjá Kaupþingi vegna samnings sem var gerður en Kaupþing telur að um gjafagjörning hafi verið að ræða en ekki viðskiptasamkomulag. Það þýðir að Kaupþing telur að ekki eigi að afgreiða kröfu sambandsins fyrr en aðrar almennar kröfur í bú hins fallna banka verða greiddar út. Það þýðir í raun að litlar sem engar end- urheimtur verði. Engin vöruskipti Lögmaður HSÍ lagði fram greinar- gerð í málinu síðastliðinn miðviku- dag en Kaupþing hefur enn frest til að skila sinni greinargerð í málinu. Ekki er hægt að fullyrða hvernig sú greinargerð verður en að sögn lög- manns HSÍ hefur málsvörn Kaup- þings gengið út á að ekki hafi ver- ið samið um neitt í skiptum fyrir þá styrki sem bankinn veitti sam- bandinu. Öflug ímyndarherferð bankans fyrir hrun fór hins vegar ekki fram hjá neinum Íslendingi þar sem handboltakappar landsliðsins voru í sviðsljósinu. Samkvæmt því sem Kaupþing segir var þetta ekki gert á grundvelli viðskiptasamnings heldur í skiptum fyrir gjöf. „Við viljum bara meina að þetta sé samningur um það að þeir fái til að mynda auglýsingar á búningun- um,“ segir Guðmundur Birgir sem bendir á fjölmörg önnur dæmi um hvernig Kaupþing notaði hand- boltalandsliðið í markaðsskyni. „Slitastjórnin vill meina að þetta hafi verið framlag án endurgjalds.“ Stór fjárhæð fyrir HSÍ Tíu milljónir kunna ekki að vera mikill peningur í samanburði við hversu stórt gjaldþrot Kaupþings var, en það hljóp á þúsundum milljarða króna. Milljónirnar eru þó mikill peningur í samhengi við rekstur HSÍ en sambandið velti til að mynda um það bil 170 milljón- um króna árið 2010. Helmingurinn af því er vegna landsliðsverkefna sambandsins. „Þetta er náttúrulega bara hrunmál,“ segir Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri HSÍ. Tíu milljónirnar eru því um sex prósent af veltu sambandsins á einu ári. „… telur sig eiga um tíu milljónir króna inni hjá Kaupþingi. Krefja Kaupþing um tíu milljónir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Merktir Kaupþingi Deilan snýst um það hvort Kaupþing hafi fengið eitthvað í staðinn fyrir styrkinn sem bankinn veitti HSÍ. Mynd úr safni. Mynd ÁSgEir M. EinarSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.