Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Síða 16
16 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Í búðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 9,9% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýjum mælingum Þjóðskrár Íslands. Sé tekið tillit til verðtryggingar nem- ur hækkunin tæpum 4%. Á Írlandi er þróunin þveröfug, nýjar tölur um fasteignaverð í höfuðborginni Du- blin sýna að verðið þar hefur hrunið algjörlega og er nú 54% lægra en það var þegar fasteignabólan þar í landi náði hámarki árið 2007. Ísland og Írland eiga það sameig- inlegt að hafa á undanförnum árum tekist á við afleiðingarnar af fjár- málahruni og kreppu. Hvers vegna hrynur verðið á Írlandi á meðan það hækkar á Íslandi þrátt fyrir að sam- kvæmt neysluviðmiðum velferðar- ráðuneytisins taki það ungt par með eitt barn um tíu ár að safna fyrir út- borgun vegna kaupa á 20 milljóna króna íbúð? Inngrip banka á fasteignamark- aði, gjaldeyrishöft, lélegir fjárfest- ingarmöguleikar hér á landi og sér- tækar aðgerðir til þess að halda uppi kaupmætti eru, að mati sérfræðings, ástæður þess að markaðurinn hefur ekki hrunið hér á landi. Hækkandi fasteignaverð batamerki Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hefur bent á hækkandi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sem vísbendingu um að hlutirnir séu að færast í rétta átt hér. Í um- ræðum um skuldastöðu heimila á Alþingi á fimmtudaginn í síðustu viku taldi Jóhanna upp ýmis bata- merki í efnahagslífinu. „Nú sjáum við að skuldir hafa lækkað um 10%, vanskil hafa minnkað, einkaneysla aukist og störfum fjölgað. Fasteigna- verð hækkaði um 10% á síðasta ári sem jafngildir því að raunvirðið hafi hækkað um 4–5%. Síðast en ekki síst nefni ég að kaupmáttur launa jókst um 3,7% á síðasta ári og enn meira hjá þeim sem hafa lægstu launin.“ Hrannar B. Arnarson, aðstoð- armaður forsætisráðherra, hefur einnig bent á hækkandi fasteigna- verð sem efnahagslegt batamerki. Á Facebook skrifaði Hrannar: „Íbúð- arverð hækkar jafnt og þétt – nálgast nafnverð eins og það var fyrir hrun. Eignaverð hækkar nú um það bil helmingi meira en verðtryggingin. Allt í rétta átt!“ Gjaldeyrishöftum að kenna En málið er ekki svo einfalt. Sér- fræðingur á fasteignamarkaðnum bendir á að aðrar ástæður en efna- hagsbati séu fyrir því að fasteigna- verð hér á landi fer hækkandi. Högni Haraldsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, bendir á í samtali við DV að ein af ástæðum þess að fasteignaverð hafi ekki lækkað jafn skart á Íslandi og Írlandi sé að hér á landi séu gjaldeyrishöft sem komi í veg fyrir að peningar geti streymt úr landi. „Það eru gjaldheyrishöft hér á landi en ekki á Írlandi. Peningar geta leitað út fyrir landsteinana þar en ekki hér. Það hefur gerst í Grikk- landi að rosalegar upphæðir hafa streymt frá landinu í fjárfestingar í fasteignamarkaðnum í London. Það getur ekki gest hér,“ segir Högni. Hér á landi eru fáir spennandi fjárfestingarmöguleikar, hlutabréfa- markaðurinn er nánast óvirkur og innlánsvextir séu svo lágir að sparifé á bankareikningum ber neikvæða ávöxtun. Fólk hefur því brugðið á það ráð að festa sparifé sitt í hús- næði. Högni nefnir einnig að ef sag- an sé skoðuð sé sterk fylgni á milli kaupmáttar og fasteignaverðs hverju sinni. „Kaupmætti hér á landi hefur verið haldið uppi með neyslu og með sértækum aðgerðum eins og úttekt á séreign, vaxtabótum og niðurfellingu skulda. Þetta eru utanaðkomandi áhrif.“ Bankarnir mjatla eignum á markaðinn Eftir hrun hafa bæði Íslendingar og Írar flúið föðurlandið í leit að betri tækifærum. Því fylgir vitaskuld að framboð á íbúðarhúsnæði eykst. Högni bendir einnig á að fasteigna- verðið hafi ekki hrunið vegna þess að bankarnir stýri markaðnum. „Það er rosalega mikið aukafram- boð á íbúðum hér á landi sem er haldið fyrir utan markaðinn. Bank- arnir sitja á þessum íbúðum. Ef þetta yrði allt sett út á markaðinn í einu, þá myndi hann hrynja hér. Ég veit ekki hvort bankarnir gera þetta á Írlandi, en fólk hefur verið að flytja frá Írlandi þannig að það hlýtur að vera mikið offramboð þar.“ Högni bendir á að fyrr en síð- ar hljóti bankarnir að losa sig við þessar fasteignir. Það muni annað- hvort draga fasteignaverðið hægt og rólega niður eða koma í veg fyrir hækkun. 10 ár að safna fyrir útborgun Í umfjöllun Stöðvar 2 í desemb- er síðastliðnum kom fram að það tæki ungt par með eitt barn um 10 ár að safna fyrir útborgun á íbúð sem kostar 20 milljónir. Í útreikn- ingunum var stuðst við opinber neysluviðmið velferðarráðuneyt- isins. Samkvæmt neysluviðmiðum ættu útgjöld fjölskyldunnar að vera um 450 þúsund krónur í heildina á mánuði. Byrjunarheildarlaun fólks sem nýkomið er úr námi eru samtals um 663 þúsund krónur að meðal- tali. Eftir skatt gerir þetta um 487 þúsund krónur í besta falli. Miðað við það getur parið safnað innan við 40 þúsund krónum á mánuði. Fyr- ir íbúð sem kostar 20 milljónir, en dæmi um íbúð á því verðbili er 70 fermetra, tveggja herbergja íbúð í Grafarholti, þarf að eiga um 4 millj- ónir í eigið fé. Miðað við þessar for- sendur er parið 10 ár að safna fyrir útborgun í íbúðina litlu. n Gjaldeyrishöftin hindra verðhrun „Það eru gjaldeyris- höft hér á landi en ekki á Írlandi. Peningar geta leitað út fyrir land- steinana þar en ekki hér. n Jóhanna telur hækkandi fasteignaverð merki um bata n Hrynur á Írlandi en hækkar á Íslandi Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Hvernig á að forðast verð- tryggingu? Högni Haraldsson segir að einna helst sé hægt að mæla með óverð- tryggðum fasteignalánum sem bankarnir bjóða nú upp á. Hann segir að of margir hafi brennt sig á verð- tryggingunni og því sé helst hægt að mæla með að taka óverðtryggð lán. Hann segir að þessi lánakjör séu ekki langt frá þeim lánakjörum sem bjóðast erlendis, þar sem fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af verðtrygg- ingunni. Arion banki Óverðtryggt húsnæðislán með föstum 6,45% vöxtum í fimm ár, en vextirnir eru endurskoðanlegir að þeim tíma loknum. Lánið er til allt að 40 ára og fyrir 80% af markaðsvirði eignar. Vextirnir eru hins vegar hærri ef lánið fer yfir 60% af markaðsvirði eignarinnar. Landsbankinn Býður óverðtryggð íbúðarlán á föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára. Ef tekið er lán með föstum vöxtum til fimm ára fyrir allt að 85% af markaðsvirði eignarinnar eru vext- irnir 7,60%. Líkt og hjá Arion banka eru þeir síðan endurskoðanlegir að þessum tíma loknum. Íslandsbanki Í boði eru óverðtryggð lán á föstum 6,20% vöxtum fyrstu þrjú ár láns- tímans. Að þeim tíma liðnum verða vextirnir breytilegir samkvæmt vaxtatöflu á hverjum tíma. Íslands- banki lánar fyrir allt að 70% af fasteignamati til 40 ára og síðan viðbótarlán fyrir allt að 80% af markaðsverðmæti til allt að 25 ára. Vextirnir af viðbótarláninu eru hærri. Írland 20% Ísland 10% Ísland og Írland 2011 Þróun fasteignaverðs á Íslandi og Írlandi árið 2011. Fasteignaverð Hækkar í Reykjavík þrátt fyrir að erfitt sé að safna fyrir útborgun á íbúð. Á uppleið? Forsætisráðherra telur hækkandi fasteignaverð vera merki um efnahagsbata. Sérfræðingur á fasteignamarkaði skýrir verðhækkanir með gjaldeyrishöftum, handstýringu bankanna á fasteignamarkaði og sértækum aðgerðum til að halda uppi kaupmætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.