Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Qupperneq 22
22 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað sjómenn eru orðnir meðvitaðri um öryggismál en áður. Þegar farið er yfir tíðni sjóslysa á þessu tímabili verð- ur þó að hafa í huga að heldur hefur dregið saman í sjómannastéttinni, skipin eru færri en þau voru og sjó- mennirnir sömuleiðis. Nú fara allir sjómenn á slysvarnar- námskeið á fimm ára fresti. Banaslys síðast árið 2010 Engin banaslys urðu á íslenskum skip- um árið 2011 og árið 2008. Þegar Hall- grímur SI 77 sökk voru því liðin tæp tvö ár síðan síðast varð banaslys á sjó. Eitt slys varð þó á íslensku hafsvæði árið 2011 en það varð á grænlensku nóta- veiðiskipi, Eriku. Þar féll skipverji fyrir borð og drukknaði. Málið var rannsak- að og skráð hjá dönsku sjóslysanefnd- inni. Þann 17. apríl 2010 féll maður fyrir borð með veiðarfærunum þegar verið var að láta trollið fara á Hrafni GK 111. Síðast sökk skip með þessum afleiðingum þegar Börkur frændi NS 55 lenti í grunnbroti og honum hvolfdi þann 16. desember 2009. Þar fórst maður en tengdasonur hans komst af við illan leik. Að sögn Guð- mundar Lárussonar er ekki óalgengt að tengdir menn séu saman á sjó, útgerðir ganga í erfðir og hafa gert það lengi. Þar af leiðandi þekkist það einnig að tengdir menn lendi saman í slysum. Annars eru sjóslysin eins ólík og þau eru mörg. Þau gerast á mismun- andi tímum, skipin eru mismunandi og sömuleiðis aðstæðurnar. Guð- mundur segir að það sé ekki hægt að sjá neitt ákveðið mynstur í þessum sjó- slysum. Það eina sem sameinar þau eru aðstandendur í sárum. „Maður vott- ar öllum þeim sem eiga um sárt að binda innilega samúð,“ segir Hilm- ar Snorrason sem einnig er í rann- sóknarnefnd sjóslysa, er skipstjóri og skólastjóri í Slysavarnarskólan- um. Rannsókn stendur yfir Þar sem Hilmar er í rannsóknarnefnd- inni sem vinnur nú að rannsókn á því sem gerðist á Hallgrími SI 77 getur hann ekki tjáð sig um atvikið að svo stöddu. Hins vegar mun rannsókn- arnefndin birta niðurstöður rann- sóknarinnar um leið og henni er lok- ið. Það er þó óvíst hvenær það verður því stundum er hægt að fara yfir svona mál á nokkrum vikum en í öðrum til- fellum getur rannsóknin tekið ár eða meira. „Það verður sannarlega dreg- inn lærdómur af þessu eins og öllum öðrum sjóslysum sem hafa orðið við Ísland,“ segir Hilmar. Hann tekur það þó fram að íslensk skip séu búin björgunarbúnaði í sam- ræmi við lög og reglur. Björgunarbátar, björgunarbúningar og björgunarvesti eru staðalbúnaður í hverju skipi. Allir björgunarbúningar eiga að vera með ljósum. „Af hverju það var ekki ljós á þessum búningi get ég ekki sagt.“ Átta sig ekki á hættunni Líkt og Eiríkur greindi frá í Kastljósi á miðvikudag voru aðeins tveir menn af fjórum sem komust í björgunargall- ana. Hilmar segir að reynsla þeirra í Slysavarnarskólanum sé sú að það taki vana menn frá 40 sekúndum upp í eina og hálfa mínútu að komast í björgunarbúninginn. Guðmundur bendir hins vegar á að það geti verið hægara sagt en gert að komast í gallann á ögurstundu. Það sé heldur ekkert endilega gefið að menn fari strax í galla því þótt erfið- leikar steðji að líti menn ekki endi- lega á þá sem lífshættulegt ástand. „Sérstaklega þeir sem eru reyndari. Þó að þeir séu á staðnum hafa þeir kannski ekki nægar upplýsingar um ástandið fyrr en ferillinn fer að þróast mjög hratt og þá getur verið erfitt að bregðast við því. Menn hafa kannski upplifað álíka erfiðleika áður og tek- ist að vinna sig út úr þeim þá. Þeir eru kannski ekki hættulegir í upphafi en röð atvika verður til þess að svona fer. Það þróast fyrst hægt og svo fer þetta að gerast hraðar.“ Kraftaverk Aðstæðurnar sem Eiríkur og félagar hans á Hallgrími SI 77 glímdu við voru gríðarlega erfiðar. „Ég held að þjóðin hafi alveg áttað sig á því hversu erfiðar aðstæður þetta voru,“ segir Hilmar. Eins og hann bendir á þá er ekki hægt að bregðast rangt við svona aðstæðum. „Ég hef ekki séð annað en að menn hafi brugðist rétt við í þeim atvikum sem ég þekki til. Það eru ekki til nein röng viðbrögð þeg- ar menn standa frammi fyrir lífs- háska.“ Hann segir að í raun sé kraftaverk að Eiríkur hafi komist lífs af. „Það er orðið sem ég myndi vilja nota því það er sannarlega kraftaverk að hann hafi komist af. Stundum þarf fólk að setja sig í spor annarra til að skilja hvað þeir hafa gengið í gegnum. Ef við snúum þessu við og ímyndum okkur sjálf í þessari stöðu, hefðum við komist af? Þú svar- ar því fyrir þig, en það eru erfiðar að- stæður, svo ekki sé meira sagt, að vera staddur í fimmtán metra ölduhæð, einn og yfirgefinn í björgunarbúningi.“ Guðmundur tekur undir það með Hilmari að þetta hafi verið krafta- verk. „Það má eiginlega segja að það sé kraftaverk að finna nál í heystakki og það má eiginlega segja að það hafi verið svoleiðis í þetta skiptið. Sem bet- ur fer var hann ekki alveg ósýnilegur. Hann var með endurskinsmerki og björgunarteymið var vel búið með hita- og ljósmæli.“ Sem betur fer hefur úrræðum við skipskaða fjölgað. Nú eru björgunar- bátar, búningar og björgunarvesti til staðar sem voru það ekki fyrir fimm- tíu til hundrað árum. „Þá voru mögu- leikarnir á því að komast af eftir skipsskaða mikið minni,“ segir Guð- mundur. Hugarfar viljans Hann bendir þó á að í þessu hörmu- lega máli verði að taka það fram að hugarfar Eiríks hafi ekki síst átt þátt í því að hann lifði af. „Ef þú hefur ekki hugarfar viljans þá skiptir engu máli hvort leitarliðið sé gott og þú sért hraustur. Viljinn fleytti honum áfram. Sérþekking hans hjálpaði honum líka, þekkingin á því hvernig á að komast af í kulda og sjó. Þetta undirstrikar mik- ilvægi námskeiðanna og þess að taka vel eftir því sem þar er sagt.“ Svona slys hafa áhrif á alla stéttina. „Menn fylgjast með þeim umræðum sem fram fara um málið og skoða nið- urstöðurnar ef þær koma. Þeir vilja vita hvað olli því að skipið sökk og það þarf öll stéttin að skoða og heimfæra upp á sitt skip og sitt umhverfi. Það er það sem við erum að gera hér, að reyna að miðla þeim upplýs- ingum sem svona hörmuleg slys skilja eftir sig svo það þurfi enginn annar að lenda í því sama.“ Sumir fara aldrei aftur á sjó Líkt og fram hefur komið fórst Kross- nes SH 308, systurskip Hallgríms SI 77, fyrir tuttugu árum. „Það eru sömu teikningar af þessum skipum og þarna eru hliðstæður sem hægt er að benda á. Krossnes sökk vegna þess að það kom sjór í það og sú virðist líka hafa verið raunin þarna. Eins misstu bæði skipin stöðugleika og þeim hvolfdi,“ segir Guðmundur. Hann bendir þó á að rannsóknar- nefndin sé ekki með gögn í höndun- um til að draga neinar ályktanir um hvað það var sem fór úrskeiðis um borð í Hallgrími SI 77 að svo stöddu. „Það þarf að fara fram meiri skoðun á því.“ Hilmar segir að nefndin reyni að vinna eins vel og markvisst að rann- sókn málsins og unnt er. „Hins vegar er engin ástæða til að flýta sér um of því við breytum ekki því sem orðið er en viljum komast til botns í því hvað gerðist.“ Að lokum segir Guðmundur að svona slys geti orðið þess valdandi að menn glími lengi við afleiðingarnar. „Það getur tekið mörg ár að jafna sig eftir svona áfall. En það fer eftir hjarta- lagi manna hvernig þeir taka svona löguðu. Stundum komast þeir aldrei yfir þetta. Sumir hætta og fara aldrei á sjó aftur.“ n „Ef þú hefur ekki hugarfar viljans þá skiptir engu máli hvort leitarliðið sé gott og þú sért hraustur. Sjóslys á síðustu árum Krossnes SH 308 n Það var 23. febrúar árið 1992 sem systurskip Hallgríms SI 77, Krossnes SH 308, fórst á Halamiðum. Aðeins nokkrar mínútur liðu frá því að skipverjar sendu út neyðarkall þar til skipið sökk. Skipið var smíðað árið 1973 í Wallsend í Eng- landi, ári áður en Hallgrímur var smíðaður á sama stað.Verið var að hífa trollið þegar skyndilega kom slagsíða á skipið. Skipverjarnir reyndu strax að koma sér í gúmmíbjörgunarbáta en nokkrum skipverjanna gafst ekki ráðrúm til að klæða sig í flotgalla. Sumir þeirra höfnuðu í sjónum. Atburða- rásin var svo hröð að nokkrir skipverjanna stukku á annan gúmmíbjörgunarbátanna áður en hann hafði blásið alveg út. Níu manns komust lífs af en þrír fórust með skipinu. Aldrei fékkst skýring á skips- skaðanum en svo virtist sem rifa hafi skyndilega komi á skipið í sæmilegu veðri. 26 skip og bátar auk Fokker-vélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaraðgerðum. Gunni RE 51 n Mánudaginn 14. febrúar 2000 sigldi Gunni RE 51 út úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til veiða. Þegar leggja átti netin reið ólag undir bátinn bakborðsmegin að aftan olli töluverðri slagsíðu yfir á stjórborða svo að sjór gekk inn á þilfarið. Báturinn rétti sig ekki aftur. Skipstjórinn var þá staddur í stýrishúsi en hásetinn í lúkar undir stýrishúsi. Hásetinn kom þegar í stað upp í stýrishús og hófust þeir handa við að opna stýrishúsdyrnar til að komast út. Sjór lá á henni að utanverðu sem gerði að verkum að erfitt var að opna hana. Það tókst þó á endanum og fór skipstjórinn þegar í stað að gúmmíbjörgunarbát sem var í sæti ofan á vélarrúmskappa aftan til bakborðsmegin. Skipstjóri losaði gúmmí- björgunarbátinn og blés hann sig út á hvolfi. Þegar hann var kominn um borð í björgunarbátinn fór hann að gá að hinum skipverjanum sem var þó hvergi sjáanlegur. Skuturinn var þá kominn á kaf og aðeins stefnið upp úr sjó og hluti stýrishúss. Skömmu síðar snerist báturinn og sökk hratt. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skipstjóranum til bjargar. Svanborg SH 404 n Árið 2001 fórst Svanborg SH 404 úti fyrir Ólafsvík þar sem skipið var á veiðum. Gott veður var þegar skipið lagði úr höfn en varað hafði verið við því að veður myndi versna þegar líða tæki á daginn. Það gekk eftir. Veðrið versnaði og fljótlega í kjölfarið drapst á vélinni og var ákveðið að varpa akkerum. Greiðlega tókst að varpa stjórn- borðsakkeri og hélt það um tíma, en bakborð- sakkeri stóð á sér og þurfti barefli til að losa það. Bakborðsakkeri náði ekki festu til að byrja með en slitnaði skömmu eftir að það náði festu. Svanborgu rak þá fljótlega upp í klettana við Svörtuloft. Einn maður hafði fallið fyrir borð áður en skipið strand- aði en tveir til viðbótar höfnuðu í sjónum eftir að hafa reynt að komast af skipinu og yfir á kletta þar sem skipið strandaði. Ófeigur II VE 325 n Einn skipverji fórst en átta var bjargað þegar Ófeigur II VE 325 fórst árið 2001. Báturinn var á togveiðum undan ströndum Víkur í Mýrdal. Skipið tók á sig mikinn sjó í vondu veðri með þeim afleið- ingum að ekki var hægt að stýra því. Sjór flæddi inn í ýmis rými skipsins sem sökk á endanum. Allir nema einn úr skipshöfninni komust í flotgalla og björgunarbáta. Skipverjarnir sem komust í flotgalla björguðust. Leitað var að skipverjanum sem var saknað úr lofti, á sjó og landi en leitin bar ekki árangur. Bjarmi VE 66 n Bjarmi VE 66 fórst 23. febrúar 2002 eftir að skipið lagðist á hliðina. Þegar skipið sigldi úr höfn í Vestmannaeyjum voru 4–5 vindstig og snjókoma. Fjórir skipverjar voru um borð. Þegar tæplega þrjár klukkustundir voru liðnar frá því að skipið sigldi úr höfn tók það hæga bakborðs- veltu sem það náði ekki að rétta sig úr. Skipið fór á hliðina. Skipstjórinn náði að skjóta út björgunar- bát sem var á þilfarshúsi aftan við stýrishúsið. Allir skipverjanna komust í bátinn en erfiðlega gekk að losa hann frá skipinu. Þegar það hafði tekist tóku skipverjarnir hins vegar eftir því að báturinn var að sökkva. Radarmastrið hafði lent ofan á bátnum og sprengt hann. Skipverjarnir lentu þá allir í sjónum, þrír þeirra náðu að komast upp á ónýtan björgunarbátinn aftur. Þegar þyrla Land- helgisgæslunnar kom á staðinn var öllum þremur skipverjunum náð upp í þyrluna, en einn maðurinn var þá látinn. Ingimundur gamli HU 65 n Um miðja nótt þann 7. október 2000 fór Ingimundur gamli HU 65 úr höfn á Blönduósi til rækjuveiða á Húnaflóa. Veður var gott og var trollinu kastað um klukkan sex um morguninn. Gengið var frá afla kvöldsins og var trollinu svo kastað aftur morguninn eftir. Um hádegi sama dag tók stýrimaður eftir því að sjór var farinn að flæða inn um austurop beggja megin á skipinu. Hraðaði skipstjórinn sér þá strax niður í káetu til að vekja þriðja skipverjann á meðan stýrimaðurinn fór í vettvangsferð fram skipið. Í ljós kom að sjór var farinn að streyma inn í skipið á nokkrum mismun- andi stöðum og var mikill sjór kominn í lestina. Skipstjórinn reyndi þá að sjósetja björgunarbát bakborðsmegin á þaki stýrishússins. Það gekk hins vegar ekki nógu vel og tókst skipverjunum ekki að blása bátinn upp áður en skipið sökk. Tveir skipverjanna náðu að klæða sig í flotbúninga. Skipstjórinn komst aldrei til þess en hann fórst. Una í Garði GK 100 n Eftir að Una í Garði GK 100 hafði landað afla á Siglufirði að kvöldi 17. júlí 2001 var skipið yfirfarið áður en haldið var til frekari veiða. Fljótlega eftir að skipið lagði úr höfn varð stýrimaður skipsins var við óeðlilega hreyfingu á skipinu og sívaxandi stjórnborðsslagsíðu. Hann skynjaði að sjór kæmi inn um netadráttarlúguna stjórnborðs- megin. Stýrimaðurinn gekk þá í gegnum kortaklef- ann og að klefa skipstjóra. Kallaði hann að skipið væri að fara niður. Þá hélt hann rakleiðis niður og aftur eftir íbúðargangi á aðalþilfari og þaðan niður í káetur í afturskipi, undir aðalþilfari, þar sem hinir skipverjarnir sváfu í þremur káetum þar sem hann kallaði til skipverjanna að skipið væri að sökkva. Tveir skipverjanna komust aldrei upp úr káetunum. Hinum var bjargað um borð í Húna HU 62. Björg Hauks ÍS 127 n Björg Hauks ÍS 127 var á siglingu í talsverðum vindi til hafnar á Ísafirði þegar skipverjar um borð fundu fyrir því að báturinn var óstöðugur. Þeir ákváðu að létta bátinn þegar þeir voru staddir undan Skálavík og köstuðu þeir afla sem var laus á þilfarinu fyrir borð. Ekki er vitað um nákvæm afdrif skipsins en svo virðist vera sem það hafi fengið á sig brot og hvolft með þeim afleiðingum að báðir skipverjarnir fórust. Bjögunarsveit var kölluð út auk þess sem óskað var eftir aðstoð skipa á svæðinu. Báturinn fannst svo á hvolfi skammt frá þeim stað sem það hafði síðast komið fram í staðsetningarkerfi upp úr miðnætti þann 14. mars árið 2007. Uppblásinn gúmmíbjörgunarbátur var fastur við flakið. Hallgrímur SI 77 Fórst í aftakaveðri undan ströndum Noregs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.