Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 6
Stríðið um Glitni Sölutryggingarsamn- ingurinn rennir stoðum undir þá kenningu að Kaupþing hafi aðstoðað FL Group við að ná undirtökunum í Glitni á vormánuðum 2007. Hreiðar Már Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Einar Sveinsson og Karl Wernersson sjást hér. 6 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Opnar World Class í skugga deilna n Tíunda World Class líkamsræktastöðin opnuð bráðlega Þ rátt fyrir deilur fyrir dóm- stólum hefur Björn Leifs- son ákveðið að opna enn eina líkamsræktarstöðina undir merkjum World Class. Líkamsræktar- stöðin verður opnuð á sama stað og Heilsuakademían var áður í Egilshöll- inni í Grafarvogi. Líkamsræktarstöðin er opnuð í skugga deilna fyrir dómstól- um um meintan gjafagjörning Björns þegar hann seldi líkamsræktarveldið úr eignarhaldsfélagi sínu sem var afar skuldsett inn í nýtt óskuldsett félag. Líkamsræktarstöðvar World Class verða eftir opnun nýju stöðvarinnar tíu talsins. Óhætt er að segja að um sé að ræða stærsta heilsuræktarveldi á Ís- landi. Stöðvarnar og tækin sem í þeim eru voru seld út úr félaginu ÞS69, sem áður hét Þrek ehf., fyrir 25 milljónir króna. Fyrirtækið varð gjaldþrota 2009 og nema kröfur í þrotabúið 2,2 millj- örðum króna. Skiptastjóri þrotabúsins, Sigur- björn Ársæll Þorbergsson, telur World Class að minnsta kosti 500–700 millj- óna króna virði. Fallist dómstólar á kröfu skipta- stjóra þrotabúsins þýðir það ekki endi- lega að eignir nýja félagsins, Lauga ehf., fari sjálfkrafa aftur til þrotabúsins. Nýr rekstur World Class í Egilshöll hef- ur engin áhrif á það heldur en þrota- búið hefur einungis gert fjárkröfu á hendur félaginu vegna hins meinta gjafagjörnings. Svo gæti þó farið að geti Laugar ekki staðið í skilum á kröf- unni, færist allar stöðvarnar aftur til þrotabúsins sem hefur gert kröfu um greiðslu á um nokkur hund ruð millj- ónum króna. adalsteinn@dv.is Enn brattur Björn Leifsson lætur ekki deigan síga og ætlar að opna nýja líkamsræktarstöð þrátt fyrir hörð átök fyrir dómstólum. Mynd SiGTryGGur Ari JóHAnnSSon dæmi um „hræðilega“ stjórnsýslu: Bræður krefj- ast bóta frá ríkinu Bræðurnir Friðjón og Haraldur Þórðarsynir og Matthías Ólafs- son hafa höfðað skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna Virðingarmálsins svokallaða sem kom upp árið 2008. Þá voru þremenningarnir handteknir grunaðir um aðild að stórfelldu auðgunarbroti en Friðjón var forstöðumaður verð- bréfamiðlunar Virðingar hf. á þeim tíma. Taldi efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra menn- ina meðal annars hafa notfært sér upplýsingar sem Friðjón hafði yfir að ráða til gjaldeyris- viðskipta. Málið vakti talsverða athygli enda Friðjón og Haraldur synir þáverandi forstjóra Kauphallar- innar. Húsleit var framkvæmd, þremenningarnir voru hand- teknir og Matthías úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rann- sóknar málsins sem dróst mjög á langinn án nokkurrar niður- stöðu. Á síðasta ári var þeim tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Á fimmtudag var svo skaða- bótakrafa þremenninganna á hendur ríkinu tekin fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. „Þeir gátu ekki viðurkennt á öðrum eða þriðja degi að þeir hefðu haft rangt fyrir sér svo þeir héldu áfram að grafa í hart- nær þrjú ár. Þeir fundu ekki neitt og komust aldrei upp úr þess- ari holu sem þeir höfðu grafið,“ segir Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður Friðjóns, í samtali við DV. Hann segir málið dæmi um hræðilega stjórnsýslu í opinberu réttarfari. Aðspurður vill hann þó ekki gefa upp hver krafa Frið- jóns á hendur ríkinu er. „Það sem er mikilvægt að komi fram er að Friðjón og Har- aldur hafa báðir boðist til að fella málið niður gegn því að fá afsökunarbeiðni, en ríkislög- reglustjóri sér ekki sóma sinn í því, svo málið heldur áfram.“ K aupþing sölutryggði tæplega 20 prósenta hlut Karls Wer- nerssonar, Einars Sveins- sonar og tengdra aðila í Glitni fyrir rúmlega 80 millj- arða króna í apríl 2007. Á þessum tíma áttu þeir samtals um 27 pró- senta hlut í bankanum. Afleiðing sölutryggingarsamningsins var sú að fjárfestingarfélagið FL Group, með þá Jón Ásgeir Jóhannesson og Hann- es Smárason í broddi fylkingar, náði undirtökunum í Glitni eins og frægt er orðið. Þetta kemur fram í „samn- ingi um sölutryggingu á hlutafé í Glitni“ sem DV hefur undir hönd- um. Samningurinn er undirritaður af starfsmanni Kaupþings og þeim Karli Wernerssyni og Einari Sveins- syni. Samkvæmt samningnum, sem var undirritaður í byrjun apríl 2007, skuldbatt Kaupþing sig til að selja umræddan 20 prósenta hlut í Glitni fyrir 16. apríl 2007 en ellegar átti bankinn að kaupa hlutina sjálfur. Gengið í viðskiptunum var 27,82 krónur. „Komi til þess að bankinn geti ekki selt hlutina, í heild eða að hluta, mun hann sjálfur kaupa þann hluta þeirra sem ekki hefur selst og telst þá kaupandi að þeim hlutum,“ segir í samningnum. Til þess kom þó ekki þar sem að- ilar tengdir FL Group: Baugur, Tom Hunter, Saxbygg, Jötunn Holding, Fons og fleiri aðilar keyptu bréfin í bankanum. Afar ólíklegt verður að teljast að Kaupþing hefði tekið það upp hjá sjálfum sér að gera slíkan sölutryggingarsamning án þess að það væri tryggt að kaupendur væru að bréfunum. Tengsl Kaupþings og FL Group og tengdra aðila voru umtalsverð á árunum fyrir hrunið og vann bankinn náið með helstu stjórnendum félagsins, meðal ann- ars Jóni Ásgeiri. Þá voru Jón Ásgeir og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, í góðu talsambandi. Kaupþing átti frumkvæðið Einar Sveinsson, sem var stjórnar- formaður Glitnis þegar þetta gerðist, ræddi umrædda sölutryggingu í við- tali við Morgunblaðið árið 2010 þó ekki hefði verið rætt um inntak sölu- tryggingarsamningsins. Meðal þess sem Einar sagði var að Kaupþing hefði átt frumkvæði að sölutrygg- ingarsamningnum og að hann teldi að FL Group hefði staðið á bak við bankann í málinu. Því til stuðnings benti Einar á að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hefði haft samband við sig skömmu áður og krafist þess að FL Group fengi að ráða hver væri stjórnarformað- ur bankans – Einar hafði þá stuttu áður verið endurkjörinn á aðalfundi bankans. Orðrétt sagði Einar: „Í lok mars 2007 fæ ég upphringingu frá Kaup- þingi, og ég spurður hvort ég hafi áhuga á að selja hlut minn Glitni. Þær verðhugmyndir sem þar voru nefndar vöktu ekki áhuga hjá mér. Kaupþing hringdi aftur nokkru síðar og bauð mér sölutryggingu á bréfun- um verði sem ég samþykkti. Kaup- þing var minn viðmælandi í þessum efnum, en það er alveg ljóst hverjir stóðu að baki þessu. Það var augljóst mál að FL Group menn ætluðu sér að taka völdin í bankanum, og ég taldi best að vera ekki þeim hópi. Maður hafði lifað í voninni að hægt væri að vinna með þessum mönnum, en ekki bara að vinna fyrir þá,“ sagði Einar í viðtalinu. Áttu að hætta í stjórn Ýmis ákvæði í sölutryggingarsamn- ingnum benda reyndar til þess að annað en hreinar viðskipta- legar forsendur hafi ráðið ferð- inni í samningagerðinni við Ein- ar og Karl. Þannig voru fyrirmæli um það í samningnum að Einar, Karl, Guðmundur Ólason og Stein- grímur Wernersson myndu hætta í stjórn Glitnis og ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Þá áttu þeir einnig að óska eftir því við stjórn Glitnis þann 16. apríl að boðað yrði til hluthafafundar þar sem ný stjórn yrði kosin. „Mun[u] þeir ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórn- arstarfa fyrir Glitni banka hf,“ segir í samningnum. Á stjórnarfundi í Glitni þann 30. apríl, sem Einar og Karl áttu að boða til samkvæmt samningnum, var svo skipt um fimm stjórnarmenn af sjö í bankanum en yfirtaka FL Group á bankanum lá þá fyrir. Þorsteinn Jónsson varð þá stjórnarformað- ur í stað Einars Sveinssonar. Sam- hliða þessum stjórnarbreytingum lét Bjarni Ármannsson, bankastjóri Glitnis, af störfum og Lárus Welding tók við. Þá var einnig ákvæði í samningn- um sem kvað á um að þeir Einar og Karl myndu halda eftir sjö prósenta hlut sínum í bankanum í að minnsta kosti eitt ár. Þetta er eignarhluturinn sem síðar var settur inn í eignar- haldsfélagið Þátt International sem fjármagnað var af bandaríska bank- anum Morgan Stanley og Vafnings- málið snýst um. Því var um að ræða sölubann á hlut Þáttar International í bankanum. Jón Ásgeir segist ekkert vita um málið DV lék forvitni á að vita hvort FL Group og tengdir aðilar hefðu unnið að því með Kaupþingi að sölutrygg- ingarsamningurinn við Einar og Karl yrði undirritaður til að tryggja yfirtöku FL á Glitni og hafði því sam- band við Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir var stjórnarformaður FL Group um tíma og lykilmaður í yfir- töku félagsins á Glitni í apríl 2007. Hann sagðist hins vegar ekkert vita um sölutryggingarsamninginn á milli Kaupþings og Karls og Einars. „Ég veit ekkert um málið enda vann ég ekki á sölutryggingarsviði Kaup- þings,“ segir Jón Ásgeir í svari sínu í tölvupósti. Miðað við þetta svar virðist vera sem sölutryggingarsamningurinn hafi ekki verið gerður með vitund og vilja FL Group og tengdra aðila þó svo að hann hafi þjónað hagsmun- um þeirra ansi vel og tryggt yfirtöku þeirra á Glitni. „Ég veit ekkert um málið enda vann ég ekki á sölutryggingar- sviði Kaupþings.“ FL Group tók GLitni yFir með aðstoð kaupþinGs n Kaupþing sölutryggði bréfin sem tryggðu yfirtöku FL Group Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.