Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 3.–5. febrúar 2012 S B 30057 12/2011 Panodil Zapp (parasetamól, 500 mg). Ábendingar: Höfuðverkur, tannverkur, hiti sem fylgir kvefi, tíðaverkir, vöðva- og liðverkir, verkjastillandi við gigtarverkjum, hár hiti. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 2 töflur á 4 6 klst. fresti, að hámarki 8 töflur á sólarhring. Börn 10-15 mg/kg líkamsþyngdar á 4 6 klst. fresti, að hámarki 4 sinnum/sólarhring. Gæta skal varúðar ef um skerta nýrnastarfsemi og lifrarsjúkdóm er að ræða. Skal ekki notað með öðrum verkjalyfjum sem innihalda parasetamól (t.d. samsettum lyfjum). Hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið hættu á mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Aukaverkanir: Mjög sjaldgæfar: Almennar: Ofnæmisviðbrögð. Útbrot, ofsakláði, ofsabjúgur. Lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir af völdum parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis. Við langtímanotkun er ekki hægt að útiloka hættuna á nýrnaskemmdum. Pakkning: Filmuhúðaðar töflur 500 mg, 20 stk.. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli lyfsins. Nánari upplýsingar eru á http://www.serlyfjaskra.is. Panodil er skrásett vörumerki GlaxoSmithKline fyrirtækjasamstæðunnar. HRAÐVIRK LINUN SÁRSAUKA. KRÖFTUG HITALÆKKANDI OG VERKJASTILLANDI ÁHRIF. Panodil Zapp frásogast helmingi hraðar en venjulegar parasetamól töflur, þannig næst hratt sú vel þekkta og öfluga verkjastilling sem þú getur treyst. en venjulegar parasetamól töflur Uppgrip hjá lýtalæknum n Vilja að konurnar fari í tvær aðgerðir Þ að verður nóg að gera hjá lýta- læknum í silíkonaðgerðum ef yfirvöld ætla ekki að endur- skoða þetta,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður tuga kvenna sem leita nú réttar síns vegna PIP- brjóstapúða. Í upplýsinga- og leiðbeiningabréfi sem landlæknisembættið hefur sent konum með PIP-brjóstapúða er tek- ið fram að það sé ákvörðun hverrar og einnar konu hvort hún fái sér nýja púða eða ekki eftir að gölluðu púð- arnir hafa verið fjarlægðir. Saga segir orðalagið í bréfinu þó mjög loðið og í raun ekki ljóst hvort konunum standi það yfir höfuð til boða að fá nýjar fyllingar og hvort það verði þeim þá að kostnaðar- lausu. Hún kannaði málið fyrir skjól- stæðinga sína og fékk mjög misvís- andi svör. Hjá landlæknisembættinu fengust þær upplýsingar að lýta- læknar á Landspítalanum teldu ekki ráðlegt að setja inn nýja púða á sama tíma og gölluðu púðarnir væru fjar- lægðir. Það væri því nánast útilokað að konurnar fengju nýja púða. „Það er merkilegt í ljósi þess að lýtalækn- ar sem starfa á einkastofum, þeir eru allir tilbúnir til að framkvæma þetta í sömu aðgerð,“ segir Saga. Henni finnst það einkennilegt að láta kon- urnar gangast undir tvær aðgerðir ef hægt er fjarlægja púðana og setja í nýja í sömu aðgerð. Saga bendir á ekki sé hægt að úti- loka að þeir lýtalæknar sem starfi á Landspítalanum, og hafi verið ráð- gefandi í þessu máli, séu einnig með einkastofur og hafi því hagsmuna að gæta. En í svari Guðbjarts Hannes- sonar, velferðarráðherra á Alþingi, í vikunni kom fram að af 330 sér- greinalæknum sem starfa í landinu, séu um 200 sem starfa einnig hjá opinberum stofnunum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Saga hefur í höndunum kostar aðgerð þar sem skipt er um púða 450 til 620 þúsund krónur. solrun@dv.is Tvær aðgerðir Saga fékk þau svör að lýtalæknar á Landspítalanum teldu óráðlegt að setja inn nýja silíkonpúða á sama tíma og gömlu væru fjarlægðir. n Hefði viljað komast hjá því að kynnast raunveruleika mansals fórnarlamba miskunnarlaus veröld mansals þú tengist þeim svo sterkt. Það gefa allir hjarta sitt og sál til þess að reyna hjálpa þeim að ná fótfestu á ný. Mað- ur finnur að þetta snýst um að bjarga mannslífi. Þetta er upp á líf og dauða. En því miður fara sumar þeirra aftur í sömu aðstæður og þær voru í áður. Þær vita að þær geta lifað af of- beldið og kunna að takast á við það. Það er búið að telja þeim trú um að þær eigi ekkert betra skilið. Það er líka ákveðið öryggi sem þú sækir í þegar þú veist að það er einhver sem stjórnar þér og það er ákveðin sjálfs- refsing í því að leita í ofbeldi. Þær eru oft mjög harðar við sjálfa sig. Það er búið að kremja mannsandann svo mikið að það þarf oft grettistak til að lyfta honum aftur upp fyrir margar þeirra. Ein mesta áskorunin er því oft að vinna með sjálfstraustið og sjálfs- virðinguna.“ Nútímaþrælahald Hún segir mansal vera ekkert annað en nútímaþrælahald þar sem mann- réttindi og frelsi er þverbrotið. „Ég held að fólk átti sig ekki alltaf á að þetta eru raunverulegar þrælabúð- ir. Þú hefur ekki frelsi, þú hefur ekki mannréttindi. Það er komið fram við þig eins og gólftusku og þú ert ekkert nema söluvara. Ef maður setur sig ekki inn í þennan heim og kynnist honum er erfitt fyrir fólk að ná utan um þennan hræðilega hluta heims- ins. En við þurfum að standa vörð og vinna á móti þessari þróun, því trúðu mér, við viljum ekki búa í samfélagi þar sem þetta fær að grassera.“ Umfjallanir að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.