Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 40
Hrotur eða knús eftir kynlíf n Vísindamenn rannsaka það sem gerist eftir kynmök S amkvæmt rannsókn þróun- arsálfræðinga við háskólann í Michigan og Albright-há- skólann í Pennsylvaníu er þráin eftir knúsi og kúri eftir kyn- mök meiri hjá þeim sem eiga maka sem hafa tilhneigingu til að sofna strax eftir ástarleiki. Rannsóknin, sem birtist í tíma- ritinu Social, Evolutionary, and Cultural Psychology í desember, var byggð á svörum 456 þátttak- enda við stórri könnun á netinu þar sem spurt var meðal annars: „Hvort sofnar á undan eftir kyn- mök?“ og „Hvort sofnar fyrr þau kvöld sem þið stundið ekki kyn- líf?“ Í ljós kom að þeir einstaklingar sem eiga maka sem sofna strax eftir kynlíf höfðu mesta löngun í nánd, knús og spjall eftir kynmökin. „Því líklegra sem það er að makinn sofni strax eftir ástarleiki því meiri er löngunin í nánd hjá hinum sem enn vakir,“ segir Dani- el Kruger vísindamaður við Mic- higan-háskóla og höfundur rann- sóknarinnar. Annar vísindamaður sem kom að rannsókninni seg- ir að það að sofna strax eftir kyn- mök geti verið ómeðvituð leið til að losna við erfiðar samræður um sambandið og tilfinningar. Í rannsókninni var einnig skoð- að hvort kynið er líklega til að sofna á undan. Þrátt fyrir algengar stað- alímyndir er ekki líklegra að karl- menn sofni á undan konum sínum eftir kynmök. Hins vegar kom í ljós að konur eru líklegri til að sofna á undan þegar kynlíf er ekki stund- að. „Kannski vaka menn lengur af þörf til að gæta makans – til að vera viss um að konan fari ekki frá þeim fyrir annan karlmann,“ sagði Sus- an Huges, sálfræðiprófessor við Albright-háskólann, en Susan var ein af þeim vísindamönnum sem komu að rannsókninni. Til eru þó nokkrar rannsóknir um hegðun fyrir kynmök en þessi er ein af fáum sem tekur á því sem gerist eftir að kynmökum lýkur. „Herkænska og ráðabrugg varð- andi mökun endar ekki við kyn- mök,“ segir Hughes sem segir jafn forvitnilegt að skoða það sem ger- ist eftir kynlíf og fyrir. 40 Lífsstíll 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað É g verð að fara að mála mig öðruvísi,“ sagði vinkona mín upp úr þurru. „Augnlokin á mér eru orðin svo þung að ég á erfitt með að gera beina línu með eyeliner,“ hélt hún áfram. Hún þurfti ekki að útskýra þetta frekar, ég skildi hana fullkomlega. Við sem erum í kringum þrí- tugt erum nefnilega smám saman að átta okkur á því að húðin er að byrja að slappast. Hvort sem okk- ur líkar það betur eða verr. Þessu fylgja ýmis vandamál, til dæmis það sem vinkonan kvartaði yfir hér á undan. É g var reyndar ekki orðin tví- tug þegar ég veitti því fyrst athygli að annað augnlokið á mér væri slappara en hitt. Það krumpaðist einhvern veginn meira saman ef ég blikkaði aug- unum ekki rétt, og gerir enn. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að augnlokin á mér virðast mis- stór. Sérstaklega ef vel er að gáð. Ekki stórmál, hugsa líklega flestir, en fyrir mig varð þetta að stórmáli. É g varð mjög (hugsanlega óeðlilega) upptekin af augn- lokunum á mér í töluverðan tíma eftir að ég áttaði mig á misræminu. Bölvaði sjálfri mér fyrir að finnast gott að nudda aug- un kröftuglega, enda krumpurnar klárlega bein afleiðing af þeirri nautn. Ég stóð fyrir framan spegil tímunum saman og æfði mig í að blikka augunum rétt til að ná augnlokunum eins. Það bar ekki tilætlaðan árangur og virkaði bara ef ég hjálpaði til með fingrunum. Sem gat augljóslega aldrei orðið varanleg lausn á vandamálinu. Ég varð að gjöra svo vel að sætta mig við misstór augnlok. Ég hafði gert sjálfa mig svona, bölvaður nautna- seggurinn. Sá auðvitað strax fyrir mér að þetta yrði vandamál þegar húðin færi virkilega að slappast. Þá í óra- fjarlægri framtíð, sem nú er orðin að nútíð. M isræmið hefur aukist með árunum og angrar mig enn. Sérstaklega núna þegar húðin verður slappari með hverjum mánuðinum. Ég hef samt lært að lifa með þessu, sem er gott. Svo sér þetta eflaust eng- inn nema ég. Ég hef til dæmis aldrei hitt mann sem hefur sett þetta fyrir sig. „Er það rétt sem ég sé, ertu með misstór augnlok!? Því miður, það getur aldrei orðið neitt á milli okkar,“ er eitthvað sem ég hef aldrei fengið að heyra. Og margt hef ég fengið að heyra. Þið bjuggust eflaust við því að þessi pistill mynda enda á ein- hverri töfralausn gegn hrukkum, en þar gabbaði ég ykkur. Það er nefnilega ekki til nein töfralausn gegn hrukkum. Þetta er einfald- lega gangur lífsins sem maður verður að sætta sig við. Þó að augnlokin verði þyngri og jafnvel misstór. Töfralausn gegn hrukkum Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Kynlíf Karlar eru ekki líklegri en konur til að sofna á undan eftir að kynlíf er stundað. Í formi eftir fertugt F æstar okkar geta leyft sér að borða jafn óhollan mat og jafn óreglulega og við gerðum á okkar yngri árum. Dr. Pa- mela Peeke, höfundur sjálfs- hjálparbókarinnar Fight Fat Over 40, segir efnaskipti líkamans breytast um fimmtugsaldurinn – með öðrum orðum hæfileikinn til að brenna hita- einingum minnkar. Peeke segir að með aldrinum slakni á vöðvum auk þess sem aukið andlegt álag verði til þess að við innbyrðum fleiri hitaein- ingar en við þurfum þegar við ættum í rauninni að hreyfa okkur meira og passa betur upp á skammtastærðina. Peeke heldur því einnig fram að við getum viðhaldið eða komist í fyrra form en það þarfnist meiri vinnu en áður. Hér eru ráð dr. Pamelu Peeke í baráttunni við skvapið eftir fertugt. Breyttu um lífsstíl „Eftir að konur ná ákveðnum aldri breytast líkamar þeirra. Fagnaðu því og endurskoðaðu lífsstílinn þinn. Frjósemi, kynhvöt, skap, húð, hár – allt býr sig nú undir næstu 40 árin í lífinu,“ segir Peeke sem segir húð fertugrar konu allt öðruvísi en tíu árum áður. Hún segir hægjast á efnaskiptum um 5% á áratug í það minnsta frá tvítugu vegna eðlilegar vöðvarýrnunar. „Því minni vöðvamassa sem þú hefur því færri kaloríum brennir líkami þinn. Í kringum tvítugt þurfti líkaminn á 2.000 kaloríum að halda á dag en við 45 ára aldur gætir þú þurft að minnka daglega kaloríuinntöku um 300. Ef þú heldur áfram að innbyrða sama magnið muntu þyngjast um 13 kíló á ári.“ Heilbrigður hugur Peeke segir mikið af þeirri fitu sem við söfnum á okkur á þessum aldri safn- ast á mittið. „Ég kalla þetta stressfit- una því hún gefur þér orku til að tak- ast á við erfiðar aðstæður. Of mikið af henni er hins vegar hættulegt og eyk- ur líkur á hjartasjúkdómum, sykur- sýki og krabbameini og hækkar blóð- þrýsting og kólesteról. Ekki reyna að svelta þig til að ná árangri. Ef líkam- anum finnst hann ekki fá nóg hægir hann enn frekar á brennslunni. Heil- brigður líkami hefst á heilbrigðum huga. Mundu að það að vera í góðu formi er bæði hollara og lítur betur út en það að vera grannur.“ Stress og matur Samkvæmt Peeke eru margar konur sem þjást af offitu eftir fertugt gjarnar á að borða of mikið af óhollustu seinni- part dags og á kvöldin. „Álag og stress er oftast mest seinnipartinn sem getur valdið vanhugsuðu og tætingslegu áti. Fólk þambar kaffi og gúffar í sig í sykr- uðum mat í leit að orku. Átið veldur vonleysi sem leiðir svo til enn meira áts. Vertu viðbúin og birgðu þig upp af hollu snakki þegar þú veist að dagur- inn á eftir að vera erfiður.“ Minni skammtar Það er auðveldara að fylgjast með skammtastærð en kaloríufjölda. Skoðaðu til dæmis ráðlagðan skammt á morgunkornspakkanum þínum. Þér gæti fundist hann lítill en svona lítur víst einn skammtur út. Prófaðu líka að nota minni diska en vanalega. Þannig verður erfiðara að borða yfir sig. Meiri hreyfing Peeke segir konur yfir fertugu þurfa á 45 mínútna hreyfingu fimm til sex sinnum í viku og hálftíma þrekæf- ingum tvisvar á dag að halda. Margar konur hafa engan tíma til að hreyfa sig en að sögn Peeke dugar að stela nokkrum mínútum hér og þar yfir daginn. „Farðu í góðan göngutúr í hádeginu, hjólaðu heim úr vinnunni og skelltu þér í sund,“ segir Peeke sem mælir með því að konur lyfti lóðum. Ekki gefast upp Við tökum á stressi með mismun- andi hætti. Á meðan sumar koma ekki niður bita þegar mikið liggur við verða aðrar óstöðvandi í sykr- inum. „Að vera feit snýst ekki að- eins um val á mat heldur hvernig þú bregst við þegar lífið er erfitt. Flestar okkar kannast við óvæntar uppákomur sem setja háleit heilsu- markmið okkar í uppnám. Þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það varst ekki þú sem gafst upp. Taktu á erfiðleikunum og haltu svo áfram.“ indiana@dv.is n Líkaminn undirbýr sig fyrir næstu 40 árin n Streita og álag leiða til óholls mataræðis Passaðu skammtastærðina Peeke segir skammtastærðina verða enn mikilvægari eftir því sem við eldumst. Heilbrigður lífsstíll Samkvæmt Peeke getum við ekki drukkið jafn mikið og borðað jafn óhollt og við gerðum þegar við vorum yngri ef við viljum halda okkur í formi eftir fertugt. Mynd PHotoS.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.