Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Síða 10
J ón getur reynt að þræta fyr- ir sína framkomu en það voru vitni að þessum atburði. Það var að mínu mati rétt ákvörð- un af dómara að sekta hann fyrir þessa ósæmilegu hegðun,“ seg- ir Bryndís Eiríksdóttir, aðstandandi Portúgala sem í vikunni hlaut miska- bætur vegna líkamsárásar. Hæsta- réttarlögmaðurinn Jón Egilsson var verjandi annars mannsins sem kraf- inn var um bætur vegna árásarinn- ar. Dómurinn dæmdi Jón til greiðslu réttarfarssektar að upphæð 100.000 krónur fyrir ósæmilega hegðun í réttarsal. Sýndi hvernig hræddur maður hegðar sér Í aðsendri grein á vefmiðlinum Pressunni segist Jón með látbragði sínu hafa verið að sýna hvernig hræddur maður hegðar sér. Grein Jóns ber yfirskriftina „Umbjóðandi sýknaður en lögmaðurinn sektaður – bannað að lýsa hræðslueinkenn- um“. Einkamál hafi verið höfðað á hendur umbjóðanda hans vegna áfallastreituröskunar. „Eftir að hafa lesið um áfallastreituröskun og lagt fram gögn fræðimanna um þessa „ofsahræðslu“ fyrir dóminn var und- irritaður f.h. umbjóðanda síns sann- færður um að brotaþoli hefði ekki orðið svona hræddur í deilunum eða átökunum í nóvember 2006.“ Fræðileg skilgreining röskunarinn- ar sé meðal annars að viðkomandi hafi upplifað hræðilega ógn sem geri honum ókleift að hugsa, tjá sig eða hegða sér á venjulegan hátt. Ógnin setji allt innra jafnvægi við- komandi í uppnám. „Til að undir- strika þessi sjónarmið umbjóðanda síns sýndi undirritaður, þegar þessi málsástæða var til umfjöllunar í málflutningsræðu, hvernig hrædd- ur maður hegðar sér og þá í þeim tilgangi að sýna fram á að það hefði ekki farið  fram hjá lögreglumönn- um, vitnum, læknum og hjúkrunar- fólki enda hefðu þá allir veitt ofsa- hræðslu brotaþola athygli,“ skrifar Jón. Misbauð virðingu dómsins Þess má geta að í vottorðum lækna og dómkvaddra matsmanna kemur fram að fórnarlambið beri talsverð einkenni áfallastreituröskunar. Annar maðurinn var dæmdur til að greiða manninum miskabætur að upphæð 3,3 milljónir króna en hinn maðurinn, umbjóðandi Jóns, var sýknaður af þeirri kröfu. Dómurinn taldi að Jón hefði verið að leika stefnanda kjökrandi að hringja í lögmann sinn vegna málsins. Með því hefði hann mis- boðið virðingu dómsins. „Í mál- flutningsræðu sinni hermdi [...] Jón Egilsson hrl., á niðurlægjandi hátt eftir stefnanda, sem viðstaddur var þinghaldið ásamt aðstandend- um sínum, er hann lék stefnanda kjökrandi að hringja í lögmann sinn vegna málsins,“ segir í niður- stöðu dómsins. Áður dæmdur til sektar Bryndís segir við DV að henni hafi misboðið framganga Jóns í réttar- salnum. Þá sé hann í grein sinni að reyna að gera lítið úr þeim atburði sem þolandinn varð fyrir. Dóm- arinn hafi í nokkur skipti þurft að biðja Jón að halda sér við efnið og að hann hafi sýnt fórnarlambi árás- arinnar lítilsvirðingu. Hún segir einnig að í greininni á Pressunni haldi hann fram hlut- um sem dómurinn hafi hrakið, til dæmis um það hvernig aðdragandi árásarinnar var. Eins og fréttamiðillinn Vís- ir greindi frá er þetta ekki í fyrsta sinn sem Jón Egilsson er dæmdur til réttarfarssektar. Árið 2005 stað- festi Hæstiréttur Íslands niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi hann til greiðslu sektar fyrir óvirðingu. Í niðurstöðu Hæstarétt- ar sagði: „Af hljóðupptöku frá aðal- meðferð málsins í héraði er ljóst að verjandinn hefur komið ósæmilega fram í dómsal, eins og nánar er skýrt í forsendum héraðsdóms, og sýnt réttinum fádæma óvirðingu.“ „Rétt ákvöRðun að sekta hann“ 10 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Fjögurra ára fangelsi n Hrottafengin nauðgun við flugvöllinn T veir erlendir karlmenn, Arka- diusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski, voru dæmd- ir í fjögurra ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag fyrir sérlega hrottafengna nauðgun í október síðastliðnum. Að auki þurfa mennirnir að greiða fórnarlambinu 1,2 milljónir króna í miskabætur. Mennirnir lokkuðu konu upp í bif- reið sína á Laugavegi þann 16. októ- ber. „You look cold,“ sögðu þeir við hana, buðu henni upp í bílinn og óku með hana að Reykjavíkurflug- velli þar sem þeir nauðguðu henni. Mennirnir hafa setið í gæsluvarð- haldi síðan þeir voru handteknir. Konan reyndi að telja mönn- unum tveimur trú um að hún væri smituð af HIV-veirunni til þess að fá þá til að hætta en það bar ekki árangur. Hún mun hafa öskrað á mennina, en þá tók ökumaðurinn hana hálstaki og barði hana í höfuð- ið. Þegar þessu var lokið óku menn- irnir með konuna til baka. Hún áttaði sig á því hvar hún var þeg- ar hún var rétt hjá Skipholti og fór úr bílnum og sagðist búa þar. Hún mun hafa hlaupið í gegnum nokkra garða og bankaði á endanum á dyr hjá manni sem hleypti henni inn og hringdi á lögregluna. Mennirnir játuðu að hafa tekið konuna upp í bílinn og ekið að flug- vellinum. Hins vegar sögðu þeir að eðlileg kynferðisleg samskipti hefðu farið fram og ekki nauðgun. Fram- burður þeirra var ekki samhljóða og sögðust þeir við aðalmeðferð máls- ins hvor hafa horft á konuna hafa munnmök við hinn. Framburður þeirra var metinn ótrúverðugur. Það er mat lögreglunnar að fyrir liggi skýr framburður konunnar og að athuganir lögreglu styðji frásögn hennar. baldur@dv.is „Dómurinn taldi að Jón hefði verið að leika stefnanda kjökrandi að hringja í lögmann sinn vegna málsins. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ósátt Bryndís segir Jón hafa gert lítið úr fórnarlambi árásarinnar. n Vildi sýna hvernig hræddur maður hegðar sér n Misbauð dómurum Dæmdur Jón Egilsson þarf að greiða 100 þúsund krónur fyrir hegðun sína í réttarsal. MynD: Fréttablaðið/SteFÁn KarlSSon allt í loft í Kópavogi: Vilja ekki Vinstri græna „Það lagðist mjög þungt í sjálf- stæðismenn,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi, um að Vinstri grænir þyrftu að koma að meiri- hlutaviðræðunum með Samfylk- ingunni og Sjálfstæðismönnum. Flokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til meirihlutaviðræðna í bænum, sagði Guðríður Arnar- dóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, í viðtali við Ríkisútvarp- ið. Viðræðunum var slitið á mið- vikudag eftir að Ármann Kr. mætti einn sjálfstæðismanna til fundar. Sagði Ármann hluta sjálfstæðis- manna hafa viljað ganga einungis til meirihlutaviðræðna við Sam- fylkinguna. „Mörgum sjálfstæðismönnum fannst það sérstakt að ekki væri hægt að ræða meirihluta án þess að Vinstri grænir kæmu að við- ræðunum. Ég óskaði eftir því á sínum tíma að ræða við Samfylk- inguna eina,“ segir Ármann sem bætir við að það hafi verið mjög skýr krafa að hálfu Samfylkingar- innar að Vinstri grænir kæmu að meirihlutaviðræðunum. „Það var niðurstaðan sem þá lá fyrir,“ segir Ármann. „Við gátum myndað góðan meirihluta bara með Samfylkingunni, þá hefðum við verið með sjö manns í meiri- hluta, og það var mjög sérstakt að reyna það ekki fyrst.“ Ákæran kom- in á dagskrá Ákæra gegn fyrrverandi sund- laugarstarfsmanni í sundlaug- inni í Varmahlíð er komin á dag- skrá Héraðsdóms Norðurlands vestra. Þinghald í málinu er lokað þar sem um kynferðisbrot er að ræða. Það er einnig ástæða þess að nafns mannsins sé ekki getið í dagskránni eins og venjan er í flestum málum. Manninum er gefið að sök að hafa tekið myndir í búningsklefa kvenna í sundlaug- inni með falinni myndavél. Ákær- an verður þingfest í héraðsdómi 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn játað sök í málinu. Öllum sagt upp á Herjólfi Öllu starfsfólki Herjólfs, 40 manns, hefur verið sagt upp störfum vegna þess að núgild- andi samningur Eimskipa og Vegagerðarinnar um rekstur skipsins rennur út í lok apríl. Gunnlaugur Grettisson, rekstr- arstjóri Herjólfs, sagði í samtali við Eyjafréttir að einnig hefði öllum samningum við birgja og þjónustuaðila verið sagt upp. „Ríkið stefnir að því að bjóða verkefnið út á næstu vikum með það fyrir augum að nýr samn- ingur taki gildi 1. maí 2012 og gildi þar til ný ferja verður tekin í notkun árið 2015,“ sagði Gunn- laugur. Þetta setji starfsmenn í erfiða stöðu og skapi óöryggi. Dæmdir „You look cold,“ sögðu þeir við fórnarlambið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.