Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað Þ etta er heimur sem ég vona að enginn þurfi að kynnast. Þetta er það viðbjóðslegt og hræðilegt,“ segir Berglind Guðmundsdóttir, doktor í klínískri sálfræði, um heim mansals, en hún fær til meðferðar þau fórnar- lömb mansals sem þurfa á sálfræði- hjálp að halda. Erfitt að kynnast heimi mansals Berglind er verkefnastjóri áfalla- teymis bráðasviðs og geðsviðs Landspítalans (LSH) og hefur með- al annars sérhæft sig í meðferð áfallastreitu röskunar sem algengt er að fórnarlömb mansals greinist með. Berglind segir mansalsmálin vera ein þau flóknustu sem hún fær til meðferðar. „Þegar ég byrjaði í þessum mála- flokki var ég búin að vinna lengi í áfallamálum og það er fátt sem mér finnst ég ekki hafa kynnst eða séð. Hræðilegustu nauðgunar- og ofbeld- ismál og í rauninni bara allt und- ir sólinni. Svo kynntist ég þessum málaflokki og ég vissi ekki alveg hvar ég átti að setja hann. Ég vissi ekki al- veg hvernig ég átti að flokka hann í heilabúinu mínu og ég viðurkenni að ég hefði alveg verið til í að kynn- ast honum ekki. Ég hefði verið til í að vera alveg naív gagnvart þessum raunveruleika. Ég vissi af honum en núna er hann hluti af lífi mínu ein- hvern veginn.“ Þörf á lífs-endurhæfingu Berglind er með doktorsgráðu í klín- ískri sálfræði frá Bandaríkjunum, þar sem hún vann mikið með þolend- um bílslysa og annarra áfalla. Hún fór síðar að vinna meira í kynferðis- og heimilisofbeldismálum sem snúa bæði að börnum og fullorðnum, svo það má segja að hún hafi mikla reynslu þegar kemur að því að vinna með áföll. „Ég tók við sálfræðiþjónustu neyðarmóttökunnar 2006 þegar ég kom heim úr námi og er búin að vinna þar síðan. Þessar konur komu til mín upphaflega í gegnum neyð- armóttökuna og ég áttaði mig fljótt á því að þetta eru ein þau flóknustu mál sem maður fær til meðferðar því meðferðarþarfirnar eru svo víðtækar. Sumir þolendur mansals þurfa í raun og veru lífs-endurhæfingu af því það eina sem þeir þekkja er ofbeldi og hugmyndin sem þeir hafa um vænt- umþykju er mjög skekkt.“ Ekki vanar góðmennsku án skilyrða Sálfræðilegar þarfir kvennanna eru oft mjög miklar og afleiðingar man- salsins hafa haft djúpar sálfræðileg- ar afleiðingar. Þær glíma gjarnan við alvarlegt þunglyndi og áfallastreitu- röskun en einnig geta þær átt við áfengis- eða vímuefnavanda. „Þær upplifa oft ótta og óöryggi því þær hafa lært í flestum tilfellum að það þýðir ekki að treysta á neinn nema sjálfan sig. Þær vita ekki hverj- um þær eiga að treysta og öryggis- kenndin er engin. En það mætti í raun kalla það heilbrigða paranoju, því í þeirra umhverfi var mjög heil- brigt að treysta engum. Heimurinn var raunverulega þannig að ef þú snérir baki í einhvern og slakaðir á gastu lent í því að slasast alvarlega eða jafnvel deyja. Þessi heimur er mjög harður.“ Hún segir stóran hluta af með- ferðinni vera að byggja upp traust og brjóta niður veggi. „Þær eiga erfitt með að trúa því að einhver sálfræð- ingur eða félagsráðgjafi vilji hjálpa þeim án þess að vilja fá eitthvað í staðinn. Þær eru ekki vanar því að fá góðmennsku án nokkurra skilyrða.“ Erfiðar minningar Sálfræðimeðferðin er einstaklings- miðuð og segir Berglind þarfir kvennanna vera mjög misjafnar og hún fari eftir því hver saga kvennanna sé. Hversu lengi þær hafi verið beittar ofbeldi og hversu sterkan grunn þær hafi til að byggja á. Fórnarlömbin eigi það þó oft sameiginlegt að eiga langa sögu um misnotkun og félagslega erfiðleika. „Þetta er mjög fjölbreyttur hópur þolenda en mjög oft eru ein- hver barnæskuáföll, til dæmis van- ræksla, höfnun og ofbeldi, og margar þeirra koma frá brotnum heimilum eða hafa misst ástvin. Auðvitað er það ekkert alltaf þannig, en í þessum mansalsmálum sem ég hef komið að hefur áfallasagan náð alveg niður í barnæsku.“ Að vinna úr þeim áföllum sem konurnar hafa upplifað segir Berg- lind oft vera erfiða og krefjandi vinnu. Hún þurfi að gerast hægt og rólega og sé langtímaferli. „Þetta eru „survivors“ í orðsins fyllstu merk- ingu. Þær kunna að lifa af. En sum- ar eru alveg ofboðslega illa farnar og óvíst hvort þær nái sér nokkurn tímann á meðan aðrar eiga auðveld- ara með það. Oft átta þær sig heldur ekki á að þær eru þolendur mansals, þetta er bara raunveruleiki sem þær þekkja. Að stoppa og horfast í augu við aðstæður sínar getur verið gríð- arlega erfitt því þá koma minning- arnar og hörmungarnar upp á yfir- borðið og það veldur oftast miklum sársauka.“ Sérhæfð úrvinnsla Margar þeirra greinast með áfalla- streituröskun vegna þess ofbeldis sem þær hafa verið beittar og þurfa á sérhæfðum meðferðarúrræðum að halda. Margar hafa lent í hræðilegum atburðum sem þær eiga erfitt með að vinna úr. „Þær kannski kenna sjálf- um sér um, eða að minningarnar tengdar honum eru bara svo ofboðs- lega ógnvekjandi að þær ná ekki að vinna úr þeim. Þær sem hafa lent í mörgum nauðgunum, miklu líkamlegu of- beldi ofan á misnotkun í gegnum vændið eiga mjög erfitt með að vinna sig út úr því og þurfa aðstoð. Ef þær þróa síðan með sér áfallastreiturösk- un þarf yfirleitt sérhæfða úrvinnslu. En í sumum tilfellum erum við tala um einstaklinga sem með tímanum, stöðuleikanum og örygginu ná fót- festu. En í mansalsmálum er þolend- ur yfirleitt með allan pakkann.“ Enginn skyldugur til að þiggja hjálp Berglind segir að fórnarlömb man- sals ásamt þeim konum sem hafa ver- ið í vændi af öðrum ástæðum komi oft til meðferðar eftir að hafa leitað sér hjálpar á bráðamóttöku Land- spítalans. Hún segir bráðamóttökuna mjög mikilvæga til að ná til fórnar- lambanna því oft hafi konurnar lent í hræðilegum ofbeldisárásum. „Það er kannski einhver sem er að kaupa þær og sá einstaklingur ákveð- ur að berja þær til óbóta. Og þótt þær séu að selja sig er þeim líka nauðgað. Sumum finnst erfitt að ná utan um það en það eru menn sem beita þær miklu ofbeldi. Það er stór áfangi að þora að segja frá raunverulegri ástæðu áverkanna þegar þær koma á bráðadeildina, en með því að opna sig eru þær að opna á möguleikann á að fá hjálp, hjálp sem þær kannski vissu ekki að væri til. Það er líka hluti af verklagi á bráðamóttökunni að spyrja ef ein- hver kemur inn vegna áverka, sjálfs- vígstilrauna eða annars en hjálpin er alltaf háð því að þær vilji þiggja hana. Ef svo er þá er þeim gjarnan vís- að á Neyðarmóttöku vegna nauðg- ana og þar er mjög öflug þjónusta. Þar er kvensjúkdómalæknir sem sér um réttarlæknisfræðilega skoðun ef við á, sálfræðingur og þar er einnig lögmaður sem aðstoðar þær ef þær ákveða að kæra ofbeldið. Þoland- inn getur þegið alla þessa þætti eða bara einn en er alls ekki skyldugur til að þiggja neitt. Öll þessi þjónusta er þolendum gjaldfrjáls.“ Endurhæfing er fullt starf Neyðarmóttakan starfar náið með geðsviði LSH en þar er sérstakt teymi fyrir fórnarlömb og í því teymi eru geðlæknir, sálfræðingur og iðjuþjálfi. „Við á Landspítalanum vinnum mjög náið með félagsráðgjöfum í Reykja- vík sem hafa sérhæft sig í meðferð þolenda mansals. Þeir eru lykilað- ilar í allri meðferðarvinnu með þol- endum og sinna gríðarlega mikil- vægu utanumhaldi og stuðningi við þolendur. Með öðrum orðum er víð- tækt samstarf grundvöllur þess að hægt sé að veita þolendum mansals þau úrræði sem þeir þurfa.“ Úrræði á borð við Kvennaat- hvarfið og Kristínarhús, sem er nýtt úrræði fyrir þolendur mansals og vændis, er gríðarlega mikilvægt að mati Berglindar, með því sé hægt að bjóða konunum öruggt athvarf strax ef þær vilja. „Sumar konurnar þurfa bara öryggi og stöðugleika og fá að funkera í venjulegu umhverfi í svo- lítinn tíma áður en hægt er að átta sig á hvort einhver geðræn einkenni og vandamál séu til staðar sem þarf að taka á. Oft eru þetta einstakling- ar sem eiga ekkert og þurfa að koma undir sig fótunum og þurfa stuðning til þess. En vinna þeirra er endurhæfing- in. Það er fullt starf að læra að funk- era og læra að lifa með öllum minn- ingunum og öllu því sem þær hafa gengið í gegnum. Það er hluti af með- ferðarprógramminu að hjálpa þeim að ná fótfestu á ný. Þú getur komist á góðan stað og náð bata en þú verður síðan að halda áfram og takast á við lífið og tilveruna.“ Upp á líf og dauða Þrátt fyrir að vandamál fórnarlamba mansals séu oft erfið og krefjandi segir Berglind að hún sé heppin að því leyti að hún ásamt fleirum sé að hjálpa manneskjunni að byggja sig upp. „Mitt hlutverk er uppbyggingin og ég er kannski lánsöm að því leyti að ég fæ að hjálpa þeim í gegnum það ferli. En það er líka sárt þegar það gengur ekki. Það er ekki hægt að skilja hjartað frá þessum málum því n Hefði viljað komast hjá því að kynnast raunveruleika mansals fórnarlamba „Ég held að fólk átti sig ekki allt- af á að þetta eru raun- verulegar þrælabúðir. Þú hefur ekki frelsi, þú hefur ekki mannréttindi. Það er komið fram við þig eins og gólftusku og þú ert ekkert nema söluvara. miskunnarlaus veröld mansals Erfið mál Doktor Berglind Guðmundsóttir segir meðferð fórnarlamba mansals vera erfiðustu og mest krefjandi verkefni sem hún hefur fengist við. Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Mansal 4. hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.