Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Blaðsíða 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað B erglind fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún var í Öldutúns- skóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og síðar við Snyrtiskóla Íslands og lauk sveinsprófi 2003. Berglind stundaði versl- unarstörf með skóla. Hún var snyrtifræðingur á Nordica Spa á árunum 2003–2005 en hef- ur starfað við Íslandsbanka (Glitni) frá 2007. Berglind er formaður For- eldrafélags leikskólans Kórs og gjaldkeri húsfélagsins. Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Jó- hannes Guðni Jónsson, f. 5.9. 1980, viðskiptafræðingur. Dætur Berglindar og Jó- hannesar Guðna eru Þóra Silla Jóhannesdóttir, f. 11.7. 2005; Árdís Embla Jóhannesdóttir, f. 29.10. 2009. Bræður Berglindar eru Þorsteinn Ingi Kristjánsson, f. 18.6. 1966, húsasmiður, bú- settur í Hafnarfirði; Albert Víðir Kristjánsson, f. 16.8. 1968, bifvélavirki, búsettur í Noregi; Jón Dagur Kristjáns- son, f. 16.10. 1983, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Berglindar: Kristján Albertsson, f. 28.4. 1944, d. 4.10. 2002, skipstjóri, og Þóra B. Jónsdóttir, f. 6.3. 1950, myndlistar- og hand- verkskona í Reykjavík. R agna fæddist á Efra- Vatnshorni í Vestur- Húnavatnssýslu en ólst upp á Akranesi til sex ára aldurs en síð- an í Reykjavík við Laugaveginn. Hún var í Austurbæjarskólan- um og í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Þá stundaði hún nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Ragna starfaði lengi á skrif- stofu hjá rafverktakafyrirtækinu Segli og síðan hjá Félagi lög- giltra rafverktaka við Hólatorg. Hún starfaði við Alþýðubank- ann á árunum 1974–84 og síðan hjá sýslumanninum í Reykjavík á árunum 1984–2007. Ragna starfaði með Mæðra- styrksnefnd á árunum 1991– 2004. Hún var síðan einn af fimm stofnendum Fjölskyldu- hjálparinnar, árið 2005, og hef- ur starfað þar í sjálfboðastarfi síðan. Hún sat í stjórn Mæðra- styrksnefndar og var ritari hennar um árabil og hefur setið í stjórn Fjölskylduhjálparinnar frá stofnun. Þá starfaði Ragna mikið fyrir sjálfstæðisfélagið Hvöt og er í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Fjölskylda Eiginmaður Rögnu er Pálmi Ásgeir Theodórsson, f. 9.12. 1931, fyrrv. verslunarmaður. Fyrri maður Rögnu var Jó- hannes Árnason, f. 18.8. 1932, d. 18.7. 1971, vélstjóri. Sonur Rögnu og Jóhannes- ar er Sigurður Jóhannesson, f. 28.4. 1965, húsamálari, búsett- ur í Reykjavík en sonur hans er Rósant Máni. Bræður Rögnu: Jón Ingi Rósantsson, f. 20.4. 1928, d. 9.11. 1987, klæðskerameistari í Reykjavík; Rósant Hjörleifsson, f. 21.8. 1933, fyrrv. leigubifreiða- stjóri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Rögnu voru Rós- ant Jónsson, f. 4.4. 1904, d. 22.12. 1933, barnakennari og bóndi á Efra-Vatnshorni, og k.h., Þórunn María Jónsdóttir, f. 10.1. 1897, d. 17.6. 1992, húsmóðir. H jalti fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólann á Akureyri 1972, guðfræðiprófi frá guð- fræðideild Háskóla Íslands 1977, doktorsprófi í guðfræði frá Uppsalaháskóla 1983 og prófi í uppeldis- og kennslu- fræði frá sama skóla 1986. Hjalti var sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði 1977– 78, aðstoðarframkvæmda- stjóri Nordiska Ekumeniska Institutet í Sigtuna og Upp- sölum í Svíþjóð 1983–86, auk þess sem hann var á sama tíma kennari við guð- fræðideild háskólans í Upp- sölum og aðstoðarprestur í Högelid í Stokkhólmi. Þá var hann prestur fyrir Ís- lendinga, búsetta í Svíþjóð, 1985–86. Hjalti varð lektor við Kenn- araháskóla Íslands frá 1986, var þar aðstoðarrektor 1987– 90 og starfandi rektor skólans 1990–91, var dósent við Kenn- araháskólann frá 1991–92, dósent í kirkjusögu við guð- fræðideild Háskóla Íslands 1992–95 og hefur verið pró- fessor við guðfræðideildina frá 1995. Hjalti var frá 1990, ritstjóri fyrir Sögu kristni á Íslandi í 1000 ár, sem Alþingi lét semja í tilefni þúsund ára afmæl- is kristnitökunnar, og kom út árið 2000. Hann var formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju um skeið frá 1990, sat í stjórn Félags háskólakennara og formaður þess um skeið, sat í stjórn Hagþenkis um árbil, stjórn Félags fræðibókahöf- unda, hefur verið deildarfor- seti guðfræðideildar Háskóla Íslands, hefur setið í ýms- um nefndum háskólans, s.s kennslumálanefnd skólans og verið fulltrúi guðfræðideildar á Kirkjuþingi. Rit Hjalta: Bessastadasko- len et forsök til prestskola pa Island 1805–46, (doktorsrit- gerð) útg. Uppsölum 1983; Ritgerð um kristna trúarhætti í íslenskri þjóðmenningu, V. bindi, útg. í Reykjavík 1988; 1. bindi af Kristni á Íslandi. Þá hefur hann samið ýmsar rit- gerðir og greinar um íslenska kirkjusögu, um samband rík- is og kirkju, og um trú í bók- menntum, í íslensk og erlend fagrit. Auk þess hefur Hjalti verið fastur pistlahöfundur um kirkju og þjóðfélagsmál á ýmsum netmiðlum undan- farin ár. Fjölskylda Hjalti kvæntist 29.2. 1976 Ragnheiði Sverrisdóttur, f. 19.1. 1954, djákna og sviðs- stjóra Kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu. Hún er dóttir Sverris Axelssonar, vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og k.h., Ásu Þorsteinsdóttur hús- móður. Börn Hjalta og Ragnheiðar eru Hugrún R. Hjaltadóttir, f. 7.11. 1976, mannfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu en maður hennar er Guðjón Hauksson og er dóttir þeirra Hulda, f. 2008; Markús R. Hjaltason, f. 8.5. 1982, tækni- maður hjá RÚV. Systkini Hjalta: Anna Guð- rún Hugadóttir, f. 20.10. 1948, námsráðgjafi, búsett í Garða- bæ, gift Guðmundi Hall- grímssyni lyfjafræðingi og eiga þau fjögur börn; Krist- inn Hugason, f. 8.12. 1958, hrossaræktarráðunautur hjá landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytinu, búsettur í Reykjavík en kona hans er Guðlaug Hreinsdóttir og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Hjalta eru Hugi Kristinsson, f. 24.6. 1924, fyrrv. verslunarmaður á Akureyri, og Rósa Hjaltadóttir, f. 21.2. 1923, d. 12.12. 2007, húsmóðir. Ætt Hugi er sonur Kristins, b. á Strjúgsá og í Ytra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdótt- ur úr Sölvadal í Eyjafirði. Rósa er dóttir Hjalta hús- gagnasmiðs Sigurðssonar, b. á Merkigili í Eyjafirði Sig- urðssonar, b. á Sauðadalsá í Húnavatnssýslu Sigurðssonar. Móðir Sigurðar á Merkigili var Magdalena Tómasdóttir Sig- urðssonar. Móðir Hjalta var Guðrún Rósa Pálsdóttir, b. á Kjartansstöðum Pálssonar og Guðbjargar Björnsdóttur. Móðir Rósu var Anna Jónatansdóttir, b. á Litla- Hamri í Öngulsstaðahreppi Guðmundssonar, b. á Upp- sölum Jónatanssonar. Móðir Önnu var Rósa Júlíana Jóns- dóttir, b. á Kotungsstöðum Guðlaugssonar og Helgu Sig- urðardóttur. S igurbjörn fæddist í Reykjavík. Hann tók sveinspróf í blikk- smíði frá Iðnskólan- um í Reykjavík 1973, tók tamningapróf á vegum Fé- lags tamningamanna 1977 og meistarapróf í tamningum og kennarapróf með réttindum 1985 og hefur öll réttindi varð- andi dóma á íslenskum hest- um, s.s. gæðinga- og íþrótta- dómararéttindi og réttindi til að útskrifa dómara á þessu sviði. Sigurbjörn var blikksmiður hjá Nýju blikksmiðjunni 1971– 73 og hefur verið sjálfstæður atvinnurekandi við hesta- tamningar og sölu á hrossum innanlands og erlendis frá 1973. Hann hefur sinnt markaðs- málum er lúta að kynningu og sölu á íslenska hestinum og unnið á margvíslegan hátt að framgangi hans víða um heim um langt árabil. Sigurbjörn hefur kennt reiðmennsku við Hólaskóla, hefur verið einn helsti próf- kennari skólans á því sviði og unnið ötullega að uppbygg- ingu hestabrautar skólans. Hann hefur verið formaður menntanefndar Félags tamn- ingamanna og Hólaskóla. Sig- urbjörn var formaður Félags tamningamanna 1979–84 og varaformaður Hestamanna- félagsins Fáks 1983–88, auk þess sem hann hefur gegnt fjölda annarra nefnda- og trúnaðarstarfa fyrir hesta- íþróttina. Sigurbjörn hefur unn- ið á annað hundrað Íslands- meistaratitla í hestaíþróttum og fleiri slíka titla en nokk- ur annar maður. Hann hefur keppt á flestum heimsmeist- aramótum íslenska hests- ins og er fjórtánfaldur heims- meistari auk þess sem hann hefur sett fjölda Íslands- og heimsmeta í skeiðgreinum. Hann hefur fengið hæstu einkunn fyrir kynbótahross á sýningum og fyrstu verð- laun fyrir ótal hross. Sigur- björn hefur verið kosinn af Landssambandi hestamanna knapi ársins ótal sinnum og besti skeiðreiðarmaður ársins mörgum sinnum og kosinn íþróttamaður ársins af Hesta- íþróttasambandi Íslands og Landssambandi hestamanna í fjölda ára, var oft titlaður íþróttamaður hestaíþróttar- innar af hestaíþróttahreyfing- unni, var valinn íþróttamað- ur ársins 1993 af lesendum DV og ýmist í efstu sætum eða efstur á heimslista World Rank Fife. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1993 og hefur fimm sinnum verið í hópi þeirra tíu efstu sem þar koma til álita. Sigurbjörn er höfundur bókarinnar Á fákspori, útg, 1982. Hann gaf út kennslu- myndband í reiðmennsku, Tölt, 1999, gaf út kennslu- diskinn Skeið, 2001 og hefur skrifað fjölda faggreina um ís- lenska hestinn í íslensk og er- lend tímarit. Sigurbjörn var sæmdur gullmerki og kjörinn heiðurs- félagi Félags tamningamanna árið 2002 og sæmdur riddara- krossi íslensku fálkaorðunnar árið 2004. Fjölskylda Kona Sigurbjörns er Fríða Hildur Steinarsdóttir, f. 4.6. 1957, húsmóðir. Foreldrar hennar: Steinar G. Jóhanns- son, f. 23.7. 1928, nú látinn, forstjóri og vélsmiður, og Sigur björg Guðjónsdóttir, f. 2.5. 1930, forstjóri. Börn Sigurbjörns og Fríðu Hildar: Steinar, f. 27.5. 1977, reiðkennari og tamninga- maður í Bandaríkjunum en kona hans er Kristín Ósk- arsdóttir, starfsmaður við bandarískt flugfélag og er dóttir þeirra Fríða Hildur; Styrmir, f. 6.3. 1980, nemi, búsettur á Oddhóli í Rangár- vallasýslu og er dóttir hans Sigrún Heiða; Sylvía, f. 21.8. 1984, reiðkennari og tamn- ingamaður frá Hólum, búsett á Oddhóli en unnusti hennar er Árni Björn Pálsson; Sara, f. 26.10. 1991, í framhaldsnámi í hestafræði á Hólum; Sigur- björn, f. 4.11. 1993, nemi við Verkmenntaskólann á Sel- fossi. Systkini Sigurbjörns: Ágústa Hafdís, f. 2.11. 1944, húsmóðir í Reykjavík; Guð- björg Ólafía, f. 11.11. 1945, húsmóðir og matráðskona í Reykjavík; Elínborg, f. 13.5. 1948, verkakona í Reykjavík; Bárður Sigurður, f. 8.9. 1956, borgarstarfsmaður, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigurbjörns: Bárður Sigurður Bárðar- son, f. 14.7. 1918, d. 8.11. 1974, bifreiðarstjóri, og k.h., Helga Guðjónsdóttir, f. 15.5. 1920, d. 4.11. 2004, húsmóð- ir. Bárður var bílstjóri Ólafs Thors, Jóhanns Hafstein og síðast Einars Ágústssonar. Ætt Bárður var sonur Bárð- ar Sigurðssonar, togara- sjómanns hjá Kveldúlfi, og Guðbjargar Ólafíu Magnús- dóttur húsmóðir, þau bjuggu á Ísafirði og síðar í Reykjavík. Foreldrar Bárðar Sigurðs- sonar voru Sigurður Haf- liðason á Ísafirði og Salome Björg Bárðardóttir. Foreldr- ar Guðbjargar Ólafíu voru Magnús Oddgeirsson skip- stjóri og Björg Ólafsdóttir. Helga var dóttir Guð- jóns, verkamanns og mót- orista í Reykjavík Þorbergs- sonar, á Ísafirði. Móðir Guðjóns var Helga Jónsdótt- ir. Móðir Helgu var Eggerts- ína húsmóðir Eggertsdóttir, verkamanns í Reykjavík Egg- ertssonar. Móðir Eggertsínu var Elínborg Magnúsdóttir. Sigurbjörn Bárðarson Tamningameistari og knapi Berglind Ósk Kristjánsdóttir Snyrtifræðingur og bankamaður Ragna Rósantsdóttir Húsmóðir og sjálfboðaliði við Fjölskylduhjálpina Hjalti Hugason Prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands 60 ára sl. þriðjudag 30 ára á föstudag 80 ára sl. þriðjudag 60 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.