Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2012, Síða 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 3.–5. febrúar 2012 Helgarblað B erglind fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún var í Öldutúns- skóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og síðar við Snyrtiskóla Íslands og lauk sveinsprófi 2003. Berglind stundaði versl- unarstörf með skóla. Hún var snyrtifræðingur á Nordica Spa á árunum 2003–2005 en hef- ur starfað við Íslandsbanka (Glitni) frá 2007. Berglind er formaður For- eldrafélags leikskólans Kórs og gjaldkeri húsfélagsins. Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Jó- hannes Guðni Jónsson, f. 5.9. 1980, viðskiptafræðingur. Dætur Berglindar og Jó- hannesar Guðna eru Þóra Silla Jóhannesdóttir, f. 11.7. 2005; Árdís Embla Jóhannesdóttir, f. 29.10. 2009. Bræður Berglindar eru Þorsteinn Ingi Kristjánsson, f. 18.6. 1966, húsasmiður, bú- settur í Hafnarfirði; Albert Víðir Kristjánsson, f. 16.8. 1968, bifvélavirki, búsettur í Noregi; Jón Dagur Kristjáns- son, f. 16.10. 1983, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Berglindar: Kristján Albertsson, f. 28.4. 1944, d. 4.10. 2002, skipstjóri, og Þóra B. Jónsdóttir, f. 6.3. 1950, myndlistar- og hand- verkskona í Reykjavík. R agna fæddist á Efra- Vatnshorni í Vestur- Húnavatnssýslu en ólst upp á Akranesi til sex ára aldurs en síð- an í Reykjavík við Laugaveginn. Hún var í Austurbæjarskólan- um og í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Þá stundaði hún nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Ragna starfaði lengi á skrif- stofu hjá rafverktakafyrirtækinu Segli og síðan hjá Félagi lög- giltra rafverktaka við Hólatorg. Hún starfaði við Alþýðubank- ann á árunum 1974–84 og síðan hjá sýslumanninum í Reykjavík á árunum 1984–2007. Ragna starfaði með Mæðra- styrksnefnd á árunum 1991– 2004. Hún var síðan einn af fimm stofnendum Fjölskyldu- hjálparinnar, árið 2005, og hef- ur starfað þar í sjálfboðastarfi síðan. Hún sat í stjórn Mæðra- styrksnefndar og var ritari hennar um árabil og hefur setið í stjórn Fjölskylduhjálparinnar frá stofnun. Þá starfaði Ragna mikið fyrir sjálfstæðisfélagið Hvöt og er í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Fjölskylda Eiginmaður Rögnu er Pálmi Ásgeir Theodórsson, f. 9.12. 1931, fyrrv. verslunarmaður. Fyrri maður Rögnu var Jó- hannes Árnason, f. 18.8. 1932, d. 18.7. 1971, vélstjóri. Sonur Rögnu og Jóhannes- ar er Sigurður Jóhannesson, f. 28.4. 1965, húsamálari, búsett- ur í Reykjavík en sonur hans er Rósant Máni. Bræður Rögnu: Jón Ingi Rósantsson, f. 20.4. 1928, d. 9.11. 1987, klæðskerameistari í Reykjavík; Rósant Hjörleifsson, f. 21.8. 1933, fyrrv. leigubifreiða- stjóri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Rögnu voru Rós- ant Jónsson, f. 4.4. 1904, d. 22.12. 1933, barnakennari og bóndi á Efra-Vatnshorni, og k.h., Þórunn María Jónsdóttir, f. 10.1. 1897, d. 17.6. 1992, húsmóðir. H jalti fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólann á Akureyri 1972, guðfræðiprófi frá guð- fræðideild Háskóla Íslands 1977, doktorsprófi í guðfræði frá Uppsalaháskóla 1983 og prófi í uppeldis- og kennslu- fræði frá sama skóla 1986. Hjalti var sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði 1977– 78, aðstoðarframkvæmda- stjóri Nordiska Ekumeniska Institutet í Sigtuna og Upp- sölum í Svíþjóð 1983–86, auk þess sem hann var á sama tíma kennari við guð- fræðideild háskólans í Upp- sölum og aðstoðarprestur í Högelid í Stokkhólmi. Þá var hann prestur fyrir Ís- lendinga, búsetta í Svíþjóð, 1985–86. Hjalti varð lektor við Kenn- araháskóla Íslands frá 1986, var þar aðstoðarrektor 1987– 90 og starfandi rektor skólans 1990–91, var dósent við Kenn- araháskólann frá 1991–92, dósent í kirkjusögu við guð- fræðideild Háskóla Íslands 1992–95 og hefur verið pró- fessor við guðfræðideildina frá 1995. Hjalti var frá 1990, ritstjóri fyrir Sögu kristni á Íslandi í 1000 ár, sem Alþingi lét semja í tilefni þúsund ára afmæl- is kristnitökunnar, og kom út árið 2000. Hann var formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju um skeið frá 1990, sat í stjórn Félags háskólakennara og formaður þess um skeið, sat í stjórn Hagþenkis um árbil, stjórn Félags fræðibókahöf- unda, hefur verið deildarfor- seti guðfræðideildar Háskóla Íslands, hefur setið í ýms- um nefndum háskólans, s.s kennslumálanefnd skólans og verið fulltrúi guðfræðideildar á Kirkjuþingi. Rit Hjalta: Bessastadasko- len et forsök til prestskola pa Island 1805–46, (doktorsrit- gerð) útg. Uppsölum 1983; Ritgerð um kristna trúarhætti í íslenskri þjóðmenningu, V. bindi, útg. í Reykjavík 1988; 1. bindi af Kristni á Íslandi. Þá hefur hann samið ýmsar rit- gerðir og greinar um íslenska kirkjusögu, um samband rík- is og kirkju, og um trú í bók- menntum, í íslensk og erlend fagrit. Auk þess hefur Hjalti verið fastur pistlahöfundur um kirkju og þjóðfélagsmál á ýmsum netmiðlum undan- farin ár. Fjölskylda Hjalti kvæntist 29.2. 1976 Ragnheiði Sverrisdóttur, f. 19.1. 1954, djákna og sviðs- stjóra Kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu. Hún er dóttir Sverris Axelssonar, vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og k.h., Ásu Þorsteinsdóttur hús- móður. Börn Hjalta og Ragnheiðar eru Hugrún R. Hjaltadóttir, f. 7.11. 1976, mannfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu en maður hennar er Guðjón Hauksson og er dóttir þeirra Hulda, f. 2008; Markús R. Hjaltason, f. 8.5. 1982, tækni- maður hjá RÚV. Systkini Hjalta: Anna Guð- rún Hugadóttir, f. 20.10. 1948, námsráðgjafi, búsett í Garða- bæ, gift Guðmundi Hall- grímssyni lyfjafræðingi og eiga þau fjögur börn; Krist- inn Hugason, f. 8.12. 1958, hrossaræktarráðunautur hjá landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytinu, búsettur í Reykjavík en kona hans er Guðlaug Hreinsdóttir og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Hjalta eru Hugi Kristinsson, f. 24.6. 1924, fyrrv. verslunarmaður á Akureyri, og Rósa Hjaltadóttir, f. 21.2. 1923, d. 12.12. 2007, húsmóðir. Ætt Hugi er sonur Kristins, b. á Strjúgsá og í Ytra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdótt- ur úr Sölvadal í Eyjafirði. Rósa er dóttir Hjalta hús- gagnasmiðs Sigurðssonar, b. á Merkigili í Eyjafirði Sig- urðssonar, b. á Sauðadalsá í Húnavatnssýslu Sigurðssonar. Móðir Sigurðar á Merkigili var Magdalena Tómasdóttir Sig- urðssonar. Móðir Hjalta var Guðrún Rósa Pálsdóttir, b. á Kjartansstöðum Pálssonar og Guðbjargar Björnsdóttur. Móðir Rósu var Anna Jónatansdóttir, b. á Litla- Hamri í Öngulsstaðahreppi Guðmundssonar, b. á Upp- sölum Jónatanssonar. Móðir Önnu var Rósa Júlíana Jóns- dóttir, b. á Kotungsstöðum Guðlaugssonar og Helgu Sig- urðardóttur. S igurbjörn fæddist í Reykjavík. Hann tók sveinspróf í blikk- smíði frá Iðnskólan- um í Reykjavík 1973, tók tamningapróf á vegum Fé- lags tamningamanna 1977 og meistarapróf í tamningum og kennarapróf með réttindum 1985 og hefur öll réttindi varð- andi dóma á íslenskum hest- um, s.s. gæðinga- og íþrótta- dómararéttindi og réttindi til að útskrifa dómara á þessu sviði. Sigurbjörn var blikksmiður hjá Nýju blikksmiðjunni 1971– 73 og hefur verið sjálfstæður atvinnurekandi við hesta- tamningar og sölu á hrossum innanlands og erlendis frá 1973. Hann hefur sinnt markaðs- málum er lúta að kynningu og sölu á íslenska hestinum og unnið á margvíslegan hátt að framgangi hans víða um heim um langt árabil. Sigurbjörn hefur kennt reiðmennsku við Hólaskóla, hefur verið einn helsti próf- kennari skólans á því sviði og unnið ötullega að uppbygg- ingu hestabrautar skólans. Hann hefur verið formaður menntanefndar Félags tamn- ingamanna og Hólaskóla. Sig- urbjörn var formaður Félags tamningamanna 1979–84 og varaformaður Hestamanna- félagsins Fáks 1983–88, auk þess sem hann hefur gegnt fjölda annarra nefnda- og trúnaðarstarfa fyrir hesta- íþróttina. Sigurbjörn hefur unn- ið á annað hundrað Íslands- meistaratitla í hestaíþróttum og fleiri slíka titla en nokk- ur annar maður. Hann hefur keppt á flestum heimsmeist- aramótum íslenska hests- ins og er fjórtánfaldur heims- meistari auk þess sem hann hefur sett fjölda Íslands- og heimsmeta í skeiðgreinum. Hann hefur fengið hæstu einkunn fyrir kynbótahross á sýningum og fyrstu verð- laun fyrir ótal hross. Sigur- björn hefur verið kosinn af Landssambandi hestamanna knapi ársins ótal sinnum og besti skeiðreiðarmaður ársins mörgum sinnum og kosinn íþróttamaður ársins af Hesta- íþróttasambandi Íslands og Landssambandi hestamanna í fjölda ára, var oft titlaður íþróttamaður hestaíþróttar- innar af hestaíþróttahreyfing- unni, var valinn íþróttamað- ur ársins 1993 af lesendum DV og ýmist í efstu sætum eða efstur á heimslista World Rank Fife. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1993 og hefur fimm sinnum verið í hópi þeirra tíu efstu sem þar koma til álita. Sigurbjörn er höfundur bókarinnar Á fákspori, útg, 1982. Hann gaf út kennslu- myndband í reiðmennsku, Tölt, 1999, gaf út kennslu- diskinn Skeið, 2001 og hefur skrifað fjölda faggreina um ís- lenska hestinn í íslensk og er- lend tímarit. Sigurbjörn var sæmdur gullmerki og kjörinn heiðurs- félagi Félags tamningamanna árið 2002 og sæmdur riddara- krossi íslensku fálkaorðunnar árið 2004. Fjölskylda Kona Sigurbjörns er Fríða Hildur Steinarsdóttir, f. 4.6. 1957, húsmóðir. Foreldrar hennar: Steinar G. Jóhanns- son, f. 23.7. 1928, nú látinn, forstjóri og vélsmiður, og Sigur björg Guðjónsdóttir, f. 2.5. 1930, forstjóri. Börn Sigurbjörns og Fríðu Hildar: Steinar, f. 27.5. 1977, reiðkennari og tamninga- maður í Bandaríkjunum en kona hans er Kristín Ósk- arsdóttir, starfsmaður við bandarískt flugfélag og er dóttir þeirra Fríða Hildur; Styrmir, f. 6.3. 1980, nemi, búsettur á Oddhóli í Rangár- vallasýslu og er dóttir hans Sigrún Heiða; Sylvía, f. 21.8. 1984, reiðkennari og tamn- ingamaður frá Hólum, búsett á Oddhóli en unnusti hennar er Árni Björn Pálsson; Sara, f. 26.10. 1991, í framhaldsnámi í hestafræði á Hólum; Sigur- björn, f. 4.11. 1993, nemi við Verkmenntaskólann á Sel- fossi. Systkini Sigurbjörns: Ágústa Hafdís, f. 2.11. 1944, húsmóðir í Reykjavík; Guð- björg Ólafía, f. 11.11. 1945, húsmóðir og matráðskona í Reykjavík; Elínborg, f. 13.5. 1948, verkakona í Reykjavík; Bárður Sigurður, f. 8.9. 1956, borgarstarfsmaður, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Sigurbjörns: Bárður Sigurður Bárðar- son, f. 14.7. 1918, d. 8.11. 1974, bifreiðarstjóri, og k.h., Helga Guðjónsdóttir, f. 15.5. 1920, d. 4.11. 2004, húsmóð- ir. Bárður var bílstjóri Ólafs Thors, Jóhanns Hafstein og síðast Einars Ágústssonar. Ætt Bárður var sonur Bárð- ar Sigurðssonar, togara- sjómanns hjá Kveldúlfi, og Guðbjargar Ólafíu Magnús- dóttur húsmóðir, þau bjuggu á Ísafirði og síðar í Reykjavík. Foreldrar Bárðar Sigurðs- sonar voru Sigurður Haf- liðason á Ísafirði og Salome Björg Bárðardóttir. Foreldr- ar Guðbjargar Ólafíu voru Magnús Oddgeirsson skip- stjóri og Björg Ólafsdóttir. Helga var dóttir Guð- jóns, verkamanns og mót- orista í Reykjavík Þorbergs- sonar, á Ísafirði. Móðir Guðjóns var Helga Jónsdótt- ir. Móðir Helgu var Eggerts- ína húsmóðir Eggertsdóttir, verkamanns í Reykjavík Egg- ertssonar. Móðir Eggertsínu var Elínborg Magnúsdóttir. Sigurbjörn Bárðarson Tamningameistari og knapi Berglind Ósk Kristjánsdóttir Snyrtifræðingur og bankamaður Ragna Rósantsdóttir Húsmóðir og sjálfboðaliði við Fjölskylduhjálpina Hjalti Hugason Prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands 60 ára sl. þriðjudag 30 ára á föstudag 80 ára sl. þriðjudag 60 ára á laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.