Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 22
Ég kem úr mjög normal fjölskyldu, mamma, pabbi og sex börn, og fer yfir í mjög flókið fjölskyldumynstur. Maðurinn minn var ekkill með þrjá syni, ég átti eina dóttur og síðan eignumst við tvær dætur. Valshlaupið 2015 verður haldið 21. Nóvember kl: 11.00. Boðið er upp á tvær vegalengdir 3 km og 10 km. Bæði hlaupin ræst samtímis. Þetta eru sömu hlaupaleiðir og í hlaupinu í fyrri ár þar sem allmargir hafa náð sínum bestu tímum enda brautirnar mjög góðar til þess að bæta tímann sinn. Valshlaupið 2015 Allir karlar sem ná undir 38 mínútur og allar konur sem ná undir 42 mínútur í 10 km hlaupinu fá endurgreitt á marklínu 1.000 kr Skráning er á hlaup.is. Í Valsheimilinu föstudaginn 20. nóvember frá kl 17:00-19:00. og á keppnisdegi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. É g hitti Sif á kaffihúsi í vikunni og hún sýnir mér stolt fyrsta eintakið af Leitinni að Gagarín, næstum eins og móðir að sýna sitt fyrsta afkvæmi. Það er greinilegt að hún er stolt af bók- inni og ég byrja á að spyrja hvort hún hafi ekki skrifað eitthvað fyrir skúffuna áður en hún hellti sér út í að semja heila sögu. „Ég hef aldrei skrifað bók áður, en ég byrjaði í ritnefnd Viljans í Verzlunarskól- anum, fór svo í ritnefnd Verzlunarskóla- blaðsins og varð seinna pistlahöfundur fyrir Markaðinn í Fréttablaðinu. Ég tók BA-próf í enskum bókmenntum og hef alltaf verið viðloðandi einhverja bóka/ saumaklúbba þar sem við höfum bæði verið að lesa og skrifa.“ Módel með skipstjórnarréttindi Sif hefur þó engan veginn einskorðað sig við bókmenntirnar, hugur hennar stefndi á fleiri slóðir. „Ég er lærð í enskum bókmenntum, mannauðsstjórn- un og markaðsfræði, hef kennslurétt- indi fyrir grunn- og menntaskóla og hef verið stundakennari í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Er núna markaðs- og vefstjóri á Félagsvísindasviði HÍ. Ég er Hélt að konur gætu gert allt Sif Sigfúsdóttir er að senda frá sér sína fyrstu bók, unglingasöguna Leitina að Gagarín. Sagan hefur verið lengi í smíðum enda Sif önnum kafin kona, hefur alið upp sex börn, klárað háskólagráður í enskum bókmenntum, mannauðs- stjórnun og markaðsfræði og vinnur nú sem markaðs- og vef- stjóri Félagsvísindasviðs HÍ. Hún segist lengi hafa trúað því að kon- ur gætu allt sem þær ætluðu sér en lífið hafi kennt henni að það sé flóknara en svo. „Við eigum aðeins lengra í land í jafnréttismálum núna 2015 en ég hafði vonað.“ „Ég hef nú ekki siglt mikið, en aðeins samt og það er aldrei að vita nema ég nýti mér réttindin betur í fram- tíðinni þegar fer að hægjast um. Kannski fer ég bara að sigla og skrifa þegar ég verð eldri.“ Ljósmynd: Hari bara einhvern veginn þannig að ég hef áhuga á svo mörgu og hef lært svo margt, ef ég fæ áhuga á einhverju þá fer ég í það ef ég get. Ég er með skip- stjórnarréttindi, fædd í Vestmanna- eyjum og hef sennilega sjómennsku- þrána í blóðinu þannig að ég tók skipstjórnarréttindi fyrir báta allt 25 metrum í Sjómannaskólanum/Tækni- skólanum. Ég hef nú ekki siglt mikið, en aðeins samt og það er aldrei að vita nema ég nýti mér réttindin betur í framtíðinni þegar fer að hægjast um. Kannski fer ég bara að sigla og skrifa þegar ég verð eldri.“ Sif varð þekkt andlit strax 17 ára gömul þegar hún var kjörin ungfrú Norðurlönd en hún dæsir hálfmæðu- lega þegar ég impra á því. „Það var fyrir þrjátíu árum! Á þeim tíma var það að taka þátt í svona keppni eigin- lega eina leiðin til að komast í módel- bransann í útlöndum. Ég hefði aldrei ímyndað mér að árið 2015 væru slíkar keppnir enn við líði. Þarna 1985 var þetta mín leið til að komast út og ég fékk í kjölfarið samninga sem fyrir- sæta, vann í eitt ár í París, Finnlandi, Danmörku og Bandaríkjunum, en þessi bransi var ekkert fyrir mig, þótt þetta væri mjög gaman. Mér fannst þetta frekar kjánalegt allt saman.“ Jólagjöf til dætranna Aftur að skriftunum, hvernig kom það til að þú fórst að skrifa? „Ég fór á námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni heitnum rétt áður en hann dó. Þar voru tólf konur og enginn karlmaður og Þorvaldur heillaði okkur allar upp úr skónum. Við stofnuðum klúbbinn Þorvald sem er enn starfandi þar sem við ræðum skrif okkar og styðjum hver aðra. Í þeim klúbbi eru margir góðir rit- höfundar með handrit í skúffunni. Þorvaldur hvatti mig mikið og sagði mér að hafa engar áhyggjur af af- drifum bókarinnar, ég skyldi bara prenta hana út, hefta saman og gefa dætrum mínum í jólagjöf. Þá var ég búin að vera með þessa sögu hálf- unna í tölvunni mjög lengi, byrjaði á henni 2006, en ekki klárað hana. Ég tók þessu ráði Þorvaldar og kláraði Framhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.