Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 32
Ég var alltaf að
tala við rangt
fólk eða segja
eitthvað rangt
og oftar en ekki
var sparkað
hraustlega í mig
undir borðum
þegar þeim
fannst ég vera
að verða þeim
til skammar í
fínum boðum
eða ef ég ætlaði
að leyfa mér að
rökræða við fjöl-
skylduföðurinn.
T
ilefni viðtalsins er
útgáfa bókarinnar
Inni, sem er nýkomin
út og gefur gott yfirlit
um hönnun Rutar í
máli og myndum. Þegar við erum
sestar með kaffibollana kveður Rut
upp úr með það að henni finnist
reyndar skrítið að tala um hönnun
núna, það sé eiginlega hégómi.
„Í ljósi þess sem er að gerast í
heiminum er hönnun kannski ekki
það sem vestrænum manneskjum
er efst í huga núna. Auðvitað skipta
menning og listir máli, en hönnun
er extra lúxus þegar fullt af fólki er
bara að reyna að lifa af. Það hefur
verið búin til einhver glamúrí
mynd af hönnuðum sem mér finnst
dálítið skrítin. Það mætti stundum
halda við lestur fjölmiðla að starf
innanhússarkitekts snerist bara
um að væna og dæna með fræga
fólkinu og snúast í kringum það.
Starfið snýst alls ekki um það,
heldur um að veita góða þjónustu
sama fyrir hvern þú ert að vinna.
Ég hef unnið bæði fyrir svokall
aða útrásarvíkinga, en einnig fyrir
fólk sem hefur lítið milli handanna
og verkefnið er alltaf það sama, að
reyna að búa til falleg heimili eða
vinnustað þar sem fólk getur látið
sér líða vel.“
Rut segist ekki vera að sækjast
eftir því að vera hluti af einhverju
jetsetti eða vera þekkt andlit. Hún
segir þó að ýmsir virðist þekkja
nafn hennar þótt þeir þekki sig
kannski ekki í sjón og segir
skondna sögu því til undirstrik
unar. „Ég fór eitt sinn með vinkonu
minni að skoða hús í Hafnarfirði
sem hún var að hugsa um að
kaupa. Hjónin sem áttu það voru
mjög stolt af húsinu en það sem
hreif mig mest var hvað það stóð á
fallegum stað þannig að ég spurði
þau hvers vegna þau væru að fara
þaðan. Þá sögðu þau voða ánægð
með sig að þau væru nú að flytja í
Skuggann og væru búin að tala við
innanhússarkitekt, hana Rut Kára,
sem ætlaði að hanna nýju íbúðina
fyrir þau. Þetta þótti mér ótrúlega
vænt um því mér finnst miklu
meira máli skipta að verkin mín
tali heldur en að fólk þekki mig út
á götu.“
Spurð hvað hafi valdið því að hún
valdi þetta starf að ævistarfi segist
Rut hafa verið fagidjót frá fæðingu.
„Ég vildi alltaf hafa allt fínt og flott
í kringum mig, var alltaf að laga
til í herbergjum vinkvenna minna
og alltaf að reyna að stjórna því
hvernig hlutirnir væru heima.
Mamma vildi ekki hafa neina kell
ingalega vasa út í glugga, setti allt
svoleiðis upp í skáp, en ég sótti vas
ana og stillti þeim út í glugga, svo
dæmi sé tekið. Ég var líka alltaf
að teikna upp grunnmyndir og
hvernig breyta mætti skipulaginu
á heimilum nágrannanna. Ég var
alltaf svona, alveg frá því ég man
eftir mér.“
Hágrenjandi á snekkju
Rut ólst upp á Húsavík og gekk í
menntaskóla á Akureyri en hún
segist alltaf hafa látið sig dreyma
um að komast í burtu, búa í útlönd
um þar sem allt væri meira spenn
andi . Sá draumur rættist heldur
betur. „Já, ég fór í nám til Ítalíu
og heillaðist algjörlega af landi
og þjóð. Ég var í háskóla í Róm og
námið átti eftir að nýtast mér mjög
vel. Ég bjó meira eða minna á Ítalíu
í 9 ár og drakk í mig menninguna,
söguna og andrúmsloftið, en það
voru svo sannarlega tvær hliðar á
þeim draumaheimi. Ég fór fyrst í
ítölskunám í Perugia og varð þar
svona yfir mig ástfangin af strák,
sem allir kölluðu greifann. Ég
hélt að það væri bara vegna þess
hvað hann var pjattaður og alltaf
fínn í tauinu, komst ekki að því að
hann væri greifi í alvörunni fyrr en
við vorum byrjuð að vera saman.
Þetta var mjög efnuð fjölskylda
og þau voru yfir sig ánægð með
að ég skyldi vera erlend þar sem
þær ítölsku væru örugglega bara
að reyna að giftast honum til fjár.
Þau tóku það upp hjá sjálfum sér
að móta mig svo ég passaði inn í
fjölskylduna og ég hef aldrei farið
í gegnum annan eins heilaþvott á
ævinni. Það var rosalega töff verk
efni fyrir svona sveitamanneskju
eins og mig að verða fín frú og
læra að haga mér skikkanlega. Ég
var alltaf að tala við rangt fólk eða
segja eitthvað rangt og oftar en
ekki var sparkað hraustlega í mig
undir borðum þegar þeim fannst
ég vera að verða þeim til skammar
í fínum boðum eða ef ég ætlaði
að leyfa mér að rökræða við fjöl
skylduföðurinn.“
Æsku-
draumurinn
breyttist í
martröð
Rut Káradóttir er sennilega eitt þekktasta nafnið í heimi innanhúss-
arkitektúrs og innanhússhönnunar á Íslandi í dag en konuna á bak við
nafnið þekkja færri. Hún á sér þó merkilega sögu, bæði innan og utan
starfs, allt frá því að ráskast með húsmuni móður sinnar á Húsavík til þess
að búa með ítölskum greifa á Ítalíu, elta manninn sem hún vissi að hún
myndi giftast heim úr ræktinni og fá svo tækifæri til starfa við það sem
hana dreymdi um frá æsku.
Rut segir móður ítalska kærast
ans hafa verið sér mjög góða en hún
hafi um leið verið hryllilega stjórn
söm og botninum hafi verið náð
þegar móðirin vildi kaupa handa
henni hárkollu vegna þess að henni
fannst hár Rutar svo þunnt og rytju
legt. „Hún var líka endalaust að gefa
mér föt og skartgripi svo ég væri nú
almennilega til fara. Ég átti meira að
segja prótótýpuföt af tískusýningum
frá Missoni og fleiri tískuhúsum.
Fagurkerinn í mér kunni vel að meta
alla þessa fallegu hluti en aðalmálið
var auðvitað hvað ég var ofboðslega
hrifin af þessum unga greifa og mér
fannst æðislegt að fá alla drauma
mína uppfyllta á einu bretti. Ég var
náttúrulega bara svo blaut á bak
við eyrun að ég fattaði ekki að upp
fylling þessara veraldlegu drauma
skiptir engu máli ef maður á ekki
sálufélaga. Mér fannst mjög skrítið
að sitja inni í miðju nammilandi og
vera ekki ánægð, enda fékk ég oft
að heyra það frá fjölskyldunni að
ég væri hræðilega vanþakklát. Það
er náttúrulega mjög skrítið að vera
hágrenjandi um borð í einhverri
snekkju á Costa Esmeralda.“
Var í rauninni fangi
Sambandið stóð í níu ár og Rut segir
að þegar hún hugsi til baka finnist
henni þetta hafa komið fyrir ein
hverja allt aðra manneskju. Hún fór
á þessum árum í nám í innanhúss
arkitektúr í Róm þar sem hún leigði
íbúð með algjörum bóhem og lífs
kúnstner sem reykti hass daglega
og hafði ekki enn komið því í verk
32 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015