Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 58
M ikil umræða hefur verið um myglu upp á síðkastið og iðulega er hún tengd við rakaskemmdir í húsnæði og vöxt sem getur skapast í kjölfar þessa. Margir kvarta um einkenni þessu tengd og er okkur ákveðinn vandi á höndum því það getur verið afar flókið að staðfesta að um slíkt sé að ræða og eru ekki til neinir fastmót- aðir verkferlar í raun og veru. Það er stað- reynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tæki- færissinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræðum, ónæmiskerfið og hin eðlilega bakteríuflóra heldur sveppunum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hreinlega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum. Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mismunandi vanda, þeirra algengastur og sennilega best þekktur er Candida sem veldur þurrki í munni, sýkingum í og á kyn- færum, í fellingum húðar, á bleiusvæði barna og í nöglum svo dæmi séu tekin. Í alvarlegri tilvikum getur þessi sveppategund sýkt innri líffæri og komist í blóðrásina með ófyrirséðum afleiðingum. Alvarlegar sveppasýkingar sem við óttumst sérstaklega hjá þeim sem glíma við HIV sjúkdóm, krabbamein, eru líffæraþegar eða ónæmisbældir af einhverjum orsökum eru einnig vel þekktar og útheimta öfluga meðferð greinist þær hjá slíkum einstaklingum. Þeir sveppir sem eru í umhverfi okkar og í samhengi við raka geta valdið verulegum óþægindum einnig eins og við höfum fylgst með í umræðunni undanfarin ár með sveppa- sýkt húsnæði. Þar er um að ræða samspil raka, óþols, ofnæmis og svo eiturefna sem sveppirnir gefa frá sér. Einkenni geta ver- ið margvísleg, en algengast er að þau komi fram í loftvegum, slímhúð, húð og svo eru mjög mörg einkenni sem fólk tengir við þennan vanda sem erfitt getur reynst að stað- festa en geta tengst eituráhrifum. Enn aðrar tegundir sveppa sem herja á okkur mann- fólkið eru svokallaðir dermatophytar sem fyrst og fremst sýkja húðina og neglur og valda klassískum breytingum á nöglinni með þykknun og litabreytingu hennar. Það er því ljóst að sveppir eru allt í kringum okkur og við finnum mismikið fyrir þeim. Þá getur verið erfitt að eiga við vandann. Hér á landi er mjög algengt vandamál hjá einstak- lingum að glíma við naglsveppi. Tíðnin virðist meiri eftir því sem næst verður komist en víð- ast erlendis og helgast hugsanlega af samsetn- ingu vatnsins hér, mikilli sundlaugarmenningu og mögulega því að sjaldan gefast tækifæri til að ganga í opnum skóm. Undirliggjandi sjúk- dómar eins og sykursýki og útæðasjúkdómar geta ýtt undir slík vandamál. Af öllu þessu má ráða að margir glíma við sveppasýkingar, því er hægt að segja að nú þegar glíman hefur færst í auknum mæli að umhverfi okkar flækist verk- efnið að greina og meðhöndla einstaklingana. Það er því ekkert grín að vera myglaður, ef svo mætti að orði komast. Að vera myglaður PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Atopískt exem er algengasta tegundin og er algengast hjá börnum. Orsök atopísks exems er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Atopic merkir að viðkomandi er viðkvæmur fyrir ofnæmisvökum. Sýna þarf ákveðni og viljastyrk til að ná markmiðum. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty Exem og ofnæmi Unnið í samstarfi við Doktor.is. Fæðuofnæmi eru endurtekin óeðlileg viðbrögð við neyslu einnar eða fleiri fæðutegunda í eðlilegum eða minni skömmtum. Fæðuofnæmi er sjald- gæft og kemur oftast fyrir hjá börnum yngri en 3-4 ára. Algengustu ofnæmisvaldar hér á landi eru mjólk, egg, fiskur og sítrusávextir. Hvað veldur? Fæðuofnæmi er yfirleitt fyrstu gráðu ofnæmisviðbrögð við ein- hverju í fæðunni. Hvað er til ráða? Fyrst og fremst að halda ró sinni, hvorki þú né barnið þitt eruð með fæðuofnæmi fyrr en ofnæmisfræðingur hefur staðfest það. Sért þú í vafa áttu að leita læknis en ekki setja barnið á eitthvað undarlegt mataræði sem getur valdið nær- ingarskorti. Hvers konar meðferð? Ef barnið þjáist af fæðuofnæmi er það með- höndlað með mataræði, þ.e. útilokun á þeim fæðutegundum sem valda ofnæmis- viðbrögðum, ertingu með fæðuefninu sem barnið er með ofnæmi fyrir. Á hálfs árs til árs fresti er barnið skoðað til að kanna hvort það þurfi ekki lengur að vera á sérfæði. 1 Lofta út, leyfa gegnum- trekk tvisvar á dag í 10 mínútur í senn. 2 Loftræsa vel þar sem föt eru þurrkuð. 3 Ekki leyfa reykingar innan- dyra. 4 Þurrka af og þrífa heimilið reglulega (sér í lagi ef gæludýr á heimilinu). 5 Fylgjast með merkjum um raka og mygluvöxt. 6 Hreinsa myglu burt. 7 Þurrka svæði sem hafa orðið fyrir vatnsleka innan 24-48 klukkustunda til að varna mygluvexti. 8 Gera við vatnsleka. 9 Þvo lök og sængur-föt reglulega í heitu vatni (60°C eða hærra). 10 Nota ofnæmispróf-aðar rúmdýnur og koddaver. 11 Tryggja meindýra- varnir með því að loka fyrir sprungur og rifur og gera við vatnsleka, ekki láta mat- væli liggja frammi. 12 Loftræsa eldhús og rými sem í er arineldur eða kamína. 13 Tryggja að arinn eða kamína sé rétt uppsett, notað og viðhaldið. 14 Fylgja leið- beiningum framleiðanda um rétta notkun hreinsiefni. 15 Tryggja nægt ferskt loft og loftræsingu þegar málað er, gerðar endurbætur eða notaðar aðrar vörur sem að gætu losað frá sér rokgjörn lífræn efni. 16 Aldrei skal blanda saman efnavöru, s.s. hreinsiefnum, nema leiðbeiningar séu um slíkt á umbúðum. 17 Forðast að kaupa hreinsiefni og aðra efnavöru sem inniheldur mikil ilmefni, eiturefni eða rokgjörn efni. 18 Tryggja að ofnar/hitun húsnæðis sé í lagi. 18 góð ráð fyrir heilnæMt inniloft Heimild: Umhverfisstofnun Einkenni atopísks exems: n Þurr húð n Rauð húð n Kláði í húð n Rofin, þykknuð og sprungin húð n Mikill kláði , rauð, heit, þurr og flagnandi húð n Blaut, vessandi og bólgin húð n Bakteríusýking í húð Helstu orsakir atopísks exems: Atopískt exem er arfgengur sjúkdómur en ekki smitandi. Sjúkdómurinn getur versnað vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og hárum af gæludýrum og frjó- kornum og eins innri þátta eins og streitu og hormónamagni. n Arfgengir þættir n Umhverfisþættir n Hormónabreytingar n Streita n Árstíðir n Hreyfing Þegar sjúkdómurinn blossar upp getur bæst við: Fæðuofnæmi og börn Ert þú með ofnæmiskvef? Ofnæmisnefkvef er tegund nefslímubólgu og er algengasti ofnæmissjúkdómurinn í heiminum; u.þ.b. 15% íbúa iðnaðarsam- félaga hafa það. Einkenna verður fyrst vart á barnsaldri en það dregur úr þeim eftir 30-40 ára aldur. Ofnæmisnefkvef getur verið ættgengt. Þekktu einkennin: n Tárarennsli og kláði í augum. n Stíflað nef með nefrennsli. Hnerri. n Kláði í mjúka gómnum. n Hósti. Hvað er til ráða? Reynið að forðast þau efni í umhverfinu sem valda ofnæmi. Ef þú ert með ofnæmisnefkvef af völdum margra mismunandi frjókorna er nauð- synlegt að reyna að forðast þau. Mikilvægt er að hafa dyr og glugga lokaða þegar frjókorna- magnið er sem hæst. Hægt er að draga úr einkennum með lyfjum en þú losnar aldrei við ofnæmið. Sennilega hefur þetta meiri óþægindi í för með sér en beinlínis þjáningar. Helgin 20.-22. nóvember 201558
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.