Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 14
Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Bættu árangurinn! Íþróttagleraugu með og án styrkleika. V ilhjálmur ólst upp í Laugar-neshverfinu, elsti sonur Vil-hjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns og Fríðu S. Kristinsdótt- ur myndlistarkonu. Móðir hans seg- ir hann hafa verið afskaplega rólegt barn og hvers manns hugljúfi, mik- inn lestrarhest og góðan við yngri bræður sína. Fjölskyldan hafi verið samhent og mikið stundað útivist og íþróttir. Vilhjálmur hóf snemma að spila fótbolta með Þrótti og varð einn af lykilmönnum liðsins sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni 1997. „Villi var vinstri bakvörður, öflugur fótboltamaður, með ágætan leik- skilning, kröftugur og grjótharður varnarmaður. Hann gaf alltaf allt í leikinn og var með fínar spyrn- ur,“ segir þjálfari þess liðs. „Villi er „genetískur vinstri bakvörður“, grjótharður forystusauður, fylginn sér, kappsamur, skemmtilegur og rökfastur. Hann naut sín vel í því hlutverki að sjá um að hita upp fyr- ir leik og „koma mönnum í gírinn“. Sumum fannst nú reyndar kannski fullmikill kraftur og æsingur í hon- um á stundum sérstaklega þegar hann „lúðraði“ í andlitið á mönnum svona rétt fyrir leik. Þessir eigin- leikar fleyttu honum langt en hann hefði eflaust náð lengra ef hugur hans og skoðanir hefðu einskorð- ast við fótbolta. Hann hafði skoðan- ir á öllu og þurfti helst að vera alls staðar. Pólitík og lögfræði toguðu, oft skorti því að setja fótboltann í 1. sæti og samhliða er hann mikill nautnabelgur, óagaður á því sviði og því sjaldan í því keppnisformi sem fótboltinn á hæsta gæðastigi gerir kröfur til.“ Vilhjálmur fór í Verzlunarskól- ann, þótt faðir hans legði mikla áherslu á að hann færi í MR sem væri eini skólinn sem skipti máli, og þaðan lá leiðin í lagadeild HÍ. Hann lét til sín taka í stúdentapóli- tíkinni, var formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu og ætlaði sér stóra hluti í pólitík. Í prófkjöri Samfylk- ingarinnar 1999 lenti hann í 10. sæti á lista í Reykjavík og var að sögn sampólitíkusa ekki par ánægður með það. „Ég man eftir honum hálf- grátandi á kosninganótt,“ segir einn þeirra. „Hann er ekki maður sem sættir sig við að ná ekki árangri.“ Pólitískum ferli Vilhjálms lauk þeg- ar upp komst að hann hafði tekið heilu kaflana upp úr grein eftir ann- an mann í lokaritgerð sinni við laga- deildina án þess að geta heimilda. „Það kom mér á óvart,“ segir fyrr- Grjótharður forystusauður og óagaður nautnabelgur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður er án vafa einn umdeildasti maður landsins þessa dagana eftir framgöngu sína í Hlíða- málinu svokallaða. Femínistar kalla hann hinn ónefnanlega og kommentakerfin loga af svívirðingum um hann. Þeir sem næstir honum standa kannast þó ekki við það skrímsli sem þar er málað upp. Segja hann vissulega harðan og fylginn sér, á köflum óag- aðan, en skemmtilegan og traustan félaga í sinn hóp. arið 2007 varð Vilhjálmur meðeig- andi á Lögfræðistofu Reykjavíkur og sinnti þar lögmannsstörfum til vorsins 2013. Þann 1. júní 2013 opnaði Vilhjálmur eigin lögmanns- stofu. Sem lögmaður hefur Vil- hjálmur verið mjög áberandi enda með eindæmum yfirlýsingaglaður verjandi sem gjarna hefur tekið að sér að verja menn sem samfélagið hefur ekki samúð með. „Lögmenn flestir dást að þessari elju Villa að nenna að taka þennan slag í fjöl- miðlum og hljóta að launum for- dæmingu almennings,“ segir koll- ega úr lögfræðingastétt. „Villi er mjög fær lögmaður, nagli í sínu starfi sem gengur mjög langt í því að verja hagsmuni sinna skjólstæð- inga. Sama fólk og fordæmir hann fyrir framgöngu hans myndi flest vilja geta leitað til hans ef það eða einhver því nákominn lenti í því að vera borið þungum sökum.“ „Vilhjálmur er óhræddur við að skera sig úr,“ segir annar lögfræð- ingur og gamall vinur. „Honum finnst ágætt að vera miðpunktur athyglinnar og ekkert verra að vera umdeildur. Einu sinni sagði hann mér að afburðamenn væru aldrei þeim kostum gæddir að vera elsk- aðir af öllum – á þeim væru skiptar skoðanir. Og ég held að það sé rétt hjá honum. Undantekningalaust kemur Vilhjálmur þeim á óvart sem myndað hafa sér skoðun á honum en kynnast honum síðar. Á bak við hrjúft og stundum dálítið hrokafullt yfirbragðið leynist nefnilega sann- kallað gæðablóð sem vill öllum vel. Svo er hann bara veggtraustur vinur vina sinna og skemmtilegur. Hins vegar heldur hann með vit- lausu liði í enska boltanum og þarf að taka til í fataskápnum; hálfgerðir larfar sem drengurinn klæðist.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Vilhjálmur hans Vilhjálmsson Fæddur í Reykjavík 20. október 1971. Foreldrar: Fríða S. Kristinsdóttir mynd- listarmaður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður Bræður: Finnur Þór, fæddur 1979 Ingi Freyr, fæddur 1980 Sonur: Vilhjálmur Hans, fæddur 2010, móðir Anna Lilja Johansen Nám: Langholtsskóli, Verzlunar- skóli Íslands, Lagadeild Há- skóla Íslands Ferill: Vann sem löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Blönduósi og sem fulltrúi á LOGOS Lögmanns- þjónustu, Landslögum og Lögfræðistofu Reykja- víkur. Sumarið 2007 varð Vilhjálm- ur meðeigandi á Lög- fræðistofu Reykjavíkur og sinnti þar lögmanns- törfum til vorsins 2013. Þann 1. júní 2013 opnaði Vil- hjálmur eigin lögmanns- stofu. Pólitískur ferill: Var formaður Stúdentaráðs fyrir Röskvu 1996-1997 Var í framboði fyrir Sam- fylkinguna í kosningum 1999, í 10. sæti á lista í Reykjavík. nefndur samstarfsmaður úr pólitík- inni. „Ég vissi að hann var kannski kappsamur um orð en sá maður sem ég þekkti hafði aldrei virkað óheiðarlegur.“ Málið var leyst með því að Vilhjálmur fékk að skila inn nýrri ritgerð og útskrifast, mörgum til mikillar hneykslunar. Vilhjálmur fékk réttindi til þess að starfa sem héraðsdómslögmað- ur árið 2005 og sem hæstaréttar- lögmaður árið 2010. Vann sem lög- lærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Blönduósi og sem fulltrúi á LOGOS Lögmannsþjónustu, Landslögum og Lögfræðistofu Reykjavíkur. Sum- 14 nærmynd Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.