Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 76
Gefðu íslenska tónlist í jólagjöf www.recordrecords.is Fáanlegar á CD og LP í öllum betri plötubúðum Of Monsters and Men Beneath The Skin Júníus Meyvant EP Agent Fresco Destrier Bókin Öll mín bestu ár kom út á dögunum og hefur hún að geyma ljósmyndir og frásagnir úr skemmtanalífi Íslendinga á árunum 1966 til 1979. Það var fyrrum blaðamaðurinn Stefán Halldórsson sem tók saman ásamt myndum úr safni Kristins Benediktssonar sem var iðinn ljósmyndari á þessum árum. Þeir byrjuðu að vinna að þessari bók saman en eftir andlát Kristins árið 2012 hélt Stefán áfram að vinna sig í gegnum ljósmynda- safn hans. Gefur góða mynd af tíðarandanum K veikjan að þessari bók er sú að árið 2010 kom út ljós-myndabók eftir Sigurgeir Sigmundsson sem heitir Popp- korn. Hann fékk lánaðar myndir frá Kristni heitnum fyrir þá bók,“ segir Stefán Halldórsson sem skrif- ar texta bókarinnar. „Þetta varð Kristni kveikjan að því hann langaði sjálfan að gefa út bók með þessum svokölluðu popp- myndum. Munurinn á þessum tveimur ljósmyndurum er sá að Sigurgeir var meiri uppstillingar- ljósmyndari, á meðan Kristinn var vettvangsljósmyndari á lifandi við- burðum. Kristinn sá að hans bók myndi sýna aðra hlið á þessum tíma en bók Sigurgeirs. Kristinn var á þessum tíma í krabbameinsmeðferð og við vorum gamlir kunningjar. Við hittumst og ákváðum að vinda okkur í verkið,“ segir Stefán Hall- dórsson. „Við komumst nú ekki af stað fyrr en um haustið 2011 og þá lögðum við línurnar um hvaða myndir ættu að vera í bókinni og Kristinn hófst handa við að skanna þessar filmur sínar.“ Árið 2012 lést Kristinn eftir langa baráttu við krabbamein, aðeins 63 ára að aldri. Stefán tók við safni hans og hélt áfram að skanna filmur úr fórum Kristins. „Ég fór í gegnum safnið í samstarfi við dóttur Krist- ins og afraksturinn má finna í þess- ari bók,“ segir hann. „Ég var að skrifa um popptónlist í Morgunblaðinu á þessum árum og þegar ég þurfti á ljósmyndara að halda, sem var nú yfirleitt á kvöldin, þá var Kristinn alltaf til í tuskið sem ungur maður. Hann var líka alltaf með vélina tiltæka svo hann tók mikinn fjölda ljósmynda á öllum sviðum. Hann var í eðli sínu frásagnarmaður og fyrir vikið þá er bókin þannig upp sett að í stað þess að hafa fáar stórar myndir þá höfð- um við fleiri í mörgum stærðum,“ segir Stefán. „Fyrir vikið gefur bók- in fjölbreyttari mynd af tíðarandan- um sem var í gangi á þessum tíma. Yfirleitt var aldrei pláss í blöðun- um nema fyrir tvær til þrjár myndir. Kristinn tók þó alltaf mun meira og var alltaf að leita að góðum augna- blikum. Ég skrifa textann í bókinni og reyndi að nota sem mest af þeim texta sem ég hafði skrifað í Morg- unblaðinu á sínum tíma, sem pass- aði við ljósmyndirnar. Þetta er því sameiginleg upplifun okkar á hverj- um stað,“ segir hann. „Í bókinni eru rúmlega 1000 ljósmyndir sem er í rauninni bara tíund af myndunum í safni Kristins,“ segir hann. „Ég skannaði á milli tólf og fjórtán þús- und myndir í safninu. Auðvitað eru margar myndir af sama hlutnum og slíkt, en safnið er gríðarlegt. Ein hugmynd er að koma þessum hugverkum á vefinn en auðvitað er mikil vinna sem fylgir slíkri fram- kvæmd. Það má segja að bókin sé nokkurskonar vörulisti. Það er mik- ill fjöldi mynda af þeim viðburðum sem eru sýndir í bókinni og þetta verkefni gæti átt ágætis framhalds- líf ef manni sýnist svo,“ segir Stefán Halldórsson. Hægt er að panta bókina á síð- unni www.ollminbestuar.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hjónin Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir prýða forsíðu bókarinnar. Árni Johnsen, með hrafn á öxlinni, í Húsafelli árið 1970 Keppendur í fegurðarsamkeppni Íslands árið 1971 1915 til 2015 í Norræna húsinu Fimmtán til fimmtán er yfirskrift tón- leika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 22. nóvember klukkan 15:15. Flytjendur á tónleikunum eru Sigurður Halldórsson sem leikur á selló og Liwen Huang sem leikur á píanó. Árið 1915 var gjöfult ár í tónlistar- sögunni. Sérstaklega voru mörg verk samin sem mörkuðu tímamót á sviði einleiks- og kammertónlistar fyrir selló. Það ár samdi Kodály einleikssónötuna fyrir selló. Sónatan var fyrsta verkið fyrir einleiksselló í næstum 200 ár sem öðlaðist sess á tónleikaefnisskrám og jafnframt upphafið að ríkulegum arfi tuttugustu aldar tónlistar fyrir selló með allri þeirri þróun á ýmis konar óhefð- bundinni tækni og sífellt nýrri nálgun við hljóðfærið sem er þó í eðli sínu fundið upp og hannað á barokktímanum. Sama ár skrifaði Debussy sónötu fyrir selló og píanó. Verkið var gríðarlega framsækið, og er ekkert svo langt síðan það var flokkað með nútímatónlist víðast hvar í tónlistarháskólum. Það má kannski segja að með þessum tón- leikum sé gerð tilraun til að skila þessum verkum endanlega úr þeim flokki yfir í „períódu“ flokkinn. Auk fyrrnefndra verka verður frum- flutt á tónleikunum verkið Tatsachen eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Hún stundar nám í tónsmíðum við Listahá- skólann hjá Hróðmari I Sigurbjörnssyni og mun útskrifast með BA gráðu næsta vor. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir þessa tónleika þannig að efnisskráin hafi að geyma ferskt innlegg úr samtím- anum. -hf  TónleiKar 15–15 76 menning Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.