Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 30
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 TILBOÐ Á TUNGUSÓFUM Basel Torino HavanaRoma Kansas Rín SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIRÐIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI hann í fyrsta sinn að fá efasemdir um rútínuna sem var farin að stjórna lífi hans. „Ég vissi í raun alltaf inn við beinið að ég væri alkóhólisti en þarna áttaði ég mig í fyrsta sinn á því að þetta var farið að hafa allt of mikil áhrif á líf mitt. En ég var ekki kominn í neinar skuldir á þessum tíma svo ég náði að halda áfram á þessari braut. Alveg þangað til pabbi dó úr krabbameini árið 2010. Ég skildi við sambýliskonu mína árið 2008 og hafði búið hjá pabba síðan. Ég var einkasonur hans, við vorum bestu vinir og mjög nánir. Ég meik- aði þetta engan veginn og það bara brast eitthvað. Það var eins og það hefði verið losað um einhverja stíflu. Ég hafði verið edrú í nokkurn tíma áður en pabbi dó til að vera til staðar fyrir hann en um leið og ég vissi að hann væri að fara byrjaði ég að nota aftur. Ég höndlaði engar tilfinningar því ég var í raun eitt stórt sár sem hafði aldrei náð að gróa,“ segir Sigurþór sem á innan við sex mánuðum missti allt. „Ég missti vinnuna, íbúðina, fjölskyld- una og allt sem ég hafði erft frá pabba. Ég gaf algjört fokk í lífið og á engum tíma var ég kominn á göt- una. Það fór allt á einu bretti og mér var drullusama, gat bara dópað og glæpað eins og ég vildi.“ Ellefu meðferðir á þremur árum Sigurþór fór í ellefu meðferðir á næstu þremur árum. Hann fékk þess á milli að gista hjá móður sinni eða vinum en segist hafa sofið mest lítið. Sumarið 2013 bjó hann á göt- unni, skuldaði margar milljónir í yf- irdrátt og enginn úr fjölskyldunni vildi sjá hann. „Skiljanlega vildi enginn neitt með mig hafa og mér var alveg sama. Þetta er alkóhól- ismi í sinni verstu mynd. Ég man Golfferill SiGurþórS 1996 Íslandsmeistari unglingasveitar Keilis 1998 Íslandsmeistari unglinga 2000 Íslandsmeistari með sveit Keilis 2007 Þátttökuréttur á Nordic Tour 2007-2010 Landsliðsmaður 2010 Sigrar í móti í Eimskipsmóta- röðinni 2015 Topp 10 á Eim- skipsmótaröð, eftir þriggja ára fjarveru. að þann 5. ágúst árið 2013 sat ég í 10-11 í Lágmúlanum með fullan vasa af kóki í vasanum sem ég hafði fengið eftir ömurlegum leiðum. Ég hafði í engin hús að vernda en seldi starfsmanni í búðinni kók sem svo bauð mér í heimsókn þar sem ég steindrapst. Þegar ég svo vaknaði þá fann ég algjöra uppgjöf. Það var svo mikill þungi yfir mér að ég fann að annaðhvort hætti ég þessu eða tæki mitt eigið líf.“ Stuttu síðar fékk Sigurþór pláss í Hlaðgerðarkoti og sárin fóru í fyrsta sinn að gróa. „Ég man þeg- ar mamma hringdi í mig grátandi af gleði til að tilkynna mér að ég hefði fengið pláss. Og í fyrsta sinn fannst mér það frábært. Ég vildi bara borða og sofa og fá hjálp en endaði á því að vera þar í hálft ár. Það var mér í rauninni til happs að ég hafði ekki í nein önnur hús að vernda því þegar ég efaðist og langaði út þá vissi ég að ég hefði engan stað til að fara á. Svo fór ég bara smátt og smátt að takast á við sorgina og fortíðina. Og í fyrsta sinn fann ég að þetta var að virka, mig langaði í bata. Eftir þessa sex mánuði fór ég svo á áfangaheimili í 9 mánuði þannig að ég var í með- ferð í 15 mánuði.“ Batinn kemur ekki á silfurfati Í dag segist Sigurþór vera í góðu jafnvægi. Hann hefur búið sér heimili og fundið ástina auk þess að vera í góðri vinnu. Hann segir bata- ferlinu þó hvergi vera lokið. „Bat- inn kemur ekkert á silfurfati. Sam- bandið við félagana og fjölskylduna er ekkert komið í lag. Mamma mín er algjörlega yndisleg og hún á ynd- islegan mann í dag og þau styðja vel við bakið á mér. Systir mín er eins og klettur og ég á raunverulega vini, bæði nýja og gamla, sem eru til staðar, en eðlilega slá sumir ennþá varnagla við mér og sumstaðar á ég ekki afturkvæmt. Þetta er enginn dans á rósum og það koma upp mál sem rífa í sárin. Í fyrra fékk ég símtal úr fortíðinni frá manni sem var að reyna að kúga af mér fé byggt á einhverjum lygum. Það var erfitt því ég þurfti að hitta mína gömlu vini úr fortíðinni. Þetta er svo ljótur heimur, þessir undir- heimar og þetta líf sem snýst um að redda sér. Þetta er viðbjóður og ég verð ævinlega þakklátur Sam- hjálp sem hjálpaði mér að komast úr þessu líferni og ekki síður við að koma undir mig fótunum eftir með- ferðina. Þar fékk ég líka hjálp við að koma fjármálunum á hreint og í dag skulda ég ekkert, sem er ótrúlegt frelsi. Ég byrjaði svo aftur að spila golf í fyrravor og er kominn aftur í núll í forgjöf og topp tíu á Íslandi. Golfið hefur alltaf verið líflínan mín og ég hlakka til að bæta mig enn frekar þar. Ég veit ekki hvar ég væri án þess og allra minna góðu vina.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 30 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.