Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 36

Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 36
B ókin Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum kom út á dögunum. Höfundur hennar er Steingrímur Sigurgeirs- son, en hann er margreyndur höf- undur bóka og greina um vín og vínmenningu. Bókin er í sama stíl og anda bókin Bjór, sem Crymogea sendi frá sér í fyrra og naut mikilla vinsælda. Ein meginprýði þessara bóka er að sérhverri tegund af veigum er lýst með teikningu og þetta vakti strax mikla lukku þegar Bjórbókin kom út. Það var Rán Flygenring sem teiknaði allar myndir í Bjórinn og aftur er hún á ferð í Vínbókinni. Nú fær hún með sér í lið tvo snill- inga úr landsliði íslenskra teiknara, þær Lóu Hjálmtýsdóttur og mynd- listarkonuna Siggu Björgu. Hver teiknari er með sinn stíl en til að tryggja að samræmi sé í bókinni var lagt upp með ákveðið svipmót sem allir þrír teiknararnir fylgdu. Klæjar í tunguna að smakka smjörað Chardonnay Rán Flygenring hefur á undan- förnum árum skapað sér nafn fyrir húmorískan stíl og mikinn dugnað í teikningum fyrir bækur og fyrirtæki, en líka sem Hirðteikn- ari Reykjavíkur og Hirðteiknari Íslands. Rán er sjálf mikið fyrir vín og lifði sig inn í hvernig túlka mætti karakter og einkenni ólíkra víntegunda. Í túlkun hennar á suðurafríska víninu Kanonkop Pinotage breytir hún til að mynda heimsálfunni Afríku í þrúguklasa, en neðst er sjálft vínið í Suður-Afr- íku. Einkenni pinotage þrúgunnar eru að hún var í raun búin til í til- raunastofu af suðurafrískum vín- fræðingi á fyrri hluta 20. aldar. Hún er því algerlega afrísk, er einkenn- isþrúga suðurafrískra vína og gefur þeim sinn sérstæða karakter. Hvert er þitt uppáhaldsvín? „Uppáhaldsvínin mín eru ítölsk rauðvín, ég drekk þau öll og aldrei neitt annað (nema í þau fáu skipti sem í harðbakkann slær). Prinsipp- mál, einstrengingsleg vanafesta eða bara smekkur, líklega er ástæð- an blanda af þessu öllu. Ég kýs rauðvín á sömu nótum og espressó; ekki súran og nýbylgjulegan heldur djúpan, þungan gamaldags mið- jarðarhafsvelling. Gjarnan Barolo, Barbaresco, Amarone en ég er líka alveg kát með eitthvað kasjúal chi- anti-húsvín. Í uppáhaldi eru vínin frá Banfi kastalanum; Cum Laude, Brunello di Montalcino og La Lus meðal annarra. Já og svo er ég á sumardögum forfallinn prosecco- aðdáandi.“ Ef þú mættir velja þér hvaða vín sem er til að smakka – hvað yrði fyrir valinu? „Augljóslega langar mig hrikalega að smakka sjálfan Château Pétrus á bls. 163 í Vínbókinni. Það er reyndar franskt, svo ég svík smá lit þar. Svo verð ég að viðurkenna að mig langar að smakka þetta við- bjóðslega smjöraða og karamell- aða kaliforníska Chardonnay sem gerði næstum út af við chardonnay- bransann þarna í Napadal – lýsing- in í bókinni er svo grafísk að mann klæjar alveg í tunguna.“ Þetta vín teiknar sig ekki sjálft Þrír af okkar fremstu teiknurum tóku höndum saman við að myndskreyta Bókina Vín – Umhverfis jörðina á 110 flöskum sem kom út fyrir skemmstu. Þær Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa Hjálmtýsdóttir skila af sér frábæru verki og ramma inn huggulega sófaborðsbók. Við kynntum okkur myndir þeirra og spurðum hvaða vín þær drekka sjálfar. mt. Teiknararnir hittust á Holtinu á dögunum og skáluðu fyrir góðu verki. Frá vinstri eru þær Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa Hjálmtýsdóttir. Ljós- mynd/Hari Gamli góði Mateusinn Lóu Hjálmtýsdóttur þarf ekki að kynna fyrir lesendum Frétta- tímans. Hún hefur glatt landann árum saman með meinfyndum skopteikningum og bókum svo sem Lóabóratóríum en auðvitað er hún líka meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast. Lóa skapar litlar sögur í kringum öll vínin sem leiða þann sem skoðar teikningarnar inn í smáatriði í sögu vínanna og geta verið mjög fyndnar. Túlkun hennar á portúgalska rósavíninu Mateus er í þeim anda. Mateus var um tíma eitt vinsælasta vín heims. Allir drukku rósavín úr belgmiklum flöskunum, jafnt alþýðufólk sem konungbornir. Þetta er eitt af ein- kennisvínum síðhippatímans og flöskurnar vinsælar sem kerta- stjakar. Lóa drekkur ekki og sleppur því við að svara spurningum um eftir- lætis vín sín. Horfi alltof mikið á verðmiðann í ríkinu Sigga Björg er í fremstu röð mynd- listarmanna samtímans. Segja má að hún hafi hætt sér út á nýjar slóð- ir með því að teikna vínkaraktera, því alla jafna skapar hún sinn eigin heim, sem hefur skýr höfundarein- kenni og mátti til að mynda sjá ný- verið á sýningu hennar í Listasafni ASÍ. Hún notar sinn eigin stíl úr myndlistarverkum sínum en býr til myndir sem draga fram einkenni vínanna, býr til einskonar persónur fyrir hvert vín. Hún teiknar því eðalvínið Brunello di Montalcino frá framleiðandanum Biondi-Santi með því að sýna eðli vínsins sem búið er til úr brunello þrúgunni einni og eingöngu og eru því alltaf hrein afurð frá þessum unaðsbletti í Toskana á Ítalíu en framleiðand- inn, Franco, stendur og reykir pípu. Hvert er þitt uppáhaldsvín? „Ég er ein af þessum sorglegu ver- um sem horfir alltof mikið á verð- miðann í ríkinu ... gekk svo langt að kaupa einu sinni „Don Opas“ á 990 krónur og reyndi að sannfæra heilt matarboð um að þetta væri fínasta vín, ég sé það núna að þetta var mjög vandræðalegt. En annars kaupi ég oftast Montechillo því mér finnst miðinn svo flottur, rautt og gyllt er svo grand og klassískt, eins og hógvær Drakúla greifi í sparifötum og vínið er bara fínt.“ Ef þú mættir velja þér hvaða vín sem er til að smakka – hvað yrði fyrir valinu? „Ef verð væri ekki fyrirstaða þá myndi ég fara í ríkið og velja öll vínin með flottustu miðunum. Miðinn skiptir öllu máli þegar kemur að því að kaupa vín. Smart og artí miðar virka ekki á mig, frekar stílhreinir, klassískir og grand miðar. Montechillo með svarta miðanum er eitthvað sem ég á eftir að prófa.“ Teiknararnir hittust á Holtinu á dögunum og skáluðu fyrir góðu verki. Frá vinstri eru þær Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa Hjálmtýsdóttir. Ljósmynd/Hari Brunello di Montalcino eftir Siggu Björg. Kanonkop Pinotage eftir Rán Flygenring. Mateus eftir Lóu Hlín. 36 bækur Helgin 20.-22. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.