Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 10
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 43 14 1 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. M atseðlar grunnskóla Reykjavíkur byggja á ráðleggingum embættis landlæknis og eru gefnir út á þeim grunni. Helga Sigurðardóttir, gæðastjóri mötuneytismála hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir alla matseðla vera skráða í gegnum gagnagrunn og að þeir séu að lágmarki 500 hitaeiningar. Gæða- stjóri fari reglulega yfir matseðlana og komi með ábendingar megi eitthvað betur fara. „Það er boðið upp á fiskmáltíð tvisvar í viku og ávextir og grænmeti er með öllum réttum,“ segir Helga. „Á sex vikna tímabili er ekki boðið upp á sama rétt oftar en einu sinni á matseðli en undan- tekning er grjónagrautur og soðinn fiskur sem er stundum tvisvar á sex vikna tímabili. Á þessum sex vikum er boðið upp á feitan fisk að minnsta kosti einu sinni, kjúklingarétt einu sinni og græn- metisrétt einu sinni. Lögð er áhersla á að bjóða upp á heilkornabrauð og í sumum skólum eru salat- barir þar sem nemendur velja sitt grænmeti sjálfir en það hefur sýnt sig að í þeim tilvikum er meira borðað af fersku grænmeti og minna hent af mat.“ Unnar kjötvörur fjórum sinnum á ári Helga segir unnar kjötvörur, þ.e. eru kjötvörur sem eru reyktar, saltaðar eða rotvarðar með nítr- ati, ekki vera á matseðli oftar en fjórum sinnum á skólaári sem aðalréttur og þá í tengslum við ís- lenskar matarhefðir, s.s. fyrir jól, t.d. hamborgar- hryggur, saltkjöt í tengslum við sprengidag og grillaðar pylsur á vorin. Spurð út í innkaupastefnu segir Helga mikla áherslu lagða á gæði hráefnis, fæðuöryggi, hagræði við vöruinnkaup og umhverf- issjónarmið. „Mötuneyti grunnskólanna í Reykja- víkurborg fylgja lögum um opinber innkaup og hefur borgin gert rammasamninga við 42 matvæ- labirgja. Samræmd innkaup á kjöti og fiski til Venjulegur heimilismatur er vinsælastur Allir nemendur í grunnskólum höfuðborgar- svæðisins hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Gæðastjóri mötuneytismála hjá borginni segir vel vera fylgst með því að máltíðin fari ekki undir 500 hitaeiningar en hún þarf að vera að lágmarki 400 hitaeiningar samkvæmt viðmiði landlæknis. Framkvæmdastjóri Skólamatar, fyrirtækis sem sér um að þjónusta mat í 30 grunn- skóla á suðvesturhorni landsins, segir ferskt og íslenskt hráefni alltaf vera í forgangi. Kakósúpa sé farin af matseðli, bjúgu séu á leiðinni út en íslenskur heimilismatur sé alltaf vinsælastur. Mataráskrift kostar mis- mikið eftir sveitarfélögum. Dýrast er að borða í Garðabæ en ódýrast í Reykjavík. ReyKjAvíK 340 KR. MoSFellSbæR 355 KR. SeltjARnARneS 428 KR. KópAvoGuR 420 KR. HAFnARFjöRðuR 427 KR. GARðAbæR 450 KR. skólamötuneyta eru í fjórum af sex hverfum borgarinnar og er stefnt að því að svo verði í þeim öllum og fyrir fleiri vöruflokka.“ Helga segir verktaka sjá um að þjónusta þrjá grunnskóla í borginni; Hamraskóla, Vesturbæjarskóla og Háteigsskóla, þar sem erfitt reyndist að ráða fagmenntaða starfs- menn í tvo þeirra og í þriðja skólanum sé verið að smíða viðbyggingu og eldhúsið því óstarfhæft á meðan. Verktakinn sem sér um skólana þrjá er Skólamatur en það fyrirtæki sér alls um þrjátíu grunnskóla á suðvestur- horni landsins, þar á meðal skóla í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Skortur á íslensku nautahakki Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að þegar komi að skipulagi matseðla og að hráefniskaupum sé farið eftir ráðlegging- um landlæknisembættisins þar sem miðað er við að hafa matinn sem hollastan og ferskan. „Við semjum matseðlana innanhúss og svo hittumst við mánaðarlega þar sem saman koma matreiðslumeistarar, næringarfræðing- ur, matráðar, þeir sem sjá um innkaup og svo þeir sem eru í beinu sambandi við foreldra.“ Jón segir aðalréttina koma óeldaða í skólana þar sem lokaeldun fari fram. „Graut- ar, súpur og sósur eru hinsvegar eldaðar að morgni í miðlægu eldhúsi og sent heitt í skólann. Það sem er á meðlætisbarnum, grænmeti og ávextir, er allt skorið niður í skólanum.“ Jón segir stefnuna vera að nota sem mest íslenskt hráefni, fiskurinn sé alltaf íslenskur og oftast kjötið. „Við höfum aðeins verið í vandræðum með að fá íslenskt nautahakk og notum því stundum erlent, en það er eina erlenda kjötið.“ Pítsa og kakósúpa tekin af matseðli Jón segir Skólamat vera í mjög góðu sam- bandi við sína birgja og hægt og rólega sé verið að taka unnar kjötvörur af matseðl- inum. „Það hefur komið gagnrýni á reyktar og unnar kjötvörur og nítritsalt og höfum við að mestu tekið það af matseðlinum. Reyndar bjóðum við ennþá upp á bjúgu en mér heyrist að það sé á útleið, því ég skynja að sumir for- eldrar eru ekki hrifnir af því, þó nemendum líki þau yfirleitt mjög vel. Kakósúpan hefur verið fjarlægð af matseðli og pítsan var líka tekin af matseðli, nema í undantekningartil- vikum þar sem skólarnir óska sjálfir eftir því. Það hefur rosalega margt gerst í okkar gæða- stýringu undanfarin 3 ár og það er mikið til vegna athugasemda foreldra og nemenda. Við erum alltaf að bæta okkur.“ Og hvað er vinsælast hjá krökkunum? „Venjulegur heimilismatur er alltaf vinsælast- ur, sérstaklega plokkfiskur, fiskibollur, hakk og spagettí og lasagna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is plokkfiskur, fiskibollur, hakk og spagettí og lasagna eru vinsælustu réttirnir í grunnskólum höfuðborgarinnar. Ljósmynd/Hari Verð á skólaMáltíð 32,4% hærra verð í Garðabæ en ódýrustu máltíðinni í Reykjavík eða 110 kr. Fyrirtækið Skólamatur ehf. sér um skólamáltíðir fyrir þrjátíu grunnskóla á suðvesturhorninu, þar á meðal skóla í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykja- vík. Skólamatur gerir þjónustu- samninga við sveitarfélögin sem niðurgreiða máltíðir til nemenda mismikið og er verðið því mis- jafnt eftir sveitarfélögum. Hádegismatur í Hlíðaskóla þriðju- daginn 10. nóvember; Kjúklingur, kartöflur og sósa. Fréttatíminn fékk Ragnheiði júníus- dóttur, aðjúnkt í heimilisfræði við Hí til að meta matar- diskinn. „orka í máltíð sem þessari sem samanstendur af ofnsteiktum kjúklingi, brúnni sósu, kartöflum, grænmeti og ávöxtum er er á bilinu 500-600 hitaeiningar. Þegar maturinn er borinn fram er gott hafa „diskamódelið“ frá landlækni í huga. Diskinum er þá skipt í þrjá álíka stóra hluta fyrir prótein, kolvetni og grænmeti og ávexti. einnig þarf máltíðin að vera litrík og aðlaðandi. Máltíðin hér lítur girnilega út og uppfyllir þær leiðbeiningar sem koma fram í Handbók fyrir skólamötuneyti.“ 10 samfélagið Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.