Fréttatíminn - 20.11.2015, Qupperneq 42
Í botni á þriðja gíri
H
Hver stígur bensínið í botn á fyrsta gíri?
Svo var spurt í þekktu ljóði Lofts Guð-
mundssonar sem Haukur Morthens söng
á sínum tíma og það var auðvitað Bjössi á
mjólkurbílnum sem botnaði drekann svo
eftirminnilega. Einhverjir hefðu að vísu
skipt í annan gír eða jafnvel þann þriðja til
þess að ná upp hraðanum en Bjössa nægði
einn gír. Þá voru bílar beinskiptir – og gír-
arnir yfirleitt ekki fleiri en þrír áfram og
einn aftur á bak. Ég náði svipuðum frama
og Bjössi á mínum yngri árum, var á mjólk-
urbíl í sumarstarfi og stundum ígrípa-
maður að vetri til meðfram mennta- og há-
skólanámi. Það þurfti stundum aukamenn
vegna veikinda eða þegar törnin var mest
fyrir jól og páska. Ég fékk sumarvinnu hjá
Mjólkursamsölunni sem unglingur í gegn-
um klíku, eins og algengt var og er senni-
lega enn í okkar litla samfélagi. Afi minn sá
um nýbyggingar og viðhald bygginga Sam-
sölunnar og gat með lagi komið afkomanda
sínum að sem mjólkurbílstjóra – og síðar
ísbílstjóra hjá ísgerð Emmess.
Fyrstu bílarnir sem ég ók sem koll-
ega Bjössa á mjólkurbílnum voru gaml-
ir Chevrolettar sem höfðu kynnst ýmsu
á sínu æviskeiði. Algengastir voru samt
breskir mjólkurbílar af Bedford gerð. Á
þeim þræluðumst við sumardrengirnir,
ýmist sem auka- eða aðalbílstjórar, búð
úr búð. Þá voru til sérstakar mjólkurbúð-
ir, hefðbundnar matvöruverslanir máttu
ekki selja mjólk. Það er margt skrýtið í
kýrhausnum. Við strákarnir vorum samt
ekkert að spekúlera í því hver mátti selja
mjólkurafurðir og hver ekki. Aðalatriðið
var að klára okkar daglegu túra sem fyrst
og koma sér heim, að vísu eftir skylduþrif
á mjólkurbílnum.
Gírkassinn í Bedfordinum var sérstak-
ur fyrir þær sakir að hann var ekki sam-
hæfður, eða synkróniseraður eins og það
hét í þá daga. Bílum með slíka gírkassa
þurfti því að tvíkúpla þegar skipt var um
gír. Það kunnu eldri ökumenn en ekki við
sumarstrákarnir. Við áttum því að venj-
ast að auðvelt væri að skipta úr einum gír
í annan með því að kúpla einu sinni. Við
héldum okkur við þann hátt og burstuð-
um tennurnar í gamla Bedfordinum við
hverja gírskiptingu, sem sagt með braki
og brestum. Þetta ökulag hefur sjálfsagt
ekki farið vel með gírkassana og bifvéla-
virkjar Samsölunnar líklega hugsað okkur
þegjandi þörfina en við létum okkur það í
léttu rúmi liggja, töldum raunar fráleitt að
framleiða bíla með svona asnalegum gír-
kössum, hvað þá að kaupa slík farartæki.
Bílar eru annað hvort beinskiptir eða
sjálfskiptir, eins og við þekkjum. Það fer
eftir smekk hvers og eins hvor gerðin er
valin. Beinskiptir bílar þykja mörgum
sportlegri í akstri en þeir sjálfskiptu en
þeim síðarnefndu fylgja vissulega þæg-
indi. Lengst af í búskap okkar hjóna áttum
við beinskipta bíla, okkur munaði ekk-
ert um að skipta um gír, enda gírkassar
allra þeirra bíla samhæfðir og þægilegir
í notkun. Á seinni árum höfum við hins
vegar eingöngu átt sjálfskipta bíla, þægind-
anna vegna, með einni undantekningu þó.
Síðastliðið vor sá ég auglýstan ansi eigu-
legan bíl, nettan að allri gjörð þótt venju-
legur fjölskyldubíll væri, en þóttist vita að
í honum leyndust sportlegir taktar. Þótt
við hefðum vanið okkur á sjálfskipta bíla
setti ég beinskiptingu þessa bíls ekki fyrir
mig, fannst það jafnvel kostur að geta tekið
hann til kostanna með þeim hætti, rétt eins
og viljugan gæðing. Frúnni leist vel á bíl-
inn, nema gírskiptinguna, og hélt sig því
við sjálfskipta jeppann okkar – sem henni
finnst þó stundum of stór, að minnsta kosti
í borgarumferðinni.
Ég fékk því að hafa þann beinskipta og
sportlega út af fyrir mig langt fram á sum-
ar. Minn betri helmingur hafði að vísu orð
á því að ég væri of stór í þann bíl, þyrfti að
troða mér heldur stirðbusalega inn í hann
og vagninn færi mér eiginlega ekki.
Þar kom þó síðsumars, einhverra hluta
vegna, að frúin brá sér bæjarleið á smábíln-
um mínum og líkaði svona prýðilega við
hann. Það kom mér svo sem ekkert á óvart,
það er gaman að keyra þennan bíl, en þar
með var það ákveðið. Hún sagði beint út
að ég væri of klunnalegur fyrir svo lítinn
bíl og ætti betur heima í jeppanum. Við
höfðum sem sagt bílaskipti. Ég kvartaði
ekki enda er jeppinn sem hugur manns,
mjúkur í hreyfingum og kemst allt – og
sjálfskiptur að auki.
Við höfum því unað sátt við þessi skipti,
konan flandrar um allt á þeim sportlega
sem fer henni svona ljómandi vel og ég á
þeim stóra sem ég passa vel í og þarf alls
ekki að troða mér inn. Saman förum við
síðan allra okkar ferða á þeim síðarnefnda,
ekki síst þegar leiðin liggur út úr borginni.
Þrátt fyrir þetta hef ég aðeins undrast
það ástfóstur sem frúin tók við þann sport-
lega, sem ég veit að vísu er fínn bíll, en því
verður ekki neitað að hann er beinskiptur.
Ég vissi ekki betur en slíka bíla vildi hún
ekki lengur, sjálfskipt skyldi ökutækið
vera þægindanna vegna. Það var ekki fyrr
en ég sat í hjá henni nýverið að ég fékk
skýringu. Við héldum af stað og sinntum
ýmsum erindum. Minn betri helmingur ók
á ýmsum hraða, eins og gengur í borgar-
umferðinni, allt upp í leyfilegan hámarks-
hraða á Kringlumýrarbrautinni – en mér til
nokkurrar furðu notaði hún bara einn gír,
þann þriðja, en gírarnir eru sex. Bíllinn er
ágætlega kraftmikill og togar vel, þann-
ig að hann fer létt um allt í þriðja – og er
því í raun orðinn sjálfskiptur í meðförum
hennar.
Hún ekur því eins og ljón, ekki síður en
Bjössi, nema hvað hún er á botni á þriðja
gíri!
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Mannsæmandi lífskjör fyrir alla
Opinn fundur Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál.
Laugardaginn 21. nóvember frá kl. 13.00-15.00 á Grand Hóteli
Reykjavík, (Gullteig).
Fundarstjóri: Sigurjón M. Egilsson.
Dagskrá
Ávarp: Ellen Calmon formaður ÖBÍ.
Ráðstöfunartekjur og mannsæmandi framfærsla.
Kynning á álitsgerð Ólafs Ísleifssonar hagfræðings.
Reynslusögur:
Áttu pening? Getur þú lánað mér? - Ágústa Ísleifsdóttir.
Er verið að skatta og skerða lífeyrinn til fátæktar? - Guðmundur Ingi Kristinsson.
Ekkert eftir þegar búið er að greiða fyrir húsnæði og heilbrigðisþjónustu!
María Óskarsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Ályktun fundarins.
Lokaorð: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ.
Tónlistaratriði og uppistand: Regína Ósk, Íva Marin, Elva Dögg.
Rit- og táknmálstúlkun í boði.
Allir velkomnir! Fjölmennum og sýnum samstöðu.
C80 M0 Y63 K75
C0 M30 Y100 K0
R34 G70 B53
R234 G185 B12
#224635
#eab90c
PANTONE 560C
PANTONE 130C
42 viðhorf Helgin 20.-22. nóvember 2015