Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SV 8- 13 NV -til aNNarS hægari breytileg átt. SNjókoma V- laNdS eN bjart a- til. höfuðborgarSVæðið: SV -læg átt, og Snjó- koma eða Slydda en rigning í kVöld. Hlýnar. V- læg eða breytileg átt. bjartViðri eN áfram kalt, eiNkum a- til. höfuðborgarSVæðið: Breytileg átt, Skýjað með köflum og fremur milt. S- læg átt, Víða Skýjað eN úrkomulítið. hlýNar um allt laNd. h öfuðborgarSVæðið: S- læg átt, Skýjað og Hiti yfir froStmarki. öfgar í hitafari í dag er talsvert frost á austanverðu landinu og má búast við því að áfram veðri kalt í nótt og á morgun en vestantil á landinu hlánar smám saman í dag með snjókomu en síðan slyddu og rigningu í kvöld. á morgun er hlýtt loft yfir landinu en það er þó ekki fyrr en á sunnudag sem hlýindin ná loks að bola kalda loftmassanum út af austanverðu landinu. ekki er þó um mikil átök að ræða, vindur fremur hægur á morgun og úrkoma lítil og á sunnudag er gert ráð fyrir hlýrri suðvestanátt, bjartviðri og úrkomulausu veðri. -3 -3 -7 -8 -2 2 0 0 -2 2 0 0 -4 -2 3 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Mikil sykurneysla á Íslandi í fyrra var sykurframboð 42 kíló á íbúa hér á landi og hafði þá minnkað um sex kíló frá árinu á undan. Sykurneysla á íslandi er tíu til tólf kílóum meiri á hvert mannsbarn en í noregi og finnlandi, þar sem hún er minnst á norðurlöndum. 26flugfélög fljúga til landsins á næsta ári, samanborið við 23 í ár. Árið 2002 flugu tvö flugfélög hingað. 21.000 á árunum 1981 til 2014 voru gerðar tæplega 21 þúsund ófrjósemisaðgerðir á íslandi. níu ólögráða einstaklingar fóru í ófrjósemisaðgerð á árunum 1998 til 2014. fleiri karlar en konur fóru í ófrjó- semisaðgerð síðasta áratuginn. Lögreglumenn samþykktu kjarasamningur lögreglumanna við fjár- málaráðherra sem var undirritaður fyrir mánaðamót var staðfestur þrátt fyrir að fleiri hafi hafnað honum en samþykkt. Samningurinn var ekki felldur með til- skyldum meirihluta atkvæða og er því litið svo á hann hafi verið samþykktur. Jón kaupir Senu jón diðrik jónsson hefur keypt allt hlutafé í afþreyingarfyrirtækinu Senu og verður starfandi framkvæmdastjóri félagsins. F jöldatakmarkanir á nemend-um yfir 25 ára aldri í fram-haldsskólum tóku gildi um síðustu áramót og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu beindi Oddný G. Harðardóttir alþingis- maður spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um hvort þær breytingar væru ár- angursrík hagstjórn, að hans mati. Bjarni sagði í svari sínu að grunnhugsun- in á bak við breytta stefnu stjórnvalda væri sú að það hafi skort fjármagn á bak við hvern nemanda í fram- haldsskólakerfinu. Auk þess hafi námsframvinda verið ófullnægjandi þegar Ísland væri borið saman við önnur ríki. Oddný segir það hins vegar ófullnægj- andi að takmarka aðgengi að menntun út frá aldri. „Við eigum framhaldsskólana sam- an og við eigum ekki að taka það í mál að þar fái fólk ekki skólavist vegna aldurs,“ segir Oddný. Nemendum 25 ára og eldri fer fækkandi Í fyrirspurn sem Oddný lagði fyrir þingið um fjölda nemenda í fram- haldsskólum kemur fram að nem- endum 25 ára og eldri hefur fækkað um 742 í framhaldsskólum lands- ins milli áranna 2014 og 2015. Bók- námsnemendum fækkar um 447 og verknámsnemendum um 295. „Að baki þessum tölum eru einstak- lingar sem vildu styrkja stöðu sína með því að mennta sig til starfa þar sem stúdentsprófs er krafist,“ segir Oddný. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og mennta- málanefndar, segir að rekja megi ástæður fækkunarinnar til annarra þátta en fjöldatakmarkana. „Við erum með allt annað atvinnuástand í dag en þegar fjöldinn fór upp í þessum aldurshópi í skólana og það er því eðlilegt að nemendum fækki í þessum aldurs- hópi.“ Oddný tengir fækkunina óhikað við fjöldatakmark- anir. „Staðan er sú að það er verið að loka á nemendur, 25 ára og eldri sem vilja sækja sér bók- nám í f jölbrauta- skólum víðs vegar á landinu. Þess vegna kemur þetta sérstaklega illa niður á nem- endum á landsbyggðinni. Þessar breytingar eru því í senn slæm hag- stjórn og byggðastefna.“ leiði til lægra menntunarstigs Í svari sínu sagði fjármála- og efna- hagsráðherra einnig að fólk yfir 25 ára aldri hefði önnur úrræði til þess að ljúka stúdentsprófi. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar ásamt há- skólabrú Keilis, frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og háskóla- gátt Háskólans á Bifröst eru á meðal úrræða sem í boði eru fyrir þá eldri. „Frumgreinadeildirnar eru reknar fyrir ríkisfé þó svo að nemendur greiði skólagjöld til við- bótar,“ segir Oddný. Kostnaður við nám í frumgreinadeildum hleypur þó alla jafna á hundruðum þús- unda. „Staðreyndin er sú að ríkið er ekki að setja minni peninga í mennt- unina, heldur þurfa nemendur, 25 ára og eldri, að setja meiri peninga í menntun sína. Auk þess duga próf frá frumgreinadeildum ein- ungis hér á landi og því er um ákveðna takmörkun að ræða,“ segir Oddný. Að hennar mati þarf að endurskoða þessar breyt- ingar. „Það er klikkuð stefna að banna fólki að labba yfir götuna til að ná sér í menntun sem ríkið borgar og krefjast þess að það sæki sér menntun annars staðar á landinu, sem ríkið borgar einnig fyrir. Það vantar eitthvað inn í þessa hugsun og þetta er dýrara fyrir ríkið vegna þess að þetta mun lækka menntun- arstig og það hefur slæmar auka- verkanir til lengri tíma.“ Að sögn Unnar Brár munu fjöldatakmarkan- irnar verða teknar upp í allsherjar- og menntamálanefnd á næstunni. „Stjórnarandstaðan er búin að biðja um umræðu um þetta mál í nefnd- inni og hún mun að öllum líkindum fara fram í næstu viku.“ erla maría markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Óhæft að fólk fái ekki skólavist vegna aldurs Fjöldatakmarkanir á nemendum yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum tóku gildi um síðustu ára- mót. Breytingarnar voru til umræðu á Alþingi í gær, fimmtudag, þar sem Oddný G. Harðardóttir, varaformaður fjárlaganefndar, sagði að með þessum breytingum væri lokað á nemendur 25 ára og eldri sem vilja sækja sér bóknám víðs vegar á landinu. unnur Brá konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að rekja megi ástæður fækkunarinnar til annarra þátta. Eðlilegt sé að nemendum hafi fækkað. Fjöldatakmarkanir á nemendum yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum tóku gildi um áramótin. Breytingarnar voru til umræðu í óundirbúnum fyrispurnatíma á alþingi þar sem oddný g. Harðardóttir, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi breytingarnar og benti á að nemendum 25 ára og eldri fer fækkandi milli ára. Mynd/Hari  Framhaldsskólar umræða á alþingi um áhriF lagabreytinga oddný g. Harðar- dóttir, varafor- maður fjárlaga- nefndar. unnur Brá konráðsdóttir, formaður alls- herjar- og mennta- málanefndar. 4 fréttir Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.