Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 4

Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SV 8- 13 NV -til aNNarS hægari breytileg átt. SNjókoma V- laNdS eN bjart a- til. höfuðborgarSVæðið: SV -læg átt, og Snjó- koma eða Slydda en rigning í kVöld. Hlýnar. V- læg eða breytileg átt. bjartViðri eN áfram kalt, eiNkum a- til. höfuðborgarSVæðið: Breytileg átt, Skýjað með köflum og fremur milt. S- læg átt, Víða Skýjað eN úrkomulítið. hlýNar um allt laNd. h öfuðborgarSVæðið: S- læg átt, Skýjað og Hiti yfir froStmarki. öfgar í hitafari í dag er talsvert frost á austanverðu landinu og má búast við því að áfram veðri kalt í nótt og á morgun en vestantil á landinu hlánar smám saman í dag með snjókomu en síðan slyddu og rigningu í kvöld. á morgun er hlýtt loft yfir landinu en það er þó ekki fyrr en á sunnudag sem hlýindin ná loks að bola kalda loftmassanum út af austanverðu landinu. ekki er þó um mikil átök að ræða, vindur fremur hægur á morgun og úrkoma lítil og á sunnudag er gert ráð fyrir hlýrri suðvestanátt, bjartviðri og úrkomulausu veðri. -3 -3 -7 -8 -2 2 0 0 -2 2 0 0 -4 -2 3 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Mikil sykurneysla á Íslandi í fyrra var sykurframboð 42 kíló á íbúa hér á landi og hafði þá minnkað um sex kíló frá árinu á undan. Sykurneysla á íslandi er tíu til tólf kílóum meiri á hvert mannsbarn en í noregi og finnlandi, þar sem hún er minnst á norðurlöndum. 26flugfélög fljúga til landsins á næsta ári, samanborið við 23 í ár. Árið 2002 flugu tvö flugfélög hingað. 21.000 á árunum 1981 til 2014 voru gerðar tæplega 21 þúsund ófrjósemisaðgerðir á íslandi. níu ólögráða einstaklingar fóru í ófrjósemisaðgerð á árunum 1998 til 2014. fleiri karlar en konur fóru í ófrjó- semisaðgerð síðasta áratuginn. Lögreglumenn samþykktu kjarasamningur lögreglumanna við fjár- málaráðherra sem var undirritaður fyrir mánaðamót var staðfestur þrátt fyrir að fleiri hafi hafnað honum en samþykkt. Samningurinn var ekki felldur með til- skyldum meirihluta atkvæða og er því litið svo á hann hafi verið samþykktur. Jón kaupir Senu jón diðrik jónsson hefur keypt allt hlutafé í afþreyingarfyrirtækinu Senu og verður starfandi framkvæmdastjóri félagsins. F jöldatakmarkanir á nemend-um yfir 25 ára aldri í fram-haldsskólum tóku gildi um síðustu áramót og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þinginu beindi Oddný G. Harðardóttir alþingis- maður spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um hvort þær breytingar væru ár- angursrík hagstjórn, að hans mati. Bjarni sagði í svari sínu að grunnhugsun- in á bak við breytta stefnu stjórnvalda væri sú að það hafi skort fjármagn á bak við hvern nemanda í fram- haldsskólakerfinu. Auk þess hafi námsframvinda verið ófullnægjandi þegar Ísland væri borið saman við önnur ríki. Oddný segir það hins vegar ófullnægj- andi að takmarka aðgengi að menntun út frá aldri. „Við eigum framhaldsskólana sam- an og við eigum ekki að taka það í mál að þar fái fólk ekki skólavist vegna aldurs,“ segir Oddný. Nemendum 25 ára og eldri fer fækkandi Í fyrirspurn sem Oddný lagði fyrir þingið um fjölda nemenda í fram- haldsskólum kemur fram að nem- endum 25 ára og eldri hefur fækkað um 742 í framhaldsskólum lands- ins milli áranna 2014 og 2015. Bók- námsnemendum fækkar um 447 og verknámsnemendum um 295. „Að baki þessum tölum eru einstak- lingar sem vildu styrkja stöðu sína með því að mennta sig til starfa þar sem stúdentsprófs er krafist,“ segir Oddný. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og mennta- málanefndar, segir að rekja megi ástæður fækkunarinnar til annarra þátta en fjöldatakmarkana. „Við erum með allt annað atvinnuástand í dag en þegar fjöldinn fór upp í þessum aldurshópi í skólana og það er því eðlilegt að nemendum fækki í þessum aldurs- hópi.“ Oddný tengir fækkunina óhikað við fjöldatakmark- anir. „Staðan er sú að það er verið að loka á nemendur, 25 ára og eldri sem vilja sækja sér bók- nám í f jölbrauta- skólum víðs vegar á landinu. Þess vegna kemur þetta sérstaklega illa niður á nem- endum á landsbyggðinni. Þessar breytingar eru því í senn slæm hag- stjórn og byggðastefna.“ leiði til lægra menntunarstigs Í svari sínu sagði fjármála- og efna- hagsráðherra einnig að fólk yfir 25 ára aldri hefði önnur úrræði til þess að ljúka stúdentsprófi. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar ásamt há- skólabrú Keilis, frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og háskóla- gátt Háskólans á Bifröst eru á meðal úrræða sem í boði eru fyrir þá eldri. „Frumgreinadeildirnar eru reknar fyrir ríkisfé þó svo að nemendur greiði skólagjöld til við- bótar,“ segir Oddný. Kostnaður við nám í frumgreinadeildum hleypur þó alla jafna á hundruðum þús- unda. „Staðreyndin er sú að ríkið er ekki að setja minni peninga í mennt- unina, heldur þurfa nemendur, 25 ára og eldri, að setja meiri peninga í menntun sína. Auk þess duga próf frá frumgreinadeildum ein- ungis hér á landi og því er um ákveðna takmörkun að ræða,“ segir Oddný. Að hennar mati þarf að endurskoða þessar breyt- ingar. „Það er klikkuð stefna að banna fólki að labba yfir götuna til að ná sér í menntun sem ríkið borgar og krefjast þess að það sæki sér menntun annars staðar á landinu, sem ríkið borgar einnig fyrir. Það vantar eitthvað inn í þessa hugsun og þetta er dýrara fyrir ríkið vegna þess að þetta mun lækka menntun- arstig og það hefur slæmar auka- verkanir til lengri tíma.“ Að sögn Unnar Brár munu fjöldatakmarkan- irnar verða teknar upp í allsherjar- og menntamálanefnd á næstunni. „Stjórnarandstaðan er búin að biðja um umræðu um þetta mál í nefnd- inni og hún mun að öllum líkindum fara fram í næstu viku.“ erla maría markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Óhæft að fólk fái ekki skólavist vegna aldurs Fjöldatakmarkanir á nemendum yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum tóku gildi um síðustu ára- mót. Breytingarnar voru til umræðu á Alþingi í gær, fimmtudag, þar sem Oddný G. Harðardóttir, varaformaður fjárlaganefndar, sagði að með þessum breytingum væri lokað á nemendur 25 ára og eldri sem vilja sækja sér bóknám víðs vegar á landinu. unnur Brá konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að rekja megi ástæður fækkunarinnar til annarra þátta. Eðlilegt sé að nemendum hafi fækkað. Fjöldatakmarkanir á nemendum yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum tóku gildi um áramótin. Breytingarnar voru til umræðu í óundirbúnum fyrispurnatíma á alþingi þar sem oddný g. Harðardóttir, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi breytingarnar og benti á að nemendum 25 ára og eldri fer fækkandi milli ára. Mynd/Hari  Framhaldsskólar umræða á alþingi um áhriF lagabreytinga oddný g. Harðar- dóttir, varafor- maður fjárlaga- nefndar. unnur Brá konráðsdóttir, formaður alls- herjar- og mennta- málanefndar. 4 fréttir Helgin 20.-22. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.