Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað S íðustu daga hefur þjóðin staðið á öndinni yfir um- fjöllun Kastljóssins um kyn- ferðisbrotaferil Karls Vign- is Þorsteinssonar, sem játaði á sig fyrir framan falda myndavél á fimmta tug kynferðisbrota gagnvart börnum og unglingum. Í kjölfarið var Karl Vignir sóttur af lögreglunni, færður til yfirheyrslu og hefur nú verið settur í gæsluvarðhald. Áður hafði Kastljósið sent upptökurnar með viðtölum við Karl Vigni til lög- reglunnar sem aðhafðist ekki fyrr en eftir sýningu þáttarins. Í gegnum tíðina hefur oft komist upp um kynferðisbrot Karls Vignis, margir vissu hvaða mann hann hafði að geyma en hann var aldrei stöðv- aður. Að minnsta kosti þrisvar sinn- um var hann kærður til lögreglu og í eitt skiptið fékk hann skilorðsbund- inn dóm. Oftar var honum hljóðlega vísað frá störfum þegar upp um hann komst, án þess að reynt væri að vara aðra við háttsemi hans. DV greindi frá því að hann hefði játað á sig kyn- ferðisbrot gegn þremur börnum árið 2007 en Karl Vignir gat eftir sem áður haldið brotaferli sínum áfram. Karl Vignir er ekki sá eini sem hefur komist upp með ítrekuð brot, en viðbrögð við kynferðisglæpum þegar upp um þá kemst hafa allt of oft einkennst af þöggun, vantrú og vanþekkingu. Þá virðist verulega vanta upp á úrræði sem standa þess- um mönnum til boða og eftirlit með þeim. DV tók saman nokkur mál þar sem kynferðisbrotamenn komust upp með brot sín í skjóli þagnar og önnur þar sem ráðaleysið virðist hafa verið algjört. Margir þeirra hafa verið ansi stórtækir og hafa brotið gegn fjölmörgum börnum á sínum ferli. Í sumum tilvikum fóru menn sem fullyrt er að hafi brotið gróf- lega gegn börnum með alvarlegum afleiðingum aldrei fyrir dóm, meðal annars vegna þess að hin meintu brot voru fyrnd þegar upp um þau komst. Á fimmtudag var Gunnar Jakobs- son, áður Roy Shannon, handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á Suðurlandi en eftir að hann lauk afplánun vegna kynferðisbrota gegn börnum hafði hann aðgang að fósturheimili þar sem börn voru vist- uð á vegum barnaverndar. n Varúð, níðingur gengur laus n Brjóta á börnum í skjóli þagnar og úrræðaleysis n Ráðaleysið algjört n Barnaníðingur á reynslulausn bjó hjá grunlausri barnafjölskyldu Sagði blaðamenn hafa eyðilagt líf sitt n Steingrímur Njálsson Brotaferill Steingríms Njálssonar, eins þekktasta barnaníðings landsins, nær aftur til ársins 1960. Hann hefur hlotið fjölda dóma fyrir níðingsverk sín gagnvart börnum auk annarra brota. Mál Steingríms komu fyrst inn á borð lögreglunnar árið 1963 þegar hann var 21 árs en þá var hann dæmdur til refsingar fyrir kynferðislega misnotkun á tveimur ellefu ára piltum. Árið 1977 var hann aftur kærður og þá fyrir að brjóta gegn níu ára dreng. Ári síðar réðst hann á tólf ára pilt og fyrir þessi tvö brot hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Árið 1985 lokkaði hann blað- burðardreng inn í íbúð sína, hélt honum þar í nokkurn tíma og kom fram vilja sínum við hann. Árið 1998 var Steingrímur svo dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn þremur ungum piltum og að því loknu skyldi hann vistaður á „viðeigandi hæli“ í 15 mánuði. Það hæli var þó ekki til og er ekki enn. Steingrímur fékk því ekki viðeigandi vistun og braut af sér aftur. Segja má að umfjöllun um brot hans hafi komist í hámæli þegar fjallað var um brotaferil hans í Sönnum íslenskum sakamálum árið 2002. Í kjölfarið var reglulega fjallað um Steingrím og ferðir hans og fólk var á varðbergi gagnvart honum. DV hefur margoft fjallað um Steingrím og oft hafa fréttirnar snúið að áhyggjufullum foreldrum sem óttast um öryggi barna sinna þar sem Steingrímur hefur annað hvort haft búsetu eða sést hafi til hans í námunda við heimili þeirra eða skóla. Til dæmis höfðu foreldrar barna í Vesturbæjarskóla miklar áhyggjur þar sem sést hafði til Steingríms á skólalóðinni utan skólatíma og hafi hann þá boðið 6–7 ára börnum sælgæti. Einnig sagði DV af deilum hans við nágranna sína en þar var hann sakaður um að hafa veist að nágrannakonu sinni og kallað rasísk blótsyrði að öðrum nágranna sínum. Annar nágranni sagði hann þvælast um stigaganginn drukkinn og ber að neðan, nágrönnum sínum til ama. Margoft hefur verið veist að Steingrími, hann laminn og reynt að kveikja í heimilum hans. Eftir að DV sagði frá því að drengir hygðust kæra Gísla Hjartason, kennara á Ísafirði sem framdi sjálfsmorð nóttina áður en greinin birtist, mætti Steingrímur á ritstjórnarskrif- stofur DV og hafði í hótunum við blaðamenn. Hann sagði þá hafa eyðilagt líf sitt með nafnbirtingu og rétt áður en lögregla færði hann með valdi af vettvangi þá hótaði hann að þeir myndu hljóta verr af. Reyndi að tæla barn í miðjum réttarhöldum n Ágúst Magnússon Ágúst var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2004 fyrir að níðast kynferðislega á fimm drengjum. Samkvæmt sálfræðimati hefur Ágúst barnagirnd á háu stigi en dómurinn sem hann fékk árið 2004 er einn sá þyngsti sem fallið hefur hér á landi í slíkum málum. Meðan á réttarhöldum stóð reyndi hann að tæla til sín barn í gegnum netið. Ágúst hefur viðurkennt að hafa brotið gegn allt að átta drengjum til viðbótar við þá fimm sem hann var dæmdur fyrir að brjóta á. Þegar Ágúst losnaði úr fangelsinu á reynslulausn árið 2008 fékk hann sérstakt leyfi frá yfirvöldum fangelsismála til þess að fara til Svíþjóðar og stunda nám í biblíuskóla. Stjórn skólans var ekki gert viðvart um að Ágúst væri dæmdur barnaníðingur. Meðan hann beið þess að hefja námið bjó hann inni á heimili hjá tveggja barna fjölskyldu sem íslensk fangelsismálayfirvöld höfðu ekki gert viðvart um fortíð hans. Málið komst upp vegna þess að íslensk stelpa sem var að fara hefja nám við skólann þekkti Ágúst. Í kjölfarið tók stjórn skólans ákvörðun um að veita Ágústi ekki skólavist. Í réttarhöldunum yfir Ágústi hafði þess verið krafist að þegar hann yrði látinn laus þá yrði sérstökum öryggisráðstöfunum beitt og var sú krafa rökstudd með mati sérfræðings. Þar var talað um að Ágúst yrði áfram vistaður á stofnun að lokinni afplánun þar sem hann réði ekki við kenndir sínar og þess vegna væri hætta á því að hann bryti af sér á ný. Hann væri haldinn alvarlegri barnagirnd og þrálátum kynórum. Hann fékk reynslulausn í lok árs 2006 og dvaldi á áfangaheimilinu Vernd. Þar hafði hann aðgang að tölvu og nettengingu sem hann notaði til að reyna að koma á fundi sínum og þrettán ára stúlku sem reyndist vera tálbeita frá fréttaskýringaþættinum Kompási. Í kjölfar umfjöllunar um mál Ágústs skrifaði fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson færslu á heimasíðu sína þar sem hann lýsti kynnum sínum af Ágústi. Hann hafi verið að vinna á Aðalstöðinni ásamt Ágústi og þar hafi borist nafnlaus símtöl þar sem fullyrt var að Ágúst væri barnaníðingur. Ágúst var hins vegar rekinn skömmu síðar þegar upp komst að hann hefði verið að hringja í klámlínur. Nokkru síðar lágu leiðir þeirra Sigmars og Ágústs aftur saman þegar Ágúst var ráðinn til Fíns miðils. Hann staldraði stutt við þar en á tölvu sem Ágúst hafði aðgang að fannst barnaklám. Kláminu hafði verið hlaðið niður á tölvuna á sama tíma og Ágúst hafði einn aðgang að henni, eða að næturlagi. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Tilkynning til lögreglu skilaði engu n Hélt uppteknum hætti í sjö ár til viðbótar Árið 2003 tilkynnti stúlka mann til lög- reglu fyrir að hafa misnotað vinkonu sína á árunum 1998–2002. Greindi hún lögreglunni frá því að brotaþoli hefði sagt sér að maðurinn hefði misnotað sig og hefði oft látið hana hafa við sig munnmök, hann hefði haft samfarir við hana og einu sinni greitt henni 15 þúsund krónur fyrir. Eins hefði brota- þoli sagt að ákærði hefði misnotað sig og stjúpson sinn saman. Önnur vin- kona brotaþola gaf einnig skýrslu þar sem fram kom að brotaþoli hefði greint frá kynferðisofbeldi gagnvart sér og stjúpsyni mannsins. Hann hefði meðal annars tekið af henni myndir. Tilkynningin skilaði þó engu og maður- inn hélt uppteknum hætti fram til ársins 2010 þegar fórnarlamb hans kærði hann til lögreglu. Tveimur árum síðar var hann dæmdur í sjö ára fang- elsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveimur börnum sem stóðu yfir í langan tíma og höfðu alvarleg áhrif á líf þeirra, stúlkunnar sem var tólf til fimmtán ára gömul þegar brotin áttu sér stað og drengs sem var um sjö ára þegar ofbeldið hófst og átján ára þegar því lauk. Braut maðurinn ítrekað og stundum oft í viku gegn drengnum auk þess sem hann lét hann hafa pen- inga, gjafir og áfengi er hann komst á unglingsár. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að taka barnaníðsmyndir af drengnum en það þótti ekki sannað. Gekk laus eftir að myndböndin fundust n Ónafngreindur maður Árið 2011 var karlmaður á fimmtugs- aldri dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að misnota tvær stjúpdætur sínar og vinkonu annarrar þeirrar kynferðis- lega. Einnig fannst hjá honum mikið magn af barnaklámi sem hann hafði aflað sér á netinu. Brotin gegn einni stúlkunni áttu sér stað frá árinu 2009 og fram til ársins 2010, þegar hún var átta og níu ára. Í fórum hans fannst fjöldi ljósmynda og myndbanda sem hann hafði tekið af sér með barninu. Grunur um afbrigði- lega hegðun hans kviknaði þegar vinkona stúlkunnar fékk að gista. Hún greindi frá því að maðurinn hefði káfað á sér á meðan hún var sofandi. Málið vakti mikla athygli þar sem mað- urinn var ekki færður í gæsluvarðhald þegar lögreglan fann myndbönd þar sem hann framdi gróf kynferðisbrot á stjúpdóttur sinni. Hann fékk því að ganga laus í átta mánuði áður en hann var færður í gæsluvarðhald. Stúlkurnar fóru í viðtöl í Barnahúsi og stjúp dóttirin þurfti umtalsverða aðstoð áður en hún hafði náð nægilegum styrk til þess að geta sagt lögreglunni frá því ofbeldi sem hún hafði verið beitt. Þriðja kæran barst síðan á hendur manninum þegar ung kona kærði hann fyrir að hafa áreitt sig kynferðislega þegar hún var ung stúlka og í hans umsjá. Fórnarlamb flúði land n Ólafur Skúlason Ólafur Skúlason var sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Ásakanir á hendur honum komu fram árið 1996 þegar hann var biskup íslensku þjóðkirkjunnar. Ein þeirra sem sakaði hann um að hafa brotið gegn sér sagðist hafa verið á unglingsaldri þegar brotið átti sér stað. Hinar voru komnar á fullorðinsár þegar hin meintu brot voru framin. Mikill styr skap- aðist í samfélaginu vegna þessara ásakana, konurnar þurftu að þola mikla reiðiöldu og sátu undir ásökunum um að bera ósannandi á biskupinn. Sjálfur þvertók hann fyrir að hafa brotið gegn þessum konum og krafðist lögreglurannsóknar á hendur þeim fyrir rangar sakargiftir. Eftir misheppnaðar sáttatilraunir með milligöngu presta og pólitíkusa dró ein konan frásögn sína til baka og önnur hrökklaðist með fjölskylduna til útlanda þar sem hún taldi sér ekki stætt að búa lengur á Íslandi eftir allt sem á undan var gengið. Ólafur Skúlason sagði skömmu síðar af sér sem biskup en hélt stöðu sinni í samfélaginu og innan kirkjunnar allt til dauðadags, án þess að hin meintu brot færu nokkurn tímann fyrir dómstóla. Það var svo árið 2010 sem DV greindi frá því að þáverandi biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefði stungið bréfi frá dóttur Ólafs, Guðrúnu Ebbu, undir stól, eða ofan í skúffu þar sem það hafði legið ósvarað í heilt ár. Í bréfinu greindi Guðrún Ebba frá því að faðir hennar hefði beitt hana kynferðisofbeldi í æsku en hún óskaði eftir fundi með kirkjunnar mönnum svo hún gæti sagt þeim frá því hvaða mann hann hefði að geyma. Í kjölfarið stigu konurnar allar fram og greindu frá afleiðingum þessa máls. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar til þess að fara yfir viðbrögð kirkjunnar og konurnar fengu greiddar skaðabætur vegna framgöngunnar í garð þeirra. Dóttir Ólafs gaf einnig út bók um reynslu sína, Ekki líta undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.