Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 25
Viðtal 25 Helgarblað 11.–13. janúar 2013 G uðmundur Steingrímsson hefur aðsetur á lítilli skrif- stofu frammi á gangi þar sem þingmenn Samfylkingar og Framsóknarflokks eru til húsa í Austurstræti. Þegar Guðmundur sagði sig úr Framsóknarflokknum var hann fluttur úr sameiginlegu rými fram á gang. „Það er svolítið eins og þú sért í skammarkróknum,“ segir blaðamað- ur og uppsker hlátur. „Nei, nei, það gengur náttúrulega ekki að hafa mig í innsta búri hjá hinum,“ segir Guð- mundur. Björt framtíð mælist nú með 12,3 prósenta fylgi en fyrir mánuði mæld- ist flokkurinn með 8 prósent. Fram kemur í fréttinni að Björt framtíð virð- ist taka fylgi frá stjórnarflokkunum. Flokkurinn er á þessum tímapunkti einu prósentustigi frá því að vera stærri en Framsóknarflokkurinn. Guðmundur er að sjálfsögðu ánægð- ur með mælinguna en bendir þó á að ekkert sé fast í hendi. Það eru kosn- ingarnar sem skipta máli. „Ég spáði því í upphafi að við myndum fá fylgi einhvers staðar á bilinu tvö til tuttugu prósent,“ segir hann og brosir. „Við erum á því bili.“ Brölt á þjóðvegum Á einum vegg skrifstofunnar hangir rekaviðardrumbur. „Hann kemur af Ströndum,“ útskýrir Guðmundur. „Mér finnst fínt að hafa hann uppi á vegg til þess að minna mig á póli- tískar rætur. Svo er hann líka fallegur.“ Faðir hans var Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra Íslands um árabil og afi hans var Hermann Jónasson, formaður Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra. Það vill svo til að hann á sínar fyrstu minningar úr framboðsferð- um um Vestfirði með föður sínum og móður. „Þegar ég er að byrja að muna eitthvað þá er pabbi að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þátttaka í stjórnmálum fól í sér mikið af ferðalögum og ég á nokkrar minningar tengdar því. Ég man eftir því að vera að skrölta um í ameríska jeppanum hans pabba og á sterka minningu frá Ströndum og sundlauginni sem þar er á sjávar- bakkanum í Krossnesi. Þar er lands- lagið svo ógnarfagurt og minningin sveipuð dulúð og þokumóðu.“ Hálfsystkinin í Bandaríkjunum Saman eignuðust Steingrímur og Edda þrjú börn, Hermann, Hlíf og Guðmund sem er yngstur. „Ég er ör- verpið, sex árum yngri en systir mín Hlíf sem er yfirlæknir á Landspítalan- um. Og Hermann, er átta árum eldri en ég og starfar sem verkfræðingur hjá Marel. Svo á ég þrjú hálfsystkini í Bandaríkjunum frá fyrra hjóna- bandi pabba. Elsti bróðir minn, Jón, er orðinn rúmlega sextugur og starfar sem arkitekt í San Francisco, Ellen Herdís býr í Flórída og Neil er tann- læknir í Flórída. Á undanförnum árum höfum við endurnýjað tengslin. Ég hef farið í heimsókn til Jóns, eða Nonna bróður, eins og við köllum hann og hann kemur reglulega til Ís- lands. Nonni á tvö uppkomin börn sem eru líka farin að koma sjálf og þetta er allt hið skemmtilegasta.“ Smíðar eins og pabbi Fjölskyldan á sumarhús og skógi vax- ið land á jörðinni Kletti í Borgarfirði. Það voru afi hans og amma, Her- mann og Vigdís, sem áttu jörðina og hófu skógrækt þar. Þarna segir Guðmundur fjölskylduna oft koma saman og sinna skóginum, slappa af og ditta að ýmsu. „Við eigum góðar stundir að Kletti þar sem við gerum okkur ýmislegt til dundurs. Við erum að byggja lítið gestahús á landinu. Gerum það sjálf með aðstoð smiðs úr nágrenninu. Annars er þetta líka bara skemmtun. Það er mikil afslöppun í því að fara upp eftir að smíða. Ég er að uppgötva það í sjálfum mér, hvað mér finnst þetta gaman. Alveg nýr Gummi.“ Guðmundur á margar minn- ingar af bernskuheimilinu í Máva- nesi þar sem faðir hans var að smíða. „ Fyrir fólk eins og foreldra mína fólst sparnaður í því að byggja hús yfir langan tíma og vinna í því sjálft. Það fé sem var lagt fyrir fór í húsið. Það var byggt spýtu fyrir spýtu, kom- ið heim með eina og eina fjöl. Þau voru eiginlega ekki búin að klára það þegar mamma seldi það fyrir tveim- ur árum. Það átti til dæmis enn eftir að setja upp viftuna í eldhúsinu,“ segir Guðmundur og hlær. „Ég á líka margar bernskuminningar úr Máva- nesinu af pabba að fara niður um lúgu í gólfinu, eftir langan vinnudag, til að smíða niðri í kjallara. Þar var hann einmitt að smíða úr rekaviði frá Ströndum.“ Alinn upp við hafið „Það var gaman að alast upp á þess- um stað,“ segir hann um Arnarnesið. „Mikið af krökkum og svona hugur í fólki. Á þessum tíma var mikil land- nemastemning þarna. Ég segi stund- um, þegar ég fer í sjávarútvegsbyggð- irnar í kjördæminu: Ég er alinn upp við hafið. Að vísu í Garðabæ, en það er engu logið!“ segir hann og hlær. Þarna var ég að smíða fleka og detta í sjóinn, endalaust að skoða fjöruna. Þetta var ævintýralegur tími og mikið af krökkum í túttubyssu- stríði. Verið að sýna Superman og Star Wars og lífið gekk út á það meira og minna að stökkva af húsveggjum og halda að maður gæti flogið. Það voru kannski fyrstu vonbrigði lífsins að það var ekki hægt. Þó að maður væri með skikkju.“ Gott að tala við mömmu Edda, móðir Guðmundar, vann sem ritari í Hæstarétti og einkaritari raf- orkumálastjóra og vann lengi sem flugfreyja. Fræg varð umfjöllun um Steingrím og Eddu í Time Magazine þar sem þau voru sögð hafa fellt hugi saman í háloftunum. Steingrímur sagði seinna að það hefði ekki verið raunin. En hvar sem ástin kviknaði þá segir Guðmundur foreldra sína hafa verið samhent og náin hjón. Hann metur mikils þann tíma sem hann fékk með móður sinni í æsku. „Mamma varð heimavinnandi eftir að ég fæddist, þetta voru allt aðrar aðstæður en í dag. Ég fór stundum á gæsluvöll. Það voru engir leikskólar, maður gekk bara sjálfala um hverfið. Það eru ógleymanlegar stundir í lok dags, þegar maður var búinn að vera að göslast úti og kom heim grút- skítugur. Þá var maður þrifinn og settur í náttfötin og talaði í klukku- tíma eða tvo við mömmu um atburði dagsins. Ég hef oft hugsað um þetta. Rannsóknir á síðustu árum hafa sýnt hvað þetta er mikilvægt. Að foreldrar tali við börnin sín. Ég reyni að tala við börnin mín. Bara tala um eitthvað.“ Amma 103 ára „Enn þann dag í dag er mér mjög mikilvægt að heyra í mömmu. Þá á hún bara að segja: Já, þetta var flott hjá þér, og svo hlusta á mig,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég verð ægi- lega móðgaður ef mamma segir við mig að eitthvað hafi ekki verið nógu gott hjá mér. Þá þýðir það líka eitt- hvað voða mikið. Þá þarf ég virkilega að hugsa minn gang. Mamma er líka í mjög miklu sambandi við móður sína. Hún er 103 ára og enn í fullu fjöri. Mér finnst mjög gott að tala við ömmu. Hún gefur mér oft allt aðra sýn á hlutina. Svo eru þær báðar berdreymnar og í góðum tengslum við önnur svið veraldarinnar, ein- hvern veginn. Næmar. Þannig mér finnst stundum eins og ég hafi ver- ið alinn upp af konunum í Húsi and- anna.“ Sat undir flyglinum Það var móður hans að þakka að hann lagði fyrir sig tónlist en hann hefur verið atkvæðamikill í músík- bransanum frá menntaskólaárum sínum. Fyrst í Skárren ekkert, seinna í popphljómsveitinni Ske. „Hún er listræn hún mamma, málaði þetta málverk til dæm- is,“ segir hann og bendir á abstrakt verk á veggnum í gráum, bláum og rauðum litum. „Það er líklega þetta afslappaða í hennar fari sem mér finnst dýrmætast. Hún spilar á pí- anó og lærði hjá Gísla Magnússyni. Tók mig með í píanótíma og þá sat ég sem lítill strákur oft undir flygl- inum og hlustaði. Þannig að þarna byrjaði nú líka tónlistaráhuginn.“ Guðmundur tók sex stig í klass- ískum píanóleik og nam eins og móðir hans hjá Gísla. „Hann var einn af fremstu píanóleikurum þjóðarinnar og féll frá fyrir aldur fram. Það var ómetanlegt að fá að kynnast honum.“ Maður á ekki að missa svefn yfir pólitík Steingrímur gaf syni sínum mörg góð ráð áður en hann féll frá árið 2010 og þótt þeir hefðu stund- um deilt og átt í miklum og heitum rökræðum um stjórnmál voru þeir miklir vinir. „Pabbi tók hlutina föstum tökum en kunni líka að hafa gaman. Hann gaf mér mörg góð ráð. Eitt varðar svona vissa tegund af æðruleysi. Það er svo auðvelt að fara á límingun- um, missa sjónar á aðalatriðum og sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Hann sagði að maður ætti aldrei að missa svefn yfir pólitík. Ég veit ekki hvort það tókst alltaf hjá honum, hann tók vissulega stundum hluti inn á sig. En þetta er það sem maður á að reyna að gera. Vera með fjölskyldunni og vinum. Kúpla sig frá. Maður getur endalaust borað sér niður í hugsan- ir um stjórnmál en það er heillavæn- legast að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þetta er bara fínt ráð. Maður á ekki að missa svefn yfir pólitík!“ Guðmundur segir föður sinn hafa verið fyrirmynd sína að mörgu leyti. Hann kunni til dæmis að meta hversu opinn hann var fyrir hug- myndum annarra. „Hann var mik- ill mannasættir í pólitík. Hann sagði einu sinni að það kæmi honum alltaf svo á óvart að þegar hann var kominn með hugmynd að einhverri lausn og var búinn að hugsa hana fram og til baka, þá batnaði hún samt alltaf ef fleiri komu að henni og fleiri sjónarmið fengu að heyrast. Margir eru hræddir við þetta, hræðast að missa völd við að hleypa fleirum að ákvarðanatöku en eru líka hræddir um að vera ekki nógu góðir og vera hafnað í hóp. En mað- ur verður að trúa því að samvinna og samræður séu til bóta. Pabbi hafði þetta að leiðarljósi í stjórnmálum og ég held að þetta skipti miklu máli.“ Hugmynd Bjarts í Sumarhúsum Oft ræddu þeir feðgar um Evrópu- sambandið og sjálfstæði þjóðarinn- ar. Það gátu orðið heitar samræð- ur. Guðmundi finnst kominn tími til að ræða það af meiri dýpt hvað sjálfstæði er og hafði ávallt aðra sýn en faðir hans á hvernig best væri að tryggja það. „Mér finnst við verja sjálfstæðið betur ef við tryggjum það með virkri samvinnu við aðrar þjóðir sem að- hyllast sömu gildi, þar sem við höf- um aðkomu að ákvarðanatöku um okkar sameiginlega hagsmuni. Þetta er reynsla Eystrasaltsþjóðanna til dæmis sem hafa sára reynslu af því að missa sjálfstæði sitt til ríkja í kring. Með því að ganga í samband annarra sjálfstæðra ríkja eru þeir búnir að tryggja sjálfstæði sitt bet- ur. Hin leiðin, sem er svolítið hug- mynd Bjarts í Sumarhúsum, er sú að sjálfstæði felist í því að vera einn. Að standa á eigin fótum alveg sama hvað. Ég er ekki á þessari línu. Líf okkar er samofið öðrum þjóðum og verður alltaf. Verkefnið er að fara í samstarf við þessar þjóðir sem sjálf- stæð og fullvalda þjóð á meðal þjóða. Þannig er þetta því miður ekki í dag. Núna erum við í EES, sem felst í því að við erum áhrifalausir þiggjend- ur af heilu lagabálkunum og verðum að taka þá upp án þess að hafa mik- ið um þá að segja eða hafa komið að gerð þeirra. Ég velti því stundum fyrir mér af hverju þeir sem er annt um sjálfstæðið vilja þetta fyrirkomu- lag frekar en fulla aðild að ESB, sem fæli þó í sér að við fengjum sæti við borðið og áhrif.“ Barnungur blaðamaður Guðmundur fór í Menntaskólann í Reykjavík og vann fyrir sér á Tím- anum sem var aðalmálgagn Fram- sóknarmanna. „Ég byrjaði 15 ára sem blaðamaður á Tímanum, eftir að hafa farið í starfskynningu og kunni nú ekki mikið. En mér var kennt og þetta var góður skóli. Á Tímanum voru margar stórbrotnar týpur, Ind- riði G. Þorsteinsson til að mynda. Það var alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Hann gekk alltaf hægt inn ritstjórnargólfið um ellefuleytið, bölvandi út í eitt. Hann var alltaf bölvandi. Andskotans, helvítis! Til að byrja með fékk ég lítil og af- mörkuð verkefni. Ég átti að fara út á golfvöll og taka viðtöl við einhverja golfara. Ég klúðraði því nú og gerði einhverja golfara alveg snælduvit- lausa,“ segir Guðmundur og hlær dátt að minningunni. „Svo vann ég alls kyns önnur verkefni, fór og spurði fólk að spurningu dagsins og því um líkt. En sextán ára, þegar ég var bú- inn að taka íslensku í þriðja bekk hjá Ragnheiði Briem þá var ég orðinn aðeins sjóaðri. Þá komst ég í nokk- uð hörð tíðindi. Ég man enn eft- ir tilfinningunni þegar ég fékk birta fyrstu forsíðufréttina við heimsókn páfa. Þá hafði ég grafið upp kostn- aðinn við heimsóknina og fréttin var sett á forsíðu. Ég man að ég vaknaði eldsnemma um morguninn til að skoða blaðið. Ég er ekki frá því að á þessum tímapunkti hafi orðið til smá blaðamannadýr í sálinni.“ Eruð þið frá barnablaðinu ABC? „Hann rifjaði það einu sinni upp, hann Gunnar Sverrisson ljós- myndari, þegar við vorum sendir á blaðamannafundi hjá ríkisstjórninni. Ég var sextán ára og hann sautján, rétt kominn með bílpróf. Einhver ráðherra spurði okkur einu sinni: Eruð þið frá barnablaðinu ABC?“ Guðmundur viðurkennir fúslega að líklega hafi faðernið skipt máli í því að hann fékk vinnu á Tímanum svona ungur. „Ætli ég hafi ekki ver- ið ráðinn af því að ég var sonur for- sætisráðherra. Fréttastjórunum hef- ur fundist það taktískt heppilegt, að hafa þarna beina línu á milli. En það er þeirra mál. Ég var ráðinn og fékk þessa skólun sem var mjög mikil- væg. Ég lærði ótrúlega mikið í blaða- mennskunni.“ Snittuát skólaáranna Guðmundur var forseti nemendafé- lagsins í Garðaskóla og í MR var hann forseti Framtíðarinnar. Í Háskóla Ís- lands varð hann formaður Stúdenta- ráðs. „Þetta gerðist allt bara,“ segir hann og ypptir öxlum. „Ég stefndi ekkert sérstaklega að þessu.“ Í MR hafði hann vægast sagt mikið á sinni könnu. En utan þess að sinna for- mennsku í Framtíðinni lék hann í Herranótt, var í ræðuliðinu, ritstýrði skólablaðinu og spilaði músík. „Mús- íkin togaði æ meira í mig og Skárren ekkert varð til upp úr menntaskóla og á háskólaárunum. Við framfleytt- um okkur með því að spila. Spiluð- um í brúðkaupum og í kokteilum og á Hótel Borg, þar sem við spiluð- um helgi eftir helgi í nokkur ár. Við borðuðum mikið af snittum á þess- um tíma,“ segir hann og hlær. „Við fórum líka smámsaman að semja fyrir leikhús sem okkur fannst ótrú- lega gaman. Fyrsta verkið var Kirsu- berjagarðurinn, hjá Frú Emelíu. Í leikhúsinu fengum við að gera mik- ið af tilraunum sem varð síðan mjög gott veganesti þegar við stofnuðum popphljómsveitina Ske upp úr alda- mótum. Mér finnst ég líka hafa lært mikið á því, fyrir pólitíkina, að starfa með strákunum í Ske. Við vorum jú að semja lög saman. Svipað og mað- ur á að gera á þingi, í aðeins annarri merkingu. Við vorum alltaf mjög stíf- ir á því prinsippi að við gerðum þetta saman. Það var oft mikil samræðulist sem gat tekið á en leiddi ætíð til mjög góðrar niðurstöðu.“ Í útrás Ske vakti strax mikla athygli og var bókuð á tónleika víða um heim. „Við spiluðum á Hróarskeldu og South by Southwest-hátíðinni í Texas og Spot- hátíðinni í Danmörku. Fórum í smá túr um Bretland. Við prófuðum að fara í útrás og það var mjög skemmti- leg lífsreynsla. Sveitin er ennþá til, þótt hún spili ekki mikið. Annað tók við. En þegar ég varð fertugur um daginn kom sveitin saman og spilaði á ný. Það var svakalega gaman. Skár- ren ekkert hefur líka spilað árlega á balli í Flatey undanfarið. Þá tökum við fram kontrabassann, gítarinn og nikkuna og það er rosalegt stuð. Tök- um fjölskyldurnar með og börnin að dansa og allir að dansa og allir kóf- sveittir og glaðir.“ Ekki eiginhagsmunaseggur Er eitthvað sem fólk veit ekki um þig? spyr blaðamaður vitandi að hann og fjölskylda hans hefur verið töluvert í kastljósinu. Guðmundur hallar höfði og hugs- ar sig um. „Miðað við það sem ég les stundum um mig, þá finnst mér eins og margir viti ekki mikið um mig,“ segir hann og brosir út í annað og hlær. „Ef það er eitthvað sem fer í mig, við opinbera umræðu, þá er það að svo margir eru reiðubúnir að gera manni upp ásetning eða fyrirætlanir sem eru oft hinar fáránlegustu. Eins og maður sé bara að hugsa um eig- in hagsmuni eða sé bara að leita eftir öruggu þingsæti eða eitthvað svona. Sem eru að mínu mati yfirborðs- kennd og innantóm markmið til að hafa í lífinu. Það væri svo fáránlegt og út í hött að stjórnast af þessum hvöt- um sem margir halda að maður hafi. Lífið er svo miklu flóknara. Maður stjórnast af allt öðrum hlutum. Þetta er svo ríkt í mörgum, að fella palla- dóma. Leiðinlegast finnst mér að heyra þetta frá fólki sem ég kannast aðeins við.“ Kallaður puntustrákur Guðmundur segist hafa tekið eftir sömu tilhneigingu í forsetakosn- ingum síðasta sumars. „Ég tók eftir því að Þóra, sem er mjög hugsandi manneskja, var allt í einu afgreidd sem flöktandi ský og puntudúkka með engar skoðanir. Þetta fór í taugarnar á mér. Mér fannst til dæm- is stórmerkilegt að áhersla hennar á mikilvægi forsetaembættisins sem sameiningarafls var bara afgreidd Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, vill breyta íslenskum stjórnmálum og segir tíma átakastjórnmála liðinn. Kristjana Guðbrandsdóttir mælti sér mót við Guðmund og ræddi við hann um stjórnmál og áhrif föður hans og móður í uppvextinum, árin sem hann upplifði sig sem rekald og hætti í doktorsnámi í Oxford og um fyrstu skáldsöguna, sem fékk harða útreið og var meðal annars sögð lykta af táfýlu. Guðmundur upplifði sig um tíma utan samfélagsins meðan aðrir lifðu á hæsta punkti góðærisins en hann fann leið sína aftur í gegnum stjórnmálin og ástina. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Svo á ég þrjú hálfsystkini í Bandaríkjunum frá fyrra hjóna- bandi pabba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.