Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Hermann hóteljöfur Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnað- ur er sex milljarðar króna. Frá þessi segir Fréttablaðið og segir frá áformum félags þeirra feðga, Stracta Construction, sem áform- ar að reisa 10 hótel hérlendis með 1.001 herbergi. Af íþróttamannslegu kappi stefna þeir meira að segja á að hefja framkvæmdir á 2–3 hótel- um strax á þessu ári og vilja að öll hótelin verði upp komin árið 2014. Að sjálfsögðu verður eitt hótelanna í heimabæ Hermanns, Vestmannaeyjum. Mikil nekt n Leið stundum eins og hann væri að leika í klámmynd Þ etta var mjög skemmti- leg mynd að skjóta og ég ánægður með hana,“ segir Ólafur Darri Ólafsson um myndina XL sem verður frumsýnd þann 18. janúar. Myndin er dramatísk kómedía þar sem Ólaf- ur Darri fer með aðalhlutverkið. Hann leikur Leif Sigurðsson, drykk- felldan þingmann sem er óstýrilátur flagari og fyrrverandi fjölskyldufað- ir. Forsætisráðherra skikkar hann í meðferð og fær hann því fullkomna afsökun til að halda gott partí. Eftir því sem Leifur drekkur meira af- hjúpast leyndarmál hans og hann lendir á trúnó með áhorfandan- um. Marteinn Þórsson leikstýrði myndinni en hann á handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni. Mikil nekt Aðspurður um áhugaverðar uppá- komur við töku myndarinnar segir Ólafur Darri að það hafi verið margt um þær. Hann nefnir að það sé mik- ið um nektarsenur í myndinni en María Birta Bjarnadóttir leikur Æsu, ástkonu Leifs sem er einnig vin- kona dóttur hans. „Það er mikil nekt í henni. Maður var svolítið mikið á sloppnum og mér leið stundum eins og ég væri að leika í klámmynd. Þetta var þó ekkert mál, minna mál en ég hafði haldið. Þetta var svo ótrúlega yndislegt fólk sem ég vann með og það er nú bara þannig, þegar maður er umkringdur góðu fólki, þá getur maður gert allan and- skotann.“ Ólafur Darri segir að ýmislegt hafi gengið á og mikið hafi verið um tökur að nóttu til. Til dæmis hafi þau verið heila viku í íbúð á Lauga- vegi. „Það var oft ansi þröngt svo þetta var erfitt en skemmtilegt.“ Klikkaður matur Annað sem Ólafur Darri tekur fram er maturinn sem leikararnir fengu meðan á tökum stóð. „Við fengum besta mat sem ég hef fengið í vinnu. Það var Skandinavian og Fylgi- fiskar sem sáu um matinn og Gamla smiðjan sá um pítsur. Þetta var bara klikkaður matur. Við vorum alltaf rosaglöð eftir matinn,“ segir hann. Fyrirlitlegur maður Aðspurður um framhald á myndinni segist hann ekki hafa heyrt neitt um það, annað en grín. „XXL liggur beinast við en ég held að það hafi verið sagt í gríni. Annars er Leifur einn fyrirlitlegasti maður sem ég hef leikið svo það væri al- veg gaman að leika hann aftur. Mér finnst mjög gaman að leika svona menn,“ segir Ólafur Darri. n kristjana@dv.is „Við feng- um besta mat sem ég hef fengið í vinnu Ólafur Darri Leikur drykkfelldan alþingismann. Komin í Juilliard Fyrirsætunni Ornellu hefur ver- ið veitt innganga í hinn virta leiklistarskóla Juilliard, frá því segir í Séð og heyrt. Þar segir Ornella einnig frá því að hún hafi látið fjar- lægja brjóstapúðafyllingar og sé hæstánægð með sín náttúrulegu brjóst en fyrirsögn Séð og heyrt er: „Elska flötu brjóstin mín.“ É g geri ráð fyrir að vera vakin með köku og söng af fjöl- skyldunni. Svo verð ég með af- mæliskaffi fyrir vinnufélaga og um kvöldið eldar maðurinn minn einhvern góðan mat handa okkur,“ segir María Gestsdóttir, verkefn- isstjóri hjá HÍ, sem verður 35 ára föstudaginn 11. janúar. Á laugar- daginn mun hún svo halda fjöl- skylduboð í tilefni afmælisins. Hún segist ekki hafa haldið upp á afmæli sitt síðan hún varð tvítug. „Ætli ég bíði með það að halda stórveislu í fimm ár. Ég geri ekki mikið úr deginum núna.“ Aðspurð um afmælisgjafir og hvort hún hafi sérstakar óskir segir hún að Svefneyjar séu þar efst á lista. „Maðurinn minn hefur ekk- ert tjáð sig um það svo ég hef aðal- lega verið að ýja að þessu við fjöl- skylduna. Annars veit ég að systir mín verður með eitthvað dularfullt skemmtiatriði í fjölskylduboðinu,“ segir María. É g mun halda veislu fyrir vini og félaga á afmælisdaginn,“ segir Þórhallur Harðarson, starfandi forstjóri Heil- brigðisstofnunar Aust- urlands og forseti Round Table á Íslandi, en hann verður fertugur laugar- daginn 12. janúar. Þórhall- ur býr á Egilsstöðum en er ættaður frá Húsavík. Hann er kvæntur Anítu Péturs- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þórhallur minnist á tvítugsafmæli sitt þegar hann er spurður hvort eitt- hvert afmælið standi upp úr. „Ég hélt partí á Gauki á Stöng, það voru tímamót. Svo er 17 ára afmælið einnig eftirminni- legt þar sem ég fékk bílprófið eftir að hafa beðið eftir því í þrjár vikur, frá því ég stóðst prófið. Þá mætti maður á sýslumannsskrifstofuna klukkan níu og rúntaði svo allan daginn.“ Hann segist jafnframt ekki kvíða því að eldast og að honum líði alltaf eins og hann sé 25 ára. Hann segist helst óska sér öfl- ugri síma í afmælisgjöf og ein- hvers í veiðina. „Það væri líka flott gjöf að Höttur kæmist upp í úr- valsdeild í körfunni. Ég er í stjórn körfuknattleiksdeildar Hattar og um að gera að setja smá pressu á strákana,“ segir Þórhallur. Svefneyjar efst á óskalistanum Líður eins og 25 ára Býður vinnufélögunum upp á afmæliskaffi Flott gjöf ef Höttur kæmist í úrvalsdeild í körfunni María Gestsdóttir Býst við að vera vakin með köku og söng. Þórhallur Harðarson Heldur veislu á afmælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.