Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 14
Staða SteingrímS
enn nokkuð Sterk
V
instri-grænir mældust með
9,1 prósents fylgi í nýjasta
Þjóðarpúlsi Capacent
Gallup nú í byrjun árs.
Er það minnsta fylgi sem
flokkurinn hefur mælst með í nærri
áratug eða frá því í september 2003.
Fylgishrun flokksins vekur óneitan-
lega upp spurningar um stöðu
Steingríms J. Sigfússonar, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðherra og
formann Vinstri-grænna. Bæði inn-
an hans eigin flokks og hvort hann
sé undir það búinn að leiða Vinstri-
græna á farsælan hátt í gegnum
komandi kosningabaráttu. Þá vakti
sú ákvörðun flokksins í byrjun árs
að fresta flokksráðsfundi Vinstri-
grænna sem átti að halda dagana
11. til 12. janúar til 25. til 26. janúar
einnig upp spurningar um titring
innan flokksins.
Líklega myndu fáir flokksmenn
Vinstri-grænna verða sáttir með
að ná 9,1 prósents fylgi þegar talið
verður upp úr kjörkössunum eftir
alþingis kosningarnar sem fram fara
þann 27. apríl næstkomandi. Þeir
sem DV ræddi við segja að líklega
myndu flestir flokksmenn VG sætta
sig við 14–15 prósenta fylgi í kom-
andi kosningum sem myndi skila
flokknum níu til tíu þingmönnum
sem er svipað fylgi og Vinstri- grænir
voru með árið 2007. Flokkurinn náði
inn 14 þingmönnum eftir kosn-
ingarnar vorið 2009 og var fylgið þá
22 prósent. Enginn sem DV ræddi við
telur raunhæft að flokkurinn fái aftur
slíka kosningu.
Langflestir ánægðir
með Steingrím
Þeir viðmælendur sem DV ræddi við
voru þó flestir sammála um að staða
Steingríms innan Vinstri-grænna væri
nokkuð góð. Benti einn viðmælandi á
að þrátt fyrir umræðu um stöðug átök
innan flokksins og viðvarandi óánægju
vegna ágreinings um ýmis stór mál-
efni eins og aðildarviðræðurnar við
Evrópusambandið væri langstærsti
hluti stuðningsmanna Vinstri-grænna
ánægður með störf Steingríms. Hef-
ur hann mælst með á bilinu 80 til 90
prósent ánægju hjá stuðningsmönn-
um flokksins samkvæmt mælingum
Capacent allt frá 2009.
Til samanburðar má nefna að í
mars árið 2010 voru um 90 prósent af
stuðningsmönnum flokksins ánægð
með störf Steingríms á meðan einung-
is tæplega 40 prósent stuðnings-
manna voru ánægð með störf Jóns
Bjarna sonar, þáverandi sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra. Þegar fylgi
flokksins minnkaði jókst hins vegar
ánægjan með störf Jóns en sama hlut-
fall var þó áfram ánægt með störf Stein-
gríms. Fáir treysta sér hins vegar til
þess að túlka orsakasamhengið þarna
á milli. Þá hefur líka ríkt mikil ánægja
með störf Katrínar Jakobsdóttur, vara-
formanns Vinstri-grænna. Sagði einn
viðmælandi DV að engin annar stjórn-
málaflokkur á Íslandi hefði yfir að búa
jafn sterkum formanni og varafor-
manni og Vinstri-grænir um þessar
mundir. Það gæti þó breyst á næstunni
– bæði hjá Sjálfstæðisflokknum sem og
Samfylkingunni.
Björn Valur Gíslason, þingmaður
Vinstri-grænna, benti á það á bloggi
sínu á miðvikudaginn að í lok árs 2011
hefðu 76,2 prósent af stuðningsmönn-
um Vinstri-grænna vilja ljúka aðildar-
viðræðunum við Evrópusambandið,
samkvæmt könnun sem Fréttablað-
ið gerði. Því er ekki víst að sú óánægja
sem landsmenn hafa tekið eftir vegna
átaka um ESB innan Vinstri-grænna
risti jafn djúpt í komandi alþingiskosn-
ingum. Benti Björn Valur jafnframt
á að allar ákvarðanir og öll skref sem
snéru að afstöðu Vinstri-grænna til
aðildarviðræðnanna hafi verið teknar
á flokksráðsfundum eða landsfund-
um Vinstri-grænna.
Erfið átök við Ögmund
Líkt og Svanur Kristjánsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, bendir á í viðtali sem birt
er hér til hliðar hafa átökin innan
flokksins reynt mjög á vinskap þeirra
Ögmundar Jónassonar og Steingríms
J. Sigfússonar. Segja má að staða Ög-
mundar innan Vinstri-grænna standi
núna á vissum tímamótum eftir að
n Flestir telja að Steingrímur fari nokkuð sterkur inn í kosningarnar
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Fylgi Vinstri-grænna 2003–2013
*Fylgi samkvæmt síðustu könnun Capacent 3.1.2013
8,8%
14,3%
21,7%
9,1%
2003 2007 2009 2013*
Fylgið aldrei minna Vinstri-grænir
mældust með 9,1 prósents fylgi í
nýjustu skoðanakönnun Capacent.
Steingríms J. Sigfússonar bíður því erfitt
verkefni – að leiða flokkinn í komandi
kosningabaráttu.
14 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
É
g hygg að ágreiningur á milli Ög-
mundar Jónassonar og Stein-
gríms J. Sigfússonar risti mjög
djúpt innan flokksins. Innan-
flokksátök eru flokkum ofboðslega
erfið. Þú ert með ákveðnar reglur um
það hvernig slíkt á að fara fram inn-
an stjórnmálaflokka. Þegar átök eru
innanflokks sem eru á persónuleg-
um forsendum verður þetta snúið,“
segir Svanur Kristjánsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Hann telur að stór hópur innan
Vinstri-grænna hafi þá skoðun að all-
ar eðlilegar leikreglur stjórnmála hafi
verið brotnar þegar ákveðið var að
sækja um aðild að ESB árið 2009 sam-
banber ríkisstjórnarsáttmála Sam-
fylkingar og Vinstri-grænna. „Þar var
verið að beita meirihlutavaldinu til að
koma málinu í gegn þvert á leikreglur,“
segir Svanur. Við þetta hafi margir
flokksmenn ekki sætt sig við.
„Sama hversu miklu fylgi Vinstri-
grænir ná þá munu þeir gera það
að úrslitaatriði að aðildarviðræðum
við ESB verði hætt eða að það fari að
minnsta kosti fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um áframhald viðræðnanna.
Ein af afleiðingum þessara innan-
hússátaka hjá Vinstri-grænum og
þessu fylgishruni er að Samfylkingin
og Vinstri-grænir eru fyrir komandi
kosningar að útiloka áframhaldandi
ríkisstjórnarsamstarf sitt. Það eru hin
stóru tíðindi,“ segir hann.
Margir óákveðnir
Að mati Svans ber þó að taka tölum um
núverandi fylgi Vinstri-grænna upp á
9,1 prósent með fyrirvara. Spásagnir
um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að
stefna í stórsigur í komandi kosning-
um sé ansi brött túlkun. „Flestir töldu
að stofnun Vinstri-grænna í upphafi
væri feigðarflan. Það kæmi mér því
ekki á óvart að ef Vinstri-grænir næðu
um 15 prósenta fylgi í komandi kosn-
ingum og næðu inn um níu til tíu þing-
mönnum teldu margir flokksmenn
það nokkuð góðan árangur,“ segir
Svanur. Það sem skiptir miklu máli sé
líka hópur óákveðinna kjósenda. Árið
2007 hafi um helmingur fólks verið
óákveðinn fyrir alþingiskosningarnar
það ár. Nú sé hlutfall óákveðinna
enn hærra. Spám um dauða Vinstri-
grænna beri því að taka með fyrirvara.
„Í forvali Vinstri-grænna var lítil kosn-
ingaþátttaka. Flokknum hefur ekki
heldur tekist að kalla fram nýja fram-
bjóðendur í stað þeirra sem hafa verið
að hverfa í burtu. Það virðast vera afar
miklir veikleikar inni í starfi flokksins,
slæmt andrúmsloft og lítil þátttaka.“
Hann spyr hins vegar hvað þeir
sem séu óánægðir með VG ætli að
kjósa í staðinn. „Þegar allt kemur til
alls munu margir úr þeirra kosninga-
hópi líta svo á að Vinstri-grænir séu
einfaldlega skásti kosturinn,“ segir
Svanur. Þá sé komin nýr þáttur sem
skipti miklu máli og það sé kosninga-
þátttakan sjálf. „Sjálfstæðisflokkurinn
á mikla möguleika á að vinna kosn-
ingasigur ef kosningaþátttakan er til-
tölulega lítil. Ef hún verður mikil þá
eiga Vinstri-grænir meiri möguleika.
Sjálfstæðisflokkurinn á lítið af hinu
óákveðna fylgi. Í síðustu alþingiskosn-
ingum árið 2009 voru Vinstri- grænir
orðnir mjög sterkir á meðal ungs fólks.
Ef Vinstri-grænum tekst að fá ungt
fólk til að mæta á kjörstað líkt og þeir-
náðu að gera árið 2009 og virkja þann
hóp þá á flokkurinn að geta verið í
þokkalegum málum.“
Erfitt að mæta Steingrími
Það verði hins vegar ekki tekið af
Steingrími að hann hafi komið inn í
stjórnarsamstarf þegar fjármálakerfið
og ríkissjóður hafi verið nánast gjald-
þrota. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs
Svanur segir áframhaldandi stjórnarsamstarf vera útilokað
Stjórnmálafræðingur Svanur segir
mikilvægt fyrir VG að ná til yngri kjósenda.