Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 32
M artha Lowenstein, munað- arlaus og falleg stúlka frá Vín, vakti athygli auðkýf- ingsins Moritz Fritsch árið 1919. Martha var aðeins 15 ára og hann mörgum árum eldri, en hann tók hana undir sinn verndarvæng og innan tíðar tók hún þátt í glæsilífi efri laga samfélagsins í Evrópu. Þegar Moritz hrökk upp af árið 1924 kom í ljós að hann hafði arf- leitt Mörthu að öllum sínum eig- um og sama ár gekk hún í hjóna- band með Emil Marek sem var fimm árum yngri en hún. Þau nutu lífs- ins og óhjákvæmilega léttist pyngja Mörthu við það. Það má telja nokkuð víst að sann- færingarkraftur Mörthu hafi verið töluverður því henni tókst að telja eiginmann sinn á að svíkja fé út úr tryggingafélagi hans. Til að svikin gengu upp þurfti Emil reyndar að höggva af sér fótinn „fyrir slysni“. Emil samþykkti ráðagerðina en þegar ekki gekk sem skyldi að höggva liminn af bað hann Mörthu að klára verkið. Eitthvað fórst Mörthu verkið illa úr hendi því grunsemdir vöknuðu hjá trygginga- fyrirtækinu. Þegar í ljós kom að Martha hafði greitt hjúkrunarfólki mútur fyrir að gefa uppdiktaðan vitnisburð þurfti ekki frekari vitn- anna við og Marek-hjónin voru dæmd í fjögurra mánaða fangelsi. Í fangelsinu komst Martha í kynni við eiturbyrlarann Leópoldínu Lichtenstein sem afplánaði dóm fyr- ir morð á eiginmanni sínum. Hafði hún gefið honum rottueitur sem fór illa í hann svo ekki sé fastara að orði kveðið. Segir ekki meira af kynnum þeirra. Eftir að Martha og Emil losnuðu úr fangelsi gekk enn frekar á auð Mörthu. Emil kvaddi jarðlífið 31. júlí 1932, fékk berkla, og dóttir þeirra, þriggja ára hnáta að nafni Ingiborg, fylgdi fljótlega í kjölfar hans. Árið 1934 flutti Martha inn til Súsönnu Lowenstein, aldraðr- ar frænku sinnar, sem safnaðist til feðra sinna skömmu síðar. Martha erfði hús Súsönnu og kom á lagg- irnar gistiheimili. Einn leigjenda hennar, saumakona að nafni Felic- itas Kittenberger, þurfti ekki að kemba hærurnar eftir að hafa búið hjá Mörthu. Hún hafði vart flutt inn þegar hún gaf upp öndina. Um skeið dundaði Martha sér við tryggingasvindl, meðal annars með því að segja að mál- verkum sem hún fékk í arf eftir frænku sína hefði verið stolið. Þegar síðasta svikamylla hennar fór úrskeiðis barst lögreglu til eyrna orðrómur þess efnis að Martha hefði byrlað einum leigjanda sín- um eitur. Lík frú Kitten- berger var grafið upp og í ljós kom að orðrómurinn var á rökum reistur, Kitten- berger hafði verið gefið þall- íum. Í kjölfarið voru lík Ingiborgar, Emils og Súsönnu grafin upp og var sömu sögu að segja um þau. Lög- reglan komst síðar að því að Martha hefði keypt þallíum, sem var nýlega tilkomið, hjá lyfsala í Vín. Réttað var yfir Mörthu vorið 1938 og hélt hún kokhraust fram sakleysi sínu. Kviðdómur var ekki ginnkeypt- ur fyrir orðum Mörthu og hún var sakfelld fyrir morðin. Fallöxin, sá stóri rakhnífur, skildi höfuð frá búk Mörthu 6. desember 1938. n 32 11.–13. janúar 2013 Helgarblað febrúar 1854 fór síðasta aftakan fram í Guernsey á Ermarsundi. Sá sem varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera hengdur þar síðastur manna var John nokkur Tapner. Hann hafði sér það til sakar unnið að bana Elizabeth Saujon, 74 ára konu, í St. Peter Port, höfuðstað eyjunnar, þann 18. október 1852. Hafði Tapner barið Elizabeth og skilið hana eftir meðvitundarlausa í brennandi íbúð hennar. Dauðarefsing var með formlegum hætti lögð niður í Guernsey árið 2003.10. Forhertur Faðir „Allir eru að höfða mál gegn öllum nú um stundir og ég var ör- væntingarfullur. Þ að eru ýmsar leiðir færar til að drýgja tekjur sínar; hægt er að vinna aukastarf eða selja óþarfa lausamuni. En 41 árs öskubílstjóri, William Cunningham frá Stockbridge í Georgíufylki í Bandaríkjunum, komst að þeirri niðurstöðu að væn- legast væri að hafa fé af hinu þekkta fyrirtæki Campbell‘s, sem frægt er fyrir dósasúpur sínar og sósur. Til að bæta gráu ofan á svart ákvað William þessi að nota börn sín í ráðabrugginu, en reyndar án þeirra vitneskju. Kveikjarabensín og þunglyndislyf William byrlaði tveimur börnum sínum, þriggja ára syni, Billy, og eins og hálfs árs dóttur, Miröndu, ólyfjan í Campbell‘s-súpu. Ætlun Williams var að eitra fyrir eigin afkvæm- um og kúga síðan fé út úr súpuris- anum vegna „mengaðrar“ súpu. Með þetta í huga blandaði hann, í ársbyrjun 2006, rótsterkum pipar, kveikjarabensíni og þunglyndislyfj- um í Campbell‘s-súpu og bar á borð fyrir börn sín í þrjú skipti. Eftir fyrstu máltíðina, en þá hafði William bætt rótsterkum pip- ar í Campbell‘s Roasted Beef Tips With Orzo Pasta, þurfti að fara með Billy á gjörgæslu vegna heiftarlegrar brunatilfinningar og bólgu í andliti. Í næsta skipti bætti William um bet- ur og setti kveikjarabensín í Spag- hettiOs og í kjölfarið þurfti að fara með bæði börnin á spítala. Í þriðja skiptið setti William þunglyndislyf út í Chicken Noodle Soup til að ná fram ætluðum áhrifum og enn og aftur þurfti að fara með Billy á spít- ala, en Miranda varð svo veik að hún var flutt með þyrlu á barnaspítala í Atlanta. Hótaði málshöfðun Skömmu síðar hafði William sam- band við Campbell‘s og hótaði málshöfðun og milljóna dala skaða- bótakröfu á þeim grundvelli að veik- indi barnanna væru framleiðslu fyr- irtækisins að kenna. William hafði einnig samband við Matvæla- eftirlitið og sagði farir sínar ekki sléttar. Matvælaeftirlitið gekk strax í málið en komst fljótlega á snoðir um misræmi í fullyrðingum Williams. Starfsmenn eftirlitsins höfðu samband við Campbell‘s og fram- kvæmdu röð prófa á þeim tegund- um sem William hafði nefnt og í ljós kom að ekkert athugavert reyndist við súpur Campbell‘s. Vonbrigði með dóminn William Cunningham var handtek- inn í júlí 2006 og ákærður fyrir að bera upplognar sakir á Campbell‘s- fyrirtækið og tilraun til svika. Hann játaði sig sekan og tókst að semja um fimm ára fangelsisdóm. En því fór fjarri að fjölskylda hans væri sátt við málalyktir og sagði Rhonda, eiginkona hans sem hafði þá þegar farið fram á skilnað, að hún hefði allt eins getað slegið á hendur Williams sjálf. Frænka Williams, Linda Will- is, gat ekki einu sinni orða bundist yfir vægum dómi Williams og sagði að gjörð- ir hans hefðu haft varanleg áhrif á Billy. Janet Dockery, móðir Rhondu, og fjölskylda hennar þrýstu á saksóknara um að kíkja bet- ur á málið sem var og gert. Í kjöl- farið voru lagðar fram nýjar ákærur á hendur William; fyrir grimmd gegn börnum. Ný réttarhöld – nýr dómur Í maí 2009 hófust ný réttarhöld yfir William og í það skipti upplýsti hann hvernig von- in um skjótfenginn gróða hafði fengið hann til að eitra fyrir börnum sínum. „Allir eru að höfða mál gegn öllum nú um stund- ir og ég var ör- væntingarfullur. Ég glímdi við hjú- skaparvandamál. Ég hlýt að hafa verið ruglaður en ég ætlaði aldrei að skaða börnin mín,“ sagði hann. En kviðdómur fann til tak- markaðrar samúðar með William og sagði hann sekan um ítrekaða grimmd gegn börnum hans og sak- sóknari fór ekki í launkofa með álit sitt: „Bara peningar og græðgi og þér var slétt sama hvað henti börn- in þín svo lengi sem þú næðir tak- marki þínu.“ Í þetta sinn var William ekki boðin neinn samningur og dómar- inn kvað upp úrskurð sinn; 100 ára fangelsi. Hver veit nema William Cunningham fái Campbell‘s-súpu í grjótinu. Þannig fór um sjóferð þá. n n Byrlaði eigin börnum eitur n Hugði á skjótfenginn gróða Svik, prettir og … morð Lagði líf barna sinna að veði William Cunningham sveifst einskis í von um auðfengið fé. Campbell‘s- kjúklinga- núðlusúpa William setti ólyfjan út í súpur sem hann síðan gaf börnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.