Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 13
VANTREYSTU BJÖRT Fréttir 13 Helgarblað 11.–13. janúar 2013 n Stjórnarmeðlimir Geðhjálpar segist hafa verið beittir blekkingum af fyrrverandi formanni félagsins er ítrekað búið að ýta þessu máli til hliðar og kalla mig og fleiri sam- særiskenningafólk. Björt afneitaði þessu algjörlega og sagðist hvergi hafa komið nærri svona löguðu. En það var hún sem hringdi í mig og bað mig að koma í félagið.“ Jón Birgir segir einkennilegt að Björt hafi neitað þessu. „Hún bar fyrir sig að hún héldi að frestur- inn væri bara vika. Manneskja sem bað um frestun á aðalfundi með skírskotun til laga félagsins ári áður vissi alveg að það væri mánuður. Enda eru lög félagsins einungis 12 greinar og ekkert sérlega flókin“ segir hann. Fékk umboð stjórnar Annað mál sem þeim þótti vafa- samt í stjórnartíð Bjartar var ráðn- ing á nýjum framkvæmdastjóra félagsins. „Samkvæmt okkar upp- lýsingum þá hafði það verið viðr- að við fyrri stjórn að umrædd vinkona hennar og starfsmaður Geðhjálpar yrði framkvæmdastjóri, í kjölfar uppsagnar þáverandi framkvæmdastjóra, en fyrri stjórn hafði tekið fyrir það. Þegar loks var ákveðið að auglýsa eftir fram- kvæmdastjóra fékk Björt umboð stjórnar til að fara með ráðninga- ferlið til Capacent. Það höfðu ver- ið uppi grunsemdir um það í stjórn að einhver vinavæðing myndi halda áfram. Björt sagði að vegna stöðu sinnar hjá Capacent fengi hún þetta á góðum afslætti, að jafnvel væri hægt að ná kostnaðinum úr 600-700 þúsundum í 250 þúsund og samt halda gæðastimplinum þar sem ráðningin yrði í höndum Capacent. Samkvæmt fyrri stjórnarmeðlimum var umboðið, sem stjórn veitti Björt, alfarið háð því að ráðningin færi í faglegt ferli hjá Capacent því sumir stjórnarmeðlima óttuðust að annars yrði reynt að ráða vin eða vinkonu umrædds starfsmanns eða formanns í starfið,“ segir Jón Birgir og tekur fram að til séu bókanir í fundagerðum þar sem rætt var til- boð Capacent í ráðningarferlið. Vildu ekki ráða hana vegna tengsla Auglýst var eftir framkvæmdastjóra en þau segja stjórnina ekki hafa fengið að sjá umsóknirnar eða fá að vita nákvæmlega hversu margir sóttu um stöðuna. „En almennt er talað um á bilinu 13–15 umsóknir,“ segir Jón Birgir. Að þeirra sögn hafi stjórnarmenn ítrekað beðið um að fá að sjá gögn allra umsækjenda en því hafi alltaf verið vísað frá á þeirri forsendu að hinar umsóknirnar væru „rusl“ og því óþarfi fyrir stjórn að sjá þær. Þau segja Björt hafa sagt stjórninni að það væri samdóma álit ráðgjafa Capacent að einungis tveir umsækjendur stæðu upp úr. Þessir tveir umsækjendur fóru síð- an í viðtal hjá Capacent. „Þar á með- al var framkvæmdastjórinn sem var ráðinn inn og svo annar um- sækjandi sem stjórninni leist ekki á. Þrátt fyrir að hafa ekki litist vel á síðarnefnda umsækjandann vildi stjórnin síður ráða þann fyrri vegna gruns um vinatengsl við Björt.“ Að sögn Jóns Birgis er núverandi fram- kvæmdastjóri góður starfsmaður. „Hún er hæf, með flotta ferilskrá og allt það en út af þessum tengslum við Björt vildi fyrri stjórn ekki ráða hana. Gengið var til atkvæða um þær báðar en féll tillagan á jöfnu í bæði skiptin. Í kjölfarið kom einn stjórnarmanna fram með þá tillögu að finna annan kandídat sem hafði ekki sótt um, enda var búið að af- skrifa allar aðrar umsóknir. Stjórn- in fékk síðan ábendingu um ein- hverja aðra konu,“ segir Jón Birgir. Að þeirra sögn leist stjórn félagsins vel á þann umsækjenda og aftur var gengið til atkvæða sem féll einnig á jöfnu. „Á síðasta stjórnarfundi frá- farandi stjórnar mætti Björt með niðurstöður úr persónuleikaprófi beggja umsækjenda, sem Capacent notar í sínu starfi, og vildi enn og aftur ganga til kosninga sem féllu á jöfnu, nú í þriðja sinn. Stuttu seinna var hreinsað til í stjórn og með hjálp Svandísar, sem var þá nýkjör- in, hafðist ráðning núverandi fram- kvæmdastjóra loks í fjórðu tilraun, en þá hafði ráðningarferlið staðið yfir í einhverja 7–8 mánuði,“ segir Jón Birgir. „Ég vissi ekkert um þetta enda nýkomin þarna inn og var eins og álfur út úr hól. Björt kom strax til mín og bað mig um stuðning í þessu. Sagði að þetta væri búið að vera mjög erfitt fyrir sig að vera fram- kvæmdastjóralaus og hún héldi þetta ekki út lengur. Hvort ég vildi gera það fyrir sig að vera með henni í þessu, að framkvæmdastjóraefnið sem hún var með í huga væri mjög flott og ég var sammála því, feril- skráin hennar var flott. Ég var mjög til í þetta og var nánast tilbúin til að gera þetta í gegnum síma en sem betur fer voru aðrir í stjórn sem vissu aðeins meira um forsöguna og báðu fyrst um að fá að hitta um- sækjendurna tvo aftur. Einhverra hluta vegna var þó einungis núver- andi framkvæmdastjóri boðaður á fund,“ segir Svandís. Réði úrslitum Þegar kom að fundinum þar sem gengið var til atkvæða um fram- kvæmdarstjóra var Svandís veik. „Það átti að kjósa um þetta þennan dag og ég sagði við Björt að ég væri veik og kæmist ekki. Hún sagði þá við mig að það væri afar brýnt að ég kæmi því að það þyrfti að kjósa um framkvæmdastjóra og ekki víst að við fengjum hana inn ef ég kæmi ekki á fundinn. Ég spurði hana hvort hún gæti sótt mig þar sem ég væri ekki á bíl og hún sagði taktu bara leigubíl og Geðhjálp borgar. Ég tók leigubíl fram og til baka á kostnað Geðhjálpar og mitt atkvæði gulltryggði hennar ráðningu,“ segir Svandís. Eftir að efasemdir fóru að kvikna hjá þeim um stjórnarhætti Bjartar snemma í vetur, segja þau að beðið hafi verið um sundurliðaðan reikn- ing frá Capacent varðandi ráðn- ingarferlið en þau segja fátt hafa ver- ið um svör og Björt hafi farið undan í flæmingi þegar gengið var á hana. Þau segja að þegar málið hafi verið athugað betur hafi engan reikning verið að finna í bókhaldi félagsins. „Ég hringdi loks í Capacent og fékk þá upplýsingar um að þau hafi ekki komið nærri þessu. Þá gengum við aftur á formann og hún endurtók þá sögu að ráðningin hafi verið unnin í samvinnu við ráðgjafa Capacent og við fórum að velta því fyrir okk- ur hver hafi þá borgað fyrir þetta allt saman,“ segir Svandís. „Samkvæmt upplýsingum frá Capacent virðist sem vinnufélagi Bjartar, sem starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu, hafi tekið tvö viðtöl við umsækjendur, að viðstöddum tveimur stjórnarmeðlimum, í hús- næði Capacent, algjörlega á eigin forsendum, og þá væntanlega í greiðaskyni við Björt. Þeir stjórnar- meðlimir og umsækjendur sem sátu viðtölin gerðu það skiljanlega í þeirri trú að Capacent héldi utan um ráðningarferlið. Þegar rætt var við Capacent var ekki að finna nein gögn um þessa ráðningu, hvorki um viðtölin né persónuleika- prófin. Svo virðist sem umsækj- endur, að meðtöldum núverandi framkvæmdastjóra, og stjórn hafi verið blekkt í ferlinu öllu og nafn Capacent notað í þeim tilgangi, enda formleg aðkoma þeirra engin að þessu ferli,“ segir Svandís. Fengu að sjá hluta umsóknanna „Fyrir rúmum tveimur vikum feng- um við loksins að sjá hluta þeirra umsókna sem bárust á sínum tíma. Orð formanns um að þarna væri einungis um „rusl“ að ræða stand- ast enga skoðun, enda sóttu nokkr- ir mjög frambærilegir einstaklingar um starfið sem áttu, í hið minnsta, erindi í viðtal. Þess ber þó geta að núverandi framkvæmdastjóri var blekktur á sama hátt og stjórnin, en hún réð sig í þetta starf í þeirri trú að staðið hefði verið faglega að ráðn- ingunni,“ segir Jón Birgir. Þau segja að í ljósi ofangreindra atriða og auk annarra sem ekki hef- ur verið fjallað um hér, hafi van- trauststillaga verið lögð fram á fundi stjórnar þann 28. nóvember síðastliðinn og jafnframt gerð krafa um úttekt á starfsemi félagsins. „Í byrjun desember kröfðumst við af- sagnar fráfarandi formanns sem hún varð ekki við. Vantraust var aftur borið á formann á stjórnar- fundi þann 12. desember og var þá meirihluti stjórnar að baki þeirri tillögu. Fráfarandi formaður sagði þó ekki af sér formennsku fyrr en 15. desember en þá vegna þess að hún væri á leiðinni í framboð fyrir stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð,“ segir Svandís. Óháð úttekt á starf- semi félagsins og stjórnarháttum fráfarandi formanns hefur ekki far- ið fram, en að þeirra sögn mun hún fara fram á næstu vikum. Vísar ásökunum á bug Björt vísar ásökunum Jóns Birgis og Svandísar á bug. „Það sem þeir þrír stjórnarmenn af tíu hafa sett fram sem ásakanir á hendur mér og öðrum kom fram í desember síð- astliðin. Fimm af upprunalegum stjórnarmönnum hafa ritað svarbréf þar sem þessum ásökunum er vísað á bug,“ segir Björt og vísar í bréf sem ritað var til stjórnarmannanna sem óskuðu eftir afsögn hennar sem formanns. Í bréfinu segir varðandi ásakanir um smölun inn í félagið. „Aðalfundur félagsins hafði verið áformaður 19. mars 2011 en í kjölfar mistaka við fundarboðun var tekin ákvörðun um að fresta honum til 16. apríl sama ár. Kenning bréfritara um „hallarbyltingu“ virðist ganga út á að núverandi formaður, (Björt, innsk. blm.) sem þá var í framboði til þess embættis, hafi staðið á bak við það að fundarboðun misfórst. Ítarleg skoðun á atburðarás í að- draganda aðalfundarins bendir til að sú kenning fái ekki með nokkru móti staðist.“ Björt segir það komi fram í fundagerðarbók að það hafi verið í höndum þáverandi for- manns sem var í framboði á móti henni að senda út fundarboðið Þekkti framkvæmdastjórann Varðandi ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra segir hún að farið hafi verið eftir samþykktum stjórnar þar sem henni hafi verið falið að hafa yfirumsjón með ráðningarferlinu en hún var starfsmaður Capacent á þeim tíma. „Sérstaklega var rætt um að fela Capacent ekki með formleg- um hætti ráðningarferlið, því það þótti kosta of mikið fyrir félagið. Þá- verandi stjórnarmenn tóku því hins- vegar fagnandi að ég sem þáverandi starfsmaður Capacent myndi nýta þau tæki er til eru í starfsmannavali hjá fyrirtækinu og að við hjá Geð- hjálp fengjum að njóta óformlegs liðsinnis og þekkingar samstarfs- manna minna við starfsmannavalið. Þetta geta starfsmenn Capacent staðfest,“ segir Björt og segist ekki kannast við þær tölur sem þau Jón Birgir og Svandís segja að talað hafi verið um. Ráðningin hafi ekki átt að kosta neitt og þess vegna sé ekki til reikningur. „Nei ég kannast ekki við það. Við höfum alltaf viljað halda kostnaði í lágmarki og það var ekki vilji fyrir því að borga fyrir ráðningu hjá Capacent. Ráðning hjá Capacent kostar mun meira en 200 þúsund,“ segir Björt. Hún segist vissulega hafa þekkt framkvæmdastjórann sem var ráðinn inn en telur það ekki hafa haft áhrif á valið. „Við Eva Bjarna- dóttir vorum ekki vinkonur en við þekktumst í gegnum aðra kunn- ingja.“ Aðspurð hvort að ráðningin hafi þá verið fagleg segir hún svo vera. „Hún var mjög fagleg. Í auglýs- ingu fyrir framkvæmdastjórastöð- una voru kríteríur settar upp sem tilgreina hæfni sem umsækjandinn þarf að hafa yfir að ráða. Eins og í öllum góðum ráðningarferlum þá vill sá sem er að ráða fylla sem best upp í þá kríteríu. Það er hins vegar alltaf svo að eitthvað í þeim kríterí- um er huglægt. Þetta á til að mynda við um samskiptahæfni og líkur á góðu samstarfi. Það er eitthvað sem er ekki mælanlegt nema hjá þeim sem sér um ráðninguna. Það var samdóma álit þeirra sem tóku við hana viðtal, og það var ekki bara ég, að hún kæmi vel út.“ Aðspurð hvort hún hafi þá komið best út allra um- sækjenda segir hún svo vera. „Já, af þeim sem voru teknir í viðtal og gengust undir aðra mælikvarða.“ „Ekkert óeðlilegt“ Varðandi skráningu Svandísar Nínu inn í félagið segir Björt: „Það er ekk- ert óeðlilegt og er gert af mörgum öðrum en mér að hvetja fólk til þátt- töku í stjórn. Þetta er sjálfboðastarf, fólk bíður ekki í röðum til að bjóða sig fram,“ segir Björt. „Ég bað Svan- dísi Nínu um að koma í viðtal hjá Geðhjálparblaðinu þarna á undan og þá var hún í mjög skemmtilegu viðtali um sínar fjölskylduaðstæður. Mér leist vel á hana, hún var hress og opin og ég sá um það en í fram- haldinu var það starfsmaður hjá fé- laginu sem bað hana um að bjóða sig fram í stjórn, það var ekki ég. En mér leist mjög vel á það,“ segir hún. Svandís segir Björt hafa látið Geð- hjálp borga undir hana leigubíl fram og til baka á fund þar sem sem kosið var um nýjan framkvæmdastjóra svo hún gæti tekið þátt í kosningunni. „Ég hvatti hana til þess að mæta eins og ég geri við alla,“ segir hún. Þér finnst ekkert skrýtið að Geð- hjálp hafi borgað leigubíl undir hana til þess að fá hana til þess að kjósa? „Í rauninni ekki. En það má alveg reyna draga upp þá mynd. Ég veit ekki einu sinni hvort Geðhjálp hafi borgað þennan leigubíl eða ekki. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Harmar umræðuna Hún segist ekki hafa komið að því að breyta skráningu Svandísar þannig hún yrði kjörgeng á fundin- um þar sem hún var kosin í stjórn. „Ég hef ekki og enginn úr stjórn hef- ur haft neinn aðgang að tölvukerfi Geðhjálpar og allar skráningar fara fram í gegnum tölvukerfið þannig að nei, ég vísa því algjörlega á bug. Það er ósatt.“ Björt tekur svo fram að hún harmi þessa umræðu. „Ég harma þessa umræðu um félagið og tel hana því ekki til framdrátt- ar, þvert á móti. Það er gott að fólk hafi mismunandi skoðanir um starfið hjá Geðhjálp, það er eðlilegt í félagasamtökum sem þessum. Ég er afskaplega stolt af þeim fjöl- mörgu góðu verkefnum sem þar eru unnin af því góða starfsfólki sem félagið státar af, fjárhagur- inn hefur rétt úr kútnum og Geð- hjálp er að ná eyrum almennings sem er svo mikil vægt fyrir notend- ur og aðstandendur. En félagið er viðkvæmt fyrir viðlíka umræðu og þessari og ég tel þetta sýna að það var rétt ákvörðun að hafa hætt sem formaður félagsins þegar ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Bjarta framtíð.“ n „Upphaflegu athugasemdirn- ar sem ég hafði við þetta að gera voru í raun stjórn- arhættir formanns sem mér fannst einhvern veg- inn alveg út úr öllu korti. „Það sem kom síð- an á daginn, þegar ég kíkti á þessar ný- skráningar 2011, að mjög greinileg smölun hafði átti sér stað þegar tæpur mánuður var í aðalfund. Björt borin þungum sökum Svandís fékk símtal þar sem hún var beðin um að bjóða sig fram frá starfsmanni Samhjálpar. Þegar hún fór að skoða kjörskránna þá sá hún að skráningu sinni í félagið hafði verið breytt svo hún yrði kjörgeng á aðalfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.