Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Níu þúsund króna sófi er stofustássið n Grefur upp gullmola á Bland.is og í Góða hirðinum Þ að er rökkur úti þegar sú sem þetta ritar bankar upp á í fallegu látlausu húsi í út- hverfi Reykjavíkur. Á móti henni tekur glaðleg og falleg ung kona, Helga Sæunn Árnadóttir, sem hefur inn- réttað heimilið á undurfallegan hátt ásamt eiginmanni sínum, Ívari Jónssyni. Helga Sæunn virðist hafa í það minnsta 48 klukkustundir í sólar- hringnum. En þau eru sjö í heimili með nýjasta fjölskyldumeðlimnum, átta vikna hvolpi. Helgu Sæunni er margt til lista lagt, en hún kennir í naglaskólanum Finally sem hún á og rekur ásamt því að gera upp gömul húsgögn og muni sem hún er dugleg að grafa upp hér og þar. Einnig hannar hún persónuleg kerti, saumar gullfallega púða og hjörtu með myndum af þeim sem manni þykir vænst um fyrir einstak- linga og fyrirtæki, hún stundar áhugaljósmyndun, hefur málað mörg glæsileg málverk og er einnig menntaður förðunarfræðingur. Hér er á ferðinni frumkvöðull og hörkudugleg listræn kona sem hef- ur unun af því að nostra við að gera upp gamla muni. Heimilisgullin Dýrmætastasta flíkin er? Sennilega kjóll úr Júniform sem Birta Björnsdóttir fatahönnuður gaf mér í afmælisgjöf þegar ég varð fertug. Heimilisfólkið? Ívar, Helga Sæ- unn, Árný Sara, Kamilla, Árni Jón, Lísbet Sæunn og Jökull Frosti, tveggja mánaða voffinn okkar. Langar þig til að breyta einhverju á heimilinu? Já, það er endalaust hægt að breyta og gera betur heima hjá sér ég geri ekki annað en að færa hluti til. Stíllin heima er? Rómantískur í bland við nýtt, gaman að blanda saman ólíkum stíl ef vel er gert. Hvar finnur þú þessa gömlu muni sem þú gerir upp? Ég hef grafið öll mín hús- gögn upp á Bland.is og í Góða hirðinum, en öll mín húsgögn hafa kostað lítinn pening og hef ég gert þau öll upp frá grunni sjálf. Ef peningur væri ekki fyrirstaða? Þá fyrsta sæti Taíland, mig langar svo þangað en það verður að bíða betri tíma. Ég myndi gefa til góðgerðamála, til dæmis til Neistans, en ég gæfi þeim nýtt tæki sem greinir hjartagalla. Svo myndi ég kaupa sumarbústað og byggja vinnustofu þar sem ég gæti skapað allt mögulegt. Næst á dagskrá? Er að byrja á fullu í ræktinni, nýtt ár – nýir tímar, það verða miklar og skemmtilegar breytingar á þessu ári að mínu mati. Eitthvað að lokum? Gleðilegt ár og verið góð við hvert annað! Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Kertaskreyting Helga gerir kertin sjálf. Séð inn í stofu Stílhreint og hlýlegt. Góð kaup Helga keypti sófann, sem dóttir hennar, Lísbet, situr hér í með heimilishund- inum, í Góða hirðinum á 9.000 krónur. Hlýlegt Hjörtu eftir Helgu á náttborði. Náttborðið keypti Helga á Bland.is á 2.000 krónur. Fallegt Helga keypti arininn í Góða hirðinum á 20 þúsund krónur og gerði upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.