Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 10
N ei, þetta er ekki algengt. Það koma upp svona atvik annað slagið í flugi eins og alls staðar annars staðar. Kannski fólk sem óhlýðnast og kveikir sér í sígarettu eða eitthvað slíkt. Þetta gerist endrum og sinnum en heilt yfir hagar fólk sér ósköp vel,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi hjá Icelandair, aðspurð- ur hvort að atvik líkt og átti sér stað á dögunum í vél félagsins séu algeng. Það vakti heimsathygli þegar Guð- mundur Karl Arnþórsson var límdur fastur niður í sæti vélar á leið til New York frá Keflavík. Ástæðan var sú að Guðmundur hafði látið dólgslega um borð svo öðrum farþegum stóð ógn af. Guðmundur drakk ótæpilega í fluginu og veittist bæði að farþegum og áhöfn. Farþegar sögðu Guðmund hafa drukkið heila flösku af Opal snafsi ásamt öðru áfengi og útkoman var skelfileg hegðun sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum. Er- lendir farþegar í vélinni, sem voru vægast sagt þreyttir á hegðun Guð- mundar, tóku myndir og myndskeið af honum og settu á internetið sem í kjölfarið rötuðu í fjölmiðla. „Þessi at- vik hafa nú kannski öll sinn karakter ef við getum orðað það þannig en þetta er nú kannski það versta. Það hefur hlotið langmestu athyglina og kannski tákn um nýja tíma hvað varðar fjölmiðlun,“ segir Guðjón sem hefur svarað ótal símtölum frá erlendum fjölmiðlum undanfarna daga vegna atviksins. Ekki komið til greina að banna áfengi um borð Guðmundur, sem er 46 ára Ís- lendingur búsettur í Barbados, var handtekinn við lendingu á JFK- flugvellinum í New York og færður á sjúkrahús vegna áfengiseitrunar. Icelandair mun leggja fram kæru á hendur manninum á næstu dög- um en lögum samkvæmt varðar hegðun sem getur ógnað öryggi farþega í almenningssamgöngum allt að sex ára fangelsi. Töluverð hætta getur skapast um borð þegar fólk sýnir slík dólgslæti sem þessi auk þess sem því fylgir töluverður ami fyrir aðra farþega. Slík hegðun orsakast yfir- leitt af ofdrykkju en Guðjón segir það ekki hafa komið til greina að banna áfengisneyslu um borð. „Nei, það vill nú svo til að þetta tengist sjaldnast því áfengi sem boðið er upp á um borð heldur áfengi sem fólk tekur með sér og laumast til að drekka.“ því fer þó fjarri að Guðmundur sé eini Ís- lendingurinn sem komist hefur í fréttirnar fyrir dólgslega hegð- un skýjum ofar en reglulega berast fréttir af fólki sem hagar sér ósæmilega um borð í flugvél- um. Sjaldnast eru flugdólgarnir þó nafngreindir en í nokkrum tilvik- um hefur það gerst. n Íslenskir flugdólgar 10 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað n Fleiri en Guðmundur Karl hafa komist í fréttirnar fyrir dólgshátt skýjum ofar „Tengist sjaldnast því áfengi sem boðið er upp á um borð Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Havarí í háloftunum Dólgsleg hegðun Guðmundar hefur vakið heimsathygli og fjallað hefur verið um atvikið í fjölmiðlum víða um heim. T öluvert uppnám varð um borð í vél Icelandair á leið til Minnea- polis í ágúst 2002. Miðaldra karlmaður sem var hluti af hópi harmonikkuunnenda á leið í rútu- ferðlag, var gripinn ölæði og sló með- al annars nokkra áhafnarmeðlimi. Í samtali við DV sagði maðurinn, sem var dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur og viðurkenndi seinna að hafa átt við áfengisvandamál að stríða, að hann hefði verið fullur og leiðinlegur. Maðurinn, sem var löglærður, sagð- ist hafa skilning á aðgerðum Flug- leiða gagnvart sér enda hafi félagið verið að halda uppi virðingu á alþjóð- legri flugleið. „En hitt er annað mál að flugfreyjurnar voru óþarflega við- kvæmar. Ég var bara leiðinlegur, full- ur maður sem var settur í rangt sæti. Vegna persónulegra mistaka móðgaði ég flugfreyju. Það er fullur Íslending- ur í hverri flugvél sem fer til útlanda á vegum Flugleiða svo ég var engin undantekning,“ sagði maðurinn í við- tali við DV á þeim tíma. Hann sagðist hafa haft það fyrir vana um árabil að „ferðast fullur“ og hafi til þessa slopp- ið við vandræði vegna þess. Lögreglu- maður sem var um borð í vélinni var látinn sitja við hlið mannsins auk annars fíleflds karlmanns. Maðurinn róaðist þegar um einn og hálfur tími var eftir af fluginu en aftur rann æði á hann þegar vélin lenti í Minnea polis. Bandaríska alríkislögreglan kom þá í vélina og handtók manninn. Eftir að runnið hafði af honum og hann hafði verið yfirheyrður þá var hann sendur heim í fylgd þriggja fulltrúa alríkis- lögreglunnar. Leggja þurfti fimm sæti undir heimför mannsins því ásamt honum og lögreglumönnunum þrem- ur kom eiginkonan með en hún hafði lítinn áhuga á að fara í rútuferðalagið eftir uppákomuna. Samkvæmt frétt DV frá þessum tíma þá var líklegt að maðurinn þyrfti að borga kostnaðinn sem hlaust af atvikinu auk þess sem hann fengi ekki að fara til Bandaríkj- anna næstu árin. n Hafði fyrir vana að „ferðast fullur“ Á leið í rútuferðalag Maðurinn var á leið í rútuferðalag með harmonikkuunnendum. Á rið 2000 komst Ómar Kon- ráðsson heitinn í fréttirnar þegar honum var vísað úr vél Flugleiða á leið til Minneapol- is. Þá var Ómar á ferðalagi með vin- konu sinni, Kolbrúnu Jónsdóttur, og hjónum frá Vestmannaeyjum en þeim Ómari og Kolbrúnu var vísað úr vélinni ásamt manninum frá Eyjum. Þótti framkoma þeirra og drykkja í flugvélinni til ama en Ómar tók fyrir það og sagði að þetta væru ofsóknir á hendur þeim. „Þetta eru ekkert annað en ofsóknir af hálfu Flugleiða. Við fengum okk- ur bara nokkra öllara í vélinni eins og gerist og gengur og fyrir bragðið á að banna mér að fljúga um aldur og ævi með Flugleiðum. Ég á þetta ekki skilið,“ sagði hann í samtali við DV á þeim tíma og vildi ekki kann- ast við meint ólæti. Að vísu hefði Vestmannaeyingurinn reykt eins og strompur í vélinni og slegið flug- freyju en sjálfur hefði hann verið til friðs þrátt fyrir „nokkra öllara.“ Hann sagði ferðafélaga sinn hafa þurft að hreyfa sig í vélinni vegna æðaþrengsla. „Hún Kolbrún mín þjáist af æðaþrengslum og þurfti því að hreyfa sig aðeins í vélinni. Það þoldu farþegarnir ekki enda voru þetta aðallega vistmenn af elliheimilinu Grund sem hafa ama af flestu.“ Í viðtalinu sagðist Ómar ætla að kæra Flugleiðir því hann hefði orðið fyrir töluverðu fjárhags- legu tjóni vegna atviksins. Töluverð rannsókn var framkvæmd vegna málsins og um þrjátíu manns voru yfirheyrðir; þar á meðal áhöfn og einhverjir farþegar. Ómar var settur í flugbann og í mars árið á eftir sagði DV frá því að Ómar yrði að fara sjóleiðina í sumarfríið og hafði þá þegar bókað sér far með Norrænu til þess að geta heimsótt dóttur sína erlendis. n „Fengum okkur bara nokkra öllara“ Kannaðist ekki við dólgslæti Ómar kannað- ist ekki við ólætin og sagði þau bara hafa verið að fá sér nokkra „öllara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.