Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 52
52 Fólk 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Hvað er að gerast? 11.–13. janúar Föstudagur11 jan Laugardagur12 jan Sunnudagur13 jan Vínartónleikar Sígild Vínartónlist undir stjórn Peters Guth mun hljóma á Vínartónleikum 2013. Guth er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur margsinnis stjórnað og leikið á fjörugum Vínartónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Hann hefur átt mikilli velgengni að fagna, bæði sem fiðluleikari og hljómsveitarstjóri og hefur skapað sér nafn sem einn fremsti flytjandi heims á tónlist Strauss-feðga og annarrar Vínartónlistar. Eldborg í Hörpu 19.30 Moment Láru Rúnars Útgáfutónleikar Láru Rúnars sem hefur sent frá sér sína fjórðu breiðskífu, Moment. Þar kannar hún nýjar slóðir og leyfir dekkri og ögrandi hliðum að njóta sín meira en áður. Á plötunni er meðal annars lagið Beast sem hefur setið í sex vikur á Vinsælda- lista Rásar 2. Viðeyjarstofa 21.00 Mið-Ísland Uppistandssýningar Mið-Íslands slógu rækilega í gegn í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári. Nú eru þeir komnir aftur í hinn eina sanna Þjóðleikhúskjallara en vandfund- inn er sá salur þar sem hægt er að mynda betri uppistandsstemningu. Um er að ræða tveggja klukkustunda skothelda hlátursdagskrá þar sem fram koma Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi og Dóri DNA. Kynnir er Jóhann Alfreð. Þjóðleikhúskjallarinn 20.00 María Callas Seinni sýning Óp-hópsins um líf og list Maríu Callas en í ár eru 35 ár frá andláti hennar. Farið verður yfir lífshlaup hennar og flutt verður tónlistin sem hún var fræg fyrir að syngja. María Callas hefur verið kölluð rödd 20. aldarinnar og er líklegast frægasta óperusöngkona sem uppi hefur verið. Salurinn 20.00 Töfrahurð Á tónleikum Töfrahurðar er klassísk tón- list kynnt fyrir börnum á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Leik, fræðslu og tónlist er blandað saman og taka börnin virkan þátt í tónleikunum. Allir eru hvattir til að mæta í búningum. Salurinn 13.00 N ú hefur verið tilkynnt hverj- ir keppa um að flytja fram- lag Íslendinga til Eurovision í ár. Það styttist í undanúr- slitin í Söngvakeppninni 2013. DV sagði frá því á miðvikudag að Klara í Charlies muni syngja eitt laganna. Flytur hún lag Hall- gríms Óskars sonar, Skuggamyndir, en Bragi Valdimar Skúlason samdi texta. Þá vekur athygli að Birgitta Hauk- dal stígur fram á sjónarsviðið en níu ár eru liðin frá því að hún tók þátt í keppninni síðast með laginu Open Your Heart. Birgitta hefur staðið í undirbún- ingi í dágóðan tíma og virðist taka þátttökuna alvarlega, hún sótti til að mynda árlega ráðstefnu stærsta að- dáendaklúbbs Eurovision-söngva- keppninnar í október. Níu ár liðin frá þátttöku Í viðtali sem var tekið vegna ráð- stefnunnar tók Birgitta lagið og var því einnig útvarpað. Birgitta söng hluta lagsins Open Your Heart en níu ár eru liðin frá því að hún tók þátt í keppninni. Birgitta er nú búsett í Barcelona en verður stödd hér á landi í kringum keppnina. Dóttir Magnúsar Scheving á svið Meðal annarra keppenda er Elíza Newman, tónlistarkona og það er Unnur Eggertsdóttur sem flytur lag hennar, Ég syng! Unnur hefur meðal annars leikið Sollu stirðu í Latabæ. Það eru fleiri tengingar við Lata- bæ í Söngvakeppninni í ár því dóttir Magnúsar Scheving, Sylvía Scheving, flytur lag Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, Stund með þér. Kærastinn semur lagið Magni kemur sterkur til leiks og flyt- ur lag Sveins Rúnars Sigurðssonar. Í fyrra varð lagið Hugarró mjög vin- sælt en það lenti í öðru sæti í keppn- inni. Stefanía Svavarsdóttir, sem eitt sinn söng með Stuðmönnum, syngur dúett með Jógvan eftir Svein Rúnar sem á tvö lög í keppninni. Þá semur Davíð Sigurgeirsson, kærasti Jóhönnu Guðrúnar, eitt lag og texta sem hún flytur. Lögin verða frumflutt á Rás 2 frá og með mánudeginum 14. jan- úar. Einnig verður frá og með þeim degi hægt að hlusta á Birgitta Haukdal snýr aftur n Birgitta flytur eigið lag í Söngvakeppninni 2012 n Vel undirbúin – sótti stóra ráðstefnu Eurovision-aðdáenda n Magni og Jóhanna Guðrún flytja bæði lög n Dóttir Magnúsar Scheving, Sylvía, flytur eitt lag Augnablik Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Magni Ásgeirsson Ég á líf Lag og texti: Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Eyþór Ingi Gunnlaugsson Ég syng! Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Ken Rose Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Hulda G. Geirs- dóttir Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Flytjendur: Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm Meðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og Jonas Gladnikoff Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen Flytjandi: Birgitta Haukdal Sá sem lætur hjartað ráða för Lag: Þórir Úlfarsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Edda Viðarsdóttir Skuggamynd Lag: Hallgrímur Óskarsson og Ashley Hicklin Texti: Bragi Valdimar Skúlason Flytjandi: Klara Ósk Elíasdóttir Stund með þér Lag og texti: María Björk Sverr- isdóttir Flytjandi: Sylvía Erla Scheving Til þín Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen Flytjendur: Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir Vinátta Lag og texti: Haraldur Reynisson Flytjandi: Haraldur Reynisson Þú Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Lögin sem taka þátt í undankeppninni Kærastinn semur lagið Davíð, kærasti Jóhönnu Guðrúnar, semur lagið sem hún flytur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.