Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 22
Sandkorn B akkavararbræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa verið að seilast aftur til áhrifa í íslensku viðskiptalífi eftir að hafa misst undirtök sín í Ex­ ista og hlutdeildarfélögum þess eftir hrunið 2008. Bræðurnir hafa lagt mikið kapp á að ná aftur meirihluta í matvælafyrirtækinu Bakkavör sem þeir eru kenndir við. Þeir hafa varið mörgum milljörðum króna í uppkaup á hlutum í Bakkavör af kröfuhöfum fé­ lagsins sem tóku félagið af þeim eftir hrunið. Bræðurnir sitja á miklum fjár­ munum eftir að hafa meðal annars fengið að minnsta kosti níu milljarða í arðgreiðslur út úr íslenska efnahags­ kerfinu til eignarhaldsfélags síns í Hollandi sem Arion þarf að afskrifa 22 milljarða skuldir hjá. Á sama tíma hafa bræðurnir einnig reynt að hasla sér völl á öðrum sviðum samfélagsins; sviðum sem þeir vita að eru líka mikilvæg þó sagan sýni að ekki séu þau arðbær, meðal annars á fjölmiðlasviðinu. Sjálfir hafa þeir sýnt að þeir eru meðvitaðir um mikilvægi fjölmiðla þar sem þeir áttu og ráku Viðskiptablaðið, ásamt Kaupþingi, á árunum fyrir hrunið og tapaði útgáfu­ félag blaðsins tugum milljóna króna á því áður en ákveðið var að hætta að setja fé í reksturinn eftir hrunið 2008. Staðhæft var að bræðurnir hefðu reynt að kaupa DV þegar blaðið var selt út úr útgáfufélaginu Birtíngi á vormánuðum 2010. Þeir neituðu því reyndar sjálfir í samtali við Vísi en ekki var við öðru að búast. DV hafði fyrir þann tíma og eftir fjallað talsvert um þá og þeirra umsvif og má ætla að það ekki verið þeim að skapi. Bræðurnir eru með alls kyns að­ ila á sínum snærum sem éta út lófum þeirra og ganga erinda þeirra á bak við tjöldin í skiptum fyrir dúsu og brauð­ molana sem falla af borðum þeirra. Eins og frægt er orðið var bloggar­ inn Ólafur Arnarson til dæmis á föst­ um mánaðarlaunum hjá Exista sem námu nokkur hundruð þúsund krón­ um og fékk hann þá fjármuni í gegn­ um almannatengilinn Gunnar Stein Pálsson fyrir óskilgreinda þjónustu við eignarhaldsfélag þeirra Bakka­ bræðra. Ein af afleiðingum hrunsins er að margir af umdeildari viðskipta­ mönnum landsins notast við leppi til að ota sínum tota, gæta hagsmuna sinn, kaupa upp eignir, tala máli sínu því þeir vita sem er að þeir sjálfir eru ekki vel séðir. Það er veruleiki sem við erum farin að sjá í auknum mæli hér á landi, líkt og greiðslurnar til Ólafs sýna fram á. Nú hafa Bakkavararbræður stefnt leiðarahöfundi, fréttastjóra DV, og út­ gáfunni sjálfri vegna skoðanagreinar sem birtist í blaðinu í október; skoð­ anagreinar þar sem umsvif þeirra hér á landi voru rædd sem og sá skaði sem þeir ollu hér á landi. Áætlaðar af­ skriftir á skuldum félaga þeirra bræðra nema í kringum 170 milljörðum króna og íslenskir lífeyrissjóðir, og þar með íslenskir sjóðsfélagar, töpuðu 171 milljarði króna á félögum sem þeir stýrðu. Á sama tíma sitja þeir sjálfir á eignum upp á milljarða sem þeir tóku í arð út úr íslenska efnahagskerfi á ár­ unum fyrir hrunið. Um þetta má ekki tala og byggir stefna þeirra bræðra á því að um­ fjöllunin hafi verið „hatursáróður“ í þeirra garð. Rétt eins og fyrir hrun vilja Bakkabræður stýra þeirri umfjöllun sem birt er um þá í fjölmiðlum. Fyrst reyna þeir að kaupa einn af fjölmið­ lunum sem fjallar einna mest um þá, meðal annars um ákæru sérstaks sak­ sóknara gegn Lýði Guðmundssyni, en þegar það ber ekki árangur reyna þeir að stöðva umfjöllun fjölmiðilsins með stefnu á þeim grundvelli að um „hatursáróður“ sé að ræða; „haturs­ áróður“ sem byggir að langmestu leyti á opinberum upplýsingum um umsvif þeirra, til dæmis úr ársreikningum, rannsóknarskýrslu Alþingis og skýrsl­ unni um lífeyrissjóðina sem út kom í fyrra. Bræðurnir vilja kaupa eða þagga niður í þessum tiltekna fjölmiðli af því þeir vilja ekki sannleikurinn um þá komi fram í dagsljósið. Stríðið um miðlun þessa sannleika er einn af öngunum á endurreisn íslenska efna­ hagskerfisins. Þegar auðmenn eins og Bakkabræður snúa til baka til lands­ ins með fullar hendur fjár erlendis frá og reyna að kaupa upp eignir hér á landi munu þeir eðlilega reyna að kaupa fjölmiðla, eða stofna sína eig­ in, til að segja aðeins það sem þeim sjálfum er þóknanlegt. Þetta gerðist fyrir hrun þegar Björgólfur átti Mogg­ ann, Jón Ásgeir átti 365 og bræðurnir áttu Viðskiptablaðið í félagi við Kaup­ þing. Enginn einkarekinn fjölmiðill var til í landinu sem ekki var í eigu þessara auðmanna og voru miðlarn­ ir misnotaðir eftir því. Ekki var það geðslegt landslag en þó er það staða sem þessir aðilar myndu vilja sjá verða að veruleika aftur því þeir vilja stýra umræðunni. Sigurður G. laug n Sigurður G. Guðjónsson lög­ maður hefur um árabil verið umdeildur vegna starfa sinna fyrir hina ýmsu auð­ menn og þyk­ ir þess vegna ekki trúverð­ ugur. Eitt af því umdeilda sem Sigurður hefur gert er að ljúga að fjöl­ miðli um prófkjörstyrk Baugs til Björgvins G. Sigurðssonar árið 2007 en fram hefur kom­ ið að þingmaðurinn fékk 300 þúsund krónur frá félaginu. Sigurður þrætti fyrir styrk­ inn í samtali við DV árið 2009: „Hann hefur aldrei fengið krónu frá Baugi. Það veit ég því ég hjálpaði honum með prófkjörið síðast og allir reikn­ ingar eru til hér hjá mér,“ sagði hann en svo kom í ljós að Sig­ urður hafði logið enda fékk Björgvin styrkinn. Fjandvinirnir í VG n Málefni VG hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið enda hefur hálfur þingflokk­ urinn hætt á kjörtímabil­ inu. Ögmundur Jónasson inn­ anríkisráð­ herra og helsti fjandvinur Steingríms J. Sigfússonar innan flokksins er hins vegar ennþá á sínum stað meðan helstu stuðnings­ menn hans eru hættir. Þetta er merkileg staðreynd. Deilur Ögmundar og Steingríms ná mörg ár aftur í tímann og er meðal annars fjallað um þær í sjálfsævisögu Svavars Gests- sonar en sá hætti í stjórnmál­ um árið 1999. Rannsókn á gjaldeyrisbraski n Ekkert hefur spurst út um rannsókn ákæruvaldsins á gjaldeyrisbraskinu sem varð til þess að Guðmundur Örn Jóhannsson hætti sem fram­ kvæmdastjóri Landsbjargar í lok síðasta árs. Braskið virð­ ist hins vegar hafa verið stór­ fellt. Meðal þeirra sem komu að viðskiptum með sam­ starfsmönnum Guðmundar Arnar var Jón Þorsteinn Jóns- son, fyrrverandi stjórnarfor­ maður Byrs, sem afplánar nú fjögurra ára dóm á Kvía­ bryggju fyrir umboðssvik. Eigandi Viðskipta- blaðsins til Lúx n Viðskiptablaðið sagði frá því í dálknum Huginn og muninn á fimmtudag að það gæti margborgað sig að flytja til útlanda þar sem skattaum­ hverfið hérlendis væri orðið svo óhagstætt fyrir stóreigna­ fólk. Var þess getið að Eiríkur Jónsson hefði sagt frá því á vefsíðu sinni að tíu einstak­ lingar hefðu fengið Logos til að meta það hvert væri best að flytja. Svarið var Lúxem­ borg. Viðskiptablaðið greindi hins vegar ekki frá því að Sveinn Biering Jónsson, annar aðaleigenda blaðsins, hefði flutt lögheimili sitt til Lúx­ emborgar, líklega í þeim tilgangi að komast í hag­ stæðara skattaumhverfi. Ég þarf aðeins að herða mig Við förum upp úr riðlinum Andrea Björnsdóttir, oddviti Reykhólahrepps, prjónar fyrir hvert nýfætt barn. – DV Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður spáir í gengi strákanna okkar. – DV „Staðhæft var að þeir hefðu reynt að kaupa DV Í starfi mínu í Háskóla Íslands í 30 ár hef ég kynnzt fræðasamfélaginu býsna vel sem innanhússmaður, þekki þar hverja þúfu að heita má. Fræðasamfélagið er kór, þar sem hver syngur með sínu nefi. Þar er enginn söngstjóri. Það tíðkast ekki í lýðræðisríkjum. Í einræðisríkjum eru söngstjórar í hverjum háskóla og hverri háskóladeild til að tryggja samhljóm fræðasamfélagsins í þágu ríkjandi afla eða a.m.k. réttan tón. Óþægilegar raddir eru kæfðar. Þannig var þetta í kommúnistaríkjunum sál­ ugu, en ekki hér, ef frá eru taldar fá­ einar tilraunir til eineltis, flestar mis­ heppnaðar. Samfélagssáttmáli Í lýðræðisríkjum er fræðimönn­ um frjálst að stunda þær rannsókn­ ir sem þeir vilja og segja það sem þeim sýnist. Fáum dettur í hug, að fræðasamfélagið komi sér saman um að styðja einn stjórnmálaflokk eða eina skoðun frekar en aðra. Orðið „ fræðasamfélag“ á því ekki vel við, þegar stjórnmál eða stjórnskipunar­ mál ber á góma. Stjórnar skráin er að vísu öðrum þræði fræðilegt skjal í þeim skilningi, að hún þarf að full­ nægja kröfum skynsamlegrar rök­ hugsunar, tiltækrar þekkingar og sögulegs samhengis hlutanna. Stjórn­ arskráin er einnig samfélagssáttmáli, sem kveður á um jafnrétti og mælir gegn forréttindum. Frumvarpið að nýrri stjórnarskrá, sem Alþingi býst nú til að afgreiða fyrir þinglok í byrj­ un marz, hefst á þessum orðum: „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ Sumir skjóta upp kryppu við að sjá og heyra þessi upphafs­ orð. Allt tal um, að stjórnarskrá þurfi að afgreiða í fullkominni sátt stjórn­ málaflokka á Alþingi, stangast á við rök og reynslu aldanna. Breytingar á okkar eigin stjórnarskrá 1942 og 1959 kostuðu hatramar deilur, en breytingarnar voru nauðsynlegar og náðu fram að ganga. Stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 var samþykkt eftir hörð átök. Þannig er hægt að fara land úr landi. Hitt er að sönnu mikils virði og ánægjulegt, að nýja stjórnar­ skráin fyrir Ísland nýtur yfirgnæfandi stuðnings fólksins í landinu. Við vondan draum? Orðið „fræðasamfélag“ er nýyrði. Það er ekki að finna í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og hefur yfir­ leitt ekki verið notað í stjórnmála­ umræðu á Íslandi fyrr en nú, að fá­ einir háskólamenn vöknuðu eins og við vondan draum og hófu að lýsa andúð sinni á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þetta gerðist eftir að 67% kjósenda höfðu sagt sig fylgj­ andi frumvarpinu og Alþingi bjóst til að ljúka málinu í samræmi við fyrri fyrirheit, sem þingið staðfesti með einróma ályktun 28. september 2010. Yfirgnæfandi hluti kjósenda lýsti sig einnig fylgjandi nokkrum helztu ákvæðum frumvarpsins: 83% sögð­ ust fylgjandi ákvæðinu um auðlind­ ir i þjóðareigu, 78% studdu persónu­ kjör, 67% studdu jafnt vægi atkvæða, og 73% studdu aukið vægi beins lýðræðis. Níu mánaða yfirlega Al­ þingis yfir frumvarpinu ásamt sér­ fræðingum gaf þinginu ekki tilefni til að spyrja kjósendur sérstaklega um stjórnskipanina, sem forseti Íslands gerði að umtalsefni í nýársávarpi sínu. Það var ekki fyrr en úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyr­ ir, að fáeinir háskólamenn létu í sér heyra á málþingi í Háskóla Íslands og höfðu allt á hornum sér. Ekki virtist hafa verið leitað eftir framlagi fræði­ manna, sem lýst hafa ánægju með frumvarpið. Starfslið stjórnlagaráðs fylgd­ ist með því, hverjir brugðust við til­ boði ráðsins til þjóðarinnar allrar um að senda inn athugasemdir og ábendingar og leggja með því móti hönd á plóg við endurskoðun stjórn­ arskrárinnar. Erindin, sem bárust, skiptu hundruðum, og ábendingarn­ ar skiptu þúsundum. Gögnin eru til. Ég man eftir bændum, listamönnum og sjómönnum, en ég minnist þess ekki, að nokkur maður, sem titlaði sig lögfræðing, hafi verið í hópi þeirra, sem gáfu sig fram og buðust til að hjálpa. Margir lögfræðingar sýndu verkinu lítinn eða engan áhuga. Þó voru ekki færri en fjórir lögfræðingar í sjö manna stjórnlaganefnd, sem Al­ þingi skipaði til að búa málið í hend­ ur stjórnlagaráðs. Fjórir af þeim 25 fulltrúum, sem þjóðin kaus og Alþingi skipaði til setu í stjórnlagaráði til að semja frumvarp að nýrri stjórnar­ skrá, voru lögfræðingar auk fjölda annarra lögfræðinga, sem komu að samningu frumvarpsins. Tveir stjórn­ málafræðingar sátu í ráðinu. Raddir lögfræðinga og stjórnmálafræðinga heyrðust því vel við hvert fótmál í frumvarpssmíðinni. Boðflennur? Hvers vegna sýndu lögfræðingar endurskoðun stjórnarskrárinnar al­ mennt svo lítinn áhuga? – aðrir en þeir, sem þing og þjóð kvöddu til verksins. Af hverju stafar lítilsvirðing þeirra fyrst gagnvart verkinu, sem Al­ þingi ákvað að hrinda af stað 2009 og fela þjóðkjörnum fulltrúum, og nú gagnvart kjósendum, sem hafa lýst sig fylgjandi frumvarpinu? Mér virð­ ast þeir æði margir hafa litið á stjórn­ lagaráð og þá um leið á Alþingi og þjóðina sem boðflennur í einkasam­ kvæmi, sem þeir einir ættu að sitja. Í þessu ljósi þarf að skoða fordómafulla afstöðu margra lögfræðinga til nýrrar stjórnarskrár og einnig makalausa ákvörðun hæstaréttar dómara um að ógilda kosningarnar til stjórnlaga­ þings 2010. Lögfræðingar og sumir fræðimenn ættu e.t.v. að fylgjast betur með næst þegar allri þjóðinni verður boðið að hjálpast að við endurskoðun stjórnar skrárinnar. Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 11.–13. janúar 2013 Helgarblað „Hvers vegna sýndu lögfræðingar endur- skoðun stjórnarskrárinnar almennt svo lítinn áhuga? Kjallari Þorvaldur Gylfason Fræðasamfélagið og frumvarpið Bakkabræður vilja þögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.